Dagur - 20.10.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 22. október 1991
Fréttir
Ungmennasamband
Eyjafjarðar:
Spurninga-
keppninni
framhaldið
í kvöld
- átta lið keppa í Laugar-
borg og í Víkurröst
Önnur umferð spurninga-
keppni Ungmennasambands
Eyjafjarðar fer fram í kvöld.
Lið Ungmennafélags Svarf-
dæla, Þorsteins Svörfuðar,
Ungmennafélags Skriðuhrepps
og Árroðans á Staðarbyggð
keppa í Víkurröst á Dalvík en
lið Skíðafélags Dalvíkur, Ung-
mennafélagsins Narfa í Hrísey,
Ungmennafélags Möðruvalla-
sóknar og Vorboðans í Saur-
bæjarhreppi hinum forna
keppa í Laugarborg í Eyja-
Ijarðarsveit.
Spurningakeppni Ungmenna-
sambands Eyjafjarðar hófst
föstudaginn 11. október síðast
liðinn með því að öll aðildarfélög
sambandsins kepptu á fjórum
stöðum í héraðinu. Dregið var
um hvaða félög képptu saman og
í kvöld keppa síðan sigurvegar-
arnir úr fyrstu umferðinni. Að
lokinni þessari umferð standa
fjögur félög eftir, sem síðan
munu keppa í þriðju umferð og í
fjórðu umferð fer fram úrslita-
keppni á milli tveggja síðustu sig-
urvegaranna. Keppendur takast
á við að svara alhliða spurningum
og einnig fara fram önnur
skemmtiatriði eða leikir á keppn-
iskvöldum Umgmennasambands-
ÞI
ms.
Fjölmargir gestir voru við vígslu Heilsugæslustöðvarinnar á Húsavík og hér til vinstri má sjá Sighvat Björgvinsson,
heilbrigðisráðherra, og til hægri Guðmund Bjarnason, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Mynd: im
Heilsugæslustöðin á Húsavík:
Fjölmenni við vígsluna
Nýja heilsugæslustöðin á
Húsavík var vígð að viðstöddu
tjölmenni sl. föstudag. Sr. Sig-
hvatur Karlsson blessaði bygg-
inguna og Baldvin Kr. Bald-
vinsson söng við undirleik
Juliet Faulkner.
Fjöldi ávarpa var fluttur við
athöfnina. M.a. talaði Sighvatur
Björgvinsson, heilbrigðisráð-
herra og Skúli Guðmundsson for-
stjóri framkvæmdadeildar Inn-
kaupastofnunar ríkisins. Ólafur
Erlendcson, framkvæmdastjóri
sjúkrahússins hélt ræðu og rakti
sögu sjúkrahúss og heilsugæslu-
stöðvar á Húsavík. Guðmundur
Bjarnason, þingmaður, sem var
heilbrigðisráðherra meðan á
byggingu hússins stóð, flutti
ávarp og einnig Gísli G. Auðuns-
son, yfirlæknir heilsugæslustöðv-
Skák
Deildakeppni Skáksambandsins:
Skákfélag Akureyrar
með forystu í 1. deild
- Austur-Húnvetningar koma á óvart
A-sveit Skákfélags Akureyrar
hefur forystu í 1. deild að lokn-
um fjórum umferðum af sjö I
Deildakeppni Skáksambands
íslands. Baráttan um efstu sæt-
in er hörð en stórmeistarinn
Margeir Pétursson hefur
reynst sveitinni drjúgur liðs-
auki.
Fyrstu fjórar umferðirnar voru
Deildakeppnin:
Hörð keppni í
neðri deildum
Gengi norðlensku sveitanna í
neðri deildum í Deildakeppni
Skáksambands íslands hefur
verið þokkalegt. C-sveit Skák-
félags Akureyrar er í neðri
hluta 2. deildar en sveitin er að
mestu skipuð unglingum.
Bestum árangri í C-sveit Skák-
félags Akureyrar náði Júlíus
Björnsson, 4 vinningum í 4
umferðum.
Á Akureyri var Norðurlands-
riðill í 3. deild. Þar sigraði B-
sveit UMSE, D-sveit Skákfélags
Akureyrar varð í öðru sæti og
Skákfélag Sauðárkróks í því
þriðja. SS
tefldar í Reykjavík um helgina
og lauk þar með fyrri hluta deilda-
keppninnar. Síðustu þrjár
umferðirnar verða tefldar næsta
vor.
Skákfélag Akureyrar er með
tvær sveitir í fyrstu deild og er
hlutskipti þeirra misjafnt. A-
sveitin er efst en B-sveitin neðst.
Staðan eftir fjórar umferðir er
þessi:
1. A-sveit Skákfélags Akureyr-
ar 21 vinningur. 2. Taflfélag
Garðabæjar (A-sveit) 20Vi v. 3.
Taflfélag Reykjavíkur (NV) I8V2
v. 4. Taflfélag Reykjavíkur (SA)
17 v. 5. Skáksamband Vestfjarða
15V4. v. 6. Skákfélag Hafnarfjarð-
ar 13 v. 7. Ungmennasamband
Austur-Húnvetninga 12Vi v. 8.
B-sveit Skákfélags Akureyrar
9/2 v.
Bestum árangri í A-sveit Skák-
félags Akureyrar náði Margeir
Pétursson stórmeistari, 3lá vinn-
ingi af 4 mögulegum. Jón Garðar
Viðarsson og Rúnar Sigurpálsson
fengu 3 vinninga. í B-sveitinni
fengu Helgi Hauksson og Bjarni
Einarsson 2 vinninga af 4.
Óvæntustu úrslitin urðu þegar
nýliðarnir í deildinni, USAH,
unnu sveit Taflfélags Reykjavík-
ur (NV) með Wi vinningi gegn
3'/2. SS
ar, auk fjölda annarra.
Afhjúpaðar voru lágmyndir af
Birni Jósepssyni fyrsta sjúkra-
hússlækni á Húsavík og konu
hans Sigríði Lovísu Sigurðardótt-
ur.
Byggingakostnaður Heilsu-
gæslustöðvarinnar er um 170
milljónir. Um er að ræða bygg-
ingu sem er um 1200 fm að gólf-
fleti á tveimur hæðum. Arkitekt
hússins er Geirharður Þorsteins-
son.
Um þessar mundir eru liðin 25
ár síðan læknamiðstöð, sú fyrsta
á landinu, hóf starfsemi á Húsa-
vík. En 1974 tók Heilsugæslu-
stöðin síðan til starfa, á fyrstu
hæð sjúkrahússins.
Nánar verður greint frá víglsu
Heilsugæslustöðvarinnar í Degi,
síðar í vikunni. IM
Dalvík:
Ákveðið að byggja þjón-
ustuíbúðir f\TÍr aldraða
Allt kapp verður lagt á að fyrir
1. desember nk. liggi fyrir sam-
þykktar byggingarnefndar-
teikningar að þjónustuíbúðum
fyrir aldraðra á Dalvík. Hús-
næðisstofnun hefur gefíð
grænt ljós á lán til byggingar
fjögurra þjónustuíbúða, en
skilyrði hennar fyrir því að
lánsloforðin fáist nýtt eru m.a.
að áður verði framkvæmd
könnun meðal aldraðra um
ýmislegt er lýtur að slíkum
íbúðum.
Efnt var til fundar með Félagi
aldraðra á Dalvík og nágrenni sl.
laugardag þar sem kynntar voru
hugmyndir um staðsetningu og
gerð þjónustuíbúðanna. Einnig
var dreift skoðanakönnun meðal
fundarmanna, sem voru um 30,
þar sem leitað var eftir áliti fólks
á ýmsu er lýtur að þörfinni fyrir
slíkar íbúðir. Að sögn Kristjáns
Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á
Dalvík, verður þessari könnun
einnig dreift til 60 ára og eldri á
Dalvík. Kristján Þór segir að
könnunin sé gerð til þess að
menn geti betur áttað sig á hvern-
ig best sé að standa að þessum
framkvæmdum.
„Það er alveg klárt mál að við
viljum nýta okkur heimild Hús-
næðisstofnunar og samkvæmt
henni þurfum við að vera búnir
að fá byggingarnefndarteikningar
fyrir 1. desember,“ sagði Kristján
Þór.
Hann sagði ljóst að íbúðirnar
verði annaðhvort byggðar við
Dalbæ eða einhvers staðar í ná-
grenni Dalbæjar. Þannig sé hugs-
anlegt að sameiginlegt þjónustu-
rými Dalbæjar verði einnig nýtt
af væntanlegum íbúum þessara
þjónustuíbúða.
Á fundi byggingarnefndar
þjónustuíbúða aldraðra í síðustu
viku kom fram sú skoðun að
kostnaður við störf nefndarinnar
og undirbúning yrði greiddur úr
minningarsjöði Egils og Guð-
finnu, en hins vegar myndu við-
komandi sveitarfélög, Dalvíkur-
bær, Svarfaðardalshreppur og
Árskógshreppur, bera fjárhags-
leg ábyrgð á byggingafram-
kvæmdum. óþh
Fiskmiðlun Noröurlands á Dalvík - Fiskverö á markaöi vikuna 13.10-19.10 1991
Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verð Meöalverð (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti
Grálúða 78 78 78,00 280 21.840
Hlýri 55 50 53,75 36 1.935
Karfi 33 17 26,33 83 2.185
Keila 12 9 11,27 258 2.907
Lúða 155 155 155,00 54 8.370
Steinbítur 55 50 54,62 1.597 87.235
Ufsi 70 60 68,40 4.368 298.757
Ýsa 116 100 103,07 5.552 572.228
Ýsa, smá 70 70 70,00 664 46.480
Þorskur 96 45 94,53 13.412 1.267.776
Þorskur, smár 74 72 73.11 5.065 370.310
Samtals
155
85,44 31.369 2.680.023
Dagur birtir vikulega töflu yfír fiskverð hjá Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík og greinir þar frá veröínu
sem fékkst í vikunni á undan. Þetta er gert í Ijðsi þcss að hlutverk fiskmarkaða I verðmyndun
íslenskra sjávarafurða hefur vaxlð hröðum skrefum og þvf sjálfsagt að gera lesendum blaðsins
kleift að fylglast með þróun markaðsverðs á fiski hér á Norðurlandi,
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá K. Jónssyni og Co.
hf. þar sem fyrirtækið fer þess
á leit við bæjarráð að Akur-
eyrarbær veiti ábyrgð til trygg-
ingar láni að upphæð 25 millj-
ónir króna eða jafnvirði í
erlendri mynt, sem gengi til
greiðslu á skuldum við Akur-
eyrarbæ. Bæjarráð leggur til
að veitt verði einföld bæjar-
ábyrgð til tryggingar láninu.
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá Nemendafélagi
Verkmenntaskólans á Akur-
eyri, þar sem greint er frá því
að félagið sé þátttakandi í
norrænu verkefni, NOD, sem
vinnur að söfnun fjár til upp-
byggingar menntunar í þróun-
arlöndum. Hinn 24. okt. nk.
hyggjast nemendur leggja
skólabækur til hliðar en bjóða
fram vinnu sína gegn vægu
gjaldi sem rynni í söfnunar-
sjóðinn. Óskað er eftir liðsinni
bæjarins og hefur bæjarráð
samþykkt að verða við erind-
inu og verja til þess allt að kr.
30.000.-.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að fela tæknideild að fjarlægja
íbúðarhús ásamt áföstu fjósi
og hlöðu að Mýrarlóni.
■ Á fundi skipulagsneíndar
nýlega, var Jón Kr. Sólnes
samhljóða kjörinn formaður
nefndarinnar í stað Tómasar
Inga Olrich. Þá hefur Guð-
mundur Heiðar Frímannsson
tekið sæti sem aðaimaður í
skipulagsnefnd.
■ Skipulagsnefnd hefur bor-
ist erindi frá verslunareigend-
um við Glerárgötu nr. 24-36,
þar sem þeir óska eftir að sett-
ir verði stöðumælar á bílastæði
austan Glerárgötu. Skipulags-
nefnd samþykkti að vísa
erindinu til úrvinnslu tækni-
deildar.
■ Félagsmálaráð hefur sam-
þykkt að skóladagheimilið í
Hamri, félagsheimili Þórs-
ara, verði nefnt Hamarkot.
■ Á fundi umhverfisnefndar
nýlega, gerði Hallgrímur Ind-
riðason, forstöðumaður úti-
vistarsvæðanna, grein fyrir
framkvæmdum sumarsins. Þar
kom fram að plantað hefur
verið 61.690 trjáplöntum í
Nausta-, Hamraborgir og
Kjarna og í Bæjarbrekkur hef-
ur verið plantað 5.685 trjá-
plöntum. Þá hefur verið unnið
að nýrækt í Kjarnaskógi og
áframhaldandi framkvæmdir
hafa verið við leikvöllinn í
Steinagerði.
■ Á fundi jafnréttisnefndar
nýlega, var viðruð sú hug-
mynd að „bjóða" til ráðstefnu
um atvinnumál kvenna á
Norðurlandi, sem gæti orðið
hvatning til kvenna um landið
allt að efla samskipti í þessum
málum.
■ Félagsmálaráð fjallaði um
erindi frá Valgerði Jónsdóttur,
deildarstjóra heimahjúkrunar
og Eddu Bolladóttur, for-
stöðumanni heimilisþjónustu,
þar sem þær óska eftir heimild
ráðsins til að vinna að
tilraunaverkefni í eitt ár, sem
felst í mjög auknu samstarfi
heimahjúkrunar og heimilis-
þjónustu m.a. með því að
komið verði á fót tveimur
heimaþjónustumiðstöðvum í
bænum, sem sinna heima-
hjúkrun og heimaþjónustu.
Til þessa verkefnis hafa verið
veittar kr. 800.000.- í styrk úr
Framkvæmdasjóði aldraðra.
Félagsmálaráð lýsir ánægju
sinni með verkefnið og sam-
þykkir erindið fyrir sitt leyti.