Dagur - 11.04.1991, Page 16

Dagur - 11.04.1991, Page 16
Í6 - DA’GÚR - Fimmtudagur iT: apHÍ‘t991 bókarýni =» Tryggvi Gíslason Fyrsta alfræðiorðabókin á íslensku Spánn Skipting landsins í fylki (svart letur) og sýslur (blátt letur). Stjórnsetur sýslna eru merkt meö punkti en þau sem eru jafnframt stjórnsetur fylkja eru merkt meö fylltum ferningi. Kortiö sýnir einnig skiptingu Pýreneaskaga i málsvæöi. Landið er fimm sinnum stærra en ísland. FWiuxprribMiy f u þ a r k gw f uþar k Nt-mixiT hnijEpzs hnias (R) tmnroxMt^TA t b e u I ng o d t b m r rúnir 1 Eldri rúnir. 2Yngri rúnir. Rúnastafarófunum var raöað í þrjá hópa (ættir) sem hver um sig var kenndur viö fyrstu rúnina í hópnum. Efst er fésætt, þá hagalsætt og neðst týsætt. íslenska alfræðiorðabókin I-III, XVI+S78, 633, 613 Ritstjórar Dóra Hafsteinsdóttir Sigríður Harðardóttir Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1990 Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur á þeim aldarfjórðungi sem forlagið hefur starfað gefið út fjölmörg vönduð fræðirit, bækur um þjóðlegan fróðleik, orðabæk- ur og handbækur. Má nefna Ferðabók Eggerts og Bjarna (1974), Landiðþitt ísland (1980), Ensk íslensku orðabókina (1984), Reykjavík. Sögustaður við Sund (1986) og íslands hand- bókina. Náttúra, saga og sér- kenni (1989). Það sem einkennir útgáfubæk- ur forlagsins er góð hönnun, vandaður frágangur og fallegt útlit en þó ef til vill sérstaklega vandað og vel unnið myndefni. Myndefni allra þessara bóka for- lagsins er sérlega mikils virði en myndir og myndefni eru áhrifa- mikill miðill, eins og menn þekkja, og ómetanlegur í fræði- ritum, handbókum og kennslu- bókum. Nú hefur Bókaútgáfan Örn og Örlygur bætt enn einu fræðiriti í útgáfuröð sína, íslensku alfræði- orðabókinni, sem út kom í vetur, og er þetta fyrsta alfræðiorðabók á íslensku. Bókin hefur að geyma 37 þúsund uppflettiorð og 4500 ljósmyndir, teikningar og um 800 kort og töflur. Fjallað er um eðl- is- og efnafræði, trúarbrögð og stjórnmál, sagnfræði og bók- menntir, jarðfræði, listir og læknisfræði, veðurfræði og stærð- fræði og ævir þekktra manna, svo eitthvað sé nefnt. Aðalritstjórar bókarinnar eru Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir en auk þeirra starf- aði að bókinni tylft fastráðinna ritstjórnarmanna og um eitt hundrað sérfræðingar á ýmsum sviðum. Stórvikir íslenska alfræðiorðabókin er byggð á dönsku alfræðiorðabók- inni FAKTA sem út kom árið 1988 hjá bókaforlaginu Gyld- endalske Boghandel, Nordisk Forlag A/S. Að útgáfunni var unnið fimm ár. Alfræðibókin hef- ur að geyma um 240 efnisflokka og unnu íslensku sérfræðingarnir að því að þýða, staðfæra og endurskoða efnið, fella út sér- danskt efni og semja samsvarandi íslenskar skýringar. „Alfræðiorðabókin er ætluð til almennra nota, jafnt í námi, starfi og leik og í henni er reynt að gera sem flestum sviðum mannlegrar þekkingar skil í stutt- um og hnitmiðuðum skýringum,“ eins og ritstjórar nefna í formála. Það er háleitt markmið að ætla sér að gera sem flestum sviðum mannlegrar þekkingar skil í stuttu máli, en þetta er hlutverk alfræðiorðabóka. Þekking manna hefur aukist gífurlega undan- farna áratugi og er nú ógerningur að hafa yfirsýn yfir öll svið mann- legrar þekkingar. Nauðsynlegt er því að geta leitað til orðabóka og annarra handbóka til þess að afla sér þekkingar og til að öðlast yfir- sýn og skilning og kemur alfræði- orðabókin þar að góðu gagni. íslenska alfræðiorðabókin er mikið stórvirki og brýtur blað í sögu íslenskrar bókaútgáfu. Fyrir um það bil aldarþriðjungi vann Menningarsjóður að útgáfu íslenskrar alfræðiorðabókar. Hafði verið unnið mikið og gott verk við undirbúning og mörgum efnisflokkum gerð góð skil en þegar til átti að taka brast mann kjark til að gefa bókina út. Það efni sem fyrir lá var hins vegar gefið út í ritröðinni Alfræði Menningarsjóðs og var að henni mikill fengur þótt margt vantaði á. Alfræðiorðabók Tími var því kominn til að gefa út alfræðiorðabók á íslensku en áræðið brast - þar til nú. Þakka ber Bókaútgáfunni Erni og Örlygi þetta brautryðjendaverk. Alfræðiorðabækur eiga sér langa sögu, allt frá dögum Forn- Grikkja og Rómverja, en með tilkomu upplýsingastefnunnar á 18du öld fóru slík rit að ryðja sér til rúms. Frægast er höfuðrit upplýs- ingastefnunnar í Frakklandi Encyclopédie sem kom út á árun- um 1751 til 1780 í 35 bindum undir ritstjórn Diderot og d’Alembert og lengi var talað um frönsku og þýsku alfræðingana, encyclopedistana, sem „vissu allt“. Á íslandi hefur verið borin mikil virðing fyrir því fólki sem „vissi allt“, enda hefur almennur fróðleikur lengi átt sér trygga aðdáendur og fróðir menn og al- fræðingar notið mikillar virðing- ar. Sýnir spurningakeppni, sem hefur verið fastur liður í þjóðlíf- inu í hálfa öld, þetta með öðru, því enn er minnst þess fólks sem bar af í slíkri keppni þótt langt sé um liðið. Alfræðiorðabók er hins vegar ekki orðabók í venjulegum skiln- ingi. Hér er hvorki um að ræða bók sem skýrir öll orð í einu tungumáli né heldur orðabók sem gefur samsvarandi orð í öðrum tungumálum, eins og dönsk-ís- lensk eða ensk-íslensk eða íslensk- dönsk orðabók. Alfræðiorðabók - eða alfræðibók, lexikon, encyclopedia - er „uppsláttarbók um öll svið mannlegrar þekking- ar eða yfirlitsrit um afmarkað efni“. (íslensk alfræðiorðabók 1990 1:30). * Islensk alfræðiorðabók Alfræðiorðabók er nauðsynleg á hverju heimili. Slík bók eykur þekkingu manna og virðingu fyrir fróðleik og vísindum og gerir mönnum að lokum ljóst að eng- inn veit allt og nauðsynlegt er að vita hvar leita skal vitneskju. Og þá er ógetið þess mikilsverða hlutverks sem alfræðiorðabækur gegna í öllum málsamfélögum: að aðlaga þjóðtungu nýrri vitn- eskju og gera mönnum kleift að ræóa og rita um ný þekking- arsvið og fjölbreytt efni. Þetta hefur Örlygur Hálfdan- arson gert sér ljóst. Hann segir í inngangsorðum sínum Fylgt úr hlaði að af hálfu forlagsins hafi strax f upphafi verið gerðar strangar kröfur um að alfræði- orðabókin yrði íslensk í orðsins fyllstu merkingu,. og áhersla á það lögð að „móta vandaðan og agaðan texta. Það er ekki ofmælt þegar sagt er að hér sé í fyrsta sinn verið að hugsa á íslensku á markvissan hátt um mjög margar greinar þekkingar [...] Má gjarn- an geta þess að samstarf útgáf- unnar við vísinda- og fræðimenn, félög og stofnanir hefur blásið nýju lífi í rannsóknir og nýyrða- smíði á ýmsum sviðum. Það ork- aði ekki tvímælis að útgáfa bókarinnar hefði varanleg áhrif á almenna málnotkun. [...] Án efa er þetta langdýrasta bókverk sem unnið hefur verið á íslandi og drýgstur hluti kostnaðarins er kominn til vegna þess hve miklar kröfur voru gerðar frá upphafi til íslenska þáttarins." Þetta er ekki síst mikilsvert, því að til þess að þjóðtunga geti lifað verður að vera unnt að tala og rita um öll efni á tungunni svo að hún megi verða það félagslega tjáningartæki sem lifandi tungu- mál verður að vera. Efnistök íslenska alfræðiorðabókin gerir efnisflokkum góð skil. Til dæmis er sérhæfðum efnisflokki eins og málfræði og tungumálum gerð góð skil svo og bókmenntafræði. Á landakorti yfir Spán er t.d. afar gott yfirlit um málsvæði á Pýreneaskaga, bæði tungumál og mállýskur (sjá mynd). Missagna gætir að sjálfsögðu, ef menn vilja eftir því leita. Föll í finnsku eru ekki 12 talsins heldur 16 og dæmið, sem tekið er um mynd- hverfingu: „rökkrið sem læðist á mjúkum skólm“, er venjulega talið persónugerving: „Það stíl- bragð að eigna hugtökum eða náttúrufyrirbærum mannlega eig- inleika". Myndhverfing - eða myndhvörf, metafóra - er hins vegar „stílbragð sem felst í því að orð eru notuð í óeiginlegri (myndrænni) merkingu þannig að þau færast yfir á annað merk- ingarsvið.“ Fáum efnisflokkum munu þó gerð betri skil í bókinni en landa- fræði, sögu, jarðfræði og líffræði og eru fjölmargar myndir og teikningar bundnar þessum flokkum. Verður þessi þáttur ekki síst til fróðleiks og skemmt- unar og ómetanlegt að geta flett upp í bókinni til að kanna ríkja- skiptingu og trúarbrögð við siða- skipti á 16du öld eða til að kanna lífsferil blómplöntu. Tvær mínútur Dr. Búi Árland segir í Atómstöð- inni um organistann, gamla skólabróður sinn, sem vandi sig á að sofa á daginn: „Ég man hann sagðist ætla að geyma sér stríðs- fréttirnar þángað til eftir tuttugu ár að hægt væri að lesa allt stríðið á tveim mínútum í alfræðiorða- bók.“ í íslensku alfræðiorðabók- inni er kafli um framvindu seinni heimsstyrjaldarinnar. Þar má lesa allt stríðið á tveimur mínút- um frá því 1. september 1939, að Þjóðverjar ráðast inn í Pólland, þar til kjarnorkusprengjunni er varpað á Nagasaki 9. ágúst 1945 og Japanar gefast upp skilyrðis- laust hinn 14. ágúst 1945. íslenska ættarsamfélagið Eitt af því sem fundið hefur verið að þessari alfræðiorðabók er hvaða fólk er nefnt í bókinni og hvaða fólk er ekki nefnt. Rit- stjórum og ritstjórn hefur verið mikill vandi á höndum við að skera úr um ýmis vafaatriði. í landi mannfæðar og ættartengsla leitar fólk fyrst að því hvort getið er ættmenna og vina. Benda má á margvíslegt misræmi í efnisflokki um þjóðkunna menn og frægt fólk, en ljóst er að listamanna (leikarar, myndlistarmenn, rit- höfundar og tónskáld) er getið í bókinni en síður lækna, vísinda- manna og fræðimanna svo og skólamanna. Sigurðar Guð- mundssonar skólameistara Menntaskólans á Akureyri (1878-1949) er til að mynda ekki getið þótt telja verði hann einn merkasta skóla- og uppeldisfröm- uð á íslandi á þessari öld en nafna hans Sigurðar Guðmunds- sonar listmálara (f. 1942) er getið í alllöngu máli. í bókinni eru íslendingar með ættarnafni flestir nefndir á tveim- ur stöðum með millitilvísunum, s.s. Thoroddsen, Björn: sjá Björn Thoroddsen. Thoroddsen, Emil: sjá Emil Thoroddsen. Thoroddsen, Gunnar: sjá Gunn- ar Thoroddsen. Thoroddsen, Jón: sjá Jón Thoroddsen. Thor- oddsen, Skúli: sjá Skúli Thor- oddsen. Thoroddsen, Theodora: sjá Theodora Thoroddsen. Thor- oddsen, Þorvaldur: sjá Þorvaldur Thoroddsen. Ólafur Thors er á tveimur stöðum en faðir hans, Thor Jensen, sem var danskur að ætt, er aðeins á einum stað undir fornafni. Venja hefur verið að raða íslensku fólki eftir fornafni, ekki eftir föðurnafni eða ættar- nafni. Betur hefði farið á því að nota í bókinni hina nýju íslensku staf- rófsröð, sem íslensk málstöð og íslensk málnefnd hafa mælt með, en blanda ekki saman a og á, i og í, o og ó o.s.frv. en mál og stíll bókarinnar er til fyrirmyndar og er ljóst að ritstjórar hafa viijað rísa undir því ætlunarverki út- gefandans að alfræðiorðabókin yrði íslensk í orðsins fyllstu merk- ingu, því það er hún. Gildi bókarinnar Hin nýja íslenska alfræðiorðabók hefur því margvíslegt gildi. Hún eykur mönnum þekkingu og auð- veldar fólki að leita skýringa og upplýsinga um ótal margt, sem áður hefur aðeins verið að finna í erlendum bókum sem aðeins sumir hafa haft aðgang að. í inn- gangi er bent á að bókin geti haft áhrif á framtíð íslenskunnar og vitnað til orða Steindórs Stein- dórssonar frá Hlöðum um bókina þar sem hann segir: „Útkoma slíkrar bókar er því menningar- viðburður, einn þáttur af mörg- um sem styrkja oss í baráttunni fyrir menningarlegu sjálfstæði, samtímis því að vera handhægt vinnutæki fyrir þúsundir manna.“ brigoskip brigantina (skonnortubrigg) tvimostruð bramseglskonnorta slúpskip

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.