Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. janúar 1992 - DAGUR - 13 Minning Sverrir Guðmundsson Lómatjörn Fæddur 10. ágúst 1912 - Dáinn 6. janúar 1992 Sverrir Guðmundsson var fæddur á Lómatjörn þann 10. ágúst 1912 og ól þar allan sinn aldur. Að honum stóðu fornir ættmeiðar eyfirskir og úr Fjörðum. Faðir hans var Guðmundur Sæmunds- son frá Gröf í Öngulsstaðahreppi f. 1861. Hann var bróðir Hákarla- Sæmundar. Móðir hans var Val- gerður Jóhannesdóttir frá Kuss- ungsstöðum í Fjörðum fædd 1875. Þeir bræður Guðmundur og Sæmundur voru kvæntir systr- um því kona Sæmundar var Sig- ríður Jóhannesdóttir frá Kuss- ungsstöðum. Guðmundur og Valgerður hófu búskap að Hlöð- um á Grenivík og fluttu sig síðan um set árð 1903 að Lómatjörn. Þar ólust upp börn þeirra en þau voru í aldursröð; Lára, bjó í Reykjavík, Sigrún húsfreyja á Skarði í Dalsmynni, Sæmundur bóndi í Fagrabæ í Höfðahverfi, Jóhanna kennari í Reykjavík, Guðbjörg húsmóðir, Akureyri lézt af slysförum árið 1929, þá nýgift. Sigurbjörg, húsfreyja í Hléskógum Höfðahverfi, Guð- rún Ingileif húsfreyja í Reykja- vík, Ingólfur bryti í Reykjavík, Sverrir, sem hér er kvaddur, Sig- ríður húsfreyja og organisti, bjó lengst í Hóíshúsum í Eyjafirði. Yngstur var Valtýr lögmaður, sýslumaður á Eskifirði. Einnig tóku þau hjón í fóstur frænku sína Ingileifu, dóttur Sigríðar og Sæmundar við lát Sigríðar og var hún ætíð síðan sem ein af hópnum. Af þessum systkinahópi eru nú aðeins eftirlifandi Guðrún, Sigríður og Ingileif. Að Lómatjörn var fenginn barnakennari til uppfræðslu. Sóttu þangað börn af nærliggj- andi bæjum til náms og var því oft glatt á hjalla. Eitthvað hefur þurft að taka til hendinni á svo barnmörgu heimili við að fæða og klæða þennan stóra hóp og mun ekki hafa skort á elju og bjartsýni þeirra Guðmundar og Valgerðar að ala önn fyrir heimilinu. Ekki var sífellt verið að bolloka við kýr og sauði. Mikið var ofið í fatnað og annað og var heimilið m.a. verðlaunað fyrir vefnað árið 1922. Sem dæmi um menntunar- viðleitni heimilisins, þá réðust þau hjón í að kaupa orgel í kring- um 1915 til heimilisins. Þótti það ráðslag ekki búmannslegt, kaup- Söfn Náttúrugripasafnið á Akureyri, Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið á sunnudögum kl. 13-16. Húsavíkurkirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18 mið- vikudag. Beðið fyrir sjúkum. Fyrirbænaefni berist sóknarpresti í síma 41317. I.O.O.F. 15 = 1721148(4 = 9 III - MTW. I.O.O.F. 06.2 = 1731158(4 = XX. I.O.O.F. 15 = 1731148(4 = 9. III. M.T.V. Mömmumorgnar“ - opið hús í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Starfsemin hafin að nýju eftir jólafrí. Miðvikudaginn 15. janúar frá kl. 10- 12: Frjáls tími, kaffi og spjall. Allir foreldrar velkomnir með börn verðið ígildi hestakerru sem ekki var til á búinu og þurfti að fá kerru lánaða að flytja hljóðfærið heim. En svo fór, að öll lærðu börnin að spila á orgelið, mismik- ið þó. Lítt hefði kerra dugað til þeirra mennta. Af þessu leiddi, að söngur var mjög iðkaður á heimilinu og sungu börnin öll og oftast nær fjórraddað. Sönggleð- ina fengu þau þannig í arf og hef- ur sá arfur enzt afkomendunum fram á þennan dag og veitt þeim ófáar góðar stundir. Að loknu heimanámi gekk Sverrir í Gagnfræðaskólann á Akureyri sem síðar varð Mennta- skólinn þar. Tók hann við búsforráðum af foreldrum sínum árið 1939. Hinn 14. júní 1947 gekk hann að eiga Jórlaugu Guðrúnu Guðnadóttur kaupkonu frá Reykjavík. Jórlaug var einstök mannkostakona, greind og skemmtileg - og hún hafði svo stórt hjarta. Þau Sverrir eignuðust þrjár dætur og bera þær foreldrunum fagurt vitni. Elzt er Sigríður fædd 1948, Val- gerður er fædd 1950 og 1952 fæddist Guðný. Jórlaugar naut alltof skammt við en hún féll frá árið 1960 eftir skammvinn veik- indi. Mikið var lagt á ungar dætur og föður þeirra þó ekki bættist við, að Sverrir bóndi var þá þegar illa farinn af slitgigt í mjöðmum. Ég var svo lánsöm að alast upp í þessari fallegu sveit, Höfða- hverfi á þessum árum. Móðir mín Sigurbjörg var eitt þeirra Lóma- tjarnarsystkina og Hléskógar næsti bær við Lómatjörn. Var því mikið samband og samvinna á milli heimilanna. í hugann koma ótal atvik. Þvottadagar í Hlé- skógum en þar var heimarafstöð og því rafmagnsþvottavél. Kom þá Jórlaug og frænkur mínar heim, ekki aðeins með þvottinn heldur færandi hendi með líf og leiki og söng í hjarta. Ótal bernskubrek eigum við frænk- urnar úr þessum ódáinsheimi í gróandi sveit. Heimsóknir í Lómatjörn voru ávallt fagnaðar- fundir. Þar bjó amma Valgerður í skjóli Sverris og Jórlaugar og þar var og er allt fram á þennan dag mitt annað heimili. Sverrir fékk Willy’s jeppa árið 1946 sem var einn sá fyrsti í sveit- inni. Nutum við góðs af því, og marga ferðina fengum við „að sitja í“. Svo talaðist til í .ársbyrjun 1972 að við hjónin önnuðumst Lóma- tjarnarbúið á meðan Sverrir færi í mjaðmaraðgerð á Landspítal- ann. Dvöldum við þar í hartnær þrjá mánuði í einmunatíð við skepnuhöld góð. Eftir að Sverrir kom heim af spítalanum tók hann til óspilltra málanna við bókhald og fjármál sveitarfélagsins á með- an viðskiptafræðingurinn og hjúkrunarfræðingurinn sáu um mjaltir og gegningar. Að loknu dagsverki var spjallað hvort sem var um liðna tíð, hin fornu minni, eða um landsmálin og pólitíkina. Hvortveggja var, að Sverrir var minnugur á allt hið gamla og harðfylginn baráttumaður lands- byggðar og fylgdist gjörla með. Hann var alla tíð einarður fylgis- maður Framsóknarflokksins og samvinnumaður í beztri merk- ingu þess orðs. Mátti hann á þessum skemmtilegu kvöldstund- um í einlægri glettni sinni láta reyna á bókvit og pólitíska stað- festu fræðinganna, beitarhúsa- manna sinna þá um stund, en þeir svöruðu í sömu mynt eftir mætti. Ekkert kynslóðabil þekkt- is á þeim bæ. Eftir þessa samveru stóð æ síðan náin vinátta þrátt fyrir fjörutíu ára aldursmun og nokkra fjallgarða. Einu sinni sem oftar drápum við hjón á dyr á Lómatjörn með erlenda gesti okkar. Varð Sverri ekki skotaskuld að gera sig skiljanlegan á erlendum tungum þrátt fyrir stutta skólavist og var hrókur alls fagnaðar. Þannig var að hér áður hafði Sverrir oft danska eða þýzka vinnumenn. Á meðan hann tróð í þá hreinni íslenzku, hvern eftir þeirra getu, þá notaði hann tækifærið og æfði sig á þeirra móðurmáli í þaula og gat þannig tjáð sig í nágranna- málunum svo vel að furðu sætti. Helztu eðliskostir Sverris voru létt lund á hverju sem gekk og áræði til verka á hvaða sviði sem hann fékkst við. Hann var íþróttamaður á yngri árum og keppti með Magna sem á þeim árum var býsna harðsnúið kanttspyrnulið nyrðra. Þar keppti einnig Valtýr bróðir hans sem síðar gat sér gott orð á knatt- vellinum. Sverrir valdist snemma til for- ystu í heimasveit sinni. Hann varð oddviti Grýtubakkahrepps árið 1954 og gegndi því starfi í tuttugu ár eða til ársins 1974, að hann tók við starfi sveitarstjóra þar næstu tvö ár. Hann var for- nraður Ræktunarsambands Grýtu- bakkahrepps frá 1946 og lengi síðan. Það er ekki algengt að bóndi í miðju landbúnaðarhéraði ljái atvinnumálum og útvegi hug sinn og atfylgi. Sverri voru þau mál þó svo hugleikin að segja má, að allflest fyrirtæki í goðorði hans hafði komizt á skrið fyrir hans atbeina. Hann var stjórnarfor- maður í útgerðarfélaginu Gjögri hf. frá árinu 1965 til dauðadags. Hvatamaður var hann að stofnun fiskvinnslu- og frystihússins Kaldbaks hf. á Grenivík árið 1967 og stjórnarformaður þess félags frá byrjun. Hann var einn af stofnendum Grávöru hf. sem var eitt af fyrstu loðdýrabúununr hérlendis eftir seinna stríð. Var hann framkvæmdastjóri þar um árabil og fékk strax í byrjun norska kunnáttumenn til rekstr- arins til að tryggja fagmennsku og rétt vinnubrögð í þessari nýju búgrein. Var það vel ráðið þar sem hvorki var reynsla né kunn- átta fyrir í landinu að eiga við svo vandasamt eldi. í þessunr rekstri sem og í stjórn útvegsfyrirtækj- anna þurfti oft að beita nærri vindi þegar óvíst var unr landsýn í kólgu verðsveiflna, gengisóár- ana og vaxtagjörninga. Ekki kom Sverrir með brotið skip að landi í þeim sviptingum. Sama gilti í einkalífi hans. Ekkert virtist beygja hann. Smitandi hlátur og glettin tilsvör lyftu huga og opn- uðu ýmsar dyr, á hverju sem gekk. í ljóshending afskipta Sverris af framförum héraðs og forystu þar, er hægurinn hjá að ímynda sér bóndann á Lómatjörn á öðr- um vettvangi vors daglega amsturs. Stjórnsemi hans, franr- farahugur og elja hefði öllu frem- ur nýtzt við hvers konar ábyrðgar- störf önnur, við þjóðmálin eða í atvinnulífinu, þeim sviðum þar sem vegtyllur verða mestar og framinn er vís. Það freistaði hans ekki. Hann gekk heldur til bú- starf á óðali sínu og flautaði eða blístraði ýmist slagara eða gömul hálfgleymd þjóðlög við verkin. Var ekki furða að sumarpeyjarn- ir Bragi og Tommi kölluðu hann fuffarann eftir þeim hljóðum. Sverrir ól allan sinn aldur í heimasveit. Því réðu vafalítið heimilisástæður í fyrstu en jafn- framt áhugi á búskap og því lífi, sem byggðist á landinu og gæðum þess. Ganga lífs iians var bundin arfinum sem felst í landinu sjálfu og bændamenningunni gömlu en jafnfranrt sterkmótuð af fram- farahyggju eins og verkin sýna. Vel eiga hér við orð Hannesar Péturssonar skálds þar sem hann segir í Blikavatni: „Hið innra þjóðlíf heldur land- inu í rækt hugmyndalega, gæðir það lífi hugsunar, tengir sarnan mannh'f og náttúru með því móti sem engir finna aðrir en þeir sem hér eru bornir og barnfæddir.“ Hinn glaðbeitti sögumaður okkar er kvaddur. En merkið er ekki fallið. Arfur þeirra systra sem nú sitja Lómatjörn er fólginn í þeim anda sem fram kemur í orðum skáldsins. Sá arfur er ekki lítils virði. Hann getur riðið baggamuninn um tilvist byggða. Er ekki að efa að svo vel útilát- ið veganesti, sem þeim systrum og afkomendum er þar gefið, mun duga þeim og miklu fleirum til að halda merkinu uppi. Var þá ekki til einskis barizt. Við hjónin þökkum áralanga vegferð í gleði og vináttu. Drott- inn blessi afkomendur og venzla- fólk. Laufey Egilsdóttir, Þorsteinn P. Gústafsson, Fellabæ. Þegar mamma sagði mér að afi væri dáinn hljóp ég í fangið á henni og brast í grát. Síðan settist ég við píanóið og á meðan ég spilaði rifjaðist margt upp fyrir mér um afa. Allar þær ánægju- legu stundir sem við höfum átt saman afi og ég. Fyrstu 4 ár ævi minnar bjugg- urn við í húsinu hjá afa. Ég man þegar ég var 4 ára, þá kenndi hann mér kvæðið um Svein Dúfu. Mér fannst gaman þá að hafa lært það en þegar ég varð aðeins eldri og afi fór að hlýða mér yfir þá fannst mér ekki alveg eins gaman. Þá var ég farin að gleyma ýmsu úr kvæðinu. Hann kenndi mér líka málfræði, að greina í orðaflokka og fallbeygja. Hann var svo mikill íslenskumað- ur. Við systurnar fórum stundum í leiki við afa. Sá leikur sem ég man best eftir var þannig, að ég lék einhverja ólátastelpu, sem var alltaf að stríða og taka eitt- hvað frá fólki. Ingunn systir var Tónmenntaskólinn Á Akureyri var stofnaður 1. janúar 1992. Er honum ætlað að leysa úr brýnni þörf fyrir þjónustu við bæjarbúa í nýju hverfunum, þar sem hann verður með starfsemi sína á mismunandi stöðum í bænum, s.s. í Glerárhverfi og Lundarhverfi. Auk þess verður boðið upp á þá nýjung, að kennsla fyrir hreyfihamlað fólk, getur farið fram á heimili við- komandi nemanda, sé þess óskað. Tónmenntaskólinn verður rekinn sem einkaskóli fyrst um sinn, en í samræmi við lög um tónlistar- skóla. Kennt og prófað verður s.kv. námskrá íslenskra tón- listarskóla af kennurum með réttindi. Til stigsprófs verða allar kjarnagreinar, tónfræði, hljóðfræði, tónheyrn og tónlistarsaga, kenndar. Fyrir nemendur á tónlistarbraut framhaldsskóla verða allar tónlistargreinar kenndar s.kv. kröfum til stúdentsprófs. í Tónmenntaskólanum verður lögð rík áhersla á tónlistaruppeldi yngri kynslóðarinnar. Hafa fengist mjög reyndir kennarar á því sviði til að hafa umsjón með t.d. forskóla, Suzuki-fiðlukennslu og byrjenda- kennslu á önnur hljóðfæri. Mest öll byrjendakennsla verður kennd í litlum hópum, sem gerir námið fjölbreytt og lifandi og gefur nemendunum tækifæri til að spila saman. Við kennslu á hljómsveitar-hljóðfæri, verður einnig lögð mikil áhersla á samspil, bæði í hópum og hljóm- sveitum af ýmsum gerðum. if wm m. ,jm. Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, JÓHANN SIGURÐSSON, Dvalarheimilinu Hlíð, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30. Sigurveig Sigtryggsdóttir, Sveinfríður Jóhannsdóttir, Hermann Jónsson og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.