Dagur - 10.12.1991, Page 3

Dagur - 10.12.1991, Page 3
Þriðjudagur 10. desember 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Dýralækningafélag íslands leggur til að Einangrunarstöðinni í Hrísey verði lokað: Vona að önnur lausn fínnist - segir formaður Dýralæknafélagsins Dýralæknafélag íslands hefur sent frá sér ályktun um að loka beri einangrunarstöðinni fyrir holdanaut í Hrísey. Ályktunin er byggð á þeirri grein í lögum um stöðina að við hana skuli starfa dýralæknir sem ekki gegni öðrum störfum. Enginn dýralæknir hefur starfað í fullu starfi við stöðina að undan- förnu eða frá því að Ólafur Valsson, sem sinnti starfl dýra- læknis tímabundið lét af störf- um í Hrísey. Ólafur Oddgeirsson, formaður Dýralæknafélags íslands, sagði að erfiðlega hefði gengið að fá dýra- lækna til þess að starfa við stöð- ina. Hins vegar væri nauðsynlegt að framfylgja framangreindri lagagrein ef um raunverulega um einangrunarstöð eigi að vera að ræða. Ef dýralæknir sem sinnir öðrum störfum gangi í störf dýra- læknis við einangrunarstöðina geti sú hætta verið fyrir hendi að smit berist á milli staða hversu varlega sem farið sé og sé stöðin þá ekki lengur einangrunarstöð í fyllstu merkingu. Ólafur kvaðst Félag pípulagningamanna á Akureyri: Styður Hauk Adólfs vonast til að aðrar lausnir fyndust á þessu máli en að loka einangr- unarstöðinni í Hrísey. Slæmt væri að þurfa að grípa til svo rót- tækra aðgerða og kvaðst hann, sem formaður dýralæknafélags- ins, vilja vinna að lausn á þessu máli þannig að sérstakur dýra- læknir fengist til starfa við stöð- ina á nýjan leik. ÞI Strákagöng lokuð í dag og á morgun: Unnið að uppsetningu Ijósa Strákagöng veröa lokuð í dag og á morgun. Göngin voru einnig lokuö í gær, þar sem sfarfsmenn Rafbæjar sf. frá Sigluiirði vinna að uppsetn- ingu Ijósabúnaðar í loft gang- anna. „í sumar voru göngin öll fóðruð með sprautusteypu og plastkápa sett þar sem vatns gætir. „Drenlagnir" voru iagðar og varanlegt slitlag sett á veginn. Starfsmenn Rafbæjar sf. frá Siglufirði vinna þessa dagana að uppsetningu ljósa- búnaðar í göngin og því verða þau lokuð á mánudag, þriðju- dag og miðvikudag. A fimmtu- dag opnum við fyrir untferð að nýju. Já, kostnaðurinn er mikili, þ.e. rétt um 100 millj- ónir,“ sagði Jónas Snæbjörns- son, umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Sauðár- króki. ój n Ultra Hampers Vegna máls Hauks Adólfsson- ar, pípulagningameistara, sem Dagur hefur ítarlega greint frá, hcfur Félag pípulagningamanna á Akureyri sent frá sér eftirfar- andi ályktun: „Vegna þeirrar deilu sem upp er komin milli bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Reykjavík um löggildingu og réttindi Hauks Skák Adólfssonar, pípulagningameist- ara, vill Félag pípulagninga- manna á Akureyri lýsa yfir fyllsta stuðningi við Hauk Adólfsson. Jafnframt skorar félagið á við- komandi yfirvöld að leysa þetta mál sem fyrst, til þess að komast hjá ófyrirsjáanlegu fjárhagstjóni hjá Hauki og hlutaðeigandi íbúð- areigendum í Hafnarfirði." óþh Sveitakeppni grunnskóla: Úrslitin eftir bókinni - sveitir frá Lundarskóla og GA sigruðu Sveitakeppni grunnskola a Akureyri og í nágrenni í skák var haldin í félagsheimili Skák- félags Akureyrar um helgina. Mjög góð þátttaka var í flokki yngri nemenda en óvenju léleg hjá eldri nemendum. Úrslitin voru eftir bókinni; Lundar- skóli hélt titlinum í yngri flokki og Gagnfræðaskóli Akureyrar í eldri flokki. Fjórtán sveitir mættu til leiks í yngri flokki, fjórir skipa hverja sveit þannig að þátttakendur voru 56 talsins. Nokkra athygli vakti að aðeins ein sveit frá skóla utan Akureyrar mætti og var hún frá Laugalandsskóla, en mót þetta á að vera fyrir grunnskóla á Akureyri og í nágrannabyggðum. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfi og urðu eftirfar- andi sveitir í sex efstu sætunum: 1. Lundarskóli (A-sveit) með 24 vinninga af 28 mögulegum. 2. Glerárskóli (A-sveit) 19V2 v. 3. Lundarskóli (B-sveit) 18 v. 4. Síðuskóli (A-sveit) 17V2 v. 5. Lundarskóli (C-sveit) 15'/2 v. 6. Oddeyrarskóli 15 v. Ekki mættu nema fjórar sveitir til leiks í eldri flokki og voru þær allar frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Þær röðuðu sér í sæti eftir styrkleika: 1. A-sveit GA 12 vinningar af 12 mögulegum. 2. B- sveit GA ó'/i v. 3. C-sveit GA 4 v. 4. D-sveit GA l‘/2 v. Sigursveitirnar, A-sveit Lund- arskóla og A-sveit Gagnfræða- skóla Akureyrar, munu halda suður í vor og keppa á íslands- móti grunnskólasveita. Á síðasta móti sigraði sveit GA í sínum flokki og sveit Lundarskóla varð önnur f flokki yngri nemenda. SS TRÁKA BLEIUR 4 stærðir Rakadrægur kjarni að framan Rakadrægur kjarni í miðju Þó bleian sé vot er barnið þurrt Ánægðir strákar og stelpur í Pampers-bleium Pampers bleiur eru hannaðar með vellíðan barnsins að markmiði. Við framleiðslu þeirra er leitast við að spara dýrmætar auðlindir jarðarinnar og að spilla ekki umhverfinu með skaðlegum úrgangi. AUKA VELLÍÐAN BARNANNA STUÐLA AÐ UMHVERFISVERND Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni tam SMJÖRLlKISGERÐ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.