Dagur - 11.04.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 11. apríl 1991
„Því reyna þær ekki
heldur spamaðarleiðina?
66
Um miðjan mars létu fiskverka-
konur á Pingeyri þau boð út
ganga í fjölmiðlum að þær ætluðu
að leggja niður vinnu 20. mars.
Með þessu vildu konurnar koma
á framfæri kröfum um að skatt-
leysismörk yrðu hækkuð. Þetta
þreiddist út um allt land og mjög
margt fi'skvirinslufóik lagði niður
vinnu þennan dag og var þar með
að mótmæla því að af hverjum 100
kr. sem það ynni sér inn með hin-
um alræmda bónus, færu strax 40
kr. í skatt. Fastakaup þessa fólks
er undir skattleysismörkum. Mér
þóttu þetta góð tíðindi, þó ekki
nema væri fyrir það að konur
skyldu hafa dug í sér til að sýna
samstöðu um að vekja athygli á
kjörum sínum.
En það fór hrollur um lands-
feður, það mátti glöggt heyra er
rætt var við þá í fjölmiðlum. Að
þeirra mati var efnahagslegri
framtíð fslensku þjóðarinnar
stefnt í voða og sjálfum guðföður
„þjóðarsáttarinnar", Einari Oddi
Kristjánssyni, varð að orði: „Því
í ósköpunum reyna ekki konurn-
ar heldur sparnaðarleiðina?“ Svo
mörg voru þau orð.
Skattamálin brenna að vonum
mjög á fólki. Það er einfaldlega
rugl að skattleysismörk skuli vera
tugum þúsunda undir sannanleg-
um framfærslukostnaði og að
aðeins skuli vera eitt skattþrep,
hversu háar sem tekjur fólks eru.
En eitt gleymist oft. Það er til
fólk og það heilar stéttir, sem
tekur laun samkvæmt „nöktum
töxtum" sem launþegasamtökin
hafa samið um fyrir umbjóðend-
ur sína. Þetta fólk er meira og
minna í felum og er að miklum
meirihluta konur ef marka má
blað forsætisráðherrans,
Tímann, en þar stóð í heilsíðu-
fyrirsögn að konur bæru hitann
og þungarin af þjóðarsáttinni.
Eg hef undir höndum launa-
seðil konu sem búin er að vinna í
verksmiðju í 20 ár. Þetta er nakinn
Iðjutaxti og þetta eru einu tekjur
þessarar konu, en eiginmaður
hennar er öryrki og liggur á
sjúkrahúsi og fær því ekki
örorkubætur. Er ekki ástæða til
að benda þessari konu á sparnað-
arleiðina?
Ég gat þess áðan að fólk
almennt virtist ekki gera sér grein
fyrir því að heilu stéttirnar
byggju við þessi kjör og þar kem-
ur margt til. Það þótti ekki reisn
yfir því þegar unglingar og lið-
léttingar voru að ráða sig sem
matvinnunga í gamla daga. Fólk-
ið sem fær þessi laun er að vonum
„Ég hygg að Kvenna-
listinn hafi verið með
þeim fyrstu sem komu
með þá hugmynd að
lögbinda lágmarkslaun
við framfærslumörk. Þá
þótti það fjarstæða. Nú
eru æ fleiri farnir að
hafa það við orð, enda
virðist verkalýðsforust-
inni ekki lagið að leið-
rétta Iaunamismun.a
Brekkugata 1
Versliö
hagstætt
Tilboð!
K.J. fiskibollur 1/i dós. kr. 225,-
2 hamborgarar og
2brauöípk....kr. 138,-
Franskar 11/2 kg.kr. 179,-
Lindubitar í pk.kr. 125,-
Kjörbúð KEA
Brekkugötu 1
5Tmi 30375
Aktu eins og þú vilt
t að aorir aki!
ÖKUM EINS OG MENN!
IUMFERÐAR
'RÁO
beiskt og veigrar sér við að aug-
lýsa það að vinnuframlag þess til
þjóðfélagsins sé ekki metið meira
en að vart nægi fyrir mat. Það er
siðlaust í velferðarþjóðfélagi eins
og því íslenska, að bjóða fólki
upp á slík laun árið 1991 að það
sé aðeins matvinnungar. Launa-
mismunarþjóðfélaghæfir ekki
íslendingum. Hér eru miklir pen-
ingar í umferð og vel flestir búa
við velmegun. Það þarf bara að
laga rækilega til í launamálum.
Vísitala framfærslukostnaðar
hækkar ef nauðsynjar hækka. Ef
henni er hleypt út í kauptaxtana
verða 4-5 láglaunakonur að
skipta með sér sömu upphæð og
einn alþingismaður fær og þykja
þeir þó ekki ofhaldnir. Ennþá
hrikalegri verður samanaburður-
inn ef við lítum á hærri launa-
skala, s.s. ráðherra, bankastjóra,
lækna, að maður tali nú ekki um
forstjóraliðið og ekki er mér
grunlaust um að æðstu forystu-
menn launþegasamtakanna
sjálfra fái vísitöluhækkun á við
ansi margar láglaunakonur.
Hvernig væri að breyta til og taka
upp krónutöluhækkun?
Ég hygg að Kvennalistinn hafi
verið með þeim fyrstu sem komu
með þá hugmynd að lögbinda
lágmarkslaun við framfærslu-
LAUNALIÐUR LAUNA- OG FRÁDRÁTTARTEGUND FJÖLDIEIN I TAXTJ il 4 . upX'æð FRÁ ÁRAMOTUM
LAUN i FRÁDR FJÖLDI EIN.
1 421047 HónaJarlaun 1 , 000; 46157., 10 46.157 137.790 3,00
3 421047 Yfirvinna 0,000: 479,33 0 3 . 778 8,00
5 499104 Veikindabónus 0,000: 0 3.539 1 , 00
16 1017 Orlof útr.89-90 0,0 0 0, 0 384 0,00
LAUN SAMTALS; * 46.157 145 4.9 1
25 2390 Lífeyrissj. -2.077 -6.547
26 3232 Iá j a,fé 1 .verksm.f. -462 -1.455
27 5005 Orlof ti1 banka .. 0,ÖP0.,, - ýEí-ae 0 -384 0,00
23 6000 ReíknaJur skattur 39,790 -18.366 -57.891 39,79
29 6.0 0 0 Persónuafslóttur 0,000 | 18.366 57.891 0,00
... -■ / ónýttur persónuafs1ót tur ; 4 . 65SÍ-
40 5031 Starfsmannafélag 1,000 272,00 -272 -7.6 0- 3,00
FRADR. SAMTALS: -2.811 -9 146
CREIDDUR STAÐGREIÐBLUSKATTÚr 0 0
Á,' ■: u-r'■i- ij wálm' "■ i. 4
Geymið seðilinn! SAMTALS 43.346 136 345
Seðillinn gildir sem kvittun fyrir tilgreindum frádrætti.
mörk. Þá þótti það fjarstæða. Nú
eru æ fleiri farnir að hafa það við
orð, enda virðist verkalýðsforust-
inni ekki lagið að leiðrétta launa-
mismun.
Ég hefi hér dregið fram ansi
dökka mynd af launamisrétti. En
er þá launabarátta alveg vonlaus?
Mitt svar er nei. Launabarátta
kvenna hefur verið löng og
ströng og árangurinn of lítill, en
ef við lítum til baka hefir samt
nokkuð áunnist, einkum um ýmis
félagsleg réttindi. Barátta er þá
líka fyrst vonlaus ef þeir sem í
henni standa missa sjálfir trú á
henni.
Ég hefi ekki lært sálarfræði
nema í skóla lífsins en sá skóli
hefir kennt mér að þá líður
manni verst ef maður byrgir
beiskju í sér. Það er skoðun míri
að eina ráðið fyrir láglaunafólk sé
að taka höndum saman í þessari
baráttu, hvort sem það reynir að
beita sér í verkalýðssamtökum
eða á öðrum vettvangi. Ég trúi
því að á íslandi geti allir búið við
mannsæmandi lífskjör ef rétt er á
málum haldið.
Hólmfríður Jónsdóttir.
Höfundur skipar 9. sæti á lista Samtaka
um Kvennalista í komandi alþingiskosn-
ingum.
Kratar vilja áfram vinstri stjóm
Þessar línur eru skrifaðar eftir
sameiginlegan framboðsfund í
Ólafsfirði sl. mánudag. Það vakti
eftirtekt, að þar lýsti Jónína Ósk-
arsdóttir Aljrýðuflokki því yfir,
að hún vildi sjá vinstri stjórn að
nýju eftir næstu kosningar og
Sigbjörn Gunnarsson tók í sama
streng.
Þessi ríkisstjórn er dæmigerð
vinstri stjórn. Henni hefur að
vísu ekki tekist að spilla fyrir
árangri kjarasamninganna í
fyrra. Þá stóðu sakir þannig að
mati ASÍ, að kaupmáttur hafði
rýrnað um 15-20% síðan 1988 að
teknu tilliti til skattahækkana.
Það þýddi, að það vantaði 20
aura af hverri krónu í launa-
umslagið. Þá sömdu aðilar vinnu-
markaðarins um eins litlar launa-
hækkanir og þeir framast þorðu
til að ná verðbólgunni niður og
gefa fyrirtækjunum svigrúm til
þess að styrkja stöðu sína. Það er
sorglegt, að þetta svigrúm skuli
ekki hafa nýst fyrir launþega,
m.a. vegna hallarekstrar ríkis-
sjóðs, hárra vaxta og mikillar
skattheimtu. Þó hefur verð á fiski
á erlendum mörkuðum hækkað
Halldór Blöndal.
um 30% milli ára, sem að öllu
eðlilegu hefði þýtt kjarabætur en
ekki kjararýrnun, mikla atvinnu
en ekki atvinnuleysi.
Síðustu dagar þingsins voru til
skammar og þau hrossakaup,
sem ráðherrarnir stóðu þar fyrir.
Ekki hafa þeir heldur vandað
hver öðrum kveðjurnar síðan.
Jón Baldvin segir Ólaf Ragnar
hafa misfarið með opinbert fé
varðandi kosningaauglýsingar og
Steingrímur Hermannsson líkir
Jóni Baldvin við úlf í sauðagæru.
Klögumálin ganga á víxl. Auðvitað
getur vinstri stjórn af þessu tagi
ekki náð árangri. Það sýnir
kannski lágkúruna betur en allt
annað, að nú er hún að hrósa sér
af því að hafa ráðið þeirri þjóðar-
sátt, sem aðilar vinnumarkaðar-
ins gerðu sín á milli.
Á fundinum í Ólafsfirði kom í
ljós, að vinstri stjórn af þessu tagi
er baráttumál krata hér í kjör-
dæmi. Skilaboðin eru skýr og
þakksamlega þegin: Með því að
kjósa krata er verið að kjósa
Framsókn og Alþýðubandalag
áfram í ríkisstjórn en hafna sjálf-
stæðismönnum. Þetta hlýtur að
vera umhugsunarefni fyrir þá
alþýðuflokksmenn, sem vilja
frjálsræði í viðskiptum og skilja
þýðingu vestrænnar samvinnu.
Það getur ekki verið góður kost-
ur fyrir þá að kjósa Alþýðuflokk-
inn, eftir yfirlýsingu efstu manna
í Ólafsfirði sl. mánudag.
Halldór Blöndal.
Höfundur er alþingismaöur fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi
eystra.
Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið:
Málþíng um fjöl-
niiðlim og fatlaða
Landssamtökin Þroskahjálp
og Öryrkjabandalag íslands
standa fyrir málþingi um fjöl-
miölun og fatlaöa á morgun,
föstudaginn 12. aprfl, frá kl.
13.00 til 17.00 í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi.
Markmið málþingsins er að
vekja athygli fjölmiðlafólks og
almennings á rétti fólks til að
fylgjast með fréttum og öðru efni
á aðgengilegan hátt. Auk þess
verður rætt um hvernig fjölmiðl-
ar geta náð til fatlaðra og hvort
þeir hafi nægilegan áhuga á þess-
um þjóðfélagshópi.
Samtökin hafa fengið til liðs
við sig marga góða fyrirlesara
sem tengjast málefninu beint eða
óbeint og munu þeir miðla af
reynslu sinni á málþinginu.
Öllum, sem áhuga hafa á
málefninu, er heimil þátttaka svo
lengi sem húsrúm leyfir. Þeir sem
áhuga hafa á að sitja málþingið
tilkynni þátttöku í eitt af eftirfar-
andi símanúmerum: 91-26700,
91-679390 eða 91-22617.