Dagur - 20.10.1991, Síða 1

Dagur - 20.10.1991, Síða 1
LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránulelagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599 Lýstar kröfur í þrotabú Álafoss hf. eru 2,3 milljarðar króna: TaMð stærsta gjaldþrot íslandssögunnar Heildarkröfur í þrotabú Ála- foss hf. nema um 2,3 milljörö- um króna. Ljóst er aö þetta gjaldþrot og gjaldþrot Haf- skips hf. árið 1985 eru tvö stærstu gjaldþrot íslandssög- unnar og sumir lögfræðingar telja að Álafossgjaldþrotið sé stærra. Eignir þrotabús Ála- foss hf. eru engar og því er ljóst að ekkert fæst upp í almennar kröfur. Gera má ráð fyrir að á bilinu 70-80 milljónir króna falli á ríkið vegna gjald- þrotsins vegna ákvæða um ríkisábyrgð á launum. Álafoss hf. var tekinn til gjald- þrotaskipta 20. júní sl. og inn- köllun krafna var auglýst í Lög- birtingablaðinu 5. júlí sl. Frestur til að leggja fram kröfur rann út 5. október sl. Endanleg kröfulýs- ingaskrá lá ekki fyrir í gær, en samkvæmt upplýsingum Dags eru Landsbankinn, Fram- kvæmdasjóður íslands og Byggðastofnun f.h. Atvinnu- tryggingasjóðs útflutningsgrcina þrír af stærstu kröfuhöfum í þrotabúið. Krafa síðastnefnda aðilans er upp á 270 milljónir króna. Pað liggur ljóst fyrir að í það minnsta 60 milljónir króna falla á Ríkisábyrgðasjóð vegna ábyrgða á launum starfsfólks Álafoss hf. Þetta eru í fyrsta lagi kröfur laun- þega, sem innleystar höfðu verið af ríkissjóði við lok kröfulýsing- arfrests, að upphæð 18,9 milljón- ir króna, í öðru lagi samþykktar forgangskröfur lífeyrissjóða, að upphæð 12,8 milljónir, í þriðja lagi samþykktar forgangskröfur vegna launa og orlofs, sem inn- heimtar hafa verið af stéttarfé- lögum, að upphæð 22,2 milljónir króna, í fjórða lagi samþykktar forgangskröfur, lýstar af einstök- um launþegum, að upphæð 4,6 milljónir og í fimmta lagi sam- þykktar kröfur vegna slits á ráðn- ingarsamningi, samtals 481 þús- und krónur. Auk þess mun ríkið greiða hluta af kröfum vegna slita á ráðningarsamningi, sem bú- stjórar hafa hafnað að svo stöddu, að upphæð 9,9 milljónir króna og lýstum forgangskröfum, sem bárust eftir lok kröfulýsing- arfrests og var var því hafnað, samtals 8,2 milljónir króna. Þarna er m.a. um að ræða laun á uppsagnarfresti, sem ekki er hægt að gera upp fyrr en að hon- um loknum. Sumir starfsmenn Álafoss hf. höfðu allt að sex mán- aða uppsagnarfrest. Lögfræðingar, sem Dagur ræddi við í gær, töldu að þegar öll kurl væru komin til grafar væri gjaldþrot Álafoss hf. jafnvel enn stærra en gjaldþrot Hafskips hf. á sínum tíma. Þeir bentu m.a. á að vitað væri um fjölmarga aðila, jafnt innanlands sem erlendis, sem ekki hefðu gert kröfur í þrotabúið vegna þess að fyrir lægi að þeir fengju ekkert upp í þær. Framreiknað er gjaldþrot Haf- skips hf. ekki fjarri lýstum kröf- um í þrotabú Álafoss hf., en það sem gerir stöðu þrotabús Álafoss hf. lakari í þessum samanburði er að það á engar eignir. Þrotabú Hafskips hf. átti hins vegar lítils- háttar upp í kröfur. Lýstar almennar kröfur, sem bústjórar í þrotabúi Álafoss hf., Brynjólfur Kjartansson, Ólafur Birgir Árnason og Skarphéðinn Þórisson, hafa ekki tekið afstöðu til, þar sem ljóst er að ekkert fæst upp í þær, nema samtals rúmum 1 Zi milljarði króna. Kröfur, sem lýst hefur verið sem forgangskröfum, en hafnað alfarið, nema samtals 5,7 milljón- um króna. Þá nema kröfur, sem lýst hefur verið sem forgangskröfum, en verið hafnað sem slíkum og tald- Verður Pórunni Sveinsdóttur VE breytt í frystiskip: Viðræður við Slippstöðina Forsvarsmcnn útgerðar Þór- unnar Sveinsdóttur VE voru í Slippstöðinni á Akureyri í gær og fóru yfir möguleikann á því að breyta skipinu í frystiskip. Engin ákvörðun hefur enn ver- ið tekin um hvort af því verði. Að sögn Sigurðar Ringsted, forstjóra Slippstöðvarinnar hf., var Þórunn Sveinsdóttir smíðuð með það í huga að hægt væri að breyta henni í frystiskip án mik- illa erfiðleika. „Bæði rafkerfi skipsins og lest þola slíkar breyt- ingar. Þetta er fyrst og fremst spurning um að setja í skipið fisk- vinnsluvélar og frystikerfi,“ sagði Sigurður. óþh Sauðárkrókur: Skemmdarverk á bílum Líf og fjör var á Sauðárkróki um síðustu helgi og nokkuð annasamt hjá lögreglunni. Unnin voru skemmdarverk á fimm bílum sem stóðu við Aðal- götu og eru tveir þeirra illa dæld- aðir. Einnig var brotin rúða í verslunarhúsnæði við sömu götu. Allt þetta átti sér stað að kvöldi laugardags og eru málin í rann- sókn hjá lögreglunni á Sauðár- króki. SBG ar almennar kröfur, rúmu 921 þúsundi. Ógetið er krafna, sem lýst hef- ur verið utan skuldaraðar, en hafnað sem slíkum og taldar sem almennar kröfur. Samtals nema þær 1,7 milljónum króna. Þá nema kröfur, sem aðallega hefur verið lýst utan skuldaraðar, en það sem ekki fæst greitt á þann hátt er lýst sem almennum kröfum, samtals 714,5 milljónum króna. óþh KA-menn fögnuðu vel vígslu nýja íþróttahússins á föstudaginn en reyndar sljákkaði heldur í þeim þegar FH-ingar börðu á handboltaliði félagsins í vígsluleiknum. Greint er frá leiknum og vígsluhátíðinni í blaðinu í dag. Mynd: Goiii Jón Karlsson næsti varaformaður VMSÍ?: Tek kjöri sé það vilji þingsins „Eg hef ásamt öörum velt því fyrir mér að nú þegar Guð- mundur J. Guðmundsson, hættir, þá verði að koma upp sterkri forystu sem eining ríki um. Með því móti teljum við að Verkamannasambandið muni hafa mesta möguleika á að gera því fólki sem í því er hvað mest gagn,“ segir Jón Karlsson formaður Verka- mannafélagsins Fram á Sauð- árkróki, en heyrst hefur að hann verði næsti varaformaður VMSÍ. Jón segist vera búinn að sitja í framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins sl. tíu ár og hafi aldrei haft þar neinn sérstakan titil og sækist ekki eftir því. Hins vegar segir Jón að ef þingið kom- ist að þeirri niðurstöðu að rétt þyki að hann verði varaformaður sambandsins, þá muni hann taka því kjöri. Aðspurður um útlit í kjaramál- um sagði Jón að það væri ekki gott. Menn væru varfærir og kæmu sér lítið í að hefja samn- ingaviðræður líkt og oft áður. „Ég held að almennur vilji sé fyrir að semja sig ekki út úr þeim stöðugleika sem verið hefur hér á landi undanfarin misseri. Hins vegar er ljóst að launamunur hef- útlit í kjaramálum ekki gott ur aukist á þessum rólegheitatím- um og mikill vandi við að glíma í að ná fram meiri launajöfnuði," segir Jón. Jón segir að þær kröfur sem settar verði fram í komandi kjarasamningum verði á svipuð- um nótum og áður. Meiri jöfnuð- ur lífskjara, betri kaupmáttur launa, skattakröfur o.s.frv. Ann- ars segir hann að kröfur fisk- vinnslufólks, sem eru í mótun þessa dagana, verði leiðandi fyrir kröfur Verkamannasambandsins í kjarasamningum á næstu mán- uðum. SBG Áhrif blöðrusels á fiskstofna fyrir Norðurlandi: „Sjórinn er eitursviðinn hvar sem hann fer“ - segir Sigurður Gunnarsson á Húsavík Á aðalfundi Kletts, félags smábátaeigenda af Eyjafjarð- arsvæðinu, Grímsey og Húsa- vík, kom fram að full ástæða væri til að fiskifræðingar könn- uðu áhrif blöðrusels á þorsk- göngur fyrir Norðurlandi. Afli trillukarla á Norðurlandi hefur verið lélegur síðustu árin og trillukarlar telja að margt komi til. Fyrir utan léleg skilyrði í sjónum hefur blöðruselur angr- að trillusjómenn. „Blöðruselurinn er helvíti kræfur. Þetta eru flækingsdýr norðan úr höfum og honum fjölg- ar ár frá ári. Blöðruselurinn fer um í hópum og sjórinn er eitur- sviðinn hvar sem hann fer. Sá fiskur sem ekki er drepinn flýr út í hafsauga eða upp í bláfjörur. Að undanförnu hafa tveir sjó- menn frá Húsavík fellt 25 dýr. Selurinn er mest við Hraunshorn, sem er 2'A sjómílu suðaustur af Flatey. Já, hann er skaðvaldur hinn mesti og miklu meiri en menn vilja ætla. Því er full ástæða til að kanna áhrif hans á göngur fiskstofna,“ sagði Sigurð- ur Gunnarsson, trillukarl frá Húsavík. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.