Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1991
Hettubolir ★ Hettubolir
Nýkomnir hettubolir á börn og fullorðna.
Verð frá kr. 1.250,-
Opið laugardaga frá kl. 9-12.
WEYFJÖRÐ BB
Hjalteyrargötu 4 - Sími 25222 yEJ
lL JJ
s u ha r p ú e»n w a n i
F7ÍO H ’Ö I. Æ \/A T NI II
Innritun er hafin!
Flokkaskrá sumarið 1991
Fl. Aldursflokkar Frá Ak. TilAk. Dvalartími
1. Drengir8 áraog eldri 5.júní 15. júní 10 dagar
2. Drengir 8 ára og eldri 18. júní 25. júní 7 dagar
3. Stúlkur 8 ára og eldri 26. júní 6. júlí 10dagar
4. Stúlkur 8 ára og eldri 9. júlí 16. júlí 7 dagar
5. Drengir 8 ára og eldri 23. júlí 30. júlí 7 dagar
Dvalargjald er kr. 11.900 fyrir 7 daga en kr. 16.800 fyrir 10
daga.
Innritun ferfram í félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð
Akureyri, mánudaga og miðvikudaga kl. 17-18, sími 26330
og utan skrifstofutíma hjá Önnu í síma 23929 og Hönnu í
síma 23939.
SUMARBÚÐIRNAR HÓLAVATNI
FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS
Islenska fyrir erlenda
stúdenta
Skrásetning stúdenta í nám í íslenskum fræðum fyrir
erlenda stúdenta í Háskóla íslands háskólaárið 1991-
1992 fer fram í Nemendaskrá Háskólans dagana 3.-14.
júní 1991. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá
sem opin er kl. 10-12 og 13-16 hvern virkan dag.
Um er að ræða þriggja ára nám sem lýkur með Bacc.
philol. ísl.-prófi.
iiiiminiii
IIIEIEBEIH
EKEEEIEEEEI
FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS
Skrásetning nýrra stúdenta
Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla
(slands háskólaárið 1991-1992 fer fram í Nemenda-
skrá háskólans dagana 3.-14. júní 1991.
Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er
kl. 10-16 hvern virkan dag.
Einnig verður tekið við beiðnum um skrásetningu nýrra
stúdenta dagana 6. til 17. janúar 1992.
Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í
námskeið á komandi haust- og vormisseri.
Umsóknum um skrásetningu skal fylgja:
1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini.
2) Skrásetningargjald: kr. 7.700,-.
Ljósmyndun vegna nemendaskírteina fer fram í
skólanum í september 1991.
Af erlendum vettvangi
Skógareldur varð
þjóðgarðinum til góðs
Þjóðgarðurinn Yellowstone í
Wyoming-fylki í Bandaríkjunum
hefur sjaldan verið fegurri en á
liðnu sumri. Yfirmenn garðsins
þakka það skógareldunum
miklu, sem herjuðu á garðinn
1988 og margir höfðu áhyggjur
af.
Skógareldarnir hafa leyst úr
Iæðingi ýmis næringarefni, sem
villigróðrinum koma að góðu
gagni. Eldarnir ullu heldur ekki
eins miklu tjóni á dýralífinu og
óttast hafði verið. Innan við 20
prósent af vísundastofninum
fórst, og sama er að segja um
elgi. En eins getur verið, að þessi
dýr hafi fallið vegna sumarþurrk-
anna 1988 og fádæma kalds vetr-
ar í kjölfar þeirra.
Fjöldi annarra dýra er sem
næst sá sami og áður var. Vís-
indamenn hafa misst sjónar af
tveimur grábjörnum, sem voru í
garðinum, en engra brúnna
skógarbjarna er saknað.
Fiskistofnarnir eru óbreyttir
frá því sem áður var, en fuglum
hefur fjölgað. Það kemur m.a. til
af því, að við brunann bötnuðu
lífsskilyrði ýmissa skordýra.
Stjórnendur garðsins hafa get-
að fagnað því, að aðsóknin hefur
aukist bæði 1989 og 1990. Og
gestirnir hafa notið þess að skoða
þjóðgarð, sem er fegurri en hann
hefur lengi verið. Eitt skyggir þó
á gleðina: Mýflugur eru fleiri en
fyrir brunann.
(Fakta 10/90. - Þ.J.)
Skógareldunum í Yellowstone Park 1988 var lýst sem hrseðilegum
atburði, en nú lítur garðurinn betur út en nokkru sinni fyrr.
Hvemig varö taflið til?
Margar kenningar hafa verið
uppi um sögu skáktaflsins, en
hver skyldi vera sú rétta?
Það er útbreiddur misskilning-
ur að telja skákina komna frá
Rómverjum og að þeir hafi lært
hana af Forn-Grikkjum. Sam-
kvæmt þeirri kenningu var það
ein af hetjum Tróju-stríðanna,
sem fann skáktaflið upp. En það
er ekki rétt, og kannski er sú til-
gáta aðeins einn angi af þeirri
viðleitni Evrópumanna að tengja
allar uppfinningar þeirra menn-
ingarsvæði.
Undanfari nútímatafls er án efa
indverska taflið shaturanga, sem
þekkt var á 6. öld. Á leið sinni
meðfram Persaflóa og yfir
Arabíuskaga breyttist það í skák.
Skáktafl nútímans á sér langa sögu.
En það virðist augljóst, að uppruna
þess megi rekja austur til Asíu.
Endanlega mynd skáktaflsins,
eða þá sem við þekkjum nú, fékk
það á 15. öld. En þegar á dögum
Karls mikla (fyrir 814) voru skák-
töfl til. Fyrsta skákbókin var gef-
in út 1475, og fyrsta stórverkið
um töfl og taflmennsku kom út
1561.
Á persnesku heitir „kóngur“
shah. Flytji maður taflmann í
skák og segi „skák“, er því verið
að ávarpa kónginn.
Og það er einmitt það sem
margir gera með því að koma
taflmönnunuin þannig fyrir, að í
næsta leik sé hægt að ráðast að
kóngi.
Það er og forvitnilegt, að þegar
á 16. öld bar norsk aöalsætt nafn-
ið Skaktavl - skáktafl - og er ætt-
in sú þekkt frá einu af leikritum
Henriks Ibsens.
(Lasse Midttun í Fakta 10/90. - Þ.J.)
Malaría
ógnar
índíánum
Yanomanö-ættflokkurinn hefur lifað á steinaldarstigi allt fram á okkar tíma.
Alger útrýming vofir nú yfir
mörgum ættflokkum indíána í
Brasilíu. Einn þeirra, sem hvað
verst er komið fyrir, yanomanö-
ættflokkurinn, hefur til viðbótar
öðru orðið fyrir barðinu á malar-
íufaraldri.
Tíu prósent af yanomanö-
indíánum í Brasilíu hafa látist úr
malaríu á síðustu tveimur árum.
Og raunar eru ekki margir eftir,
því að áður en malaríudrepsóttin
kom til sögunnar hafði þeim
fækkað niður í tíu þúsund
manns.
Sérfræðingar óttast nú, að
yanomanö-indíánarnir deyi út.
Ættflokkurinn er meðal þeirra
síðustu, sem tekist hefur að lifa
steinaldarlífi allt fram til okkar
tíma.
Malaríusmitið barst með
ævintýramönnum, sem ferðast
um regnskógana í leit að gulli og
öðrum verðmætum málmum.
Og sjúkdómurinn hefur borist
til yanomanö-indíánanna þrátt
fyrir það, að þeir hafa aldrei ver-
ið í beinu sambandi við þá menn,
sem sótt hafa inn í regnskóginn.
(Fakta 10/90. - Þ.J.)
I