Dagur - 10.12.1991, Síða 13

Dagur - 10.12.1991, Síða 13
Saga Ólafsfjarðar - þriðja og síðasta bindi komið út Út er komið þriðja bindi sögu Ólafsfjarðar, Hundrað ár í Horninu 3, eftir Friðrik G. Ol- geirsson sagnfræðing. Þetta er lokabindi ritsins og fjallar um tímabilið eftir 1945. Það er tæp- ar 400 blaðsíður að stærð og skiptist í níu kafla. Ljósmyndir eru 158 en auk þeirra er í bók- inni fjöldi korta og línurita. Fyrstu tveir kaflar bókarinnar fjalla um þróun byggðar í Ólafs- firði 1945-1984 og uppbyggingu atvinnulífsins á sama tíma. Höfundur hefur kannað ntikinn fjölda frumheimilda og ná þessir kaflar yfir nær helming bókarinn- ar. Víða er komið við og tengist frásögnin ýmsum öðrum byggð- arlögum á Norðurlandi. t.d. Húsavík og Sauðárkróki en Ólafsfirðingar gerðu út togara með íbúum frá þessum stöðum um miðja öldina. Urn þá útgerð hefur ekki fyrr verið ritað. Rakin er þróun Ölafsfjarðar úr litlu sjávarþorpi á fyrri hluta aldarinn- ar í einn öflugasta útgerðarbæ landsins en í dag eru gerðir út þaðan fjórir skuttogarar, mörg stór skip önnur og fjöldi minni báta. í þriðja kafla bókarinnar er fjallað um hafnargerð en allt frá 1943 og fram á sjöunda áratuginn £ Afsláttur Keppnisskíði ár '90-'91 Atomic Arc unglinga á kr. 7.950. 40% afsláttur aföllum keppnisskíðum 190-210 cm. Skíðaþjónustan Fjölnisgata 4 b, sími 21713 % Skrifstofa Geðverndarfélags Akur- eyrar Gránufélagsgötu 5 er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10-12 og þriðjudaga kl. 16-19, sími 27990. Fólk er hvatt til að líta inn eða hringja og nota þessa nýju þjónustu. Opið hús alla miðvikudaga frá kl. 20.00. Allir velkomnir í kaffi, spil og spjall. Húsavíkurkirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18 mið- vikudag. Beðið fyrir sjúkum. Fyrirbænaefni berist sóknarpresti í síma 41317. Náttúrugripasafnið á Akureyri, Hafnarstræti 81, sími 22983. Sýningarsalurinn er lokaður í des- ember. Næst opið 5. janúar. var gerð hafnar í bænum eitt helsta baráttumál bæjarbúa og jafnframt fjárfrekasta fram- kvæmdin. Fjórði kaflinn fjallar um menningarntál, menntir og félög. Þar er víða komið við. Fjallað er um skólana í bænum, kirkjuna, blaðaútgáfu, leiklistarstarfsemi og sögu margra félaga. Lengi framan af þessari öld voru samgöngur við Ólafsfjörð erfiðar en Múlagöng, sem opnuð voru formlega fyrr á þessu ári, hafa gjörbreyt samgöngum við fjörðinn. Unt vegagerð, sjóferðir og flugsamgöngur er fjallað í fiinmta kafla ritsins. Ólafsfirðingar hafa lengi verið í fremstu röð skíðamanna á fs- landi og margir tengja bæinn við snjó og skíði. ítarlega er skrifað um sögu skíðaíþróttarinnar en auk þess fjallar sjötti kaflinn um knattspyrnu, sund og golf. í sjöunda kafla ritsins, Hundr- að ár í Horninu 3, er rætt um þróun heilsugæslu í Ólafsfirði og í þeim áttunda um stjórn bæjar- ins frá því að hann fékk kaup- staðarréttindi árið 1945 og fyrir- tæki bæjarins. í níunda og síðasta kafla ritsins eru dregnar saman niðurstöður allra bindanna þriggja sem fjalla, eins og titillinn gefur til kynna, fyrst og fremst um sögu Ólafs- fjarðarbæjar frá því byggð hófst þar fyrir rúmum hundrað árum, þótt víða sé einnig fjallað um fyrri aldir. Loks er í bókarauka fjallað utn náttúruhamfarirnar síðsumars 1988 en þá féll á fáum sólarhring- um meiri úrkoma í Ólafsfirði en dæmi eru kunn um á öðrum tíma. Aftast í bókinni eru skrár: til- vísana- og heimildaskrár, mynda- skrá og nafnaskrá yfir öll þrjú bindin. Jón Steinn Elíasson og Stefanía Dögg Vilmundardóttir 14 ára gátu sér rétt til uni fjölda LEGO-kubba í apanum Mikka í getraunaleik Vöruhúss KEA og LEGO, en verðlaun voru afhent sl. laugardag. Vinningshafar hlutu að laun- um veglegar LEGO-öskjur. Þátttakendur voru um 1000 og þakka forsvars- menn Vöruhússins og LEGO öllum fyrir þátttökuna. Mynd: Goiii Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Góð tónlist allan sólarhringinn ★ Getraunir ★ Auglýs- ingar ★ Fréttapunktar Frostrásin FM 98,7 Sími 11657 * Útvarp með sál. Jkupa\ Málningardagar Dagana 5.-16. desember verða málningardagar hjá Skapta hf. Veittur veröur 10% staðgreiðsluafsláttur (5% sé um greiðslukort að ræða) af allri málningu og málningarvöru. s kapli íllum 13 I Akurei hf Furuvöllum 13 I Akureyri Sími 96-23830 Þriðjudagur 10. desember 1991 - DAGUR - 13 Norðurlcwds 1992 verður haldin í Sjoillcmum í febrúar. Tilkynningar um þátttöku svo og allar ábendingar skulu berast til Sjallans í síma 22770 eða Dansstúdíós Alice í síma 24979. Sigurvegari í keppninni „Fegurðardrottning Norðurlands" verður fulltrúi Norðurlands í keppninni um „Fegurðardrottningu íslands". Allar upplýsingar eru £ gefnar í Sjallanum í síma 22770 og Dansstúdíó Alice í 24979. t, síma !lk„ SJALLINN Staða framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, fyrir tímabilið 1. feb. ’92 til 1. feb. ’93 er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir Auður Lilja Arnþórs- dóttir í síma 96-41395. Umsóknir sendist til: Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Heilsugæslustöðinni á Húsavík, 640 Húsavík, fyrir 21. des. n.k. Kennarar - Kennarar Frá næstkomandi áramótum vantar kennara að Sólgarðsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða kennslu yngri barna (1. og 2. bekkur) og handmennt. Húsnæði í boði. Umsóknarfrestur til 20. desember. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96-31330. Hjartans þakkir vil ég færa fjölskyldu minni og frændum, sveitungum og fjarstöddum vinum, sem glöddu mig með samverustund, gjöfum og skeytum á níræðisaldri mínu hinn 4. þessa mánaðar. Lifið heil. JÓNAS SIGURGEIRSSON. Helluvaði, Mývatnssveit. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Oddeyrargötu 4, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtudags 5. desember, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Jóhannsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall, FRIÐRIKS MAGNÚSSONAR, hæstaréttarlögmanns frá Akureyri. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann í erfiðum veikindum hans. Fanney Guðmundsdóttir, Magnús Arnason og fjölskylda, Gunnar Árnason og fjölskylda.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.