Dagur


Dagur - 14.01.1992, Qupperneq 3

Dagur - 14.01.1992, Qupperneq 3
Þriðjudagur 14. janúar 1992 - DAGUR - 3 » t Fréttir Klettur, félag smábátaeigenda á Norðurlandi: Krókaveiðar á skipum undir 30 tonn gefnar frjálsar Fundur var haldinn í Kletti, félagi smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, sunnudag- inn 12. janúar sl. Fundurinn var fjölsóttur, en á hann mætti á sjötta tug smábátaeigenda, og mikill hugur var í fundar- mönnum um að standa þétt saman í að verja rétt sinn til veiða. Á fundinum var samþykkt að beina því til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að beita sér fyrir nú þegar að gefa allar krókaveiðar frjálsar á skipum undir 30 tonnum. Með því myndu skapast fjölmörg ódýr atvinnutækifæri, atvinnutækifæri er ekki kölluðu á erlendar lántökur, hagfræðilega útreikninga, eða náttlanga neyð- arfundi. „Atvinnutækin og veið- arfærin eru fyrir hendi og hver og einn stendur og fellur með sinni útgerð. Af krókabátum kemur allur veiddur afli til vinnslu í landi, tilkostnaður við veiðar er minni en þekkist hjá öðrum fiskiskipum í flotanum og síðast en ekki síst er um úrvals hráefni að ræða. Við slíkar aðgerðir myndi sá bölmóður sem nú dynur yfir þjóðina og þá ekki síst lands- byggðina minnka þegar fólk sæi fram á að líf færðist aftur yfir höfnina og fiskvinnslufólk yrði kallað til starfa,“ segir í frétta- tilkynningu frá Kletti. Fundurinn á Akureyri beindi því ennfremur til ríkisstjórnar- innar að stöðva nú þegar frekari lánveitingar til smíða verk- smiðjuskipa erlendis og ennfrem- ur að heimila þeim verksmiðju- skipum sem nú þegar er hafin smíði á ekki veiðar innan 200 sjómílna lögsögu við ísland. „Áframhaldandi ryksuguvæðing á Islandsmiðum kallar á fjölmörg vandamál eins og nú þegar hefur komið í ljós. Má þar nefna, fjöldaatvinnuleysi fiskvinnslu- fólks og sjómanna, aukna skulda- söfnun erlendis í formi erlendra lána til nýsmíði, minna hlutfall þess afla sem veiddur er sem skil- ar sér til vinnslu, aukinn sóknar- þunga á viðkvæmum fiskimiðum okkar, niðurrif þeirrar uppbygg- ingar sem átt hefur sér stað í kringum fiskvinnsluna hér á landi á undanförnum árum og síðast en ekki síst dauða hefðbundinna útgerðarhátta sem tíðkast hafa hér við land frá því land byggðist." Á fundinum kom fram að þró- un sem skilur eftir sig öll þau vandamál sem að framan er lýst ber að stöðva. Berlega er komið í ljós að hagnaður af útgerð þess- ara skipa skilar sér ekki til almennings í landinu heldur til örfárra aðila. „Sannar það glöggt atvinnuleysi fiskverkafólks og sjómanna á Skagaströnd, en afli skipa sem skráð eru þar var um 8000 tonn á sl. ári. Þar á „kvóta- skerðingin" engan þátt í atvinnu- leysinu, heldur eingöngu flutn- ingur fiskvinnslunnar út á sjó.“ I lokaorðum yfirlýsingar er fundurinn gaf frá sér stendur: „í dag eiga stjórnvöld að hlúa að ódýrustu einingunum, atvinnu- einingum sern fyrir hendi eru og hafa í för með sér að allur sá fjöldi sjómanna og fiskverkafólks sem nú hefur misst atvinnu sína eða er í þann veginn að missa hana fái farsælt og ódýrt atvinnu- tækifæri. - Fækkun fiskiskipa er Ný reglugerð um mjólk og mjólkurvörur: ekki í anda laga um stjórnun fisk- veiða ef hún Ieiðir ekki af sér minnkandi sóknarþunga. Niður- brot smábáta til að koma inn á íslandsmið 1500 tonna verk- smiðjuskipi er á engan hátt rétt- lætanleg. Það leiðir ekki til minnkandi sóknarþunga. Smá- bátar sem veiða allan sinn afla í kyrrstæð veiðarfæri geta aldrei skaðað fiskistofna né lífríki sjáv- ar sem öfugt er farið með verk- smiðjuskip af þeirri stærðargráðu er hér hefur verið lýst, sem ryk- sýgur allt kvikt í trollið og nýtir innan við 50% af þeim afla til vinnslu. Slíkur veiðiskapur er skaðlegur, leiðir til verðmæta- sóunar og er umhverfisspillandi. Veiðiaðferðir sem leitt hafa af sér dauða í sjónum eins og glöggt sést hjá nágrannaþjóðum okkar sem hafa gengið í gegnum slíka öfugþróun." ój Viltu lœra að dansa? Erum að hefja 10 tíma dansnómskeið. Kennsla hefst 18. janúar. Kennsla í barnadönsum, yngst 3 óra, gömlu dansar, sambadansar, hip hopp, rokk og tjútt. Allar nánari uppl. ísíma 26624 frá kl. 13-18. Tekið tillit til fleiri þátta en verið hefur við verðfellingu mjólkur Með breytingu á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur, sem staðfest var af heilbrigðisráð- herra 20. desember sl., hafa kröfur um meðferð og hrein- læti mjólkur verið hertar umtalsvert. Við verðfellingu mjólkur hefur til þessa verið tekið tillit til gerlafjölda í mjólkinni, en frá og með 1. september nk. verður einnig tekið tillit til fjölda hitaþolinna og kuldakærra gerla auk frumu- fjölda. Til að lenda í fyrsta flokki mega hitaþolnu gerlarnir ekki vera fleiri en 10 þúsund í ml mjólkur, í öðrum flokki eru 10 til 50 þúsund gerlar og 50 þúsund eða fleiri í þeim þriðja. Kuldakæru gerlarnir mega hins vegar ekki vera fleiri en 50 þús- und í ml mjólkur til að hún lendi í fyrsta flokki. í öðrum flokki eru þeir á milli 50 og 200 þúsund og 200 þúsund eða fleiri í þriðja flokki. Séu á bilinu 0 til 600 þúsund frumur í ml mjólkur telst hún fyrsta flokks. í öðrum flokki eru frumurnar 600 til 800 þúsund og 800 þúsund eða fleiri í þriðja flokki. Ólafur Jónsson, hjá Mjólkur- samlagi KEA á Akureyri, segir að hér sé vissulega um hertar kröfur að ræða. A hinn bóginn hafi mjólkin verið flokkuð hjá innleggjendum á samlagssvæði KEA síðan árið 1986 samkvæmt fjölda hitaþolinna og kuldakærra gerla, án þess að til verðskerðing- ar hafi komið. „Við höfum sent mjólkurframleiðendum niður- stöður jafnharðan. Hafi flokkun- in komið illa út, hafa mjólkureft- irlitsmenn farið á viðkomandi bú og leiðbeint bændum,“ sagði Ólafur, og bætti við að eyfirskir bændur ættu að vera vel í stakk búnir að mæta þessum hertu kröfum. Auk þess sem að framan grein- ir er í reglugerðinni hert ákvæði um magn efna- og lyfjaleyfa. Innihaldi mjólkin 0.008 alþjóð- legar einingar af penicillíni eða meira í ml mjólkur, þá skal við- komandi mjólkurbú beita viður- lögum, t.d. sektum, eða fella nið- ur greiðslu fyrir mjólkina. Þá skal þess getið að í reglu- gerðinni er nú kveðið skýrt á um að fjósaskoðunarvottorð séu Því hefur verið fleygt að útlendingar hafi í fyrra keypt veiðileyfi í íslenskum veiðiám fyrir um 2S0 milljónir króna. Böðvar Sigvaldason, formaður Landssambands veiðifélaga, segir að laxveiðimarkaðurinn sé þungur sem stendur og þar komi til að laxveiðin í fyrra var treg í þekktustu laxvciðiám Iandsins. „Útlendingarnir sækja í veiði- ferðir til Rússlands og norsku árnar eru aftur að koma upp. Veiðileyfissalar á íslandi finna fyrir þessu. í Rússlandi eru allt aðrar aðstæður en á íslandi og ég endurnýjuð reglulega, því annars er mjólkursamlögum óheimilt að taka mjólk frá viðkomandi búum. Ólafur lét þess getið að mjólk- urframleiðendur á samlagssvæði Mjólkursamlags KEA fái reglu- gerðina og útskýringar á henni senda innan fárra daga. óþh hef þá trú að veiðimennirnir fari þangað til reynslu en snúi sér-síð- an aftur að íslensku ánum. Erfið- ast er hvað veiðin hefur verið léleg á íslandi undanfarin ár, en af ýmsu í lífríkinu má ráða að betur horfi með laxveiðina næsta sumar. Sé litið til Miðfjarðarár þá gengur nokkuð vel að selja veiðileyfi. Útlendingar veiða hér í litlum mæli og landeigendur hafa taugar til landans. 1 fyrra gaf Miðfjarðará um 1100 laxa. Já, útlendingarnir skila sér aftur. Á íslandi eru bestu veiðiárnar,“ sagði Böðvar Sigvaldason að Barði í Miðfirði. ój Formaður Landssambands veiðifélaga: Erlendir stangveiðimenn sækja í rússneskar laxveiðiár Síðasta innritunarvlka! Sigurbjörg D.S.Í. DANSSKÓU SiUu Greiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu breytast 15. janúar. Sjá nánar í nýjum upplýsingabæklingi. TRYG6INGAST0FNUN K& RÍKISINS ©

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.