Dagur - 20.10.1991, Síða 11
Þriðjudagur 22. október 1991 - DAGUR - 11
Gömul hús á Hófsósi:
Miklar framkvæmdir í Kvosiimi
Endurbætur hafa gengið vel.
í Kvosinni svokölluðu á Hofs-
ósi hafa staðið yfir töluverðar
framkvæmdir í sumar. Smiðir
hafa verið að gera upp gamalt
bjálkahús sem á sínum tíma
var vöruhús erlendra kaup-
manna á þeim dögum þcgar
Hofsós var verslunarstaður
bæði fyrir Siglfirðinga og Skag-
firðinga. Fleira er þó að gerast
í Kvosinni og m.a. verður
fjarlægt gamalt rafstöðvarhús
sem þar stendur.
Gamla pakkhúsið á Hofsósi
eins og bjálkahúsið í Kvosinni er
yfirleitt kallað, var reist upp úr
1770 af konungsversluninni eftir
danskri teikningu. Upphaflega
var það vöruhús, en síðar hefur
verið í því fjölbreytileg starfsemi
og var m.a. kjöthús um skeið.
Þjóðminjasafnið keypti síðan
pakkhúsið á fjórða áratug þessar-
ar aldar. Húsið er hið eina sinnar
tegundar á íslandi sem nú er uppi-
standandi, en nokkur hús byggð
eftir sömu teikningu eru til á
Grænlandi enn þann dag í dag.
Tvær hæðir eru í bjálkahúsinu
og einnig risloft. Þær endurbætur
sem hafa verið gerðar á húsinu í
sumar hafa allar miðað að því að
gefa húsinu sitt upprunalega útlit
að nýju. Trénaglar hafa verið
notaðir til að negla það saman og
gamli viðurinn látinn halda sér
eins og mögulegt hefur verið.
Meðal þess sem þurfti að gera var
að lyfta húsinu á tjökkum til að
rétta það af og endurnýja fót-
stykkið að hluta. Að sögn Jóns
Guðmundssonar, sveitarstjóra
Hofshrepps, hefur verkið gengið
í alla staði vel og ætlunin er að ná
að Ijúka þessum endurbótum að
mestu fyrir veturinn. Umsjón
með verkinu hefur Valgeir Þor-
valdsson, húsasmiður og bóndi
að Vatni, haft og er hann einnig
helsti hvatamaður endurbótanna.
Brennivín, hákarl
og Drangeyjaregg
„Við höfum byrjað einurn tvisvar
sinnum á að endurbæta bjálka-
húsið, en loksins í sumar varð
eitthvað úr verki. Þjóðminjasafn-
ið veitti einni milljón í verkið og
mun endurgreiða þau lán sem
sveitarsjóður tók vegna endur-
bótanna. Húsið var farið að
liggja undir skemmdum og við-
gerð hefði ekki mátt dragast
lengur, enda hefði það verið hálf-
skammarlegt að láta húsið drabb-
ast niður, því það er hluti af
merki bæjarins,“ segir Jón
Guðmundsson.
Jón segir að á hverju ári hafi
margir komið til að skoða húsið
og býst við að ekki verði þeir
færri þegar það verður komið í
sína upprunalegu mynd. Hug-
myndin er síðan að setja á stofn í
bjálkahúsinu safn um Drangeyj-
arútgerð, en Drangey tilheyrði
lengi vel kaupmönnum á Hofsósi.
Jón segist ekki vita hvort reynt
verði að nota húsið í fleira, en vel
komi til greina að bjóða fólki upp
á brennivín og hákarl og jafnvel
Drangeyjaregg í þessu gamla
umhverfi.
Vilhelmshús
og gamla kaupfélagið
Byggð á Hofsósi spratt upp
úr Kvosinni og þar standa mörg
gömul hús. T.d. er þar gamalt
verslunarhús sem byggt var á
Grafarási sem verslunarhús, en
síðar flutt út á Hofsós og lengi vel
kallað Vilhelmshús. í því var
m.a. einu sinni starfrækt hótel,
en að sögn Jóns er nú búið að
selja húsið kaupmanni í Reykja-
vík sem ætlar að gera það upp.
Ekki er þó allt talið enn í
Kvosinni því gera á við gamla brú
sem liggur yfir Hofsána og
skammt utan hennar er gamla
kaupfélagið. Jón segir að búið sé
að bindast samtökum um að gera
kaupfélagshúsið upp /enda á það
sér langa sögu og meira að segja
húsdraug.
„Kvosin fær allt annan svip
þegar búið verður að gera öll
þessi hús upp og rífa önnur sem
engu máli skipta. Það ætti því að
geta orðið skemmtilegt þegar
fram líða stundir, fyrir ferðafólk
að ganga hér um þar sem byggða-
kjarninn myndaðist í eina tíð,“
segir Jón Guðmundsson.
Superseal
þakdúkur
Eitt það besta á flöt og
lítið hallandi þök.
BUKKRÁS HF.
Hjalteyrargötu 6,
símar 27770,26524, fax 27737.
Jón sveitarstjóri við bjálkahúsið.
Sett saman upp á gamla móðinn. Myndir: sbg
Handknattleiksdeild
Æfingatafla
fyrir veturinn ’91-’92.
Æfingar hefjast þriðjudaginn 22. október.
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
Meistarafl. "18.00-19.30 19.00-20.30 18.30-20.00 20.45-22.15 12.00-13.00
2. flokkur "17.00-18.00 "18.00-19.00
3. flokkur 21.30-23.00 20.30.-21.30 s18.00-19.00 13.30-15.00
4. flokkur 18.00-19.00 "17.00-18.00 S17.00-18.00 11.00-12.00
5. flokkur 17.50-18.30 S17.00-18.00 10.00-11.00
6. flokkur 17.10-17.50 09.00-10.00
4. fl. kv. "19.30-21.00 17.00-17.45
5. fl. kv. 17.00-18.00 16.15-17.00
Byrjendur 15.00-16.30
H = Höllin.
S = Skemman.
Aðrar æfingar í KA-húsi.
Komdu að dansa!
Vorum að taka upp stóra sendingu af þýskri
hágæðadanstónlist fyrir dansunnendur á
öllum aldri á hljómplötum og geisladiskum