Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júní 1991 - DAGUR - 5 Kennarar útskrifaðir með sérkennsluréttindi á Stórutjörnum á morgun: Kennaraháskóli við Ljósavatn! Grunnskólanemar eru á ári hverju útskrifaðir með sitt próf úr Stórutjarnaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu en á morgun verður annars konar útskrift nemenda á Stóru- tjörnum. Þá verða útskrifaðir 33 kennarar sem lokið hafa framhaldsnámi á vegum Kennaraháskóla íslands sem þeir hafa stundað á Norðurlandi síðustu tvö árin. Hér er um að ræða fyrri hluta náms til BA-prófs í sérkennslufræðum en að þessu námi hafa staðið, auk Kennaraháskóla íslands, fræðsluskrifstofurnar á Norðurlandi. Þetta nám var í upphafi hugsað fyrir kennara á Norðurlandi en þró- unin varð sú að við bættust alls 11 kennarar frá Reykja vík, Reykjanesi, Suður- og Vesturlandi. Reynslan af þessu námi þykir góð, svo góð að ákveðið hefur verið að bjóða kennurum upp á að ljúka seinni hluta framhalds- námsins á Norðurlandi á næstu tveimur árum. Ljóst er að meirihluti þess hóps sem lýkur fyrrihlutanum nú mun halda áfram og einnig koma inn nýir nemendur víðs vegar að af landinu. Ákveðið var árið 1988 að bjóða upp á sérkennslunám á vegum Kennaraháskóla íslands bæði í Reykjavík og á Norðurlandi. í framhaldi af því kom í ljós áhugi nokkurra þeirra kennara, sem sótt höfðu um námið í Reykjavík, á að fara í námið á Norðurlandi og í framhaldi af því var öllum umsækjendunum á suðvesturhorninu boðið upp á þennan valkost. Þessu boði tóku 11 nemendur en fyrir- komulag námsins fyrir norðan var annað en fyrir sunnan því í stað þess að nemendur sæktu einn kennsludag í viku í Kennaraháskóla íslands í Reykjavík allan veturinn gátu þeir sótt þrjú bókleg námskeið á ári, utan hefðbundins skólatíma, og unnið þess á milli sjálfstætt að ritgerðum. Því hafa þessir kennarar sótt námið með starfi, en flestir starfa við sérkennslu. Þó leiðin sé aðeins hálfnuð að BA-prófi í sérkennslu- fræðum öðlast kennararnir sérkennsluréttindi með fyrri hlutanum og hækka um launaflokk. Með útskriftinni á morgun fjölgar því kennurum með réttindi til sérkennslu verulega á Norðurlandi, eða um rúmlega 20 manns. Einnig er eftirtektarvert að þeir nemendur sem sótt hafa þetta nám eru af öllu Norðurlandi, allt fá Norður-Þing- eyjarsýslu til Vestur-Húnavatnssýslu þannig að áhrifanna mun gæta víða. En hvernig hafa nemendurnir upplifað þetta form framhaldsnáms þar sem í raun er verið að snúa þeirri stöðu við á taflborðinu sem uppi hefur verið, þ.e. að möguleiki til framhaldsnáms gefist víðar en í Reykjavík. Um svör leituðum við til tveggja nemenda úr þessum hópi. JÓH Kostur að geta sótt námið í heimahéraði - segir Sigríður Traustadóttir „Mér finnst það bæði hafa verið kostur að geta sótt námið í heimahéraði með starfi og getað tengt námið strax við starfið," segir Sigríður Traustadóttir, kennari á Akureyri um sér- kennslunámið. „Við sem hópur höfum líka gefið hvort öðru mikið vegna þess að við höfum mismunandi reynslu að baki. Sumir koma úr almennum skólum og aðrir úr sérskólum þannig að við erum að vinna með mismunandi nemend- um. Þessari reynslu höfum við svo getað miðlað til hvers annars,“ segir Sigríður. Hún segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort hún hefði leitað eftir þessu sérkennslunámi ann- ars staðar ef ekki hefði komið fram tilboð fyrir tveimur árum um námið á Norðurlandi. „En það er mikilvægt að framhaldið nú er sett upp á svipaðan hátt og það gerir fólki kleift að ljúka BA- náminu. Annars hefðum við þurft að fá orlof en slíkt fær ekki nema takmarkaður fjöldi úr umdæminu á hverju ári. Því er þetta jákvætt, ekki síst með tillliti til býggðaþróunarinnar.“ Sigríður sagði að vissulega þurfi að skipuleggja tíma sinn vel til að sinna námi sem þessu jafn- framt starfi. „Okkur var gerð grein fyrir því í upphafi hve mik- inn tíma við þyrftum að reikna í námið enda er þetta háskólanám, þrátt fyrir allt,“ sagði hún. Stórutjarnaskóli hefur verið helsti kennslustaðurinn fyrir hóp- inn og segir Sigríður það mikinn kost að staðsetja námskeiðin í dreifbýlisskóla þar sem meira næði gefist. „Þetta er líka yndis- légur staður og góð tengsl við náttúruna. Aðbúnaðurinn er líka góður þannig að vel hefur verið að náminu staðið að öllu Ieyti.“ Mikil þörf hefur verið í skóla- kerfinu fyrir fólk með sér- kennslunám og því verður þessi hópur kærkominn. Sigríður segir því alla mjög jákvæða fyrir þessu framtaki. „Það hljóta líka að verða breyttar áherslur þegar fjölgar fólki með nýja menntun og sem dæmi má nefna að í síðasta verk- efni okkar höfum við lagt áherslu á að skólinn eigi að vera fyrir alla. Við erum því bæði að skoða skólakerfið sjálft og ekki síður innra starf skólanna enda skiptir það ekki minnstu máli hvernig er unnið innan þeirra.“ JÓH „Það er vel að þessu námi staðið,“ segir Sigríður Traustadóttir. „Hópurinn eins og ein íjölskylda“ „Þegar ég fór að skoða málið þá sá ég að þetta fyrirkomulag á náminu fyrir norðan kæmi til með að henta mér mjög vel þar sem ég gat jafnframt verið í fullri vinnu. Auk þess fannst mér mjög spennandi að sækja þetta nám norður og er fegin að mál þróuð- ust svona vegna þess að ég er mjög ánægð með fyrirkomulagið og alla skipulagningu. Og ég held að þar tali ég fyrir munn okkar allra héðan að sunnan,“ segir Ásgerður Ólafsdóttir, ein þeirra kennara sem sækja sérkennslu- - segir Ásgerður Ólafsdóttir námið frá suðvesturhorninu en hún er búsett á Reykjanesi. Hópurinn hefur hist á nám- skeiðum þrisvar á hvoru ári á Norðurlandi og þá oftast á Stóru- tjörnum en einnig á Þelamörk, Löngumýri, Laugum og Lauga- bakka. Ásgerður segir engan vafa á að meiri stemmning skapist í kring- um námið með þessu fyrirkomu- lagi. „Hópurinn hefur allt frá upphafi verið sérstaklega sam- stilltur og náð vel saman. Það held ég að sé fyrst og fremst því snnaramir mættir til náms síns á Sí‘ inni hálfleikur hefst í haust utjörnum nú fyrir helgina. Þetta er síðasti áfanginn í fyrri hluta til BA-prófs, að þakka að við dveljumst saman og eyðum frítímanum saman. Ekki er ofsögum sagt að þetta hefur verið eins og ein fjölskylda frá upphafi." í þessu sambandi bendir Ásgerður á að mikil aldursdreif- ing er í hópnum, eða allt frá 29 ára til yfir 58 ára. í því ljósi sé einnig athyglisvert hve vel hópur- inn nái saman. En telur Ásgerður að þau fái mikið út úr náminu þó svo að hér sé ekki um hinn hefð- bundna dagskóla að ræða? „Já, það get ég fullyrt. Kristín Aðalsteinsdóttir hefur skipulagt námið og hennar þáttur hefur verið stærstur í hve vel námið er skipulagt, bæði námskeiðin og líka ritgerðavinna okkar sem er % af náminu. Þá hafa einnig ver- ið valdir mjög færir fyrirlesarar og miðað við fyrri hlutann þá er hægt að treysta því að vel verði einnig haldið á málum í síðari hluta þessa náms. Ég held líka að svona stór hópur, eins og nú ætl- ar sér í framhaldið, færi ekki nema af þeirri ástæðu hve ánægt fólk hefur verið.“ Ásgerður benti líka á að það sé kostur að jafnframt séu nemend- urnir í starfi og flestir í sér- kennslu. „Þetta gerir að verkum að margt af því sem við erum að læra nýtist strax í starfi. Þetta atriði finnst mér ómetanlegt og fyrir bragðið verður námið allt mjög lifandi." Það fólk sem setið hefur í þessu námi hefur fengið fjögurra tíma kennsluafslátt á viku út á námið og þá getað nýtt þann tíma fyrir námið. Að öðrðu leyti er ekki um annað að ræða en að vinna í frítímanum. Þá hefur Kennarasamband íslands styrkt kennarana til námsins. „Ég hlakka mjög til að takast á við síðari hlutann og satt best að segja held ég að Norðurland „Spennandi aö sækja þetta nám norður.“ Ásgerður í kennslustund á Stórutjömum. Myndir: Golli hefði orðið fyrir valinu ef kostur hefði verið á að sækja námið bæði þar og hér fyrir sunnan,“ segir Ásgerður. JÓH Ritvelar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.