Dagur - 01.06.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1991
Dulspeki
Einar Guðmann
Framandleg tílhugsun
Þegar frásagnir af FFH eða
fljúgandi furðuhlutum ber á
góma þá er greinilegt að FFH
láta sjá sig oftar á sumum stöð-
um en öðrum. Oftast er um
fáfarna staði að ræða eða staði
langt úti í óbyggðum þar sem
menn leggja sjaldnast leið sína.
En svo er þó ekki alltaf. Það er
ekki óalgengt að tilkynnt sé um
FFH í Nýju Mexíkó en þar
gerðist einmitt sá atburður sem
mig langar að segja frá.
Það var 3. júlí 1947 að
morgni til sem Barney Bernett
verkfræðingur var á ferð um
San Augustin eyðimörkina þeg-
ar hann kom skyndilega auga á
einhvern glampandi hlut sem
hann hélt að væri flugvélarflak.
Annað kom þó í ljós þegar
hann kom nær. Flakið var ekki
af flugvél heldur af disklaga hlut
sem var átta til tíu metrar í
þvermál og allt í kringum hann
og innan í honum lágu lík á víð
og dreif. Þegar Bernett lýsti
þeim síðar þá höfðu líkin ýmis
mannleg einkenni en þó höfðu
þau það merkilega sérkenni
að hafa smá augu, vera hárlaus
og hafa hlutfallslega stórt
höfuð. Þau voru öll klædd grá-
um samfestingum.
Nokkrir fornleifafræðinemar
komu á staðinn stuttu á eftir
Barnett en þegar þeir höfðu virt
þessi undur fyrir sér nokkra
stund bar þar að hermenn sem
ráku alla óbreytta borgara á
brott og umkringdu svæðið eftir
að hafa skipað öllum að láta
þennan atburð ekki fréttast.
Það var síðan daginn áður
sem Wilmonthjónin sem bjuggu
í Roswellbæ um 400 km austur
frá fyrrgreindu svæði, sögðust
hafa séð stóran lýsandi hlut á
lofti kl. 9:50 sem stefndi í norð-
vestur. Virtist þeim hluturinn
egglaga. Það var síðan um svip-
að leyti og þessir atburðir gerð-
ust sem bóndi nokkur sem
Brazel hét og bjó á milli þessara
tveggja staða, rakst á torkenni-
legt brak á landareign sinni.
Brakið hafði dreifst um 400
metra langt belti sem vísaði í átt
til San Augustin. Bóndinn tók
sérstaklega eftir merkilegum
eiginleikum málmkennds efnis
sem hann fann í brakinu og svo
einhverju sem hann áleit vera
áletranir. Brazel fór síðan og
tilkynnti yfirvöldum um það
sem hann hafði fundið. Ekki
leið á löngu þar til herinn tók
Brazel höndum og hélt honum í
nokkurra daga varðhaldi um
leið og hermenn stormuðu yfir
landareign hans og týndu upp
allt sem þeir fundu úr brakinu.
Áður en Brazel var sleppt úr
varðhaldinu var honum skipað
að þegja um atvikið. Þessi
atburður vakti mikla athygli í
fjölmiðlum og kom fyrir að yfir-
völd stöðvuðu útsendingar þar
sem fjallað var um þennan
atburð. Það var síðan þann 8.
júlí sem gefin var út opinber
yfirlýsing þess efnis að flugher-
inn hefði náð fljúgandi diski á
sitt vald. Það undarlega var síð-
an að nokkrum klukkustundum
síðar dró Ramsey hershöfðingi
yfirlýsinguna til baka og reyndi
það sem hann gat til að sann-
færa blaðamenn um að þetta
hefði ekki verið fljúgandi diskur
heldur loftbelgur sem notaður
var til veðurathugana en eins og
gengur og gerist þá hljómaði
það ekki sérlega sannfærandi
þar sem fólk hafði séð þetta
með eigin augum. Þessi saga er
ekkert einsdæmi. Hægt væri að
tína til margar svipaðar sögur
þar sem margt svipað kemur
upp á yfirborðið. Einkennandi
er þó hve oft herinn kemur við
sögu við það að hindra það að
almennir borgarar geti snuðrað
meira í þessum málum en góðu
hófi gegnir að þeirra mati. í
þessu sambandi hafa menn jafn-
vel velt fram þeirri kenningu að
í þessu tilviki hafi verið um að
ræða eitthvert háþróað hernað-
artæki Bandaríkjamanna eða
Sovétmanna. En þá er horft
framhjá vitnisburði eins af aðal-
vitnunum, en samkvæmt hon-
um var varla hægt að halda því
fram að áhöfn loftfarsins hafi
verið jarðnesk. Þessi frásögn er
ekki langt frá því að vera dæmi-
gerð. Hún er dæmigerð fyrir
það að eins og í mörgum svip-
uðum málum er ekkert sem
hægt er að sanna eða afsanna.
Það er þó merkilegt hvernig
erlendir fjölmiðlar taka á þess-
um málum. Erlendir segi ég
vegna þess að til stórtíðinda
telst ef svona mál koma upp hér
á landi. Einkennandi er að sum-
ar fréttastöðvar og blöð leggja
það ekki í vana sinn að skýra frá
atvikum af þessum toga nema
þá með ofurlítið vantrúarlegu
yfirbragði. Það þarf þó kannski
varla að vera svo undarlegt þeg-
ar horft er til þess hve ótrúlegt
atriði er á ferðinni. Hvernig ætli
mönnum hefði orðið við ef ein-
hver hefði farið að skýra frá
flugvélum og bílum fyrir ein-
ungis 200 árum? Það er ekki
laust við að einhverjir myndu
hafa glott út í annað að þeim sem
gert hefðu tilraun til slíkra frá-
sagna á þeim tíma. En svona
gengur þetta. Ef til vill á það
eftir að verða daglegt brauð að
hitta og hafa samskipti við verur
frá öðrum hnöttum. Framand-
leg tilhugsun. Ekki satt?
Bakþankar
Um mannskæð ræktunarstörf
Kristinn G. Jóhannsson
Eins og ég var búinn að tíunda
fyrir ykkur samviskusamlega í
pistli á dögunum hafði ég nú í
vor fullorðnast svo að liðin eru
þrjátíu og fimm ár frá því ég
setti upþ hvíta kollinn í tilefni
stúdentsþrófs. Vegna þessa
var eins og þið vitið efnt til
ferðalags og veislu á söguslóð-
um Njálu. Hvorutveggja var í
senn skemmtilegt, hugljúft,
fjörugt og sérkennilegt án þess
það verði nánar skýrt hér.
En nú ætla ég að segja ykkur
frá dálitlu sem fyrirbar í ferðinni.
Við fórum í rútubíl austur í
Fljótshlíð og víðar og á leiðinni
var áð að Hótel Örk að taka upp
fáeina sem þar biðu hópsins.
Þegar ég bregð mér út að
teygja úr mér með vindlinum
mínum, sem löngu er útlægur
úr híbýlum manna og farartækj-
um, er eins manns móttöku-
nefnd á tröppun um að taka á
móti mér sérstaklega. Þetta er
hann Jósef Þorgeirsson af
Akranesi sem afhendir mér gjöf
með viðhöfn og nokkrum töluð-
um orðum. Þetta var dálítil
skrautmáluð askja úr pjátri og
um hana snarað borða og
slaufa á og ofan á öllu dálítil
stúdentshúfa. Þetta fannst mér
óvænt og skemmtilegt og vissi
ekki hverju sætti. Var bæði upp
með mér og forvitinn að standa
þama á hlaðinu og hafa fengið
svona móttökur einn manna.
Miði frá Jósef fylgdi ílátinu og
skrifað á hann. Ekki tímdi ég að
opna þessa gersemi sem bauk-
urinn er þar á hlaðinu og vildi
geyma til hátíðlegri stundar.
Það gerði ég líka og í drama-
tiskri veislu um kvöldið fannst
mér við eiga að opinbera gjöf-
ina eða viðurkenninguna sem
mér fannst vera. Af þessu tilefni
ætlaði ég líka að halda afar
snjalla ræðu. Ræðan varð ekki
flutt en hins vegar auðnaðist
mér að oþna dósina góðu og
upp úr henni kom spíruð kart-
afla, gullauga sýndist mér.
Þetta skildist mér vera vegna
síðustu bakþanka minna um
stúdentshúfu í kartöflugarði og
sýndi líka hve víða lesendur
mínir eru og hve blað okkar
framsóknarmanna er víðförult
vegna þess að miklu fleiri vissu
af þessum skrýtna stíl þarna á
slóðum Gunnars á Hlíðarenda.
Þetta segi ég ykkur nú í trúnaði
og af lítillæti.
Ég á nefnilega marga þján-
ingarbræður í kartöfluræktinni.
Þess vegna er ef til vill eðlilegt
að spurt sé hvers vegna við
séum með þennan garðholu-
búskaþ. Nóg er nú kartöflurækt-
in í landinu samt. Sumir halda
því vafalaust fram að þetta sé
gert í búbótar- eða sparnaðar-
skyni. Það er ekki rökrétt
hugsað. Ég man ég sagði skatt-
stjóranum í fyrra hve mikið ég
tók upp úr garðinum mínum. Ég
man að vísu ekki hve margar
ég fékk upp úr garðinum en
man þó það stóð á hálfri kart-
öflu vegna þess ég klauf eina í
upptöku. Ég er hálfpartinn enn
að skima um garðinn eftir hin-
um helmingnum svo ég geti
gert grein fyrir honum á skatt-
skýrslu næst.
Hitt er fullljóst að uppskeran
var í engu samræmi við amstur,
áhyggjur og erfiði af kartöflu-
beðunum. Mér skánar ekki
samt og sé nú út um gluggann
minn að ég hefi verið heldur
stórtækari í garðræktinni í ár en
í fyrra ef nokkuð er.
Á þessu kann ég enga skýr-
ingu. Ekki frú Guðbjörg heldur,
segir hún.
Eg lét þess þó getið við hana
þegar við fórum um Fljótshlíð-
ina um daginn hvernig þetta
gekk hjá Gunnari á Hlíðarenda
forðum þegar hann var að
bogra á sínum akri. Af því er
aldeilis voðaleg frásögn í Njálu
sagði ég frú Guðbjörgu. Hann
var að vísu ekki að setja niður
kartöflur hann Gunnar þegar
hann lagði af sér guð-
vefjarskikkjuna meðan hann
sáði til upþskeru eins og ég, en
með þeim skelfilegu afleiðing-
um að Otkell sem sennilega
hefur verið nærsýnni en
almennt gerðist, reið hann niður
þarna á akrinum og rak spor-
ann í Gunnar í leiðinni og hálf-
partinn reif af honum eyrað.
Þessi árekstur sem varð meðan
Gunnar var að setja niður sitt
útsæði forðum varð til þess
hann brá sér til Rangár og drap
þar átta menn ef ég man rétt
með dálítilli aðstoð frá sínum
sæla bróður Kolskeggi.
Ekki sagði ég það beinlínis
við frú Guðbjörgu þegar við
stóðum á hlaðinu í Hlíðarenda
að ég óttaðist að verða riðinn
niður við kartöflustörfin en þó
væri þar engu að ireysta og
bætti því við að hún þyrfti ekki
að verða neitt sérlega hissa
þótt ég einn góðan veðurdag
tæki mig til og hlypi niður að
Glerá, sem reyndar er í hlað-
varpanum hjá okkur, að vega
menn. Það væru nefnilega tak-
mörk fyrir því hve mikið þyrfti á
að ganga þar til ég brygðist við
eins og Gunnar frændi minn
forðum. Ég á að vísu hvorki at-
geir né sverðið Ölvisnaut en
garðklippur ágætar, gaffal lífs-
hættulegan og garðhrífuna
KEAnaut.
Hún ansaði þessu ekki, hún
frú Guðbjörg, svo að ég á von á
að kartöflugarðurinn minn
stækki fremur en hitt næsta ár.
Mér þótti samt vænt um
þessa skynsamlegu ábendingu
frá Jósef að spíraðar kartöflur
væru best geymdar í lokaðri
blikkdós og væru þá einna síst
til vandræða.
Kr. G. Jóh.