Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 - SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 A MANUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DALKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTjAN KRISTjANSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFAN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), KARI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, UÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÚSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. tarsinn i Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið, sem eins og nafnið gefur til kynna er leikhús allra landsmanna, sýnir um þessar mundir all- nýstárlegt verk. Verk þetta er eins konar gamanleikur eða farsi, með harmsögulegu ívafi. Verkið hefur ekki hlotið nafn opinberlega enn sem komið er en gæti vel heitið: „Rekinn, ráðinn, rekinn", ef mið er tekið af efni þess. Það nýstárlega við þetta verk er að það er ekki flutt á sviði Þjóðleikhússins heldur í flestum fjölmiðlum landsins. Þetta er eins konar fram- haldsleikrit og er einn þáttur fluttur í senn. Sýnt þykir að flutningur verksins muni taka talsverðan tíma en það kemur ekki að sök því almenningur bíður jafnan spenntur eftir næsta þætti. Efni verksins er í stuttu máli á þá leið að leikhús- stjóri, sem hefur ekki tekið formlega við embætti, segir nokkrum starfsmönnum leik- hússins upp störfum. Forveri hans í stöðu leikhússtjóra, sem hefur ekki látið formlega af því embætti, gerir enga athugasemd við uppsagnirn- ar. Þeir sem uppsagnirnar fá mótmæla ákaft en allt kemur fyrir ekki. Skömmu síðar fara fram kosningar til Alþingis í land- inu og ný ríkisstjórn tekur við völdum. Þar með kemur nýr menntamálaráðherra til starfa. Hann kveður fljótlega upp þann úrskurð að tilvon- andi leikhússtjóri, sem hefur þó starfað um nokkurt skeið í leikhúsinu sem leikhússtjóri án þess að taka formlega við embættinu eins og fyrr segir, hafi ekki haft lögsögu til að segja upp starfsfólkinu sem hann þó sagði upp. Nú bregður svo við að fráfarandi leikhússtjóri, sem enn gegnir embætti sínu að nafninu til, gerir skoðun menntamála- ráðherrans að sinni og aftur- kallar uppsagnirnar. Hefjast þá illvígar deilur um það hvort tilvonandi leikhússtjóri hafi yfirleitt haft nokkurt umboð til að velja verk til sýninga á því leikári sem í hönd fer eða taka aðrar stefnumótandi ákvarðanir. Ljóst þykir að starfs- mennirnir, sem fengu upp- sagnarbréf en voru endur- ráðnir, fá annað uppsagnar- bréf um leið og nýi leikhús- stjórinn tekur formlega við embætti. Þó gæti verið að nýi menntamálaráðherrann fyndi honum eitthvað til for- áttu áður sem gerði það að verkum að leikhússtjórinn gæti engum sagt upp. Þetta mun allt skýrast í næstu þáttum. Þessi farsi Þjóðleikhússins er talsvert spennandi, þótt hann sé jafnframt grátbros- legur. Víst er að þjóðin mun fylgjast með sýningunni allt þar til tjaldið fellur eftir loka- þáttinn. Þó finnst flestum eflaust sorglegt að Þjóð- leikhúsið okkar skuli hafa tekið verk þetta til sýningar. Staðreyndin er nefnilega sú að verkið er þjóðarleikhúsinu ekki samboðið og skaðar orðstír þess verulega. BB. Öðruvísi MÉR ÁÐUR BRÁ Stefán Sæmundsson Lán í óláni og einstigi glópskunnar „Það er svo margt ef að er gáð/ sem um er þörf að ræða,“ sagði Jónas forðum og bætti við: „Ég held það væri heillaráð/ að hætta nú að snæða.“ Með þennan hluta Borðsálms skáldsins í huga legg ég frá mér hníf og gaffal og hætti að streða við akfeitan lambakjötsbitann sem ég gat komist yfir áður en yfirvöld lögðu hald á allt þetta dýrindis kjöt og sendu það til Japans. Auðvitað verðum við að ræða málin og gleyma maganum í smá- tíma, þessari óseðjandi hít sem gleypir flestar krónur láglaunafólksins, ekki síst ef þetta fólk hefur fyrir börn- um að sjá. Börn eru nefnilega þeim annmarka gædd að þurfa að borða og lystin vex í öfugu hlutfalli við ráð- stöfunartekjur heimilanna. Án þess að hafa í hyggju að boða einhver leiðindi vil ég taka það fram strax í upphafi, til að vara fólk við, að það er einkum fernt sem mig fýsir að ræða í dag: Námslán, húsnæðislán, barnalán og lánleysi. Það er lán í óláni að þarna er víða pottur brotinn og því margt sem um er þörf að ræða. Svo við byrjum á námslánununum þá finnast enn margir forpokaðir afturhaldsseggir sem feta einstigi glópskunnar og trúa því statt og stöðugt að þessi lán séu hreinar peningagjafir til húðlatra ungmenna sem nenna ekki að dýfa fingri í kalt vatn, hvað þá að míga í saltan sjó, og lifa þess í stað sem afætur á þjóðfélaginu. Pað er varla brosandi að þessu lengur. Hnífurinn brýndur á nýjan leik Þeir sem ekki svífa brenglaðir í þoku óverðtryggðra lána fortíðarinnar vita mæta vel að námslánin eru að fullu verðtryggð og höfuðstóll þeirra fer snarhækkandi. Afborganir nema um 50 þúsund krónum á ári á verðlagi gærdagsins og þar sem algengt er að námsfólk pari sig þurfa hjónin að greiða 100 þúsund krónur á ári í afborg- anir af námslánum alla ævi og hækkar sú upphæð auð- vitað í samræmi við vísitölufarganið. Það er forsenda jafnréttis til náms að eiga kost á námslánum. Pau eru ekki gjöf, þau eru ekki svimandi há, þau eru nokkuð sanngjörn. Stundum hafa menn spilað á kerfið, t.d. einstaklingar í foreldrahúsum, og notað þessi lán sem vasapeninga en það kemur þeim í koll síðar. Námslánin rétt duga fyrir brýnustu nauðsynjum og síðasta ríkisstjórn gerði vel með því að bæta námsmönnum að nokkru skerðingu Sverris Her- mannssonar og kumpána. Núverandi ríkisstjórn virðist hins vegar ætla að brýna hníf Sverris til niðurskurðar á nýjan leik og ekki er furða þótt námsmenn kveinki sér undan væntanlegri skerðingu á ráðstöfunartekjum þeirra. Stundum læðist að manni sá grunur að viss stjórn- málaflokkur hér á landi hafi það að markmiði að aðeins þeir sem eru efnalega sjálfstæðir eða geta gengið í gilda sjóði foreldra eigi að njóta þeirra réttinda að stunda nám á háskólastigi. Sleggjudómar vaða uppi Við getum reynt að hugsa þá hugsun til enda ef mögu- leikar okkar til að stunda nám verða stórlega takmark- aðir. Fyrstu áhrifin hljóta að vera áþreifanleg; gríðar- legt atvinnuleysi og jafnvel nýtt landflóttatímabil. Þess- ar afleiðingar ættu þeir að hafa í huga sem hrína út af námslánum og menntamönnum og heimta að „náms- mannapakkið“ verði sent út á vinnumarkaðinn, helst strax eftir grunnskólapróf. „Ekki þurfti ég neina menntun til að komast áfram í lífinu," segja þessir kappar, strjúka ístruna og benda á skuldlaust einbýlis- hús, jeppa, frúarbíl og sumarbústað. Vissulega er gott að menn geti unað glaðir við sitt en tímarnir hafa breyst. Skólakerfið er ekki einungis tæki til að koma í veg fyrir atvinnuleysi heldur grunnurinn að atvinnu og framtíð fjölda fólks. Kröfur um menntun hafa aukist gífurlega í þjóðfélagi örrar tækniþróunar og grunnskólapróf vegur ekki þungt í þeim frumskógi. En því miður líta margir á menntun sem bagga; skólamálin eru ekki kosningamál, eins og berlega kom í ljós i síð- ustu hrinu, og því lenda þau utangarðs í umræðunni og sleggjudómar vaða uppi. Húsnæðislánin hafa tekið hliðstæðum breytingum og námslánin, þau eyðast ekki lengur í sandfoki verðbólgu heldur vaxa með vísitölunni. Þau eru einnig fylgifiskur fólks ævilangt, í flestum tilfellum. Bak við hugtök býr fólk Hví skyldu þeir sem greiða hlálegar afborganir af sót- brunnum námslánum og gátu komið sér upp húsnæði án mikillar fyrirhafnar, því lánin voru fljót að gufa upp, setja sig í spor unga fólksins í dag? Hér hugsar jú hver um sig og þeir „hæfustu" lifa af. Skerðing námslána, hækkandi vextir húsnæðislána og afföll í húsbréfakerf- inu eru óljós hugtök sem koma þessu fólki ekkert við en þeir sem stjórna landinu koma einmitt margir úr þess- um hópi. Eigi þjóðin við fjárhagsvanda að stríða er auðvitað sjálfsagt að leita til námsmanna, láglaunafólks, barna- fjölskyldna og þeirra sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið. Þetta er stór hópur og til hans má sækja vænar fúlgur gegnum áðurnefnd hugtök en ansi oft vill það gleymast að bak við hugtök og tölur býr fólk. Niðurstaða þessarar umræðu hlýtur að vera sú að þeir sem borga sín námslán og húsnæðislán (tekin eftir 1984) og eiga jafnframt barnaláni að fagna, séu afskap- lega lánlausir. Þó er ekki útilokað að þetta fólk líti á hlutverk sitt sem þegnskyldu og eigi miklu láni að fagna á öðrum vettvangi en þeim sem lýtur beint að fram- færslu heimilanna. Gæði lífsins eru ekki eingöngu ver- aldleg og ef til vill getur þetta fólk orðið lánsamt í trú, nýaldarhreyfingu, listum, íþróttum eða vísindum - og lifað á loftinu. Stefán Sæmundsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 101. tölublað - HelgarDagur (01.06.1991)
https://timarit.is/issue/208682

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

101. tölublað - HelgarDagur (01.06.1991)

Aðgerðir: