Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 20
Grímsey:
„Fuglinn heftir engan kvóta“
- segir Porlákur Sigurðsson, oddviti
„Við fórum að sjá egg um
miðjan mánuð og sigmenn
fóru að tína egg fljótt upp úr
því. Nú er sigið á örfáa staði,
3-4 sinnum í viku. Þessum
stöðum er haldið hreinum og
þannig fást öll egg góð,“ sagði
Þorlákur Sigurðsson, oddviti í
Grímsey.
Að sögn Þorláks stundar hann
ekki björg. Þeir sem eru dugleg-
astir við bjargsigið eru Gunnar
Ásgrímsson, Garðar Ólason og
Skóladagheimili
F.SA áhrakhólum
Bjarni Magnússon ásamt félög-
um. Eggin fara flest til heimil-
anna í eyjunni og til vina og
vandamanna í landi. Sala á bjarg-
fuglseggjum er ekki stunduð í
Grímsey.
„Bjargfugli hefur fjölgað í
Grímsey á síðari árum þ.e.
langvíu, álku og lunda. Lundinn
er í landvinningum með öllum
fjörum um vestanverða eyjuna
og sjófuglinum fjölgar einnig.
Hann verpir í bökkum og á stöð-
um nærri byggð þar sem ekkert
varp var áður. Bjargfugl sem
sjófugl lifir góðu lífi í Grímsey.
Fuglinn hefur engan kvóta og því
er þetta svona frjálst hjá
honurn," sagði Þorlákur Sigurðs-
son. ój
Framkvæmdir við íþróttahússbyggingu KA gengur vel og í dag er stefnt að því að Ijúka við að steypa plötuna yfir
baðklefum og geymslum. KA-félagar unnu við járnabindingar í vikunni og ef vel er að gáð, má einnig sjá vaska
Þórsara á myndinni. KA-menn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til þess að mæta í sjálfboðavinnu, því alltaf
eru næg verkefni við bygginguna. Mynd: Goiii
Sveitarstjórn Eyjagarðarsveitar:
Leigusairniingi við Ferðaskrifstofu ís-
lands vegna Hrafnagflsskóla sagt upp
- heimaaðilar óska eftir að leigja skólahúsnæðið til hótelreksturs
Skóladagheimili Fjórðungs-
sjúkrahússins er nú á hrakhól-
um, en það hefur að undan-
förnu verið í leiguhúsnæði að
Melgerði við Háhlíð, en flytur
nú um helgina til bráðabirgða í
Glerárskóla. 14. júlí tekur svo
sumarlokun gildi og stendur í 6
vikur.
Að sögn Vignis Sveinssonar
skrifstofustjóra F.S.A. hefur
ekki verið tekin ákvörðun um
framhaldið, en leitað er að leigu-
húsnæði og ennfremur er verið
að kanna möguleika á að byggja
eða finna aðrar framtíðarlausnir.
Ákvörðun þarf að liggja fyrir
áður en skóladagheimilið verður
opnað aftur eftir sumarleyfi. Á
dagheimilinu eru að jafnaði 15-20
börn. GG
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveit-
ar ákvað á fundi sínum í fyrra-
kvöld að segja upp leigusamn-
ingi við Ferðaskrifstofu íslands
um Hrafnagilsskóla en sem
kunnugt er hefur Hótel Edda
verið rekin þar síðustu ár.
Hótelið verður þó starfrækt í
sumar en samkvæmt ákvæðum
samningsins þurfti að segja
honum upp með eins árs fyrir-
vara þannig að miðað er við 1.
júní á næsta ári.
Atvinnumálanefnd sveitar-
félagsins hefur kannað að undan-
förnu möguleika á að heima-
menn taki hótelrekstur á Hrafna-
gili í sínar hendur og þegar hefur
borist formlegt erindi þar sem
óskað er eftir að yfirtaka leigu-
samning Ferðaskrifstofu íslands
og hefja rekstur heilsárshótels á
staðnum.
Þar sem Svalbarðsstrandar-
hreppur er einnig aðili að
Hrafnagilsskóla þurfti samþykki
hreppsnefndar þar fyrir uppsögn
leigusamningsins. Sú samþykkt
liggur nú fyrir.
Á sveitarstjórnarfundinum var
kynnt bréf tveggja aðila þar
sem þeir óska að taka yfir leigu-
samninginn. Ætlun þeirra er að
reka hótelið allt árið en yfir
vetrartímann hefur ásókn hópa í
dvöl á Hrafnagili um helgar farið
vaxandi.
Þau sjónarmið komu fram á
fundinum að hugsanlega megi
auglýsa eftir rekstraraðilum nú
þegar leigusamningnum hefur
verið sagt upp en ákveðið var eft-
ir umræður að ræða sem fyrst við
þessa aðila áður en frekari skref
verði stigin í málinu. JÓH
Tilboð í lager- og skrifstofubyggingu Hitaveitu Akureyrar:
Leiðréttingbreytti röð tilboðanna
- S.S. Byggir nú með annað lægsta tilboðið
Sauðárkrókur:
Hegranesið landaði fiiUfermi
Þegar farið var yfir tilboð í
lager- og skrifstofubyggingu
Hitaveitu Akureyrar nú í vik-
unni kom í Ijós samlagningar-
skekkja í einu tilboðanna og
með leiðréttingu hennar varð
breyting á röð tilboðanna. Um
er að ræða tilboð S.S. Byggis
sem á nú annað lægsta tilboð í
bygginguna. Afstaða til tilboð-
anna verður tekin á fundi í
veitustjórn eftir helgi en sem
kunnugt er bauð fyrirtæki úr
Hafnarfirði lægst.
Tilboö fyrirtækisins Reisis hf. í
Hafnarfiröi var röskar 50 milljón-
ir eða 75,2% af kostnaðaráætlun.
Eftir lagfæringu á tilboöi S.S.
Byggis er tilboð fyrirtækisins um
52,5 milljónir. í þriðja sæti kem-
ur tilboð frá fyrirtækinu Vör hf. á
Akureyri.
Sigurður J. Sigurðsson, for-
maður veitustjórnar, segir ekki
unnt að segja á þessu stigi til um
hvort tilboðinu frá Hafnarfirði
verður tekið eða ekki. Nú sé afl-
að gagna um tilboðsgjafa og á
grundvelli þeirra upplýsinga
verði afstaða tekin. Sigurður seg-
ir ákveðið að fjallað verði um
umsóknirnar eftir helgi og
ákvörðun verði tekin um fram-
kvæmdina í bæjarráði næstkom-
andi fimmtudag. JÓH
Skafti SK-3 seldi afla í Bremer-
haven fyrr í vikunni. Aflinn
var alls um 116 tonn og var að
mestu leyti karfi en minna af
öðrum tegundum. Meðalverð
var um 125 krónur fyrir kflóið
sem er ágætt verð. Verið er að
landa úr Hegranesinu en það
kom til Sauðárkróks með full-
fermi í gær.
Skagfirðingur kemur af Vest-
fjarðamiðum fyrir hádegi í dag
eins og allir aðrir togarar sem
ekki eru í siglingum. Skagfirðing-
ur er með ágætan afla eftir stutta
útiveru.
Hegranesið SK-2 fékk mjög
góðan afla af þorski á Látra-
grunni, alls um tvö hundruð tonn
af góðum fiski. Skafti er á leið frá
Þýskalandi og kemur ekki til
heimahafnar fyrr en eftir helgina.
Ýmislegt verður til skemmtun-
ar í dag og á sjómannadaginn
meðal annars kappróður og fleiri
hefðbundin skemmtiatriði. kg
Óvíssa um framtíð Alafoss hf.
- málefni fyrirtækisins til skoðunar hjá stjórnvöldum
Helgarveðrið:
Þokuloft og frekar svalt
Stjórn Álafoss hf. fjallaði í
fyrradag um skýrslu sem samin
hefur verið um stöðu fyrir-
tækisins. Ljóst er að miklir erf-
iðleikar steðja að Álafossi frá
fyrri tíð, og eru málefni fyrir-
tækisins jafnframt til
umfjöllunar á borði ríkis-
stjórnarinnar.
Samkvæmt heimildum Dags
hafa málefni Álafoss og hin
alvarlega staða fyrirtækisins verið
á borði bæjarstjórnar Akureyrar
frá því í vetur. Sigríður Stefáns-
dóttir, forseti bæjarstjórnar,
sagði í gær að hún hvorki vildi né
gæti látið hafa nokkuð eftir sér
um málefni Álafoss á þessu stigi
að öðru leyti en því að staða mála
hefði verið rædd.
Einhverjar umræður eða vanga-
veltur munu hafa komið upp um
hvort mögulegt væri að Akureyr-
arbær kæmi að einhverju leyti inn
í dæmið til aðstoðar við að halda
uppi atvinnu, en ljóst er að
bæjaryfirvöld hafa af því þungar
áhyggjur hversu erfið staða Ála-
foss hf. er orðin.
Framtíð fyrirtækisins er undir
aðgerðum ríkisvaldsins komin,
eins og fram hefur komið hjá
stjórnendum Álafoss. Skuldirnar
eru mjög háar, en þær eru mestar
við Framkvæmdasjóð ríkisins og
Landsbanka íslands. Ríkið er
ábyrgt fyrir stórum hluta skulda
fyrirtækisins.
Ólafur Ólafsson, forstjóri, hélt
starfsmannafund á Akureyri í
vikunni til að skýra frá hinni
alvarlegu stöðu sem blasir við
fyrirtækinu. Á annað hundrað
bæjarbúar vinna hjá Álafossi hf.
EHB
Norðlendingar mega búast við
að veðurlagið sem Iék um þá í
gær haldist alla helgina, þ.e.
þokuloft á annesjum og frekar
svalt. I innsveitum ætti þó að
geta rofað til.
Hjá Veðurstofu íslands feng-
ust þær upplýsingar að helgar-
spáin fyrir Norðurland hljóðaði
upp á þokuloft á annesjum og
sennilega yrði næturþoka inn til
landsins. I innsveitum gæti sólin
rifið sig lausa yfir miðjan daginn.
Vindur verður hægur en frekar
svalt í veðri, eða um 5 stig í þok-
unni en upp í 12-14 stig þar sem
þokunnar gætir minna. SS