Dagur - 14.12.1991, Side 5
Laugardagur 14. desember 1991 - DAGUR - 5
Efst í HUGA
Óli G. Jóhannsson
Hnignun hverrar
þjóðar hefst
f sálinni
Hnignun hverrar þjóöar hefst í sálinni.
Þessari setningu laust í koll undirritaðs
ekki fyrir löngu er horft var á útsend-
ingu sjónvarps frá hinu háa Alþingi.
Mér blöskraði málflutningur ráða-
manna.
Að undanförnu hefur allt logað í inn-
byrðis deilum á Alþingi eða því orða-
skaki sem hæfir pörupiltum fremur en
stjórnmálamönnum og forsætisráð-
herrann fór fremstur í flokki. Gagn-
fræðaskólabörn á Akureyri sáu sig
knúin til að gefa forsætisráðherranum
snoppung í bréfi er birtist í Degi þar
sem forsætisráðherrann hafði talað
niðrandi um menntastofnanir ung-
menna.'
Já, hnignun hverrar þjóðar hefst í
sálinni, og er nokkur furða þótt setning
sem þessi sé efst í hugskoti blaða-
manns þegar störf hins virta Alþingis
eru grannt skoðuð? Við skulum ekki
ætla að hnignun þjóðar hefjist á sviði
efnahagsmála. Nei, af og frá. Innviðir
morkna því sjálfsvirðingu vantar með
öllu hjá flestum er landinu stjórna og
þeim mörgu er dansa mammonsdans-
inn mikla til hægri. í kreppu sem nú,
stendur meirihluti stjórnmálamanna
vörð um taprekstur fyrirtækja og vernd-
ar þá arðsemi sem hefst upp úr því að
tapa. Tapið hefur verið mesti og stærsti
gróðinn hjá þeim sem „tapa“ og einnig
þeim sem græða. Atvinnurekendur
„græða“ sitt á hvað á hinn undarleg-
asta hátt. Það yrði alvarlegur skellur
fyrir íslenskan efnahag ef ríkisstjórnin
kæmi í veg fyrir slíkt. Nei, við þurfum
ekki að örvænta. Meirihluta alþingis-
manna þykir sem við séum á réttri leið
og stendur sem varðhundur um kerfi
óráðsíunnar. Leyndardómur íslenska
hagkerfisins er m.a., að tap hafa í för
með sér hagræði jafnt fyrir þá sem
tapa og hina sem græða. Pappírs-
prinsarnir nærast og bólgna. Því
stærra tap því betra og þjóðarsálin er
ánægð. Eða hvað? Allt ber vott um
hnignun. Bæði í flokkunum til vinstri og
hægri hafa hreiðrað um sig menn sem
fást fremur við lítisverðan tittlingaskít
en raunveruleg stjórnmál. Fólk fær
ekki eðlilegt pólitískt uppeldi og Alþingi
ber þess merki. Aðgerða er þörf og
raddir verða stöðugt háværari um að
ríkisstjórn íslands fari frá, hún hafi tap-
að trúnaði þjóðarinnar.
staðar sitja sérfræðingar þungir á brún og segja
Margir hafa orðið til þess að skamma fjölmiðla í
tímans rás fyrir að leggja ofurkapp á að birta
neikvæöar fréttir en láta allt hið fagra og já-
kvæða í lífinu sem vind um eyrun þjóta, Blaða-
menn hafa svarað sem svo að það sé nú einu
sinní þannlg aö þaö Ijóta og neikvæða sé und-
antekningin í lífinu og þess vegna frétt, meðan
hiö góöa og fallega sé reglan og þess vegna
engin frétt. Og þeir hafa bent á að einu sínni hafi
verið reynt að gefa út blaða f Ameríku sem ein-
ungis birti jákvæöar og uppbyggilegar fréttir en
það fór á hausinn á undraskömmum tfma.
Ég er út af fyrir sig sammáia kollegum mínum
að þessu leyti. Hins vegar finnst mór þeir verða
stundum að vara sig, ekki síst þegar þeir segja
fréttir af kjara- og efnahagsmálum. Því hefur
verið haldið fram aö hagfræði sé að stærstum
hluta byggð á sálfræði. Meö því er átt við þaö að
hagsveiflurnar í samfólaginu stjórnist aö veru-
legu leyti af stemmningunni í samfólaginu. Ef
þar ríkir almenn bölsýni sóu meiri líkur á niður-
sveiflu og kreppu en þegar þegnarnir eru bjart-
sýnir.
Það er margt til í þessari kenningu, enda
haga fjöimargir stjórnmálamenn og forystumenn
í atvinnu- og fjármálalffi sér eftir henni. Þegar
þeir telja nauðsyn á að grfpa til harkalegra aö-
gerða mála þeir tilveruna dökkum iitum og
skapa með þvf andrúmsloft sem er heppilegt
fyrir aðgeröirnar.
Þetta hefur sjaldnast birst meö eins skýrum
hætti og á síöustu vikum og mánuöum. Það er
búið aö hamra á því aö ailt sé á leið tii fjandans
í íslensku efnahagslffi, Þorskurlnn búinn, loðan
ófinnanleg, síldin óseljanleg, annað hvert fyrir-
tæki á hausnum eða svo gott sem og ekkert ál-
ver. Meö slíkum söng er auöveldara en eila að
fá almenning til að skilja nauðsyn aðhaids- og
spamaðaraðgeröa.
Við svona aöstæður verða biaðamenn að
gæta að sér. Þaö er svo auðvelt að láta sefjast í
þeirri síbylju sem glymur úr öllum hornum stofn-
anaveldisins - Alþingi, Seðlabanka, ráðuneyt-
unum, samtökum atvinnurekenda og víðar. Alls
biaðamönnum hversu aivarlegt ástandið sé.
En er það svona slæmt? Glöggur maður
benti mór á það fyrir skömmu aö söngurinn um
bága stöðu fiskvinnslunnar styðjist viö afar
hæpin rök. Hún er ekki enn farin að finna fyrir
aflasamdrættinum, markaðsverð hefur aidrei
verið hærra og kaupið ekki hækkaö frá því f
sumar. Það eina sem hefur versnaö er fjár-
magnskostnaðurinn. Það hlýtur því aö vera eitt-
hvað að í rekstrinum fyrst hann er neikvæður
um mörg prósent, sagði hann.
Við svona aðstæður verða blaöamenn að
hafa hugfast aö það eru iausir samningar viö allt
launafólk í landinu (nema söngstjórana sjálfa
sem hafa miiljón á mánuði fyrir að hvetja hina
meö hundraö þúsundin til að herða nú sultaról-
ina og hætta bruðlinu). Með prósentuútreikningi
og meðaltölum má sýna fram á alian fjárann. Og
þótt mörg fyrirtæki í sjávarútvegi standi hölium
fæti eru þau þó miklu fleiri sem sýna góða af-
komu og gætu þess vegna greitt hærri laun -
sum gera þaö raunar.
Biaðamenn veröa að gæta sín á því að hrff-
ast ekki svo mjög af söngnum að þeir leggi heilu
fréttatímana eöa opnurnar undir gjaldþrot og at-
vinnuleysi. Og þegar ekkert gjalþrot hefur orðið
er jafnvel fyllt upp með hugleiðingum um hugs-
anlegt atvinnuleysi ef allt færi nú á versta veg.
Að sjálfsögðu á að segja frá gjaldþrotum og at-
vinnuleysi, en aögát skal höfð í nærveru at-
vinnurekenda sem eru viökvæmar sálir.
Og menn verða að hafa hugfast að þaö er fá-
um treystandi þegar fslensk efnahagsmál eru
annars vegar. Þjóðhagsstofnun á að vera hlut-
læg rfkisstofnun sem leggur kalt mat á efna-
hagslegar staöreyndir. Samt sem áöur sýndi at-
hugun sem gerð var fyrir nokkrum árum aö í
þeim þjóðhagsspám sem bírtast f aösogi kjara-
samninga virðist vera innbyggö svartsýni upp á
ekki minna en 2%.
Við verðum þvf að andæfa gegn síbyljunni og
meðhöndla þær töiur og spár sem okkur eru
róttar á blaðamannafundum á gagnrýninn hátt.
Jólatrésala:
Rauðgreni • Stafafura • Blágreni •
Fjallajtimir • Norðmannsþinur.
Greni margar tegundir.
Jólaskreytiiigar og skreytingaefiii
Úrval af kertum.
Nýtt í gjafavöru.
Opið iini helgina 14. og 15. des.
frá ld. 10-20.
SS/ómalníómýg
AKURW
KAUPANGIV/ MÝRARVEG 602 AKUREYRI
SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498
Úrvals niðursuöuvörur
med góðum mat
#%/
Islenak /////
Aynft-ríwlrn
Tunguháls 11 • Sfcni 82700
Fegurðarsmkeppnií
Norðurlands J992
;
verður haldin \ Sjallanum í febrúar.
Tilkynningar um þátttöku svo og allar
ábendingar skulu berast til Sjallans í síma I
22770 eða Dansstúdíós Alice í síma 24979. I
Sigurvegari í keppninni „Fegurðardrottning
Norðurlands" verður fulltrúi Norðurlands í keppninni
um „Fegurðardrottningu íslands".
Allar upplýsingai eru
gefnar í Sjallanum í
síma 22770 og
Dansstúdíó Alice í
síma 24979.
SJALLINN
lill framsóknarmenn I
AKUREYRI
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90,
mánudaginn 16. desember kl. 20.30.
Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.
Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram-
sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig
varamenn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.