Dagur - 26.10.1991, Side 8

Dagur - 26.10.1991, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 26. október 1991 Stjörnuspá Sigfús E. Arnþórsson 55 An ábyrgöar íí fyrir vikuna 26. október- 1. nóvember 1991 T ■H m+uK 21. mars - 19. aprít Vikan framundan veröur óvenju líflaus hjá þér. Fyrir þér er lífið hasar, en næstu viku nennir enginn aö rífast viö þig, hvaö þá meir. Þaö er helst á heimilinu aö eitthvað gerist. Helgin er upplögð til skemmtunar. Þú hefur allt á hornum þér á mánudag og þriöjudag, en miövikudagur og fimmtu- dagur veröa bestu dagar vikunnar. Ö y\)ciu+ 20. aprít - 20. maí Varúö! Varúö! Þú ert á hættusvæði. Frest- aöu styttri sem lengri ferðalögum fram yfir 5. nóvember. Frestaðu einnig öllum mikil- vægum ákvörðunum varöandi nám, vinnu eöa peninga fram í desember, ef þú getur. Þó þú gerir þetta ertu engan veginn óhult(ur). í umhverfi þínu er ekkert sem sýnist, nema ástvinir þínir, en hjá þeim ættir þú aö halda þig sem mest þessa vikuna. n Xvíbumr 21. maí - 20. júní Þetta er þín helgi. Þú hefur ríka tjáningar- þörf, sem oft hefur komiö þér í vandræöi, en nú ber svo viö aö allir vilja hlusta. Þú ættir aö drífa þig út á lífið í kvöld og sjá hvaö gerist. Þú sem hefur svo gaman af vel krydduðum sögum, gætir oröiö aöal- persónan í nýrri smásögu. K^abbi 21. júní - 22. júlí Næstu sjö daga siglir þú áfram í þeim þægilega meöbyr sem þú hefur haft und- anfarið. Hvort sem litiö er til heimilis, náms eöa vinnu, allt er eftir þínu höföi. Ef ekki, þá breyttu því þér í hag, NÚNA! Hverjir sem draumar þínir eru, þá er þetta rétti tíminn. Mánudagur og þriðjudagur eru bestir af sjö dögum jafngóðum. Sl J__jóu 23. júlí - 22. ágúst Enn eru blikur á lofti í lífi Ijónanna. Þessi dimmu haustdægur eru ekki uppáhalds- árstíöin hjá sóldýrkendum eins og þér. Samt eru nú geislar hér og hvar, eins og til dæmis nú um helgina, en hún verður ein sú skemmtilegasta í langan tíma. Og næstkomandi miðvikudagskvöld færöu góöar fréttir sem gefa þér aukna orku. W AAeyja 23. ágúst - 22. september Lífiö leikur viö þig næstu viku. Þú hefur svo mikið aö gera aö þú andar bara á sunnudagskvöldum. Einhver pirringur er þó í gangi nú um helgina. Einhver hengir úlpuna sína á ÞITT herðatré, eöa einhver ætlar í baö og gleymir sér og vatniö útum allt. Svona smáatriöi daglega lífsins geta alveg fariö meö hinar viökvæmu meyjar, sem margar hverjar lifa einlífi alla tíö. Sloppin(n) heil(l) úr hremmingum helgar- innar mætir þú vinnuvikunni glaöbeitt(ur) - og sigrar. °g 23. september - 22. október Helgin veröur ánægjuleg, mánudagur og þriöjudagur leiöinlegir og miðvikudagur og fimmtudagur skemmtilegir. Annars er ekk- ert aö gerast. Hvorki gott né slæmt. % Spor'ðd reki 23. október - 21. nóvember Þaö eru nýir tímar, hvort sem þér líkar betur eöa verr. Taktu þátt í breytingunum, gamli tíminn kemur hvort eö er ekki aftur. Eftir tíöindalausa helgi veröur vikan hag- stæö, fyrir utan miðvikudag og fimmtu- dag. Nú er rétti tíminn til hvers sem er. 'Eáocjm.actuv' 22. nóvember - 21. desember Helgin veröur erfiö. Haltu þig á mottunni, hvaö sem á dynur og vittu aö þessu lýkur annaö kvöld klukkan tíu. Ekki fara út í kvöld. Erfiðleikum í fjölskyldunni er þó ekki lokið eftir helgi, en þaö er bjartara framundan. Miövikudagur og fimmtudag- ur lofa góöu. Y I 5+eÍK\0ei+ ' 22. desember - 19. janúar Eftir rólega helgi færöu heldur betur vatnsgusu framan í þig á mánudagskvöld- iö. Þér finnst ómaklega aö þér vegið og æsir þig upp á háa C-ið, aö venju, en færö engu hnikað. Annars vegnar þér svo vel þessa dagana, á flestum sviðum, aö þetta gleymist fljótt. \AA Va+Kvsberi T ▼ 20. janúar - 18. febrúar Helgin veröur ein sú skemmtilegasta í langan tíma. Annars eru tímarnir frekar andsnúnir þér og er þar mest um aö kenna þinni eigin þrjósku. Miðvikudagur og fimmtudagur eru sérlega varasamir fyrir þig og þá þarftu aö muna aö sannleik- urinn er ekki ævinlega sagna bestur. Oft má satt kyrrt liggja. X Kiska^ 19. febrúar - 20. mars Einhver pirringur veröur í gangi um helg- ina. Slæmar fréttir eöa illa innrættur orö- rómur verður á kreiki og varpar skugga á annars gleöiríka uppgangstíma. Ástar- málin eru enn í einhverri sjálfheldu, en á öllum öörum sviðum ertu á hárréttri braut - og veist af því. Ljóð Þig fann ég ekki © Árin hverfa svo undurhljótt og áður en varir er komin nótt, af leiðinni langt mig bar. Minningin bliknar meir og meir, hún megnar ekki að lifa en deyr og allt það, sem áður var. © Hvönnin blómgast við brekkugil og burnirótin við klettaþil, mosi og fífa við mýrarsund og maríustakkur við smáragrund, ég var að leita allstaðar, en þú varst ekki þar. © / brekkuhalli vex blágresið í blessaðri hógværð og sælum frið, og vorperla prúð þar var. Týsfjólu sá ég og túnvorblóm og tjarnaprýðinnar helgidóm, en þig fann ég ekki þar. © Sóldögg fann ég og sortulyng; sóley, klettafrú, umfeðming, og augnfrú þar blöð sín bar. Heiðadúnurt og hegranef, holurt, lambagras, muru og sef, en þig fann ég ekki þar. © Skriðdepla í skógarrjóðri grær, skriðuhnoðrinn þar athvarf fær, meyjarauga og melasól, og munablómið þar finnur skjól, en þig fann ég ekki þar. 0 / hvammi við ána vex víðirinn, vorperlu og gullsteinbrjót þar ég finn, og ilmreyrinn angan bar. Eyrarrósin svo ung og bleik á þar við straumkviku gleðileik, en þig fann ég ekki þarí © Nú þverra daggir og þyngjast spor og það kemur ekki aftur vor, sem lífgar við kalinn kvist. Og litbrigði haustsins lítt ég skil en leita þess, sem er ekki til og mér fyrir löngu misst. Einar Kristjánsson. (Höfundur er búsettur á Akureyri). Akureyri: Trésmiðum afhent prófskírteini Ellefu trésmiðir sem lokið hafa sveinsprófi í iðninni fengu aflicnt prófskírteini sín með viðhöfn á Fiðlaranum í síðustu viku. Með þessu vilja Trésmiðafélag Akureyrar og Meistarafélag byggingarmanna, sem stóðu að athöfninni, gera meira úr þessu tilefni en gert hefur ver- ið fram til þessa. A myndina vantar þrjá nýbakaða trésmiði en hinir eru, í efri röð f.v. Egill Bjarnason, Halldór Arnarson, Karl Sigurðs- son, Jóhann Svanur Stefánsson og Haukur Marinósson. í neðri röð f.v. Sverrir Pálmason, Guðlaugur Halldórsson og Halldór Aðal- steinsson. Mynd: Golli

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.