Dagur - 18.01.1992, Side 2

Dagur - 18.01.1992, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 18. janúar 1992 Fréttir Grunnskólabyggingin á Húsavík: Öllum tUboðum hafnað - bygginganefnd vill semja við Jónas Gestsson Bygginganefnd Grunnskóla á Húsavík hefur samþykkt að leggja til við bæjarráð að geng- ið verði til samninga við Jónas Gestsson um að vinna IV útboðsáfangann við byggingu Grunnskólans. Málið verður tekið fyrir í bæjarráði í næstu viku. Það var 16. des. sl. sem tilboð í þennan áfanga byggingarinnar voru opnuð. Fimm tilboð bárust og eftir að þau höfðu verið yfir- farin kont í ljósað tilboð Jónasar var lægst, eða rúmlega 27,8 millj- ónir, Timburtak bauð rúmlega 29,3 og Fjalar hf, sem unnið hef- ur alla fyrri áfanga verksins, bauð rúmlega 30,6. Kostnaðaráætlun var rúmar 29,2 milljónir. Bygginganefnd gekk til við- ræðna við Jónas um verkáfang- ann. Þann 7. jan óskaði bygg- inganefnd eftir að innréttingar og tæki í heimilisfræðistofu verði tekin útúr tilboðinu, kostnaðar- áætlun uppá 2,4 milljónir, en orsök þessa er naumt fram- kvæmdafé bæjarins á árinu. Nefndinni barst bréf frá átta af starfsmönnum Fjalars hf, þar sem á hana er skorað að taka till- lit til eftirfarandi atriða við samn- ing um lokaáfanga byggingarinn- ar. „1. Að huga að heildarhags- munum bæjarfélagsins, þ.e. bæjarsjóðs og afkomu húsvískra byggingamanna. 2. Ef samið verður við lægstbjóðanda mun hann ætla sér að flytja nálægt 'A hluta verksins út úr bæjarfélag- inu. Þar af leiðir að nokkrir húsvískir iðnaðarmenn verða atvinnulausir.“ Nefndin fjallaði um bréfið og segist skilja áhyggj- ur manna um atvinnuöryggi, en það sé hlutverk nefndarinnar að sjá um að viðbygging grunnskól- ans rísi á tilskyldum tíma og á sem hagkvæmastan hátt. Nefndin tók fram að hún mæti innrétt- ingasmíðina innan við 5% af heildarverkinu, eftir að innrétt- ingu heimilisfræðistofu hefur ver- ið frestað. Þann 10. jan ritaði lægstbjóð- andi, Jónas Gestsson, nefndinni bréf og fór fram á hækkun tveggja þátta einingaverða, sam- tals 612 þúsund. Nefndin taldi sig ekki geta fallist á þessar óskir og í framhaldi af því féll Jónas frá tilboði sínu. Nefndin samþykkti þar með að hafna öllum tilboðum í verkið, enda tilskilinn tími sem þau standa að renna út, og lagði til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Jónas. IM Á heimleið. Mynd: Golli Blönduvirkjun: Framkvæmdum lýkur í aprQ Prófunum á atlvél númer tvö í Blönduvirkjun fer bráðum að Ijúka og að sögn Guðmundar Hagalín, stöðvarstjóra, verður hún að öllum líkindum tekin í notkun þann 1. febrúar nk. eins og verksamningur gerir ráð fyrir. Við virkjunina starfa nú 40-50 manns, aðallega við vinnu í stöðvarhúsi. byrjað var að keyra aflvél númer eitt. Flann segir að leysingar síð- ustu daga hafi ekkert angrað þá við virkjunina og allt virðist vera vel frá gengið. Reykjahverfi: Ibúafjöldi stendur í stað íbúatala í Reykjahreppi í Suð- ur-ÞingeyjarsýsIu breyttist ekki í fyrra, þrátt fyrir tals- verða hreyfingu á fólki. Tvær fjölskyldur og einstaklingur fluttu í hreppinn og átta ein- staklingar létu skrá lögheimili sín á öðrum stöðum, flestir þó vegna nýrra laga um skráningu lögheimilis. Enginn nýr íbúi fæddist í hreppnum og enginn dó á síðasta ári, að sögn Þor- gríms Sigurðssonar, oddvita. Ibúar í Reykjahverfi eru því áfram 110. Atvinnuástand í Reykjahverfi er þokkalegt. Nema hvað lítið er að gera í gróðurhúsunum í þrjá- Bridds Akureyrarmót í tvímenningi, Hafspilsmót, hófst í Hamri sl. þriðjudag. Að loknum fjórum umferðum eru þeir Anton Haraldsson og Pétur Guðjóns- son efstir með 84 stig. Spilaður er barometer, þ.e. all- ir spila á sömu spil í hverri umferð. Næstu fjórar umferðir verða spilaðar í Hamri nk. þriðju- Svæðamót Norðurlands eystra, tvímenningur, verður haldið í Víkurröst á Dalvík laugardag- inn 25. janúar og hefst keppni stundvíslega kl. 9.30. Mótið er opið öllu briddsfólki á Norðurlandi eystra. Spilað verður um silfurstig og efsta sætið gefur þátttökurétt í úr- slitum íslandsmótsins í tví- menningi. Spilaðar verða tvær lotur eftir Mitchell fyrirkomulagi, alls 50-60 fjóra mánuði yfir veturinn og veldur það árstíðabundnu atvinnuleysi hjá nokkrum konum. Hafnar eru framkvæmdir við lagningu vegar að nýju iðnaðar- svæði á Skarðahálsi og hefur einn aðili þegar ákveðið að hefja byggingaframkvæmdir í vor. Þar er um að ræða uppbyggingu húsnæðis vegna hópferðaþjón- ustu. Mannlíf og menningarlíf í hreppnum er nokkuð gott, að sögn oddvita. Hefð er orðin á því að íbúar í Hrísateigi standi fyrir áramótabrennu á gamlárskvöld. Það er enn jólaflandur á fólki, sem talsvert hefur verið á ferð- dagskvöld. Staðan eftir fyrstu fjórar er hins vegar þessi: stig 1. Anton Haraldsson/Pétur Guðjónsson 84 2. Páll Pálsson/Þórarinn B. Jónsson 51 3. Símon Gunnarss./Hermann Huijbens 44 4. Jón Sverrisson/Kristján Guðjónsson 34 5. Gísli Pálsson/Árni Arnsteinsson 32 6. Hermann Tómasson/Ásgeir Stefánss. 25 7. Ormarr Snæbjörnss./Jónas Róbertss. 18 8. Örn Einarsson/Hörður Steinbergsson 16 spil. Þátttökugjald er kr. 1200 á mann og er tekið við þátttöku- tilkynningum til kl. 19.00 föstu- daginn 24. janúar. Eftir það er ekki hægt að ábyrgjast þátttöku- rétt. Skráning fer fram hjá Páli á Akureyri í síma 21695 og 25200, Óla á Húsavík í síma 41314, Helga á Bægisá í síma 26826, Ólafi á Dalvík í síma 61619 og 61354 og Frímanni á Akureyri í síma 21830 og 24222. inni þegar tíð er góð og samgöng- ur auðveldar. Þorgrímur sagði að í raun væri ekki mikill munur á að búa í Reykjahverfi eða í þétt- býli þegar samgöngur væru góðar, aðalmunurinn væri að Reykhverfingar byggju utan við aðalysinn. Til stendur að halda þorrablót í Reykjahverfi viku af febrúar. Félagslíf er með ágætum. íbúar úr Reykjahverfi starfa með Ýdalaleikflokknum sem sýnir Biðla og brjóstahöld um þessar mundir. Tölvert margir syngja með Karlakórnum Hreim sem hyggur á tónleikahald á næstu dögum. Ungmennafélag er starf- andi og kvenfélag og m.a. starfa konur úr Reykjahverfi með ITC Flugu. Sundlaugin við Heiðarbæ er opin tvisvar í viku í vetur, á þriðjudagskvöldum frá kl. 20-22 og á sunnudögum frá kl. 13.30 til 16. Aðsókn á sundstaðinn mætti þó vera betri, að sögn Þorgríms. IM Dagana 22.-24. janúar nk. stendur sjávarútvegsráðuneyt- ið fyrir ráðstefnu til kynningar á „altækri gæðastjórnun“ sjáv- arútvegsfyrirtækja á Hótel KEA á Akureyri. Ferðaskrif- stofan Nonni á Akureyri ann- ast framkvæmd hennar. í kynningarbæklingi fyrir ráð- stefnuna kemur fram að tilgangur með henni sé að sýna þann árangur sem náðst hafi f þrem sjávarútvegsfyrirtækjum, Útgerð- arfélagi Akureyringa hf., Fisk- iðjusantlagi Húsavíkur og Síldar- vinnslunni hf. í Neskaupsstað, með því að beita altækri gæða- stjórnun. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða Finnbogi Jónsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa og Tryggvi Finns- son, forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Einnig munu starfs- Aflvél númer eitt sem ræst var sl. haust gengur eðlilega að sögn Guðmundar og er tengd inn á dreifikerfi rafmagnsveitnanna. Vél tvö mun einnig tengjast kerf- inu þann 1. febrúar nk., en Guð- mundur segir að þessar vélar verði þó ekki keyrðar á fullum afköstum þar sem í dag sé ekki þörf fyrir alla þá raforku sem þær geta framleitt. Að sögn Guðmundar hefur ekkert óvænt komið í ljós síðan Ferðamálafélag Eyjafjarðar var stofnað sl. fimmtudags- kvöld að Hótel KEA. Til fund- arins mættu tæplega 70 manns og stofnfélagaskrá verður opin tii 15. febrúar nk. Að sögn Jóns Gauta Jónsson- ar, atvinnumálafulltrúa Akureyr- arbæjar, fór fundurinn hið besta menn fyrirtækjanna þriggja halda erindi og kynna þá umbótavinnu, sem þeir hafa unnið með aðferð- um altækrar gæðastjórnunar. Aðrir fyrirlesarar verða A1 Kemp, framkvæmdastjóri banda- ríska fyrirtækisins Zytec, Alan Hodgson, stjórnunarráðgjafi á vegum PMI (Process Management International), Annabeth Propst, stjórnunarráðgjafi á vegum PMI og Halldór Arnason, verkefnis- stjóri, sem auk þess að skipu- leggja og sjá um stjórnun verkefn- isins í heild hefur verið ráðgefandi fyrir fyrirtækin á sviði altækrar gæðastjórnunar og þjálfað starfs- menn í þeim aðferðum sem beitt er. Eins og áður segir hefst ráð- stefnan miðvikudaginn 22. janú- ar kl. 20.45-22.45. Daginn eftir stendur ráðstefnan frá kl. 08 til 22.30 og föstudaginn 24. janúar sitja ráðstefnugestir að frá kl. 9 til 17. óþh „Þeir starfsmenn sem verða hér í framtíðinni voru allir komn- ir hingað um áramót. Annars eru nánast allir farnir nema Japanir og þeirra undirverktakar sem eru að ljúka vélavinnu í stöðvarhúsi. Lokið verður við að setja vél þrjú saman þann 1. mars og fyrsta gangsetning á henni er áætluð 3. mars, svo búast má við að fram- kvæmdum verði lokið hér í apríl nema lóðafrágangi og öðru smá- legu,“ segir Guðmundur. SBG fram. í stjórn voru kosnir: Júlíus Snorrason frá Dalvík, Stefán Kristjánsson frá Grýtubakka, Hreiðar Hreiðarsson úr Eyja- fjarðarsveit og frá Akureyri Sigurður Aðalsteinsson og Jón Gauti Jónsson. Varastjórn skipa: Jónas Vigfússon frá Hrísey og frá Akureyri Ragnheiður Kristjáns- dóttir og Kolbeinn Sigurbjörns- son. Samkvæmt lögum félagsins mun stjórnin skipta með sér verkum og það verður gert á fundi nk. þriðjudag. „Á fundinum kom fram mikill skoðanamunur á því hvað ætti að hugsa stórt í upphafi. Ákveðið var að hafa þetta sem opnast í byrjun. Umræðan var lífleg um verkefni vetrarins þannig að stjórnin hefur úr ýmsu að moða,“ sagði Jón Gauti Jónsson. ój Tryggingadeild útflutn- ingslána opnuð á ný Ríkisstjórnin hefur samþykkt að opna á ný Tryggingadeild útflutningslána við Ríkis- ábyrgðasjóð, sérstaklega í því skyni að greiða fyrir síldarvið- skiptum milli íslands og rúss- neska lýðveldisins. Deildin veitir útflutningslána- tryggingar gegn þóknun og gert er ráð fyrir að tryggingatakar axli eðlilega viðskiptaáhættu. Jafn- framt á Seðlabankinn að hafa forgöngu um viðræður við við- skiptabanka um að síldarsaltend- um verði veitt afurðalán til síld- arsöltunar á takmörkuðu síldar- magni á þessum grundvelli. Akureyrarmótið í tvímenningi, Hafspilsmót: Anton og Pétur með forystu -KK Bridgesamband Norðurlands eystra: Svæðamót í tvímenningi á Dalvík 25. janúar Akureyri: Ráðstefiia til kynningar á altækri gæðastjómun Stofnfundur Ferðamálafélags EyjaQarðar: Skoðanamunur á hvað ætti að hugsa stórt

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.