Dagur - 04.05.1991, Síða 17
efst í huga
Laugardagur 4. maí 1991 - DAGUR - 17
l
Að ná lágmarksverði
á landbúnaðarvörum
Þessa dagana eru sveitirnar aö vakna til
lífsins eftir frost og fannir vetrarins. Far-
fuglarnir eru komnir handan um haf og
hefja hvern dag meö glaðværum morg-
unsöng. Sauðburður er að hefjast og ef
þau hlýindi sem leikið hafa um landið
undanfarna daga eiga eftir að haldast
fara gróðurnálar að teygja anga sína
upp úr moldinni. Liðinn vetur verður
einnig að teljast með þeim mildari hér
norðan fjalla að minnsta kosti hvað frost
og fannfergi varðar. Margir bændur búa
því að vænni heyforða nú í vorbyrjun en
í venjulegu meðalári og trúlega verður
einhverjum þeirra hugsað til fyrninga í
hlöðum sínum nú þegar þeir eru að fjár-
festa í áburði og dreifa honum á tún. Of
snemmt er þó að spá góðu vori því enn
geta orðið veðrabrigði í lofti og vorhret
hafa oft dregið úr uþpskeruvonum
sumarsins. En góður vordagur ætti að
létta lund þeirra er lifa á landsins gæðum
og eiga sitt að miklu leyti undir sól og
regni.
Þótt vorið virðist vera að koma og
margt bendi til að það geti orðið grænt
og hlýtt verða bændur að hyggja að fleiri
þáttum en þeim sem að náttúrunni snúa.
Margvíslegir erfiðleikar steðja að land-
búnaði sem atvinnurekstri og ber þar
hæst að hin mikla framleiðslu- og afkasta-
geta nútíma búrekstrar hefur möguleika
til að framleiða mun meiri afurðir en selst
hafa á innlendum markaði á undanförn-
um árum. Af þeim sökum hafa flestir
bændur orðið að draga úr starfsemi
sinni. Ýmsir hafa hætt og horfið með
misjafnan áxöxt ævistarfs síns af jörðum
sínum. Aðrir stunda búskapinn áfram en
mega aðeins nýta hluta af afkastagetu
sinni. Slíkar aðstæður eru ekki síður
þreytandi en harðindin þegar aldrei virð-
ist ætla að sjá fyrir endann á þeim.
Mikið hefur verið rætt um aðstæður
íslensks landbúnaðar en erfiðlegar
gengið að finna leiðir til þess að auka
þarfir, fyrir framleiðsluvörur sveitanna.
Eina leiðin, sem nú virðist vera fær til
þess að auka neyslu hins almenna
Islendings á landbúnaðarafurðum er að
lækka verð þeirra. Verðlækkun er einnig
nauðsynleg til þess að innlend landbún-
aðarframleiðsla veröi betur samkeppnis-
hæf við erlenda framleiðslu og á þann
hátt megi verjast kröfum um innflutning
með sterkari rökum. Deilt er um á hvaða
stigum framleiðslu og sölu landbúnað-
arafurða eigi að leita hinna nauðsynlegu
ieiða til verðlækkunar. Ljóst er þó að þar
má enginn undan skorast. Framleiðend-
ur, úrvinnsluaðilar og verslunarmenn
verða allir að leggjast á eitt í því sam-
bandi og mynda ákveðna sátt um að
gæta þess að halda framleiðslukostnaði
og verðlagningu í því lágmarki sem
mest má verða. Á þann hátt vinna lands-
menn með vorkomunni og styrkja og
treysta grundvöll búsetu og mannlífs í
hinum dreifðu byggðum landsins.
Þórðurlngimarsson.
SPÓISPRETTUR
Hestafolk!
Kabarett - Dansleikur
veröur í Laugarborg föstudaginn 10. maí og
hefst kl. 21.00.
Söngur ★ Glens ★ Gaman
Hljómsveit Geirmundar
leikur fyrir dansi. Skemmtinefnd Léttis.
íþróttamót
Funa
verður haldið laugardaginn 11. maí á Mel-
gerðismelum.
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
Tölti, fjórgang, fimmgang og gæðingaskeiði.
Almennt reiðnámskeið
verður haldið á Melgerðismelum dagana 8.-
10. maí ef næg þátttaka fæst.
Leiðbeinandi verður Birgir Árnason.
Skráning fer fram hjá Ingólfi í síma: 31243, og Birgi í síma:
31126 eða 27662. Nefndin.
AKUREYRARBÆR
Dagvistardeild auglýsir
opnun leikvalla
í sumar sem hér segir.
Frá 1. maí-1. september 1991.
Gerðarvöllur verður opinn frá 14 til 17.
Aðrir vellir verða opnir frá 9-12 og 14-17. þ.e.
Byggðavöllur,
Leiruvöllur,
Eyrarvöllur,
Lundarvöllur,
Borgarvöllur,
Bugðuvöllur,
Hlíðarvöllur,
Holtavöllur verður starfræktur frá 1. júní-1. sept.
frá 14-17.
Dagvistarfulltrúi.
Eurovision
Ókeypis heimsendingaþjónusta
alla daga fró kl. 18.00.
Þetta einstaka kvöld verða fleiri
bílar og meiri hraði
Pizzur - kjúklingar
- hamborgarar
veitingahÚsið
sími Glerár-
26690 götu 20