Dagur - 07.01.1992, Síða 16
Akureyri, þriðjudagur 7. janúar 1992
Kodak x
Express
Gæöaframköllun
★ Tryggðu filmunni þinni
Jjbesta ‘TfedíSmyndir
Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar:
Flæðilínan í gagnið
undir mánaðamót
Vinna mun liggja niðri hjá
Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar
þar til síðar í mánuðinum.
Astæðan er sú að verið er að
vinna við uppsetningu á flæði-
línu hjá fyrirtækinu.
Að sögn Jóhanns Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Hrað-
frystihúss Ólafsfjarðar, komu
starfsmenn frá Þorgeiri og Ellert
hf. á Akranesi til að setja flæði-
línuna sjálfa upp en hún verður í
því húsi sem var áður Hraðfrysti-
hús Magnúsar Gamalíelsonar hf.
Jóhann segir að einnig sé nú unn-
ið að því að flytja vélbúnað úr
húsi HÓ yfir á nýja staðinn.
Jóhann reiknar með að undir
mánaðamót komi starfsfólk til
vinnu en ísfisktogararnir eru ekki
farnir á_veiðar enn og fara vænt-
anlega út þegar sér fyrir endann á
uppsetningu tækjanna í frystihús-
inu. JÓH
Hrísey:
Vinna hefst í frysti-
húsinu að viku liðinni
- afli Súlnafellsins EA1585 tonn á liðnu ári
Súlnafell EA frá Hrísey fór til
veiða sl. föstudag. Á liðnu ári
var afli togarans 1585 tonn að
aflaverðmæti 95 milljónir.
Úthaldsdagar voru 248. Afli
Súlnafells EA var 45% þess
afla sem unninn var í Frysti-
húsi KEA í Hrísey árið 1991.
Fimmtíu og fimm prósent bár-
ust frá smábátum í Grímsey og
Hrísey.
„Vinna í frystihúsinu hefur leg-
ið niðri um þriggja vikna skeið,
en hefst að nýju nk. mánudag er
Súlnafellið kemur úr fyrstu veiði-
Kaldbakur hf.:
Ásgeir ráðinn
framkvæmdastjóri
Stjórn Kaldbaks hf. á
Grenivík gekk um helgina
frá ráðningu nýs fram-
kvæmdastjóra en 9 manns
sóttu um stöðuna. Fyrir val-
inu varð Ásgeir Arngríms-
son frá Akureyri.
Að sögn Jóhanns Ingólfs-
sonar, stjórnarformanns
Kaldbaks, mun Ásgeir hefja
störf um eða laust eftir næstu
mánaðamót.
Ásgeir Arngrímsson hefur
auk fiskvinnsluskólagöngu
lokið námi í útvegstækni frá
Tækniskóla íslands og hann
hefur starfað hjá Útgerðarfé-
lagi Akureyringa undanfarin
ár. SS
ferð ársins. Þetta stopp hefur ver-
ið nýtt vel til viðhalds á ýmsu er
lagfæra þurfti. Stærsta breytingin
er að við erum að skipta yfir í
loftkældan eimsvala úr sjókæld-
um. Síðan er verið að skipta um
gólfefni á vinnslusal og endur-
bæta raflagnir og annað smátt er
þarf. Fiskvinnslufólk er á nám-
skeiði á vegum Starfsfræðslu-
nefndar fiskiðnaðarins. Síðast
var slíkt námskeið fyrir tveimur
árum hér í Hrísey. Átján starfs-
menn eru á þessu námskeiði nú,
en hér eru á launaskrá í fisk-
vinnslu og á sjó um áttatíu
manns,“ sagði Jóhann Þór Hall-
dórsson, útibússtjóri KEA í
Hrísey. ój
Húsavík:
Ný Björg Jónsdóttir til bæjarins
Björg Jónsdóttir ÞH-321
kom til heimahafnar á Húsa-
vík um hádegisbilið á Sunnu-
dag og var vel fagnað. Bátur-
inn er í eigu Bjarna Aðal-
geirssonar, útgerðarmanns,
og hét áður Rauðsey AK.
Eldri bátur í eigu Bjarna hef-
ur fengið nafnið Björg Jóns-
dóttir II ÞH-320. Skipstjóri á
Björgu II er Sigurjón Sigur-
björnsson og mun báturinn
fara á rækjuveiðar.
Nýi báturinn fer á loðnu á
næstu dögum. Skipstjóri á hon-
um er Aðalgeir Bjarnason. Vel
líkaði við bátinn á heimleiðinni
til Húsavíkur. Um er að ræða
316 tonna stálbát, byggðan í
Hollandi 1967, en síðan hefur
báturinn verið endurbyggður,
bæði lengdur og yfirbyggður.
Báturinn ber 600 tonn af loðnu.
Þess má geta að nýja Björgin
er Húsvjkingum ekki að öllu
ókunn. í fyrstu hét báturinn
Örfirisey og var fyrsti skipstjóri
á henni Kristbjörn Árnason frá
Húsavík, fylgdist hann með
byggingu bátsins í Hollandi og
auk hans voru margir í fyrstu
áhöfninni frá Húsavík.
Bjarni sagði aðspurður að sér
litist vel á bátinn og hann von-
aði að hann reyndist vel. IM
Skiptir sköpum fyrir atvinnurekstur
í landinu að ná raunvöxtunum niður
- segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins
Einar Oddur Kristjánsson, for-
maöur Vinnuveitendasam-
bands íslands, telur að þaö
skipti sköpum fyrir atvinnu-
reksturinn í landinu að á næstu
misserum takist að ná raun-
vaxtastiginu í landinu niður.
Að hans mati eru aðilar vinnu-
markaðarins sammála um
mikilvægi raunvaxtalækkunar
og hann telur að viðskipta-
bankarnir muni leggja sitt af
Skagaströnd:
Adolf leigir Marska
Um áramótin var gengið frá
leigusamningi varðandi fyrir-
tækið Marska hf. á Skaga-
strönd. Leigutaki er Adolf
Berndsen, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, og segir hann
óljóst hvað gerist í framtíðinni
hjá Marska.
Marska hf. er dótturfyrirtæki
Skagstrendings hf. og á haust-
mánuðum tók stjórn þess
ákvörðun um að auglýsa rekstur-
inn til leigu eða sölu. Nokkrar
fyrirspurnir bárust, en ákveðið
var að ganga til samninga við
Adolf m.a. til að halda fyrirtæk-
inu á staðnum. Samningurinn
gildir til ársloka 1993.
„Ég tók rekstur Marska á leigu
frá og með áramótum, en annars
er lítið um málið að segja. Við
erum núna fyrst og fremst að
pakka ýsu, en hvað tekur við er
ekki ljóst í dag, verið er að skoða
það,“ segir Adolf. SBG
mörkum til þess að ná þessu
fram.
„Ég tel að það geti skipt sköp-
um á allra næstu misserum og
árum fyrir afkomu atvinnu-
rekstrarins í landinu að okkur
takist að ná raunvöxtunum niður.
Ef okkur tekst það ekki, þá getur
það haft í för með sér að hér náist
enginn hagvöxtur. Ég trúi því að
á næstu mánuðum muni við-
skiptabankarnir koma inn í þessa
umræðu og standa með okkur í
því að benda á þvílík gríðarleg
þörf það er fyrir atvinnulífið að
ná raunvöxtunum niður. Staða
atvinnulífsins er skelfileg. Það fer
aftur á bak en ekki áfram. Ef
okkur á að takast að skapa nýtt
hagvaxtarskeið, þá verðum við
að ná niður raunvöxtunum,“
sagði Einar Oddur.
Talsmenn verkalýðshreyfing-
arinnar hafa talað á svipuðum
nótum um mikilvægi þess að
lækka raunvextina og talið raun-
vaxtalækkun forsendu þess að
hægt verði að ganga frá nýjum
kjarasamningi aðila vinnu-
markaðarins. „Ég held að Vinnu-
veitendasambandið og Alþýðu-
sambandið standi fast saman í
þessu máli og eins og ég sagði
áður vil ég trúa því að á næstu
misserum muni viðskiptabank-
arnir leggja okkur lið í því að
koma niður raunvöxtunum,“
sagði Einar Oddur.
Enn sem komið er hefur fátt
áþreifanlegt gerst í viðræðum
aðila vinnumarkaðarins um nýj-
an kjarasamning, en samningar
hafa sem kunnugt er verið lausir
síðan í september sl. Verkalýðs-
félög víða um land eru farin að
ókyrrast verulega og þannig er í
ályktun stjórnar Verkalýðsfélags-
ins Einingar á Akureyri 3. janúar
sl. lýst undrun og reiði yfir við-
brögðum Vinnuveitendasam-
bandsins, Vinnumálasambands-
ins og fulltrúa ríkisins gagnvart
sérkröfum Verkamannasam-
bandsins, eins og það er orðað í
ályktuninni. í henni segir að það
áhugaleysi sem viðsemjendur
launafólks hafi sýnt við sérkröf-
um sé lítilsvirðing við það, sem
hljóti að enda með ófriði á vinnu-
markaðnum áður en langt um
líður. Stjórn Einingar krefst þess
að nú þegar verði farið í „alvöru
viðræður um sérkjarasamninga
svo hægt sé að hefjast handa við
gerð aðalkjarasamnings af hendi
heildarsamtakanna."
Einar Oddur Kristjánsson
sagðist telja að samningamálin
væru í eðlilegum farvegi. Menn
ynnu hægt og örugglega að því að
ná niðurstöðu, en óvissa með
fjárlög og ýmsar ráðstafanir í
ríkisfjármálum hefði m.a. hægt á
gangi viðræðna um nýjan aðal-
kjarasamning. Menn gæfu sér
þann tíma sem þyrfti til þess að
ná skynsamlegri lendingu.
Um sérkröfurnar, sem getið er
sérstaklega í ályktun stjórnar
Einingar, sagði Einar Oddur að
Vinnuveitendasambandið hefði
oft tjáð sig um þær. „Það er engin
leið að auka launakostnað í þessu
þjóðfélagi eins og ástandið er. Á
hinn bóginn erum við reiðubúnir
að skoða það að bæta kjör okkar
fólks án þess að auka launakostn-
að. Við teljum að það sé hægt
með bónussamningum, liagræð-
ingu og fleiru. Ég bendi í þessu
sambandi á samninginn sem
gerður var seint á síðasta ári um
hagræðingu í mjólkuriðnaðinum.
Ég er sannfærður um að sá samn-
ingur mun færa starfsmönnum í
viðkomandi mjólkursamlögum
bætta afkomu, án hækkunar á
launakostnaði," sagði Einar
Oddur Kristjánsson. óþh