Dagur - 26.10.1991, Side 3

Dagur - 26.10.1991, Side 3
Laugardagur 26. október 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Samþykkt sveitarstjórnar Skútustaðahrepps sl. fimmtudag um námaleyfi Kísiliðjunnar: Ekki rök fyrir íokun Kísiliðjunnar hf. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að fyrirliggjandi skýrsla sérfræðinganefndar um Mý- vatnsrannsóknir gefi ekki til kynna að réttlætanlegt sé að loka Kísiliðjunni hf. við Mý- vatn. Þá telur sveitarstjórn að álit Náttúruverndarráðs á skýrslu sérfræðinganefndarinn- ar sé hrein fölsun og sumum túlkunum og staðhæfingum ráðsins sé ekki hægt að finna stað í nefndarálitinu. Þetta kemur fram í langri samþykkt sem sveitarstjórn Skútustaða- hrepps staðfesti með 4 atkvæð- um gegn 1 á fundi sl. fiinmtu- dag. í ályktuninni segir að sveitar- stjórn Skútustaðahrepps telji skýrt koma fram í nefndaráliti sérfræðinganefndarinnar að ekki sé um efnamengun að ræða í Mývatni og ekki þurfi að hafa áhyggjur af mældri aukningu næringarefna í lindavatni. í öðru lagi að ekki hafi tekist að rekja sveiflur í dýrastofnum vatnsins til starfsemi Kísiliðjunnar og í þriðja lagi að breytingar á setreki geti hugsanlega haft áhrif á dýra- stofnana, en rannsóknir skorti til að geta staðhæft um afleiðingar þeirra. Hæpið að kenna breyttum setflutningum um stofnlægðir Sveitarstjórn telur að óvissa um afleiðingar á breyttu setreki sé næg ástæða til að fara með gát við nýtingu kísilgúrnámunnar í Mývatni, en fjarri því næg ástæða til að takmarka nýtinguna við Ytriflóa. Því til stuðnings segir orðrétt í ályktuninni: 1. Sú breyting á setflutningum sem þegar er komin fram er lang- samlega mest í Ytriflóa. Þar fer dæling fram. Dælda svæðið safn- ar nýmynduðu seti. Ætlað er að þar nýtist það síður til fram- leiðslu átu handa fuglum og fiskum. Samt sem áður hafa ekki átt sér stað mælanlegar breyting- ar á fugla- eða silungastofni Ytri- flóa, sem rekja má til setflutn- inga. 2. Auknar sveiflur og almenn hnignun í dýrastofnum vatnsins eru oft tengdar Kísiliðjunni og miðað við árið 1990 í því sam- bandi. Hægfara minnkun á setreki frá Ytriflóa til Syðriflóa hefur átt sér stað á tíma vinnslunnar. Þess var vart farið að gæta 1970 og óverulega 1976. Þau ár urðu verulegar stofnlægðir í dýrastofn- um, sem að mati Náttúruvernd- arráðs voru ekki í líkingu við þær sem þekktar eru frá fyrri tíð. Hæpið er að kenna breyttum set- flutningum um þessar stofnlægð- ir. 3. Nú hafa breytingar á setreki úr Ytriflóa náð hámarki, sem er að allt að því 10-15% minna af seti sest til í Ytriflóa en áður gerði. Þessi breyting, rýrnun um 1/10 hluta, er ekki í nokkrum takti við breytingar í stofnum meintra setætna, sem mælst hafa meira en 10.000 faldar milli tíma- bila lægða og hæða. Fölsun Náttúruverndarráðs Fram kemur sú skoðun sveitar- stjórnar Skútustaðahrepps í sam- þykktinni að fullnægjandi varúð- arráðstafanir felist í að afmarka vinnslusvæðið og það þurfi að gerast með því að a.m.k. 15 ára vinnsla sé fyrir hendi hverju sinni. Þannig gefist viðunandi aðlögunartími ef frekari rann- sóknir sanni að ósættanlegar breytingar á dýrastofnum vatns- ins hafi átt sér stað, sem rekja megi til vinnslunnar. Jafnframt verði stundaðar vöktunarrann- sóknir tengdar vinnslunni. Náttúruverndarráð fær kaldar kveðjur frá sveitarstjórn Skútu- staðahrepps. Orétt segir: „Hjá Náttúruverndarráði kemur fram hrein fölsun á niðurstöðu nefnd- arinnar. Sumum túlkunum og staðhæfingum ráðsins er ekki hægt að finna stað í nefndarálit- inu. Náttúruverndarráð gefur sér hver áhrif breyttra setflutninga eru og verða, sem ekki séu studd mælingum. “ Um álit Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn segir: „Stjórn Náttúrurannsóknastöðv- arinnar telur ljóst að breytingar á setreki valdi verulegri hnignun á undirstöðulífsskilyrðum í Mývatni. Þetta er fullyrðing sem ekki er studd rannsóknum eða mælingum fremur en hjá Nátt- úruverndarráði.“ í samþykktinni vekur sveitar- stjórn einnig athygli á þeim félagslegu og hagrænu áhrifum sem sigli í kjölfar lokunar Kísil- iðjunnar, ef hún verði að veru- leika. Tekið er fram að af 520 íbúum Skútustaðahrepps byggi 150 til 200 þeirra afkomu á starf- semi fyrirtækisins, sem er um þriðjungur af íbúum sveitar- félagsins. Þá er bent á að um 40% af skatttekjum sveitarfélags- ins séu frá starfsemi Kísiliðjunn- ar hf. og starfsfólks hennar. „Ekki er séð hvað getur komið í staðinn og ekki eru önnur störf í boði í sveitarfélaginu handa þeim sem missa vinnuna. Fólk verður hrakið frá eignum sínum, verð- litlum eða verðlausum." í lok samþykktar sveitarstjórn- ar Skútustaðahrepps segir: „Réttur fólks til að lifa í landinu og nýta gögn þess og gæði hlýtur að vera til staðar. Verið er að fjalla um og ráðskast með líf og tilveru einstaklinga. Ef skerða á réttinn til að lifa í landinu, verða gerðar mjög strangar kröfur til sönnunar á réttmæti slíkra ákvarðana." óþh Eftirfarandi námskeið verða haldin á vegum Akureyrardeildar R.K.Í.: Ungt fólk og Rauðikrossinn, þriðjudaginn 29. október' kl. 20.30-22.30. Rauðikrossinn á alþjóðavettvangi, fimmtudaginn 31. október kl. 20.30-22.30. Starfslok, upplýsinga- og fræðslufundur fyrir fólk 60 ára og eldri laugardaginn 2. nóvember kl. 13.00- 17.00. Upplýsingar og skráning í námskeiðið Starfslok fer fram fyrir 31. október á skrifstofu deildarinnar, Kaup- angi við Mýrarveg, sími 24402. Akureyrardeild R.K.Í. Kaupfélag Langnesinga: Nauðasamnmgar eða gjaldþrot - meðmælum safnað frá kröfuhöfum Framlengd greiðslustöðvun hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn rennur út á sunnu- daginn. Verið er að Ieita eftir nauðasamningum og að sögn Garðars Halldórssonar, kaup- félagsstjóra, blasir fátt annað við en gjalþrot ef nauðasamn- ingar verða ekki samþykktir. Tilskilin gögn verða lögð fyrir sýslumann í næstu viku og þá ætti málið að skýrast. „Við höfum verið að safna meðmælum fyrir því að fá að fara í opinbera nauðasamninga við almenna kröfuhafa. Þá þurfum við tilskilinn fjölda meðmælenda sem ráða yfir 25% af kröfufjár- hæðum sem falla undir almennar kröfur. Það liggur fyrir að við náum því og við leggjum gögnin fyrir sýslumann á mánudag,“ sagði Garðar. Hann sagði það blákalda stað- reynd að ekkert blasti við í stöð- unni nema nauðasamningar eða gjaldþrot. Nú væri verið að vinna í átta mánaða uppgjöri og yrðu niðurstöðurnar sendar sýslu- manni ásamt beiðnum. Aðspurður sagði Garðar að reksturinn ætti að geta gengið áfram en áætlanir sýndu þó að staðan væri tvísýn. Velta Kaup- félagsins hefur minnkað eftir að iðnaðardeildir voru lagðar niður svo og útibúið á Raufarhöfn, sem nú er í höndum heimamanna. Garðar bjóst við að sýslumað- ur myndi samþykkja áframhald- andi rekstur í ljósi þeirra gagna sem lögð yrðu fram en þar með væri málinu ekki lokið. „Þetta skýrist nánar þegar fram líða stundir. Sýslumaður þarf að auglýsa kröfulýsingarfrest og þeir einir sem lýsa kröfum hafa atkvæðisrétt um frumvarp og 75% þeirra verða að sam- þykkja það til að það verði staðfest. Það kemur því ekki í ljós fyrr en eftir áramót hvort þetta muni takast,“ sagði Garðar. SS Landssamband kúabænda mótmælir allt að 10% verðlækkun á nautgripakjöti til framleiðenda: Bændur bregðast hart við sið- lausum aðgerðum sláturleyfishafa í dreifibréfi Landssambands kúabænda til framleiðenda nautgripakjöts eru þeir hvattir til að „bregöast hart við ein- hliða aðgerðum sláturleyfis- hafa um lækkun verðs til fram- leiðenda og öðrum siðlausum aðgerðum og þrýsta á um leið- réttingu mála hver á sínu svæði.“ Dreifibréf þetta er dagsett 22. október sl. og í því eru ábending- ar Landssainbands kúabænda til framleiðenda nautgripakjöts vegna allt að 10% lækkunar margra sláturleyfishafa á naut- gripakjöti að undanförnu. Að mati Landssambands kúabænda er þarna um skýlaust brot að ræða þar sem í lögum um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum komi fram að enginn megi kaupa eða selja vöru á öðru verði en ákveðið sé samkvæmt lögunum og að afurðastöðvunum sé skylt að haga greiðslum í sam- ræmi við ákvæði laganna og þeirra samninga og ákvarðana sem teknar séu með heimild í þeim. Landssamband kúabænda vitn- ar til forðagæslu- og sláturskýrslna og segir að þær bendi ekki til að þetta haust sé meira umfram- framboð á ungnautakjöti en sl. haust. Hins vegar sé ljóst að ásetningur kálfa til kjötfram- leiðslu hafi aukist á síðasta verð- lagsári og því ástæða til að vænta aukins framboðs urn og uppúr miðju næsta ári. „Af því tilefni hvetur LK mjólkurframleiðendur til að selja ekki kálfa til kjötfram- leiðslu á afsláttarverði. Til við- miðunar er lagt til verðmæti a.m.k. 150 ltr. mjólkur pr. kálf sem í dag gerir 7800 kr. að lág- marki," segir í dreifibréfinu. óþh TILBOÐ Hamborgari og franskar kr. 375 Fiskur og franskar kr. 475 Píta með grœnmeti og frönskum kr. 325 ★ Fjölsky ld u pa kkar á góðu verði * FRÍ HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA* Besti 6itinn í bœnum að sjtdfeögðu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.