Dagur - 14.01.1992, Page 5

Dagur - 14.01.1992, Page 5
Þriðjudagur 14. janúar 1992 - DAGUR - 5 Léttljóð komin út á Akureyri: „Ákvað að setja birtingar- hæfar vísur í bók“ - segir höfundurinn, Birgir Marinósson Birgir Marinósson er Akureyr- ingum að góðu kunnur fyrir að flytja frumort gamankvæði við hin ýmsu tækifæri. Nú hefur Birgir sent frá sér bók sem hann kallar Léttljóð og þar er að finna tækifæriskveðskap í gamansömum dúr. Dagur ræddi við Birgi um tilurð bók- arinnar og innihald. Segja má að Birgir Marinósson sendi frá sér ljóðabók á tíu ára fresti. Árið 1971 gaf hann út ljóðabókina Lausar kvarnir, barnabókin Litli Pétur og Stóri Pétur kom ári seinna og Ljós og skuggar litu dagsins ljós árið 1982. Og í lok ársins 1991 kom nýja bókin, Léttljóð. - Hvernig varð bókin til? „Ég fann allt í einu tíma til að grúska í gömlum möppum og hreinsa til hjá mér. Þá fór ég að tína saman lausavísur sem höfðu örðið til af ýmsum tilefnum gegn- um tíðina og ákvað að setja þær vísur í bók sem voru birtingar- hæfar. Margar þeirra eiga ekkert erindi til almennings, tilefnið er of staðbundið og einstaka vfsur jafnvel fyrir neðan beltisstað. Flestar vísurnar í bókinni eru þó mjög bundnar við þetta svæði og eru ortar um menn sem hafa verið misjafnlega áberandi í þjóðlífinu. Tilgangurinn með útgáfunni er reistur á þeirri von að einhverjir kunni að hafa gam- an af því að renna í gegnunt þetta , og sjái eitthvað um sjálfan sig eða náungann.“ „Fyrst og fremst í léttum dúr“ Birgir sagðist hafa reynt að velja vísur sem lesendur hefðu eitt- hvert gantan af og Léttljóð væru ekki stíluð upp á alvarlega þanka og gagnrýni bókmenntafræðinga. - Mér skilst að þú hafir staðið nokkuð óvenjulega að útgáfunni. Safnaðir þú ekki áskrifendum? „Jú, ég sá að ég hefði ekki efni á að tapa á útgáfunni. Þess vegna ákvað ég að tryggja mér nægilega marga áskrifendur til að standa undir kostnaðinum áður en ég réðist í útgáfuna. Það tókst ágæt- lega og ég gaf bókina út í tak- mörkuðu upplagi til að þurfa ekki að liggja með óseldar bækur.“ - Og standa áskrifendurnir við orð sín? „Já, það er lítil hætta á öðru. Þetta er yfirleitt fólk sem ég þekki og uppistaðan af kaupend- unum er fólk sem hefur unnið með mér í verksmiðjunum á Gleráreyrum, en þar var ég starfsmannastjóri í ein þrettán ár.“ - Er einhver hætta á að góð- borgarar taki sendingar frá þér óstinnt upp? „Nei, það held ég ekki. Sumir vissu hverju þeir áttu von á, aðrir ekki, en það er ekkert í þessari bók sem er meiðandi. Ljóðin eru fyrst og fremst í létt- um dúr. en ekki hugsuð sem ádeilur eða árásir. Ef einhverjir skilja þau þannig er það algjör misskilningur.“ „Ómögulegur í miðjunni“ Sunt kvæðanna hefur Birgir flutt opinberlega, en hann hefur oft verið fenginn til að setja saman brag við hin ýmsu tækifæri. Flest- ar vísurnar í bókinni eru þó lausavísur og þeim fylgja skýring- Birgir Marinósson. Mynd: Golli ar þar sem tilefnið er rakið. Lít- um á eitt dæmi: Við hjónin vorum að borða í Smiðjunni, og sat ég þannig að borðfæturnir voru mér heldur til trafala. Benti Anna María mér á að ég væri ómögulegur þarna í miðjunni. Aftur henni ég ekki færi indælt boð í Smiðjunni, af því hún sagði að ég væri ómögulegur í miðjunni. - Á vísunum má sjá að þú átt ekki í vandræðum nteð rím og stuðla og höfuðstafi. „Nei, ég hef aldrei verið í vandræðum nteð að setja santan vísu. Þetta kemur yfirleitt fljótt og átakalaust.“ - Ertu kannski ekki hrifinn af órímuðum og formlausum ljóðum? „Eins og í öðru eru þar innan um ágætis kvæði, en ég hef ekki stúderað þau mikið. Sum þeirra eru góð en önnur næ ég engan veginn upp í og skil ekki tilgang- inn með þeint. Hins vegar les ég mikið af hefðbundnum ljóðum og af uppáhaldshöfundum mín- um má nefna Stein Steinarr og Örn Arnarson.“ „Núna öll er náttúran/ í nösunum á honum“ - Fæstu eitthvað við alvarlegri kveðskap? „Já, ég hef gert það og til dæm- is voru bæði létt og alvarleg ljóð í bókinni Ljós og skuggar. í þess- ari bók ákvað ég hins vegar að hafa eingöngu ljóð af léttara tag- inu.“ Lítum þá á fleiri dæmi úr bók- inni: Jóhann Sigurðsson sjötugur Jóhann Sigurðsson á Hóli á Hauganesi, verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 15. janúar. Jóhann starfar sem póst- ur í Árskógshreppi og hefur hann fært íbúum svæðisins póst og vör- ur reglulega frá árinu 1974. Jóhann verður að heiman á afmælisdaginn. Hafliði Guðmundsson, fyrrum starfsmannastjóri Iðnaðardeild- ar, kom til mín skömmu eftir að hann lét af störfum, og fékk þessa vísu. Aður margan indælan átti leik með konum, en núna öll er náttúran í nösunum á honum. Farðu bölvaður, sagði hann, en bætti svo við. Petta er víst alveg rétt hjá þér. Páll Pálsson, Ijósmyndari, bauð mér myndatöku án endur- gjalds ef ég gerði vísu, sem hon- um líkaði. Árangurinn sé ég senn, við sæta prufu von ég bind. Hjá Páli löngum Ijótir menn líta fallega út á mynd. „Kurteisi er KEA manna siður“ Og að lokum tvær sem tengjast Kaupfélaginu: Fimmtudaginn 19. júni 1986 var mikil veisla í íþróttahöllinni á Akureyri í tilefni 100 ára afmælis KEA. Hjörtur E. Þórarinsson flutti hátíðarræðuna og talaði mikið um hafís og aðra óáran fyrri tíma. Það er á móti landsins lögum að læða ofan í KEA börn aldagömlum ýkjusögum. Ekki leiðist Hirti á Tjörn. Á aðalfundi KEA var nokkuð rætt um stofnsjóð félagsmanna. Lengst af hafði stofnsjóður ekki verið greiddur út fyrr en eftir lát viðkomandi félagsmanns. Meðal ræðumanna var Gunnlaugur P. Kristinsson, og eftir tölu hans varð þessi vísa til. Kurteisi er KEA manna siður, hjá kirkjunni, eða upp við hennar garð, Gunnlaug sé ég ganga upp og niður oggreiða látnum sjóðfélögum arð. Birgir sagði að Léttljóð yrðu ekki til sölu í bókabúðunt, en hann ætti eintök heima ef ein- hverjir hefðu áhuga á bókinni. Hann vildi að lokum þakka Guðjóni Sigurðssyni hjá Dags- prenti fyrir aðstoð við vinnslu bókarinnar, en Dagsprent hf. sá um umbrot, filnruvinnslu og prentun Léttljóða. SS Húsafriðunarsjóður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs, sem starfar samkvæmt lögum nr. 88/1989. Veittir eru styrkir til viðhalds og endur- bóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menn- ingarsögulegt og listrænt gildi Styrkir eru einnig veittir til að greiða hluta kostnaðar við undirbúning að framkvæmdum, áætlanagerð og tæknilega ráðgjöf. Ennfremur eru veittir styrkir til byggingar- sögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Umsóknir skulu sendar fyrir 15. mars nk. til Húsafrið- unarnefndar ríkisins, Þjóðminjasafni íslands, Póst- hólf 1489, 121 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Húsafriðunarnefnd. Til leigu iðnaðarhúsnæði Á Akureyri er til leigu 195 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. Lofthæð 3,90 m. Aðkeyrsludyr br. 3,55 m, hæð 3,30 m. Hentar vel fyrir alls kyns iðnaðarstarfsemi. Gæti einnig hentað vel fyrir heildverslun eða skyldan rekstur. Uppl. gefur Leonard í síma 25566 á skrifstofu- tíma. Benedikt Ólafsson, hdl. m Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri S(mi 21635 - Skipagötu 14 Leikhúsferð Fyrirhuguð er leikhúsferð sunnudaginn 19. janúar nk. kl. 16.00. Félagar 67 ára og eldri eru í boði félagsins Far- ið verður að sjá sýningu Leikfélags Aku yrar Tjútt og tregi. Látið vita í síma 21635 í síðasta lagi fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 17. janúar. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. RAFVEITA AKUREYRAR. Nú er hægt að greiða rafmagnsreikninginn með greiðslukortum Visa, Euro og Samkort Umsóknareyðublöð til að sækja um boð- greiðslur liggja frammi í skrifstofu Rafveit- unnar, Þórsstíg 4. Mynd: Golli

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.