Dagur - 26.10.1991, Síða 10

Dagur - 26.10.1991, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 26. október 1991 uðmundur Halldórsson á Húsavík var á dögunum kjörinn í vara- stjórn Rjúpnaverndarfélagsins á Norðurlandi eystra. Á fundinum rifjaði Guðmundur talsvert upp fyrri tíð og sagði veiðisögur, sem sumar þóttu með ólíkindum. Guðmundur er fæddur að Hallbjarnar- stöðum á Tjörnesi 15. maí 1923 og nær allan sinn aldur hefur hann búið á Húsavík og Tjörnesi. Til Húsavíkur fluttist hann milli ferming- ar og tvítugs en fór síðan að búa á Kvíslarhóli á Tjörnesi hálffertugur, °g bjó þar í allmörg ár. Síðustu árin hefur hann verið þekktastur sem hrognasölumaður og fyrir veiðarfæraverslun. En Guðmundur var beðinn að segja okkur ýmislegt af rjúpunni, bæði fyrr og nú, í þessu helgarviðtali. „Ég er vel kunnugur á þessum slóðum. Eg átti Kvíslarhól í rúmlega 20 ár. Kvíslarhóls- og Syðri-Tunguheiði, þessi lönd liggja saman og eru langstærstu rjúpnalöndin á Tjörnesi. Það er að segja þegar jörð er auð. Ég fór snemma að fylgjast með rjúpnaveið- unum. Þar sem ég átti heima var framhýsi, svo- kallað dyrhús, og um það leyti sem ég fór að ganga, man ég eftir að rjúpnakippurnar héngu þama uppi. Þá gekk faðir minn mikið til rjúpna og einnig Sigurmundur heitinn bróðir, sem var 14 árum eldri en ég.“ Rjúpa í tugþúsunda vís - Á fundinum rifjaðir þú upp fyrri tíð og m.a. að svo mikil hefði rjúpnamergðin stundwn ver- ið að fólk liélt að gránað hefði ífjöll. „Þetta er alveg rétt. Rjúpan var friðuð rétt um 1930, að mig minnir í fjögur ár. Astæðan Laugardagur 26. október 1991 - DAGUR - 11 "Þegar landro gránabi af rjúpu" - viötal vib Gubmund Halldórsson ívarastjórn Rjúpnaverndarfélagsins fyrir friðuninni var að menn töldu að rjúpunni hefði fækkað. Svo kann að hafa verið, en þó var fækkunin ekki meiri en það að rjúpan verpti víða á túnum og meira að segja alveg niður í fjöru. Þar sem útræðið var voru þær að verpa undir kofaveggjum, í árgilinu og víðar, í dag þætti saga til næsta bæjar ef svo væri. Á þessum árum var algengt að gengið væri með girðingum, því rjúpan flaug á girðingar og drapst. Það var þetta mikið af henni. Þegar rjúpan var friðuð, var samþykkt að hún skyldi framvegis friðuð sjöunda hvert ár. Með tilliti til þess var hún friðuð 1941 en síðan var lögunum breytt og ákveðið að rjúpan yrði bara friðuð ef þurfa þætti. Ég byrjaði að ganga til rjúpna tólf ára gam- all. Við fórum austur í heiði og lögðumst út þar 14. okt. 1937. Um morguninn 15. vorum við félagar fimm saman: Sigurbjöm Ámason, Baldur bróðir hans, Ámi Kárason og Bjarki bróðir hans. Þegar við komum austur á svo- kallaðan Vatnafjallgarð, þá fór svona að verða nokkuð ljóst. Sigurbjörn var með kíki og fór að hafa orð á því hvað þetta væri, hvort það hefði gránað suður á Tunguflötunum, því það var ekki það kalt. Þegar betur birti og við fórum að athuga málið, þá var þetta allt saman rjúpa, svona sjálfsagt í tugþúsundavís. Það var margra ferkílómetrasvæði sem var gjörsam- lega grátt. Svo vom rjúpnahópar, hvert sem horft var, austur í svokölluð vötn sem liggja austan Vatnafjallgarðsins. Þetta er sú almesta rjúpa sem ég hef nokkurntíma séð, en að vísu var mikið af rjúpu þama í fjöldamörg ár á eftir.“ Innanveggjamenn á hæstvirtu höfuöborgarsvæbi „Heldur fór að draga úr fjöldanum á milli 1950-60 en þó var mikil rjúpa miðað við það sem nú er. En svo fór að smásíga á ógæfuhlið- ina og langhraðast nú síðustu árin. Allar bolla- leggingar vísindamanna um þessar 10 ára sveiflur, ég held að það trúi því enginn nema bara einhverjir innanveggja á hæstvirtu höfuðborgarsvæði.“ - Kennir þú of miklum veiðum um fœkkun rjúpunnar, eða kemur fleira til? „Það er auðvitað fleira sem kemur til, en á árum áður miðaðist sóknin aðeins við það sem fætumir báru menn. Það þekktist ekki að Reykvíkingar færu í rjúpur. Þeir komust ekki - það voru engir vegir eða tæki til þess. Nú fara menn, á þriðja þúsund manns eftir því sem fjölmiðlar segja, fyrsta morguninn, 15., á bíl- um, vélsleðum, fjórhjólum og jafnvel flugvél- um. Ekki nóg með það, heldur eru margir þeirra með byssur sem taka þrjú skot og jafn- vel fleiri. Þessu er því ekki saman að jafna, og þetta er t.d. alveg eins og tæknin við fiskveiðamar. Þó fuglafræðingar segi að veiðar hafi engin áhrif á rjúpnastofnin, þá ætti það að vera alveg einsog með fiskinn og aðra dýrastofna. Er maðurinn í raun ekki búinn að útrýma fjölda dýrateguna með ofveiði á árum áður, þó tæknin við veið- amar hafi ekki verið nema brot af því sem þekkist í dag? Ef veiðar hefðu ekki áhrif, þyrfti ekkert að vera með neina aflakvóta eða því um líkt. Fullyrðingar þessara svokölluðu fugla- fræðinga dæma sig því alveg sjálfar." Rjúpan var gjaldmiðill - Þekkir þú forsögu málsins, alveg frá land- námi, lieimildir um hvort mikið hafi verið af rjúpu og hún nýtt fyrr á öldum, áður en byssur komu til sögunnar? „Ég þekki það ekki. En gamall maður sem átti heima í Aðaldal löngu fyrir aldamót, sagði mér að ekki hefði verið til byssa á bænum en hann og bróðir hans hefðu gengið til rjúpna með snöru. Þá hefði rjúpan verið svo gæf og mikið fyrr hefði verið farið til veiðanna, seint í ágúst eða september. Menn gengu með heima- gert net á miili sín og skelltu því yfir rjúpurnar." - Þótti rjúpa góður matur, og góð búbót til heimilis? „Ég man lítið eftir að rjúpa hafi verið borð- uð á mínu heimili, nema sú sem var gölluð, t.d þannig að af væru skotnir hausamir. Rjúpan var gjaldmiðill og markmiðið með veiðunum að fá aura hjá kaupmanninum. Ég vissi þó til þess að margir höfðu mikið dálæti á rjúpu sem mat, en aðrir aftur hið gagnstæða. Rjúpan var flutt út í miklu magni. Ég var staddur í Hamborg um 1967, og var boðinn í matarveislu sem fyritæki þar hélt nokkrum viðskiptamönnum. Þar hitti ég manninn sem fyrirtækið var upphaflega kennt við og hafði veitt því forstöðu fyrr á öldinni. Hann flutti frá Noregi til Hamborgar snemma á þessari öld. Hann sagði mér að hann hefði flutt inn rjúpur og gærur og fleira frá Islendingum á árunum fyrir stríð, en í stríðinu hefði þessi innflutning- ur hætt og ekki verið tekinn upp aftur. Þegar ég man fyrst eftir voru það fjórir aðil- ar sem fluttu út rjúpu á Húsavík: Verslun H P Kristjánssonar, Kristinn Jónsson, Verslun St. Guðjónssen og svo Kaupfélagið. Ég held að enn sé til innleggsnóta frá 1928 þegar faðir minn lagði inn hjá verslun H. P. Kristjánsson- ar, en þá voru greiddar 1,25 kr fyrir stykkið. Ég gæti trúað að þá hafi lambið gert um tíu krónur. Þegar ég fór að skjóta rjúpu og man fyrst eftir þá fékk ég 50 aura fyrir fyrsta flokks rjúpu og 40 aura fyrir annan flokk. Það var hæsta verðið og það greiddi Kristinn Jónsson, kaup- ntaður. Ég var mikill Kristinstrúarmaður því faðir minn og hann voru góðir kunningjar og ég byrjaði að selja honum rjúpurnar mínar, og gerði það síðan lengst af.“ 14 rjúpur í einu skoti - Þú sagðir fundargestum Rjúpnaverndaifé- lagsins veiðisögur, m.a. að einn hefði fengið 14 rjúpur í einu skoti í gamla daga. Finnst mönnum í dag þetta ekki ótrúlegt? „Ég þykist vita að mörgum finnist þetta ótrúlegt. Það var Parrnes Sigurjónsson, sem þá var vinnumaður í Kelduhverfi, sem einu sinni fékk 14 rjúpur í skoti. Það er langáhrifaríkasta skot sem ég hef heyrt um. Haustið 1954 stund- aði ég rjúpnaveiðamar mest og þá fékk ég sjö sinnum sjö rjúpur í skoti, þetta var ekki sam- fellt heldur yfir allt veiðitímabilið. Ég held að ég muni það þó rétt að þetta hafi hent mig tvisvar sama daginn.“ - A fundinum var talsvert rœtt um utan- landsferðir rjúpna og rifjað upp er þú sást rjúpnahóp langt út á sjó. „Ég var á togaranum Jörundi frá Akureyri haustið 1952 og þá vorum við að toga á Hala- miðum, 60-70 rnílur norðaustur af Vestfjörð- um. Það var heldur dimmt í lofti og svolítill suddi. Við vorum í asfiski og allir í aðgerð þegar við heyrum ys í lofti og yfir skipið llýg- ur stór rjúpnabreiða, rnjög lágt. Ein þeirra skellti sér niður á bátadekkið. Það var vont skyggni og þær gætu hafa komið af ís þarna í nágrenninu. En þetta haust heyrðist talsvert oft að sjómenn hefðu séð rjúpur á hafinu milli ís- lands og Grænlands, og upp komu getgátur um að hún skryppi kannski milli landa.“ Keypti jörð fyrir eins hausts veiði, 3.000 rjúpur - Komdu nú með nokkrar gamlar rjúpnaveiði- sögur. „Nokkrir Húsvíkingar lágu stundum við uppi í Grísatungu við veiði, en þetta var ekki algengt. Allra frægustu rjúpnaskyttumar, og skyttur yfir höfuð, voru þeir bræður á Máná, Egill og Aðalgeir Sigurðssynir. Þetta voru rniklir atorkumenn og frægir um allt hérað og land fyrir sína veiðimennsku og ýmislegt sem að slíku laut. Ég hef heyrt að þeim þætti það ekki sæmilegt haust nema að þeir fengju svona sitt þúsundið hvor af rjúpu. Menn spyrja gjam- an hvernig mennirnir hafi farið að því að labba inn í heiði, skjóta þetta og bera það síðan heim aftur. Svarið er að faðir þeirra, Sigurður Jóns- son, fór á eftir þeim með hest. Bræðurnir höfðu ákveðna staði sem þeir skildu rjúpumar eftir í grjótbyrgjum og daginn eftir sótti faðir þeirra rjúpurnar og skildi þá gjarnan eftir nesti fyrir synina, sem þeir gætu nálgast ef þeir þyrftu á að halda. Húsvíkingarnir sem komu austur í Grísa- tungu voru Jón Sörenson, Páll Sigurjónsson og fleiri. Þar var kofi, en þetta var í sárafá skipti sem þeir lágu við veiðarnar. Þeir veiddu þegar autt var og auðvelt að sjá fuglinn. Ólafur Jónsson, á Fjöllum í Kelduhverfi, var ákaflega mikil og þekkt skytta og mikill at- orkumaður. Hann keypti jörðina Fjöll af systk- inum sínum. Hann borgaði jörðina með rjúp- um fyrsta haustið, þá fékk hann tæplega 3000 rjúpur. Um þetta eru til skráðar heimildir og skýrsla til um hvað hann fékk hvem dag. Þetta þótti algjörlega einstakt en það var á stöku stað sem veiðamar skiluðu mjög rniklu búsílagi. Sigurður Ámason á Kvíslarhóli var þekkt rjúpnaskytta. Sigurður var fæddur laust fyrir aldamótin og er nýlátinn í hárri elli.“ Hvíti Lónshundurinn í ævinstýraferh - Manstu ekki broslega sögu af rjúpnaskyttum? „Húsvíkingar fóru til rjúpna á Reykjaheiði einn góðviðrisdag fyrir allmörgum árum. Einn þeirra sá hvíta tófu á hlaupum og skaut á hana en hitti ekki. Sama dag voru Tjömesingar úti á Núpagrjótum. Einn þeirra sá hvíta tófu koma á miklu spani að sunnan, vegna styggðar frá Húsvíkingum. Hún fór það nærri að hann brenndi af en tófan fór hratt og hvort sem skot- ið hefur ekki dregið hana uppi eða hvað, þá virtist hún ekki verða þess vör. Um kvöldið birtist heimilishundurinn á Lóni í Kelduhverfi. Hann var hvítur að lit og hann var móður og másandi eftir að hafa brugðið sér bæjarleið einhverra hluta vegna, og kom heill á húfi heim eftir að hafa lent í því dæmalausa æfin- týri að vera skotmark bæði Húsvíkinga og Tjörnesinga. Ég lenti í því 15. október ‘38 eða ‘39, suður hjá svokölluðum Tungutjömum, að það fór að gola norðaustan, með rigningu fyrst og síðan krapa. Við Baldur heitinn Ámason vorum þama saman, en við fórum oft saman í veiði- skap bæði á sjó og landi. Baldur hélt því fram að það væri að koma norðaustanátt og þá mundi rjúpan hópast niður að vatni sem er á svokölluðu Gæsadalsfjalli. Ég fylgdi honum eftir og þetta passaði. Þegar við komum voru rjúpnahópamir að koma og setjast í kring um vatnið. Við skutum þama einhverja tugi, en það var komið versta veður og þá var að leggja af stað heim. Okkur sóttist seint því það fór að snjóa, með stórum flygsum sem mokaði niður. Það var heldur leiðinlegt að ganga þama niður grjót- og leirveginn. Þegar við komum niður í Brekkur, en þar var autt, vorum við orðnir afar þreyttir og settumst niður. Þama uxu aðalblá- ber og við vorum orðnir svangir. Ég kraflaði með hendinni ofan í lyngið og setti uppí mig. Ég hugsa að eins mikill hluti af því hafi verið lauf eins og ber. Hvað um það þá held ég að ég hafi aldrei fengið bragðbetri ber. Eftir dálitla stund stóðum við upp og komumst örþreyttir síðasta spölinn, en rjúpumar hefðu ekki verið gjaldgengar í fegurðarsamkeppni, eftir þetta ferðalag." Framliönar rjúpur á flögri? - Hvers vœntir þú við tilkomu þessa nýjafélags? „Ég vona að það verði til að koma vitinu fyrir vissa menn sem alltaf halda að nóg sé til af rjúpu. Á tilteknu býli hér austan við okkur sáu menn rjúpu í þúsundavís, að sagt var. Ég held að menn hafi lagt misjafnan trúnað á þá sögu en ég heyrði þá skýringu að það kynni að vera að þessir menn væru eitthvað dulrænir og sæju rjúpur sem einu sinni hefðu vappað þama um móana, en væru löngu horfnað til forfeðra sinna. Ég vona að rjúpan verði friðuð og rannsök- uð af alvöruvísindamönnum. Ég tel að það eigi að nýta fálkastofninn til að kosta slíkar rann- sóknir. Fálkastofninn er of stór og fálkinn er farinn að leggjast á kanínur og hænsni, dúfur og allt mögulegt. Ég vil að fálkinn sé vaktaður, varinn og nýttur, þannig að ungar séu seldir úr landi en Náttúrufræðistofnun fái tekjumar. Rjúpan verði síðan rannsökuð rækilega og þegar stofninn er kominn í þokkalega stærð verði veiðar leyfðar á ný, takmarkaðar og sóknin miðuð við niðurstöður væntanlegra rannsókna. Mér finnst það ósköp skiljanlegt að menn hafi gaman af að fara í rjúpur og skjóta sér í jólasteikina. En að menn séu að gera út á þetta nú, þegar næga atvinnu er að fá, ég séenga ástæðu til þess. Þetta var annað í gamla daga þegar engin atvinna var fáanleg og rjúpnapen- ingamir vom fyrstu auramir sem margir strák- ar eignuðust. Nú ættum við að geta látið rjúp- una að langmestu leyti í friði, og alveg þegar stofninn er jafn illa kominn og nú er.“ Mynd og texti: Ingibjörg Magnúsdóttir

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.