Dagur - 26.10.1991, Side 4

Dagur - 26.10.1991, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 26. október 1991 wmm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 A MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþr.), _____ SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lofað að vori en svikið að hausti Á nýafstöðnu þingi Verka- mannasambands íslands kom fram mjög eindregin krafa um að lægstu laun verði hækkuð sérstaklega. Þessi krafa er engan vegínn ný af nálinni og hefur jafn- an heyrst þegar gerð nýrra kjarasamninga er framund- an. Einhverra hluta vegna hefur þó aldrei skapast almenn samstaða um þetta sjálfsagða markmið. Hóp- arnir ofan við þá lægstlaun- uðu hafa jafnan krafist sambærilegrar hækkunar og í einni svipan hefur ferlið náð upp allan stigann, upp í hæstu hæðir, ef svo má að orði komast. í kjarasamn- ingum seinni ára er meira að segja algengast að gert sé ráð fyrir hlutfallshækkun launa, sem auðvitað hefur í för með sér að hæstu laun hækka mun meira en þau lægstu í krónum talið. Fyrir vikið hefur launamunur vaxið jafnt og þétt í stað þess að minnka. Launaþróunin hér á landi síðustu árin hefur að þessu leyti gengið þvert gegn yfirlýstum markmiðum verkalýð shr ey fingarinnar. Lægstu laun samkvæmt taxta Verkamannasam- bands íslands eru nú 42.395 krónur á mánuði. Það segir sig sjálft að af slíkum launum getur eng- inn framfleitt sjálfum sér hvað þá öðrum, enda eru þau langt undir því marki sem mannsæmandi getur talist. Engu að síður er mjög margt fólk innan Verka- mannasambandsins með laun á bilinu 45-50 þúsund krónur á mánuði. Sérstök hækkun lægstu launa verð- ur því alger forgangskrafa af hálfu Verkamannasam- bandsins í komandi kjara- samningum. Þetta kom skýrt fram á þingi sam- bandsins — og skal engan undra i Á þingi Verkamanna- sambandsins kom einnig fram megn óánægja með sviksemi íslenskra stjórn- málamanna. Fyrir síðustu alþingiskosningar strerigdu frambjóðendur allra flokka þess heit að beita sér fyrir því að hækka skattleysis- mörk og auka kaupmátt lægstu launa með öllum til- tækum ráðum, fengju þeir til þess umboð kjósenda. Núverandi stjórnarflokkar fengu stuðning meirihluta kjósenda til þessara góðu verka en þingmenn þeirra hafa þegar sýnt í verki að þeir ætla alls ekki að standa við stóru orðin. „Þeir lofuðu í vor — og sviku í haust,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, fráfarandi for- maður Verkamannasam- bandsins m.a. í setningar- ræðu sinni á þinginu. Það eru orð að sönnu — og því miður eilíf sannindi þegar íslenskir stjórnmálamenn eiga í hlut. Enn einu sinni hefur það sýnt sig að kosn- ingaloforð stjórnmálamanna eru nákvæmlega einskis virði. Það má gefa álíka mikið fyrir þau að kosning- um loknum og hlutabréf í Álafossi hf. í dag. BB. lAKÞANKAR Kristinn G. Jóhannsson Um Hagvangskönmin á tómatsósu og annatri undir■ stöðufasðu og menningarsnautt viðurværi undirritaðs Ég var í býsna góöu jafnvægi eftir vellinginn á laugardaginn og var aö búa mig undir að horfa á Manchester United bursta Arsenal í beinni útsend- ingu. En þá hringdi hún þessi kona og ég hefi ekki verið meö hýrri há síðan. Hún kynnti sig og sagðist vera frá Hagvangi að gera könnun og spurði rétt si svona hvort hún mætti leggja fyrir mig nokkrar spurningar. Eg væri nefnilega í úrtakinu. Ég sagði sem svo að ég væri því feginn að vera ekki í úrhrakinu og ef hún lofaði að vera búin að þessu fyrir knattspyrnu væri mér af því heiður og ánægja að spjalla við hana. Ég hefði betur lagt á þá þegar. Þetta byrjaði heldur ekki gæfulega og hún fór að spyrja mig hvort ég vissi hvaða tómatsósa væri keypt á heimilinu. Ég minntist þess að hafa séð einhversstaðar aug- lýsingu þess efnis að til væri Libbys tómatsósa og sagði þess vegna konunni að hana keypti ég að staðaldri. Mér fannst betra að láta líta svo út að ég sæi um innkaupin. Það væri sennilega í takt við tísku tímans. Hún spurði þá að bragði hve oft ég keypti svona sósu og hvort hún væri þá í glerflösku eða einhverju ööru. Eg sá hún ætlaði að hanka mig á þessu svo ég svaraði jafn- harðan að svona sósu keypti ég daglega með öðrum drykkjar- föngum heimilisins og jafnan í pappírsfernum, minnugurátaks um umhverfisverndun. Mér fannst hún ögn úr janfvægi þeg- ar hún meðtók þessi skilaboð en snéri þegar að þeirri neyslu- vöru sem hún kallaði „múslí" og spurði hvort ég kannaðist við eitthvert vörumerki á þeirri afurð. Þegar stórt er spurt verð- ur oft fátt um svör og svo varð í þessu dæmi. Ég sagðist þó hafa séð svona tilsýndar án þess að brúka það sjálfur og hefði þá kynnt sig sem morg- unkorn og ætlað til manneldis að öðru leyti þekkti ég þetta ekki af eigin raun. Hún lét ekki slá sig útaf laginu aö heldur og spurði að bragði hvort ég minnt- ist af innkaupum mínum að hafa kynnst kornflexi eöa sérí- ósi. Ég sagðist í nauðvörn borða kornflögur ef frú Guö- björg brygði sér af bæ og skildi mig eftir bjargarlausan og ísskápinn fullan af kræsingum, ósoðnum. Spónamatinn séríós sagðist ég hins vegar ekki hafa til daglegs brúks en hins vegar stundum ýsu eða fjallalamb. Af því vildi hún ekkert vita. Hag- vangskonan var nú allt í einu búin að venda sínu kvæði í kross og heimtaði að fá að vita hvernig mér geðjaðist að egils- appelsíni. Þá var flautað til leiks á Old Trafford. Nú birtist enn menningarleysi mitt og ég lét það bara flakka að ég væri eng- inn appelsínmaður, hefði þó drukkið valash á árunum eftir seinna stríð en síðan ekki. Nú tæki ég hins vegar lýsi hvunndags. Hún hafði ekki áhuga á því konan. Ég var nú kominn í talsverð- an ham þegar hún sneri talinu að lesefni mínu. Er nú ekki að sökum að spyrja heldur setur hún á langa upptalningu af lífs- blööum: Mannlíf, Nýttlíf, Þjóðlíf, Móðurlíf, Kynlíf, Híbýlalíf, Samlíf, Bleiktlíf og Bláttlff ef ég man rétt og allt áttu þetta að vera nauðsynjamiðlar öllu sæmilegu fólki. Undir þessum lestri fór ég að velta því fyrir mér hvort ég væri orðinn fórnarlamb kynferð- islegrar áreitni en stillti mig þó og laumaði því að dálítið brost- inni röddu að þótt ég hefði ekki kynnst við þennan blaðakost allan fengi ég Dag býsna reglu- lega og væri þar að auki áskrif- andi að Newsweek. Hún lét sér fátt um finnast en spuröi hvort ég horfði á sjónvarp eða heyrði í útvarpi. Ég sagði henni umsvifalaust að þótt annað kynni að virðast reyndi ég í lengstu lög að forðast hvoru tveggja þar sem dagskrá þess- ara væri hættuleg öllu venju- legu fólki, ég fylgdist þó með fréttum og ensku knattspyrn- unni. Mér var nú ekki farið að verða um sel og hugsaði sem svo að nú kæmi í Ijós og yrði kunnugt að ég lifði aldeilis menningarsnauðu lífi með afar sérstæðar matarvenjur og ein- hvers staðar víðs fjarri nútíma- lífíslendingi. Ég heyrði heldur ekki betur en allt væri komið á suðupunkt á Old Trafford og var því að veröa hálf argur og við- mælandi minn líka en hún klykkti þá út með því að spyrja mig hvort ég hefði einhverja menntun og hver ósköp ég starfaði eiginlega mér til lífsvið- urværis og hvort ég byggi ekki örugglega úti á landi. Mér var dálítið viðkvæmt ef ég kæmi nú óorði á landsbyggðina en sá þó að gagnslaust væri að Ijúga til um búsetu þar sem hún vissi hvert hún hringdi. Ég sagði henni hins vegar að ég minntist þess að hafa einhvern tíma ver- ið í skóla. Ég sá í hendi minni að óþarfi væri að koma óorði á alla kennarastéttina líka með því að Ijóstra upp um starfs- grein mína svo ég trúði henni fyrir því í hjartans einlægni að ég væri lengi búinn að vera á örorkubótum vegna næringar- skorts. Það sagðist hún skilja og þá lagði hún á og þá skoraði Arsenal og þá var dagurinn orð- inn ónýtur. Á eftir leið mér dálítið eins og vinnuveitendasambandinu rétt fyrir samningaviðræður við launþega: Öldungis blankur. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.