Dagur - 18.01.1992, Qupperneq 3
Laugardagur 18. janúar 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Byggðastofnun:
Leitað að heppflegu húsnæði iyrir
útibú á Egflsstöðum og Sauðárkróki
- útibúin verða opnuð innan tveggja ára
Fugleiðir:
Breytt áætlun
innanlandsflugs
- færri ferðir til
Akureyrar meðan
þjálfun stendur yfir
Nokkrar breytingar hafa
orðið á ferðuni í innan-
landsflugi Flugleiða. Breyt-
ingarnar tóku gildi viku af
janúar og munu standa til 5.
apríl. Þessi röskun á áætlun-
arflugi félagsins stafar af
þjálfun áhafna í innan-
landsfluginu á hinar nýju
Fokker 50 flugvélar, sem
Flugleiðir hafa fest kaup á
og koma til landsins fyrri-
hluta þessa árs, hin fyrsta
15. febrúar næst-komandi.
Að sögn Kolbeins Arin-
bjarnarsonar, forstöðumanns
innanlandsdeildar Flugleiða,
er fyrst og fremst um fækkun
ferða að ræða auk þess sem
brottfarartímar breytast
nokkuð. Meðan á þjálfuninni
stendur verða farnar þrjá ferð-
ir daglega á milli Reykjavíkur
og Akureyrar; að morgni, um
miðjan dag kl. 14.00 og kl.
19.50 á kvöldin frá Reykjavík.
Pá verður farin ferð kl. 11.00
frá Reykjavík til Akureyrar á
föstudögum og einnig kl.
17.00 síðdegis. Á laugardög-
um og sunnudögum verða
farnar tvær kvöldferðir, hin
fyrri kl. 19.00 og hin síðari
kl. 19.50 úr Reykjavík. Fækk-
unin felst því einkum í að ferð
kl. 11.00 úr Reykjavík fellur
niður nema á föstudögum.
Kolbeinn sagði að komið hefði
í ijós að nokkurt óhagræði
væri af þessari röskun og fuli
þörf væri fyrir fjórar ferðir á
hverjum virkum degi á milli
Akureyrar og Reykjavíkur.
Nýju Fokker 50.flugvélarn-
ar koma til iandsins á tímabil-
inu 15. febrúar til 9. maí. Alls
verða 43 flugmenn þjálfaðir á
hinar nýju vélar og þjálfun
hvers manns tekur einn
mánuð. Þá verða 78 menn af
tæknisviði þjálfaðir vegna
Fokker 50 vélanna og 280 flug-
freyjur fá þjálfun vegna þcss-
ara breytinga. Pjálfun flug-
manna fer að mestu fram í
Hollandi og þjálfun tækni-
manna einnig að hluta. ÞI
Að undanförnu hefur Bene-
dikt Guðmundsson, starfsmað-
ur útibús Byggðastofnunar á
Akureyri, skoðað húsnæði á
Sauðárkróki og Egilsstöðum
fyrir væntanleg útibú stofnun-
arinnar á þessum stöðum. Fyr-
ir liggur að næsta útibú
Byggðastofnunar verður opn-
að á Egilsstöðum, nær örugg-
lega á þessu ári, og síðan verð-
ur hugað að opnun útibús á
Sauðárkróki. Ekki Iiggur
nákvæmlega fyrir hvenær af
því verður, en samkvæmt sam-
þykkt stjórnar Byggðastofnun-
ar verður það að minnsta kosti
fyrir árslok 1993.
Á fundi stjórnar Byggðastofn-
unar 10. desember sl. var ákveð-
ið að innan tveggja ára verði opn-
uð útibú hennar á Sauðárkróki
og Egilsstöðum. í samþykkt
stjórnar stofnunarinnar segir
orðrétt: „Stjórn Byggðastofnun-
ar áréttar fyrri stefnu sína um
starfsemi stofnunarinnar á lands-
byggðinni. Frekar en að flytja
aíla starfsemi Byggðastofnunar á
einn stað utan Reykjavíkur telur
stjórnin heppilegra að koma upp
skrifstofum í flestum kjördæmum
landsins. í samræmi við þá stefnu
hefur Byggðastofnun þegar opn-
að skrifstofu á Akureyri og lsa-
firði og verða þær efldar. Stjórn-
in hefur ákveðið að opna skrif-
stofu á Egilsstöðum og Sauðár-
króki á næstu tveim árum. Síðar
verða teknar ákvarðanir um
skrifstofur á Vesturlandi og
Suðurlandi.“
í samræmi við þessa samþykkt
hefur Benedikt Guðmundsson
verið að leita að heppilegu hús-
næði fyrir útibú Byggðastofnunar
á Sauðárkróki og Egilsstöðum.
Hann sagði í samtali við Dag að í
framhaldi af því myndi stjórn
stofnunarinnar fjalla frekar um
málið, líklega á næsta stjórnar-
fundi.
í svokallaðri „hvítu bók“ ríkis-
stjórnarinnar kemur fram að hún
hefur á stefnuskránni að flytja
aðalstöðvar Byggðastofnunar við
Rauðarárstíg í Reykjavík norður
á Akureyri. Stjórn hennar er hins
vegar ekki á sama máli eins og
glögglega kemur fram í framan-
greindri samþykkt frá 10. des-
ember.
Vert er að rifja upp að á stjórn-
arfundi Byggðastofnunar í októ-
ber árið 1988, þegar útibú hennar
á Akureyri var opnað, var sam-
þykkt að stefna að því að setja
upp útibú á Sauðárkróki og
Egilsstöðum. Samþykkt stjórnar-
innar í desember sl. var því til
áréttingar samþykkt hennar árið
1988.
Guðmundur Malmquist, for-
stjóri Byggðastofnunar, segir að
útibúin á Egilsstöðum og Sauðár-
króki verði tæplega eins stór og á
Akureyri. Pó megi gera ráð fyrir
að auk forstöðumanns starfi við
þau sérfræðingur og skrifstofu-
maður. óþh
KOTASÆLA
fitulítil og freistandi
Þessi fitulitla og kalkríka afurö býr yfir óþrjótandi fjölbreytni:
Hún er afbragö ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d.
kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni
á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika.
KOTASÆLA - fitulítil og freistandi
Heimsráðstefna vísindamanna nm hollustu hvítlauks var haldin í Washington D.C., Bandaríkjunum.
r
A ráðstefnunni var, að undanskildum hráhvítlauk, aðeins ein unnin hvítlauksafurð til umfjöllunar, nefni-
lega KYOLIC hvítlaukurinn. Mikil athygli beindist að KYOLIC,
enda var vísindalega staðfest að KYOLIC
hefði meiri virkni en hráhvítlaukur.
2ja ára kælitæknivinnsla KYOLIC fjarlægir alla lykt en eykur
og viðheldur öllum hinum frábæru eiginleikum. Ræktun og fram-
leiðsla sem á engan sinn líka í veröldinni.
Hylki, hylki með lesitíni eða töflur
Fljótandi, bæði með og án hylkja
Sáning og uppskera er handunnin til að varð-
veita öll næringarefni.
MBHBH
Kælitæknivinnsla KY OLIC fer að hluta fram KY OLIC er látinn gangast undir ströngustu
í vísindalega hönnuðum, ryðfríum stálkerjum. framleiðslukröfur sem þekkjast.
Heiídsölubirgðir: LOGALAND heildverslun, sími 12804.
Framleiðendur KYOLIC hafa yfir að ráða
hátækni rannsókna- og tilraunastofum.