Dagur


Dagur - 14.01.1992, Qupperneq 2

Dagur - 14.01.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 14. janúar 1992 Fréttir GATT-viðræðurnar: Rfldsstjórnin gerir fyrirvara í fiirnn liðum - um formlegt andsvar að ræða, segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra Norðurlandaþjóðirnar höfn- uðu samningsdrögum Arthurs Dunkels, framkvæmdastjóra GATT-toIlabandalagsins, varðandi Iandbúnaðarmál á fundi í Osló fyrir helgi og í gær voru þær teknar til umfjöllun- ar á fundi aðildarríkja GATT í Genf í Sviss. Ríki Evrópu- bandalagsins telja drögin óað- gengileg meðal annars vegna krafna um að stuðningur við landbúnað verði skorinn veru- Iega niður innan aðildarríkja tollabandalagsins. Evrópskir bændur eru einnig mjög and- snúnir samningsdrögunum og létu andúð sína á þeim óspart í Ijósi við höfuðstöðvar GATT í gær. Þrátt fyrir að mörg aðildarríki innan GATT-samtakanna hafi ýmislegt við tillögur Dunkels að athuga eða séu beinlínis andsnú- in þeim telur Arthur Dunkel að unnt verði að ná samkomulagi fyrir páska og ljúka þeirri samn- ingalotu um viðskipti og verslun milli landa sem kennd er við Úrúgvæ. íslenska ríkisstjórnin samþykkti að gera ákveðna fyrir- vara við tilboð Dunkels og yrði það grundvöllur samningavið- ræðna íslendinga innan GATT og á vettvangi samstarfs Norður- landanna um málið. í samþykkt ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að unnið verði að því að ná fram lækkun allra tolla á sjávarafurðum um þriðj- ung og að ríkisstyrkir í sjávar- útvegi verði lækkaðir með sama hætti og áformað er að gera í landbúnaði. Þá er tekið fram að ísland muni framvegis gera mjög strangar heilbrigðiskröfur vegna innflutnings á landbúnaðarafurð- um þar sem búfjárstofnar séu næmir fyrir smitsjúkdómum vegna langrar einangrunar. Pá leggur ríkisstjórnin áherslu á að stuðningsaðgerðir verði fram- reiknaðar miðað við verðbólgu til að koma í veg fyrir að gengis- og verðlagssveiflur leiði til þess að sumar þjóðir taki á sig meiri skuldbindingar en aðrar. Þá er lýst óánægju með að gert sé ráð fyrir áframhaldandi útflutnings- bótum en íslendingar hafa aflagt útflutningsbætur á landbúnaðar- afurðir samkvæmt búvörusamn- ingi. Lagt er til að ríki sem hætt hafa greiðslu útflutningsbóta hafi rétt til að grípa til magntakmark- ana á þeim innfluttu vörum sem séu niðurgreiddar til útflutnings. Þá er einnig lögð áhersla á kröfur um sveigjanlegri skilgreiningu á því sem kallaðar eru grænar greiðslur til bænda og þær verði ekki bundnar einstaklingum - heldur geti flust á milli bænda og bújarða. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra sagði á alþingi að sam- þykktin væri formlegt andsvar við tillögum Dunkels og yrði hún einnig notuð í þeim samráðsvið- ræðum sem ættu sér stað á milli Norðurlandanna. Halldór Blön- Fjölbrautaskoli Norðurlands vestra: Rúmar 4 milljónir í niðurskurð Niðurskurður á milli ára á fjár- veitingum í fjárlögum til Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki nemur 4,4 millj- ónum króna. Er sú krónutala jafnhá og hjá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti þrátt fyrir að þar séu meira en tvöfalt fleiri nemendur en á Sauðárkróki. „Það er svolítið mótsagna- kennt að eftir því sem starfsemi skólans eykst, að þá skuli fjár- magnið vera skorið meira niður. Forsendan í töflugerð hjá okkur í dag er niðurskurður á öldunga- deild ef engin önnur úrræði finn- ast til að spara þessa peninga, en ekki er útséð um hvort til þess þarf að grípa. Vonandi er að svo fari ekki, en útreikningar á bak við þennan niðurskurð eru samt undarlegir og helst gæti ég trúað því að menn hafi ekki áttað sig á að við erum ekki í eigin húsnæði og stór hluti rekstrarfjárins því fastbundinn í leigusamningum,“ segir Jón F. Hjartarson, skóla- meistari. Fjárveitingar til Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra eru á fjárlögum þessa árs 76,6 milljón- ir, en að sögn Jóns eru þær raun- verulega ekki nema 72,7 og mis- muninn eiga skólayfirvöld sjálf að finna í tekjum hjá sér. Þrátt fyrir að fé til reksturs skólans hafi verið skorið niður er fjárveiting til byggingar bóknámshúss þó svo til sú sama og segir Jón að takast ætti að steypa upp húsið á þessu ári. Vinna við bóknámshúsið liggur niðri um þessar mundir og er verktakinn, Byggingafélagið Hlynur hf., komið með greiðslu- stöðvun vegna fjárhagsörðug- Ieika. Verkið mun vera nokkrum vikum á eftir áætlun, en að sögn Jóns átti alltaf að stoppa um ára- mótin og hann segist ekki hafa miklar áhyggjur af verkinu sjálfu. SBG Rskmiðlun Norðurlands á Dalvík - Rskverð á markaðl vikuna 05.0141.011992 Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verö Meðalverö (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Grálúöa 60 60 60,00 293 17.580 Hlýri 30 30 30,00 258 7.740 Karfi 30 25 25,16 399 10.040 Keila 30 30 30,00 38 1.140 Lúða 140 140 140,00 30 4.200 Steinbítur 50 30 42,83 276 11.820 Ufsi 40 40 40,00 94 3.760 Undirmál þ. 68 64 67,32 7.858 529.039 Ýsa 105 50 79,33 315 24.990 Þorskur 95 92 92,89 13.279 1.223.421 Samtals 80,72 22.840 1.843.730 Dagur birtirvikulega töflu yfír fiskverð hjá Fiskmiölun Norðurlands á Dalvík og greinir þar frá verðinu sem fékkst í vikunni á undan. Þetta er gert í Ijðsi þess að hlutverk fiskmarkaða i verðmyndun íslenskra sjávarafurða hefur vaxiö hröðum skrefum og því sjálfsagt að gera lesendum blaðsins kleift að fýlgjast með þrðun markaðsverðs á fiski hér á Norðurlandi. dal, landbúnaðarráðherra, sagði að afstaða ríkisstjórnarinnar lægi fyrir með sterkri viljayfirlýsingu og þeim fyrirvörum sem í sam- þykktinni fælust. Jón Helgason, alþingismaður og formaður Bún- aðarfélags íslands, sagði að ríkis- stjórnin hefði tekið fullt tillit til þeirra umræðna er farið hefðu fram. Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra sagði að samþykktin væri erindisbréf til þeirra embættis- manna er með málið færu á vett- vangi GATT. Jón sagði einnig að ítrekað væri sjónarmið um að ná fram þriðjungs lækkun allra tolla á sjávarafurðum til samræmis við aðra vöruflokka og um leið allt hugsanlegt gert til þess að gæta hagsmuna landbúnaðarins auk þess að gæta hagsmuna neyt- enda. ÞI Mynd: Golli Brotmenn Islands að stöifum. Lánsflármarkaðurinn á liðnu ári: Raunvextir þrefölduðust Raunvextir almennra víxillána rúmlega þrefölduðust á árinu 1991. Á fyrsta og öðrum árs- fjórðungi voru raunvextir víxla á bilinu 5% til 6% en voru 11 til 12% á þriðja ársfjórðungi. Á síðasta ársfjórðungi voru raunvextir víxla komnir í 17,5% til 19,6% eftir lána- stofnunum. Svipuð þróun átti sér stað á raunvöxtum almennra skuldabréfalána bankanna á sama tíma. Þessar upplýsingar koma fram í töflu um raunvexti útlána banka og sparisjóða í tímaritinu Vísbendingu nýver- ið og eru byggðar á upplýsing- um frá Seðlabanka íslands. Raunvextir af víxillánum voru þeir sömu hjá bönkum og spari- sjóðum, 6,2% í ársbyrjun en 5,4% í upphafi annars ársfjórðungs. Hjá sparisjóðunum voru þeir 17,5% í árslok og 17,8% hjá Búnaðarbankanum. Hjá Islands- banka voru raunvextir víxillána 19,3% í árslok og 19,6% hjá Landabanka íslands. Breytingar á raunvöxtum við- skiptavíxla voru svipaðar. Meðal- vextir allra lánastofnana á raun- vöxtum þeirra voru 8,5% í árs- byrjun en 22,0% í árslok. Meðal- raunvextir af óverðtryggðum skuldabréfum voru 5,8% í árs- byrjun en 18,8% í árslok. í árslok var um tveggja prósenta munur að meðaltali á raunvöxtum skuldabréfa í sparisjóðunum og Búnaðarbankanum annars vegar og Landsbanka og fslandsbanka hins vegar hinum fyrrtöldu í vil. Raunvextir vísitölubundinna lána hækkuðu að meðaltali um 2% á árinu - úr 8% í 10% og var hækkunin svipuð hjá lánastofn- ununr en þó mest hjá Landsbank- anum því þar voru raunvextir af vísitölutryggðum lánum lægstir í upphafi ársins. Raunvextir yfir- dráttarlána hækkuðu að meðal- tali um úr 11,7% í 24,5% og raunvextir afurðalána hækkuðu úr 5,7% í 19,1% á árinu 1991. Raunvextir eru þeir vextir, sem eftir standa þegar verðbólga hef- ur verið dregin frá og eru miðaðir við breytingar á lánskjaravísi- tölu á hverjum tíma. ÞI Siglu^örður: ■ Útsvarsprósenta hefur ver- ið ákveðin 7,5 á þessu ári. ■ Hundaleyfisgjald hefur verið ákveöið 6.600 kr. á þessu ári. ■ Sorphirðugjald verður 2.500 kr. á árinu 1992. ■ Fasteignaskattur á þessu ári er 0,4% af álagningárstofni íbúðarhúsa, félagsheimila, bifreiðageymslna og lóða, en 1,15% af öðrum fasteignum. ■ Bæjaryfirvöld hafa hafnað erindi Steingn'ms Kristinsson- ar f.h. Nýja Bíós hf. um hugs- anlegan áhuga á því að taka bíósalirm á leigu. ■ Bæjaryíirvöld hafa sam- þykkt eftirfarandi breytingar á skipan umferðarmála í bænum: - setja skal biðskyldu á Hafn- artún, við gatnamót Norður- túns og Hafnartúns - sett verði biðskylda á Suðurtanga og Norðurtanga við gatnamót Snorragötu - fellt verði niður bann við innakstri á Túngötu frá Kambsvegi - fellt verði niður bann við lagningu ökutækja vð suður- brún Gránugötu - sett veröi upp varúðarskilti við aðkomuleiðir að hafnar- svæði í samráði við hafnar- nefnd Siglufjarðar - merkt verði sérstaklega 3 skammtímastæði (20 mín. stöðuheimild) við hús nr. 1 við Lækjargötu á móts við versl- unina Asgeir. - sctt verði hraðahindrun norðán við gatnamótin Hóla- vcgur-Hvanneyrarbraut (sunn- an rúlluhliðs) bg óskað eftir því við Vegagerð ríkisins að blikkljÖs verði sett á sama stáð - scttar verði gangbrautir þar sem hraðahindranir eru á Hvanneyrarbraut - mála skal gangbraut og setja upp gangbrautarskilti við Suðurgötu 30 og Suðurgötu 75. ■ Samþykkt hcfur verið að semja við Sölva Sölvason um snjómokstur, en auk hans buclu Stefán Einarsson og BÁS sf. í srijómoksturinn. ■ Á fundi bæjarráðs nývcrið voru kynnt drög að flugmála- áætlun og þar kemur fram að gert er ráð fyrir framlagi til Siglufjarðarflugvallar árið 1994 að upphæð kr. 3,3 millj- ónir króna. „Ljóst er að Siglu- fjarðarkaupstaður hcfur dreg- ist mikiö aftur úr og ríkir hér ófremdarástand vegna lélegs yfirborðs,1* segir í bókun bæjarráðs. ■ Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1992 lækka ríkisframlög til málefna fatlaðra á Norður- landi vestra um 12,5 milljónir króna og þar af eru framlög til Siglufjarðar skorin niður um 6 milljónir króna

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.