Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. júní 1991 - DAGUR - 9 Undir faldi þagnar og tíma - skyggnst í sögu Austurdals í Skagafirði Byggðasaga er eitt þeirra við- fangsefna sem telja verður ótæm- andi, en áhugi íslendinga fyrir sögu og aðstæðum fyrri kynslóða hefur verið þeim í blóð borinn um langan aldur. Saga byggðar- Iaga verður aldrei aðskilin frá sögu einstaklinga, ætta og fjöl- skyldna. Gildir þá einu hvort tal- að er um stærri eða minni byggð- arlög, einstaka sveitarhluta eða heilu hreppana. Hér er fjallað lítillega um hluta eins byggðar- lags í Skagafirði, Austurdal. Hallgrímur Jónasson lýsir Austurdal svo í Árbók Ferðafé- lags íslands 1946: „Austurdalur hefst við Merkigil að neðan, en raunar er mynni hans nokkru norðar eða þar sem jökulsárnar koma saman milli Stekkjarflata og Keldulands. Hann er hátt upp í 50 km langur inn í botn, djúpur neðan til, svipmikill og stórskor- inn. Há fjöll eru að honum báð- um megin, allt að 1000 m yfir sjó og nokkru hærri austan megin en vestan. Hrikaleg eru þau og víða hömrum girt og því rismeiri sem nær dregur byggðinni. Að vestan eru þau samfelld neðan frá Dals- mynni og inn í botn nema á ein- um stað, þar sem þverdalur sker þau sundur. Austan megin ganga margir dalir inn í hálendið bak við Austurdal. Neðan til um dalinn er gróður allmikill og fjölbreyttur og teygir sig sums staðar upp undir brúnir, en er fram fyrir byggð kemur minnkar hann, hlíðarnar verða berar, skriðubornar og klettóttar. Búfjárhagar eru víða hinir bestu í dalnum, enda víða skjólsamt." Jökulsáin er mikill faratálmi í Austurdal hefur trjágróður náð að festa rætur að einhverju marki á tveimur stöðum. Annar staður- inn er í Jökulsárgljúfrinu skammt framan við Merkigilsbæinn, en hinn staðurinn er skammt innan við miðjan dalinn þar sem heitir Fagrahlíð. Aðallega er um að ræða vel vaxið birki en líka víði- runna og á stöku stað lágvaxið kjarr. Ljóst er að á fyrri öldum hefur dalurinn verið skógi vaxinn í mun meira mæli en nú. Jökulsá eystri fellur um Aust- urdal, og er hún stundum mjög vatnsmikil. Helstu þverár sem falla í hana eru, talið norðan frá, Merkigilsá og Ábæjará, en hún kemur ofan af Nýjabæjarfjalli, Tinná, Hjálmarsselslækur, Hvítá, Fossá, Hölkná og Geld- ingsá. Að vestanverðu er aðeins ein þverá, Keldudalsá. Jökulsáin er mikill farartálmi, og þótt stutt sé t.d. milli bæjanna Bústaða í Lýtingsstaðahreppi og Gilsbakka í Akrahreppi þá er mjög langur akvegur milli þess- ara bæja. Ef hægt væri að fara beint yfir Jökulsárgljúfrið væri það þó ekki nema örstutt vega- lengd. Mörg dæmi eru um að menn hafi kallast á yfir gljúfrið eða jafnvel kastað fram vísum. Þormóður Sveinsson, sem rit- aði bókina „Minningar frá Goð- dölum,“ segir frá merkilegri aðferð sem menn höfðu til að komast yfir Jökulsána á vetrum, en hún nefndist að snúruleggja ána. „Það var gert með þeim hætti að vaður úr léttu efni, helst margþættu hrosshári, var strengdur þvert yfir ána neðan til á hyljum, þannig að hann aðeins snerti vatnsborðið. Krapaburður að ofan staðnæmdist við strenginn, fraus þar saman og varð brátt að manngengum ís.“ Með þessum hætti gat fólkið í sveitinni aukið samskipti sín og notið félagsskapar á vetrum, en eins og nærri má geta hefur það verið kærkomin tilbreyting. Forn eyðibýli En gefum Hallgrími Jónassyni orðið um minnstu kirkjusókn í Skagafirði. „Um það eru munn- mæli að 24 eða jafnvel 29 eyðibýli hafi verið í Austurdal fyrr á öldum. Og leifar margra sjást enn, þótt önnur séu með öllu horfin. Allmargra þessara býla er getið í Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns, en þó ekki nær allra. Eftir máldaga Ábæjarkirkju, 1318, sést að átta bæir hafa verið í Austurdal. Og á 18. öld vita menn um sömu bæjatölu þar. En fram á 16. öld virðist sem til hafi verið byggð býli í dalnum, er hvergi er getið. Yfir byggðinni hvílir einhver dul- ræn hula. Eyðijarðanöfnin tala sterku máli, þótt enginn viti hve- nær þar hófst byggð né hvenær henni lauk. Nú eru þrjár jarðir í ábúð í öllum dalnum. Sjálfur kirkjustaðurinn og landnáms- jörðin Ábær er í eyði. Þessi ævafornu eyðibýli með sögu sína og lífsferil þeirra sem þar hafa búið, eru týndur þáttur, glataður kafli á slóð íslenskrar alþýðu um aldalanga leið hennar í starfi og striti, hamingju og hörmum, frá vöggu til grafar. Það er eins og þessar fornu tótt- arleifar verði að ásækinni spurn- ingu, sem ferðamaðurinn kemst ekki undan, er hann gengur yfir fallna veggi og garðbrot eyðibýla í eyðidal. Hvernig var líf, ævi og kjör þeirra, sem hér ólust upp og bjuggu? Hvernig var dalurinn, sem þeir höfðu tekið ástfóstri við? Var útlit hans allt annað en það er nú? Og hvað olli því, að um eða yfir tuttugu jarðir lögðust í auðn? Um sumt er hægt að fá vitneskju, um annað eru getgátur einar, og nokkuð er algerlega hulið í myrki þekkingarleysis. Undir faldi þagnar og tíma hvílir að verulegu leyti saga þín, Aust- urdalur.“ Að vestanverðu í dalnum eru tveir bæir, Bústaðir og Skatastað- ir. Bústaðir eru í Goðdalasókn. Skatastaðir fóru í eyði fyrir fáum árum, en þangað liggur þokka- lega bílfær vegur frá Bústöðum. Að austan er bærinn Merkigil, sem stendur undir samnefndu Merkigil séð frá Bústöðum. fjalli, en í landi Merkigils eru all- margar eyðijarðir. Landnáms- jörðin Ábær stendur í tungu milli Ábæjarár og Jökulsár. Ábær fór í eyði 1941, en kirkjan sem stend- ur þar var byggð árið 1920. Ábær hefur verið kirskjustaður dals- búanna um margra alda skeið, þar er messað einu sinni á ári, að sumarlagi. „Merkigil, hið geig- vænlegasta hrikagljúfur“ Það er síst ofsagt að lengi vel voru samgöngur við Austurdal þær erfiðustu í öllum Skagafirði, eða þar til brú kom á Norðurá. „Að norðan er Kjálkinn, en hið geigvænlegasta hrikagljúfur er á milli, Merkigilið, sem talið var yfir þriggja stundarfjórunga lestagangur, en nær eða gerófært á vetrum fyrir svellalög og snjóa. Vestan Jökulsár var greiðasta leiðin út fyrir Hlíðarfjall til Vest- urdals, því næst inn á brú á Jökulsá vestri og þann veg niður í héraðið. Frá Skatastöðum var og stundum farið norðan Elliða, yfir Hlíðarfjall og niður Bjarnastaða- hlíð. Þá var hin þriðja og lang- torsóttasta, austur um Nýjabæj- arfjall til Eyjafjarðar," segir Hallgrímur. Hér gefst ekki rúm til að fjalla um einstaka bæi og ábúendur þeirra að neinu marki, en þó skal getið um einn bæ í sveitinni, Bústaði í Austurdal. Hjónin Tómas Pálsson og Þórey Sveins- dóttir eru líklega þekktust af þeim sem þar hafa búið á þessari öld. Tómas var sonur Páls Ándrés- sonar og Önnu Jóndsóttur, sem bjuggu þarna frá 1888 til 1901. Tómas keypti Bústaði árið 1902 og bjó þar til 1931 að Ólafur son- ur hans tók við. Ólafur bjó á Bústöðum til 1944, en þá fór hann búferlum að Garðshorni í Eyjafirði. Tómas var fæddur á Egilsá 7. október 1869, en dó á Bústöðum 18. júlí 1938. Þórey Sigurlaug Sveinsdóttir var fædd í Bjarna- staðahlíð 6. janúar 1872, hún dó á Bústöðum 2. ágúst 1926. Þau hjónin eignuðust sjö börn, meðal þeirra var Eyþór Helgi Tómas- son, stofnandi Súkkulaðiverk- smiðjunnar Lindu á Akureyri. Tómas var þekktur maður á sinni tíð og gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir sýslu sína og sveit- arfélag, var m.a. í hreppsnefnd í 35 ár, hreppsnefndaroddviti í 18 ár og jafnlengi sýslunefndarmað- ur. EHB VERIÐ VELKOMIN í KRÆSINGARNAR HJÁ SVÖRTU PÖNNUNNI Nú erum við með sérstök tilboð í hverjum mánuði Maí- og júnítilboð 1/2 kjúki, franskar, sósa og salat /yj kr. 1/4 kjúkl., franskar, sósa og salat 585kr. Stórir hópar fá gos og eftirrétt Stórir hópar 15-50 manns sém koma og borða hjá Svörtu pönnunni fá gos og eftirrétt í kaupbæti. CHICKHM J5imi 29117 Hraóretta vátingastaður íhiartaboigarínnar o Sími 16480

x

Dagur

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2107
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
7432
Gefið út:
1918-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 101. tölublað - HelgarDagur (01.06.1991)
https://timarit.is/issue/208682

Tengja á þessa síðu: 9
https://timarit.is/page/2695243

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

101. tölublað - HelgarDagur (01.06.1991)

Aðgerðir: