Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1991
„Mér liggur mikið á hjarta, þá helst þessi ójöfnuður sem ríkir á
Akureyri. Margt er að. Atvinnumálanefndin hefur haldið fjölda
funda síðustu mánuðina eftir að álmálið við Eyjafjörð datt upp
fyrir. Atvinnuástandið hefur ekkert batnað þrátt fyrir alla þessa
fundi og nefndarstörf og ekki eitt einasta atvinnutækifæri hefur
bæst við á Akureyri til handa verkamanni,“ sagði Baldur Braga-
son, verkamaður. Baldur er atvinnulaus og sér ekkert nema svart-
nættið framundan nema úr rætist á næstu dögum og vikum.
Samkvæmt opinberum skýrslum hef-
ur atvinnuástandið á Akureyri og í
nærsveitunum við Eyjafjörð batnað
verulega, en Baldur er á öðru máli.
„Þetta eru þurrar tölur sem segja veru-
lega lítið og gefa ekki rétta mynd. Vegna
þess mikla atvinnuleysis sem þjakað hefur
Akureyri á liðnum árum þá eru það margir
sem ekki eru á skrá, eru dottnir út vegna
þess hversu lengi þeir hafa verið á bótum.
Launþegi sem er atvinnulaus og hefur þegið
bætur í 270 virka daga dettur sjálfkrafa í 12
vikna gat þar sem engar bætur er að fá. Ef
hann lifir þennan tíma af þá fær hann eitt ár
í viðbót. Eg og fleiri látum ekki skrá okkur
í dag. Við reynum frekar að berjast áfram í
leit að vinnu. Vinnumiðlunarskrifstofan
leitar ekki eftir vinnu og atvinnurekendurn-
ir leita ekki til hennar, því þeir sitja með
langa lista atvinnulausra sem þeir vinna úr
ef færi gefst.“
Atvinnurekendur leita hins
fullkomna vinnuþræls
„Hvað mig varðar þá er ég í klemmu. Ég er
víðast aftastur á listum, því ég hef ekki gott
orð á mér. Mér var sagt upp á vinnustað.
Þeir sem er sagt upp einhverra hluta vegna
eiga alltaf erfiðara með að fá vinnu. Ég er
reglumaður og hef ekki átt við veikindi að
stríða, en á í höggi við vissa fordóma sem
myndast um þá menn sem eru atvinnulausir.
Einnig er, að þegar atvinnurekendur geta
sem margir gera. Að stela mér til framdrátt-
ar er hvergi inn í myndinni,“ segir Baldur og
forvitni mín er vakin. Því grenslast ég enn
frekar um manninn sem er fæddur og uppal-
inn á Akureyri, 44 ára og einhleypur.
Eg er einfari það er ljóst
„Skólagangan var ekki löng. Tveir bekkir í
Gagnfræðaskóla. Ég lauk skyldunáminu.
Margt kom til og varð þess vaídandi að ég
hrökklaðist úr skóla. Námslöngunin var lítil
og það sem hjálpaði til við að rífa hana nið-
ur var að ég fékk aldrei hvatningu að heim-
an, hvorki frá systkinum né foreldrum.
Einnig var skólaandinn mér andvígur og er
yfir lauk rændi hann mig allri löngun til
náms. Ég einangraðist. Mér lætur best að
vinna einn og þá með höndunum. Eins og
þú sérð er ég handsmár og þar af leiðir ekki
sterkur. Mér lætur best að vinna fínvinnu,
er til dæmis ágætis tréskurðarmaður. Tré-
skurð lærði ég fyrir skemmstu. Ég er full-
komnunarsinni. Annað sem ég gæti lært er
ljósmyndun. Að fara í myndlistarskóla hef-
ur alla tíð verið minn draumur. Trúlega hef
ég þetta í mér sem og margir frændur mínir,
en kjarkinn hefur vantað. Ég er einfari sem
er ekki gott hlutskipti, það er mér ljóst. Ég
sé að ævi minni sem verkamaður er trúlega
lokið. Þó er ég að reyna að komast í girð-
ingavinnu fram í fjörð. Slíkt er ekki
fjarlægt, þvf ég hef komið nálægt landbún-
aði, en ég er ekki fyrir skepnur. Ahugi minn
leysi var á Akureyri á þessum tíma. Ég fékk
snattvinnu sem handlangari við múrverk.
Þar starfaði ég í þrjár vikur. Nú vildi ég
komast til sjós á ný. Ég fékk pláss á drag-
nótapung frá Grenivík. Sjósóknin endaði
með ósköpum. Báturinn varð ósjófær. Ég
átti engan þátt í því. Um haustið var ég aft-
ur kominn til vinnu á Gefjun og var þar
næstu tvö árin. Þá voru atvinnurekendurnir
orðnir þreyttir á mér og ég var látinn hætta.
Nú hófst þrautagangan og glíman við
atvinnuleysisvofuna. Glíma sem ég háði frá
haustdögum 1967 allt til ársins 1970. Öðru
hverju komst ég í snattvinnu sem bjargaði
mér. Þetta voru störf sem ekki þekkjast í
dag. Til dæmis var ég dælumaður á olíubíl í
30 daga.
Á þessum árum lá leiðin fram í fjörð í
landbúnaðarstörf. Þar vann ég hjá misjöfn-
um mönnum við misjöfn störf og líkaði vist-
in heldur illa. Því var það að í byrjun árs
1970 dreif ég mig til Svíþjóðar. Næsta hálfa
árið var ég í Svíþjóð. Eg starfaði í verk-
smiðju. Atvinnurekendurnir vildu hafa mig
áfram. Ekki vegna þess að ég starfaði svo
vel, heldur vegna þess hversu vel og sam-
viskusamlega ég mætti til vinnu. Svíar eru
nákvæmir menn. Ég náði aldrei bónus, vildi
vinna hægt og vanda mig, því þá var engin
hætta á að ég fengi verkið aftur í hausinn.
Já, ég hætti og hélt til Danmerkur, til
Köben. Mér leið illa í Svíþjóð, hafði ein-
angrast sem fyrr á íslandi.“
Gæfan er brothætt sem postulín
„Ég fékk strax starf í Kaupmannahöfn á
bílaþvottastöð. Þar vann ég í þrjár vikur, en
þá brotnaði færibandið. Atvinnurekandinn
tjáði mér að viðgerð myndi taka 2-3 vikur
og ráðlagði mér að leita að annarri vinnu,
sem ég gerði. Bæði var að þessi vinna var
afar leiðinleg og eins var vinnutíminn
langur. Unnið var frá sex á morgnana til sjö
á kvöldin og enginn matar- eða kaffitími
tekinn. Danir Iifa á bjór og strákarnir á
atvinnulaus sem fyrr.
Eftir hálfan mánuð fékk ég vinnu á ný í
plastverksmiðju. Þá var ég orðinn blankur
og lífið var orðið nokkuð hart. Að vísu tók
ég lífinu nokkuð létt í Köben á þessum
árum, enda í blóma lífsins, aðeins 23 ára.
Ég átti hjól og hjólaði vítt og breitt um
borgina. Dag einn sá ég auglýsingaskilti.
Auglýst var eftir starfsmanni, að vísu konu.
Engu að síður hafði ég samband við verk-
stjórann og hann gat notað mig. Ég var í
þessari plastverksmiðju í mánuð. Þá hætti
ég af sjálfdáðum. Mig langaði til Noregs og
beið eftir rétta tækifærinu. Ég slóst í för
með tveimur heimshornaflökkurum, öðrum
frá Bandaríkjunum og hinum frá írlandi.
Þeir áttu smábíl sem þeir flökkuðu í og ég
komst með uppá þau skipti að greiða Vb \
bensínkostnaði. Ég lagði af stað með þess-
um heiðursmönnum með 127 kr. danskar í
vasanum. Leiðin lá fyrst til Gautaborgar.
Þar kunnu samferðarmennirnir svo vel við
sig að þeir hættu við að fara til Noregs.
Aðalástæðan var að stelpurnar í Gautaborg
voru svo ljúfar. Hins vegar var Noregur
fyrirheitna landið og þangað hélt ég í för
með öðrum. Eftir þrjá daga í Osló sat ég á
skrifstofu í atvinnuleit. Fyrsta spurningin
sem ég fékk var mjög merkileg. Konan sem
ræddi við mig sagði: „Hvar lærðir þú
norsku.“ Ég spurði. Er þetta norska? Kon-
an sagði: „Já, hin besta norska." Ég lærði
aldrei norsku, ég kunni hana þegar ég kom
til landsins.
Næstu fjóra mánuðina vann ég á sama
stað og undi mínum hag vel. Starfið var í
plastverksmiðju þar sem Jordan tann-
burþstarnir eru framleiddir. Að fjórum
mánuðum liðnum vildi ég heim. Ég var
búinn að gera það sem ég hafði ætlað mér er
ég hélt utan. Ég var búinn að vinna úr
persónulegum vandamálum, sem var að láta
gera við í mér tennurnar, sem voru illa
farnar."
„Ég er ekkí hræddur vftdaubann"
— segir Baldur Bragason, atvinnulaus verkamaöur á Akureyri
valið úr, þá leita þeir eftir vinnuþrælum sem
skríða fyrir yfirboðaranum. Þetta eru algild
sannindi sem eiga við á öllum tímum.
Atvinnulaus verkamaður með sjálfstæða
skoðun, sem ekki vill að troðið sé á sér er
verr settur en undirlægjan sem liggur mar-
flöt fyrir fótum húsbóndans sem rakki. Þeir
sem vilja halda reisn eru alltaf í hættu þ.e.
að missa atvinnuna. Ég hef mörg dæmi
þessa.
í raun þá geri ég ekki miklar kröfur nema
þær að starfið sé fjölbreytt. Ég hata einhæf
störf sem gera menn að vélmennum. Slík
störf þekki ég sem og vonda atvinnurekend-
ur. Ég hugsa að staða mín í þjóðfélaginu
væri betri ef ég væri loddari og drykkfelldur.
Þannig mönnum farnast best eða er hjálpað
mest. Þrátt fyrir allt baslið mun ég aldrei
flýja veruleikann með Bakkus mér við hlið
fyrir skógræktarmálum er mikill. Ég er í
nýstofnuðu félagi sem heitir Vinafélagið.
Þetta félag tekur raunar á öllum áhugamál-
um. Ég er í þessu félagi til að brjótast út úr
einangruninni og til að láta eitthvað gott af
mér leiða. Vonandi fæ ég þama útrás fyrir
hug minn og hönd.“
Ég náði aldrei bónus
„Sem unglingur, nýsloppinn úr skóla, hóf ég
störf á Gefjun. Leið margra lá þangað sem
höfðu aðeins grunnmenntun. Þar vann ég
um tíma þar til mér fannst komið nóg af því
góða. Ég réð mig á gamla Sléttbak, togara
Útgerðarfélags Akureyringa hf. Ég fór tvo
túra. Útkoman var slæm. Ég var settur í
land og beðinn um að koma ekki nærri tog-
arabryggjunni næstu mánuðina. Atvinnu-
þvottastöðinni létu sér nægja flösku og
flösku en mat, það var af og frá.
Næga vinnu var að fá á þessum tíma í
Danmörku. Atvinnumálum var á annan veg
komið en í dag. Ég fékk vinnu í Konung-
legu posturlínsverksmiðjunni. Ég var að
leita að postulínsverksmiðju Bing og
Gröndahl en lenti í ranga verksmiðju. A
þessum tíma var aðeins einn íslendingur við
störf og nám hjá því konunglega. Það var
Kolbrún Kjarval en ég sá hana aldrei. Já, ég
fékk vinnu og það hjá afskaplega leiðinleg-
um verkstjóra. Ég var í sjöunda himni eftir
sjö vikna starf þegar verkstjórinn rak mig
eftir ýmis ævintýri. Meðal annars brotnaði
hjá mér fjöldi leirmuna. Ég var að flytja
þessa muni á vagni og þurfti að hemla
snöggt. Allt lenti í gólfið. Gæfan er brothætt
sem postulín. Ég var kominn út á götu,
Ég læt ekki hugfallast
„Til íslands kom ég 7. mars 1971. Ég
hringdi strax norður í múttu og bað um
húsaskjól. Hún gaf mér engar vonir um
vinnu og Vinnumiðlunarskrifstofan á Akur-
eyri ekki heldur. Því hafði ég samband við
bændasamtökin og réð mig sem kaupamann
til hálfs árs dvalar í Svínadal í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Þar kunni ég vel við mig og varð
að gagni. Er dvölinni lauk í Svínadalnum
hélt ég norður til Akureyrar á vit heima-
bæjarins.
Fljótlega lá leiðin fram í Eyjafjörð til
bónda sem ég þekkti frá fyrri tíð. Ég hóf
störf, en bóndinn reyndist mér illa í alla
staði. Ég hætti fljótt í samráði við múttu
gömlu.
Nú var svo komið að ég sá fram á atvinnu-
leysi um ókomna framtíð og ákvað því að
Laugardagur 1. júní 1991 - DAGUR - 11
Texti:
s
Oli G. Jóhannsson
Mynd: Golli
Securitas. Þegar öryggisgæslunni lauk hélt
ég til Kristjánssands og starfaði fyrst í
spunaverksmiðju og síðan við málmblend-
iverksmiðju. Þarna dvaldi ég í þrjú ár. Mig
langaði heim er hér var komið en hélt til
Bodö í Norður-Noregi þar sem ég tók
bílpróf. Ég var 33 ára. Ég hugsa að ekki séu
þeir margir íslendingarnir sem hafa tekið
bílpróf norðan heimskautsbaugs. Prófið tók
ég 5. mars 1980.“
Ég féll á tækni
„Er ég kom til Bodö, í febrúar 1980, var
enga vinnu að fá. Ég dvaldi í bænum rúman
mánuð og hélt þvínæst til Oslóar og síðan til
Sviss í stað þess að fara til íslands. Ég átti
7000 krónur norskar og gat leyft mér þann
munað að skreppa í Alpana. Ég dvaldi í
Sviss í hálfan mánuð hjá trúbræðrum.
Þar kom að ég kaus að snúa nefinu til
norðurs og leiðin lá til Bodö á ný. Ég fékk
starf við öl- og gosdrykkjagerð. Við slíkt
sull vann ég næstu tvö árin, en þá veiktist ég
í baki. Veikindi þessi eru þau einu sem ég
hef orðið fyrir á lífsleiðinni.
Þegar ég hætti í öl- og gosdrykkjagerðinni
þótti framkvæmdastjóranum svo mikið um
mína vinnu að hann færði mér fyrir hönd
verksmiðju og starfsfólks bikar mikinn sem
ég held mikið uppá. Þessi bikar er eina
viðurkenningin sem ég hef fengið á lífsleið-
inni. Er það ekki nokkuð skondið að bikar-
inn skuli vera fyrir vinnu þar sem ég er nú
atvinnulaus á íslandi, aðeins 44 ára?
Ég keypti skrjóð í Bodö. Síðan ók ég nið-
ur allan Noreg og yfir til Svíþjóðar. Þaðan
lá leiðin til Danmerkur þar sem ég tók
Smyril og hélt til íslands. Frá Seyðisfirði ók
ég beinustu leið heim til Akureyrar. Dvöl
minni í útlöndum var lokið. Heim kom ég
samkvæmt áætlun 6. ágúst 1982 kl. 15.00.
Bílinn átti ég ekki lengi. Hann var seldur
á uppboði.
Erfitt var með vinnu á Akureyri þetta
haust. Að vísu fékk ég vinnu í sláturtíðinni.
Þegar henni lauk var ekkert að fá og ég var
atvinnulaus til áramóta. Nú fór ég til
Reykjavíkur og þaðan austur á Neskaup-
stað þar sem ég dvaldi næstu 17 mánuðina
og vann við saltfiskverkun. Bakið hafði gef-
ið sig aftur og ég hélt til Akureyrar enn á ný.
Eftir nokkurn tíma hjá sjúkraþjálfara fékk
ég vinnu í Kjötiðnaðarstöð KEA. í Kjötiðn-
aðarstöðinni vann ég fram á haustdaga
1987. Þá hætti ég og fékk vinnu á sútuninni
hjá Sambandinu. Þar féll ég á tækni og á því
að ég var ekki nógu handsterkur til að vinna
það starf sem mér var fengið. Ég fékk annað
starf við að breiða blautgærur. Við gærurnar
vann ég í um ár en þá var bakið og axlirnar
búnar. Ég bað um léttara starf sem ekki
fékkst og því var ég látinn hætta. Síðan hef
ég verið atvinnulaus utan þess að ég fékk
vinnu í 18 tíma í 50 stiga frosti í kæli-
geymslu.“
Ég get unnið og leita vinnu
„Ég hef ekki leitað til Félagsmálastofnunar í
vandræðum mínum. Ég á ekki að þurfa
þess. Ég get unnið og leita vinnu. Húsaskjól
hef ég í íbúð móður minnar, en maturinn er
stórt vandamál. Ég á ekki fyrir mat. Eins og
er fæ ég mat gefins einu sinni á dag hjá hjón-
um sem eru í sama söfnuði og ég. Hvað það
verður lengi veit ég ekki. Bakari hér í bæ
hefur einnig gefið mér brauð öðru hverju.
Nú er svo komið að mér sýnist dauðinn
skammt undan fari ekki að rætast úr með
atvinnu fyrir mig. Ég er ekki hræddur við
dauðann og tek honum þegar mitt kall
kemur.“ ój
halda aftur til Noregs. Ég átti fasta vinnu
við tannburstagerðina hjá Jordan.
Meðan ég beið atvinnuleyfis í Noregi
dvaldi ég í Reykjavík og fékk starf á Ála-
fossi. Húsaskjól fékk ég hjá frænda mínum.
Þessi frændi minn er mjög sérstakur maður.
Hann var skólaljós hið mesta. Var að mörgu
leyti á sömu línu og ég þ.e. neytti ekki
áfengis og sótti ekki böll og aðrar skrallsam-
komur. Frændi er einbirni og ég hafði vanist
honum sem mjög heimakærum. Nú bar svo
við að hann var gjörbreyttur. Hann var
sjaldan heima og þá þegar hann var heima
var hann í símanum eða pikkandi á ritvél.
Þetta háttalag frænda olli mér áhyggjum.
Því spurði ég hann hverju sætti að hann væri
svona breyttur. Þá sagði frændi: „Ég er
baha’i.“ Ég hugsaði með sjálfum mér. Ég
verð að ná honum úr þessari vitleysu. Ég
var á þessum árum heitur gegn sértrúar-
söfnuðum og raunar þjóðkirkjunni einnig.
Ég bað frænda að segja mér allt um þennan
söfnuð hans. Hann neitaði. Ég þráaðist við
og heimtaði upplýsingar. Frændi skrifaði þá
heimilisfang á blað og sagði mér að fara á
staðinn, þar væri opið öll kvöld. Ég safnaði
kjarki í þrjá eða fjóra daga. Tók þá strætis-
vagn og hélt á vit hins óþekkta. Húsið sem
ég stefndi til samkvæmt miðanum var
kolsvart. Meira segja gluggapóstarnir voru
svartir. Mér leist ekki á blikuna og hvarf frá
og hélt niður í bæ til að líta á bíóauglýsing-
arnar. Engin góð mynd var í húsunum sem
ég var ekki búinn að sjá. Því fór svo að ég
hélt aftur til hússins svarta. Ljós var í
glugga. Ég gekk inn. Margt kom á óvart.
Mér var tekið vel. Næstu 3-4 kvöld átti ég
fróðlegar samræður við safnaðarsystkin í
þessu svarta húsi í Reykjavík. Ég gat ekki
myndað mér skoðanir um starf þessa fólks
og ákvað því að kynna mér þetta nánar þeg-
ar til Noregs væri komið. Forvitni mín var
vakin og ég varð að fá botn í þetta mál.
Eftir hálfan mánuð í Osló var ég búinn að
koma mér sæmilega fyrir og fór að leita uppi
heimilisfang baha’isafnaðar. Það tókst. Eg
kannaði málið ofaní kjölinn og gat tekið
afstöðu, afstöðu sem ég sætti mig við. Ég
gerðist baha’i. í nítján ár hef ég tilheyrt
söfnuði baha’ia og á þessum árum hef ég
byggt upp þann andlega styrk sem ég bý yfir
og er þess valdur að ég er ekki orðinn brjál-
aður. Lífið hefur reynst mér erfitt. Stundum
er sem múr sé fyrir framan mig og algjört
svartnætti, en ég læt ekki hugfallast.
Hjá tannburstaverksmiðjunni vann ég í
tvö ár, en gerðist síðan næturvörður hjá