Dagur - 20.10.1991, Síða 4

Dagur - 20.10.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 22. október 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Tvískinnungur forsætisráðherra Davíð Oddsson, forsætisráðherra, reiddi til höggs í byggða- málum á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í síðustu viku. í ræðu á fundinum sagði hann meðal annars að skoða þyrfti hvort það gæti verið að víða um land sé launum manna hald- ið niðri, vegna þess að fyrirtækin séu óhagkvæm og byggðin of smá. Vegna þess að sameining og hagkvæmni hafi ekki átt sér stað og vegna þess að tilteknar byggðir geti tæpast lengur átt rétt á sér, verði að finna úrræði til að hjálpa fólki til að finna sér búsetu annars staðar á viðkomandi svæði sem þá mundi eflast. í þessum orðum forsætisráðherra er beinlín- is verið að gefa í skyn að breyta verði byggðamynstrinu í landinu með beinum eða óbeinum aðgerðum stjórnvalda. Vitað er að ýmis fyrirtæki á landsbyggðinni hafa átt í rekstrarerfiðleikum á undanförnum árum. Þá erfiðleika má rekja til margvíslegra orsaka og ber þar einna hæst samdrátt í sjávarafla. Vitað er að fjárfesting í sjávarútveginum, undir- stöðuatvinnuvegi landsmanna, er of mikil miðað við það afla- magn sem fiskifræðingar telja óhætt að veiða við óbreyttar aðstæður. Einnig er ljóst að sá hagnaður, sem orðið hefur af verðmætasköpun í sjávarútvegi hefur ekki orðið eftir í þeim byggðalögum þar sem rætur hans liggja. Af þeim sökum hafa mörg fyrirtæki í þeim atvinnuvegi barist í bökk'um og verið að nokkru leyti undir forsjá þess opinbera seld. Byggðastefna undanfarinna ára hefur að miklu leyti beinst að því að greiða úr þessum vanda og hjálpa sjávarútvegsfyr- irtækjunum til þess að hjálpa sér sjálf. Hvað sem rætt er um vanda fortíðar er ljóst að mikið hefur áunnist þótt enn sé langt í land að allt hafi verið gert sem nauðsynlegt er. Eink- um er nú knýjandi að menn á landsbyggðinni taki höndum saman um rekstur ýmissa eininga í sjávarútvegi og nái á þann hátt fram meiri arðsemi af hverri fjárfestingu. í því sambandi þarf að fækka fiskiskipum þegar ljóst er að færri skip geta sótt það fang í greipar hafsins sem óhætt er talið að taka. Einnig er mögulegt að sameina þurfi rekstur vinnslu- stöðva í landi í sama tilgangi. Allar aðgerðir af þessum toga byggjast á vilja og framsýni manna á hverjum stað. Á hvern hátt þeir kjósa að taka á mál- um og leysa þau. Samgöngukerfi landsmanna hefur tekið stökkbreytingum á síðasta áratug og áfram er haldið á þeirri braut að færa byggðir nær hver annarri í óeiginlegri merkingu með bættu vegakerfi. Af þeim sökum er íbúum ýmissa byggðakjarna engin nauð að taka upp meiri samvinnu við nágranna sína í næstu byggð til þess að efla og styrkja atvinnulíf og þar með afkomumöguleika sína. í því felst hin raunverulega hagræðing sem nú er þörf á vegna minnkandi sjávarafla og jafnhliða henni er unnt að styðja við bakið á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Byggðastefna á ekki að leitast við að sporna á móti eðli- legri þróun. Hún á að miðast við að efla atvinnulíf í landinu og stuðla að hagkvæmni í rekstri þannig að fólk geti lifað og starfað þar sem rætur þess liggja og það kýs að eyða lífdög- um sínum. Með yfirlýsingu sinni er forsætisráðherra að leggja til meiri miðstýringu í byggðamálum en hér hefur þekkst. Fyrirmyndir að slíku er tæpast að finna utan stjórn- kerfis alræðisríkjanna sálugu og sýnir betur en margt annað þann tvískinnung sem einkennir ýmsar hugmyndir núver- andi forsætisráðherra og ríkisstjórnar. ÞI Þessar KA-kempur voru sérstaklega heiðraðar fyrir ómælda sjálfboðavinnu á byggingartíma íþróttahússins: Aftari röð frá vinstri: Haraldur M. Sigurðsson, Guðjón Guðbjartsson, Jón Oðinn Oðinsson, Níels Halldórsson, Ingveldur Jónsdóttir en hún tók við viðurkenningunni fyrir sína hönd og manns síns Þorleifs Ananíassonar; Þormóður Ein- arsson og Sæmundur Gauti Friðbjörnsson. Fremri röð frá vinstri: Ilalldór Rafnsson, Hermann Haraldsson, Pétur Bjarnason og Kári Arnason. Knattspyrnufélag Akureyrar: Vígsluhátíð nýs og glæsilegs íþróttahúss Nýtt og glæsilegt íþróttahús Knattspyrnufélags Akureyrar var formlega tekið í notkun og vígt síðastliðinn föstudag. Hús- ið var reist á einungis 199 dög- um sem er að sjálfsögðu nýtt íslandsmet og „heimsmet þar til annað kemur í ljós“, eins og Tómas Ingi Olrich, veislustjóri vígsluhátíðarinnar, orðaði það. Um 450 manns mættu til vígsluhátíðarinnar. Hátíðarræðu kvöldsins flutti séra Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki, en auk hans stigu margir í ræðustól áður en kvöldið var allt. KA bárust margar góðar gjafir í tilefni dagsins. Þá voru þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem mest lögðu að mörkum við byggingu íþróttahússins veittar sérstakar viðurkenningar frá félaginu. En myndirnar tala sínu máli. Þessir hlutu sérstaka viðurkenningu frá KA fyrir drjúgan stuðning við byggingu hússins: Ágúst Karl Gunnarsson; Gunnar Hjartarson, útibússtjóri Búnaðarbanka Islands á Akureyri; Eiríkur Rósberg og Stefán Sigtryggson frá Rafael hf., Guðmundur Hjálmarsson frá G. Hjálmarsson; Oddur Halldórsson frá Blikkrás og Sæmundur Óskars- son, formaður KA-klúbbsins í Reykjavík. Yst til hvorrar hliðar standa Guðmundur Heiðreksson og Sigmundur Þór- isson. Um 450 manns sátu vígsluhátíðina og hér má sjá hluta gestanna. Myndír: Goiii

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.