Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1991
Fréttir
Sveitarstjórinn á Raufarhöfn:
Iifsspursmál fvrir byggðar-
lagið að dýpka höMia
- fjárhagur hreppsins kemur illa undan vetri
„Við erum að fara af stað með
sumarverkin, laga til göturnar,
snyrta til og svona sem hægt er
að gera án þess að það kosti
mikla peninga. Það er leiðar-
Ijósið hjá okkur núna að gera
sem mest fyrir sem minnst,“
sagði Júlíus Már Þórarinsson,
sveitarstjóri á Raufarhöfn, er
hann var spurður tíðinda úr
byggðarlaginu.
Júlíus Már sagði að fjárhagur
hreppsins liði fyrir loðnubrestinn
Sauðárkrókur:
Dalsár-
kaupin
ófrágengin
- Skarðshreppur hefur
ekki sóst eftir jörðinni
Hreppsnefnd Skarðshrepps
hefur ekki enn tekið afstöðu til
hvort sveitarfélagið nýtir for-
kaupsrétt á jörðinni Dalsá í
Gönguskörðum. Sauðárkróks-
kaupstaður hefur undirritað
kaupsamning við eiganda jarð-
arinnar Sigurð B. Magnússon.
Að sögn Úlfars Sveinssonar,
oddvita Skarðshrepps, hefur
Skarðshreppur ekki sóst eftir að
kaupa Daísá og ekki hefur verið
tekin afstaða til forkaupsréttar.
Aðilar í Skarðshreppi hafa ekki
enn sýnt áhuga á kaupum á jörð-
inni en sveitarstjórn mun taka
afstöðu til forkaupsréttar í næstu
viku.
Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur
ekki tekið afstöðu til kaupanna
en kaupsamningurinn hefur verið
kynntur í bæjarstjórninni. Dalsá
sem er um 300 hektarar er ætluð
sem útivistarsvæði fyrir Sauð-
krækinga sérstaklega með vetrar-
íþróttir í huga. Kaupverð jarðar-
innar er um átján hundruð
þúsund kr. kg
og ekki bætti úr skák að grá-
sleppuvertíðin var mjög léleg.
Bátasjómenn hefðu því fengið
mikið högg, auk þess sem þeir
væru kvótalitlir.
„Síðan voru að berast þau
„gleðitíðindi" að ekki ætti að
leyfa neina loðnuveiði fyrr en eft-
ir haustathugun, sem þýðir að
hugsanlega verði byrjað að veiða
í desember. Sjómönnunum hér
finnst þetta einkennilegt því í
vetur hefur verið mikil loðna.
Fiskurinn hefur legið hálfveikur á
botninum af ofáti og boldangs-
þorskar hafa ælt loðnu þegar þeir
hafa komið upp á dekk,“ sagði
Júlíus Már.
Þá er framtíð loðnuverksmiðju
SR á Raufarhöfn óráðin og upp-
sagnir vofa yfir starfsmönnum.
Sveitarstjórinn taldi bráðnauð-
synlegt fyrir verksmiðjuna að
halda í þessa reyndu starfsmenn
sína.
Júlíus Már upplýsti að borist
hefði frumgerð af mælingum
Vita- og hafnamálastofnunar
vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í
höfninni. Mælingarnar staðfestu
það sem áður var talið að þetta
væru smáþústir sem þyrfti að
fjarlægja.
„Það er lífsspursmál fyrir þetta
byggðarlag að ráðist verði í það
að gera þetta lítilræði sem þarf að
gera svo stóru loðnuskipin kom-
ist hingað. Auðvitað kostar þetta
einhverja peninga og það er
spurning hvað fjármálayfirvöld
gera,“ sagði Júlíus Már. SS
Hótel Óðal að Hafnarstræti 67 á Akureyri hefur hafið rekstur. Fyrstu gestirnir skráðu sig inn á hótelið í gær. Óðal
er hið vistlegasta, sem nafnið bendir til, búið öllum nútíma þægindum og ekkert til sparað. Herbergin erú 19, 17
tveggja manna og 2 eins manns. Eigandi hótelsins er Aðalgeir T. Stefánsson og fjölskylda á Akureyri.
Fjölmennur útifundur á Lækjartorgi:
Vaxt ahækkunum ríkisstjóm-
ariimar harðlega mótmælt
- þess krafist að stjórnvöld, ijármagnskerfi og lífeyrissjóðir
sameinist um að lækka vexti
Á fjölmennum útifundi sem
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja og fleiri stóðu fyrir á
Lækjartorgi í Reykjavík á
fimmtudag, var samþykkt
ályktum, þar sem mótmælt er
harðlega fram komnum vaxta-
hækkunum ríkisstjórnarinnar
og varað við afleiðingum
þeirra. Einnig segir í ályktun-
inni:
Sumarstarf og tómstundaiðja á Akureyri 1991:
Upplýsingar frá ýmsum félögum
Iþrótta- og tómstundaráð
Akureyrar hefur sent frá sér
bækling yfir sumarstarf og
tómstundaiðju fyrir börn og
unglinga á Akureyri 1991.
„Heilbrigð verkefni í tóm-
stundum eru meðal þess sem
hverjum manni er nauðsynleg.
Allir þurfa góð skilyrði til þess að
þroskast og dafna og það er von
íþrótta- og tómstundaráðs Akur-
eyrar að útgáfa þessa rits sé einn
liður í því að skapa þessi skilyrði.
í ritinu er að finna upplýsingar
frá ýmsum félögum sem eru með
tilboð til ungs fólks um fjölbreyti-
leg tómstundastörf á Akureyri í
sumar,“ segir á forsíðu bæklins
íþrótta- og tómstundaráðs Akur-
eyrar. ój
Saumavélaþjónustan, fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðgerðum á öllum tegundum saumavéla, tók í gær til starfa í versl-
unarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri. Einnig selur Saumavélaþjónustan vissar tegundir af saumavélum, eins og
Bernina, Bernette og Lewensten og ýmsa aðra nytsama muni fyrir saumakonur. Auk þess Hitachi rafmagnshand-
verkfæri fyrir iðnaðarmenn og heimili. Eigendur Saumavélaþjónustunnar eru Stefán Kjartansson, Hanna Guðna-
dóttir og Kjartan Smári Stefánsson. Mynd: Goiii
Hækkun vaxta stríðir gegn
markmiðum gildandi kjarasamn-
inga og veldur enn frekari vaxta-
hækkunum í fjármagnskerfinu.
Launafólk sættir sig ekki við að
ávinningurinn af þjóðarsátt þess
sé færður fjármagnseigendum á
silfurfati með því að kynda undir
vaxtaokri.
Fundurinn fordæmir þá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
hækka vexti á húsnæðislánum
afturvirkt til ársins 1984. Með
þessu móti eru settar enn meiri
álögur á húsnæðiskaupendur og
kaupmáttur þeirra skertur.
Fundurinn mótmælir harðlega
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar að loka biðröðinni í almenna
húsnæðiskerfinu frá 1986 og
svíkja þar með gefin fyrirheit. Þá
mótmælir fundurinn þvf að ekki
skuli staðið við lagabreytingar
um að hækka lánshlutfall í hús-
bréfakerfinu - í 75% af matsverði
úr 65% - fyrir þá sem eru að
kaupa í fyrsta skipti.
Fundurinn krefst þess að horf-
ið verði frá öllum afturvirkum
hækkunum og stjórnvöld, fjár-
magnskerfi og lífeyrissjóðir sam-
einist um að lækka vexti.
Útifundur á Lækjatorgi krefst
þess að hægt sé að treysta for-
sendum og fyrirheitum. Of Iengi
hafa stjórnvöld leikið sína sér-
íslensku rúllettu í húsnæðis- og
vaxtamálum með fjármuni launa-
fólks og skuldbindingar að veði.
Þjóðgarðamir í Skaftafelli og
Jökulsárgljúfrum opnaöir
- landverðir komnir til starfa í Mývatnssveit
Frá og með deginum í dag,
verða tjaldsvæði og þjónustu-
miðstöðvar þjóðgarðanna í
Skaftafelli og Jökulsárgljúfr-
um opin, utan að tjaldsvæðið í
Vesturdal verður tekið í
notkun síðar í mánuðinum.
í frétt frá Náttúruverndarráði
segir m.a. að til að dvöl í þjóð-
görðunum verði sem ánægjuleg-
ust og markverðust, eru gestir
beðnir að hafa samband við land-
verði og fá upplýsingar um
svæðin. Yfir hásumarið verður
boðið upp á náttúruskoðunar-
ferðir í fylgd landvarða og eru
gestir eindregið hvattir til þess að
notfæra sér þær, til að kynnast
náttúrufari og sögu viðkomandi
staðar. Einnig vill ráðið minna á
að tjaldsvæði eru gististaðir þar
sem ákveðnar reglur gilda og þá
meðal annars um næturró.
Landverðir Náttúruverndar-
ráðs eru einnig komnir til starfa í
Mývatnssveit og vinna þar að
ýmsum undirbúningi fyrir sumar-
ið. Þegar ferðafólki fjölgar verð-
ur lögð áhersla á fræðslu og leið-
beiningu fyrir ferðamenn, sem er
upplagt að nýta sér.
Gróður er kominn vel á veg en
skaflar eru enn víða og jörð
blaut. Þeir sem hyggja a göngu-
ferðir eru beðnir um að taka tillit
til þessa, svo að viðkvæmt landið
skaðist ekki. -KK
Raufarhöfn:
Tregur aíli
Togarinn Rauðinúpur landaði
um 50 tonnum í síðustu viku til
vinnslu hjá Fiskiðju Raufar-
hafnar hf. og er togarinn vænt-
anlegur aftur inn í dag. Hann
hefur verið á veiðum fyrir aust-
an land en þar hefur lítinn físk
verið að fá.
Að sögn Hólmsteins Björns-
sonar, framkvæmdastjóra Jökuls
hf. og Fiskiðju Raufarhafnar,
hafa aflabrögð netabáta verið
sæmileg en veiðar hafa þó gengið
treglega að undanförnu.
„Bátarnir hafa eitthvað verið
að nudda og Rauðinúpur var fyrir
austan en þar var tregt,“ sagði
Hólmsteinn.
Hann lætur af störfum fram-
kvæmdastjóra á þessu ári og
verður væntanlega gengið frá
ráðningu eftirmanns hans á næstu
dögum. SS