Dagur - 18.01.1992, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 18. janúar 1992
Brot ÚR SÖGU BÆNDA
Atli Vigfússon
,Eg safnaði fyrir
bflnum í 14 ár“
Jeppabílarnir voru ekki einu
nýju farartækin sem komu í
sveitirnar því vörubílarnir
héldu einnig innreið sína. Jón
Árnason (f. 1900) frá Þverá í
Reykjahreppi var einn þeirra
manna sem hafði dreymt um að
eignast slíkt tæki og safnaði arð-
inum af kindunum til þess að
geta veitt sér það að eignast bíl-
inn.
„Það var haustið 1930 sem ég
eignaðist minn fyrsta vörubíl.
Mér fannst að það yrði tilbreyting
frá hefðbundnum landbúnaðar-
störfum að gera eitthvað fleira og
maður var aðeins búinn að sjá bíla
hér í héraðinu og voru þeir flestir
af þeirri stærð að geta borið eitt
tonn. Þá var það að ég var fenginn
til þess að keyra vörubíl sem var
tvö tonn vegna veikinda eigand-
ans. Eg hafði tekið bílpróf haustið
1929, lærði á Húsavík en var próf-
aður á Akureyri. Þá var bara einn
eða tveir í sveit sem höfðu slík
réttindi. Ökukennari minn var
fyrsti maður hér í sýslu sem hafði
vörubíl til einhvers gagns en hann
hafði fengið hann 1924.
Fyrir vinnuna í foreldrahúsum
og arðinn af 25 kindum fékk ég
aura sem ég hélt til haga frá sext-
án ára aldri. 1930 er ég svo orð-
inn þrítugur og er þá búinn að
safna í 14 ár fyrir bílnum. Alls
hafði ég þó eytt einum 2-3
hundruðum króna í skemmtiferðir
á þessum tíma en hafði annars
ekki eytt miklu og ekki í óþarfa
yfir höfuð. Upphæðina hafði ég
haft á vöxtum en það voru lágir
vextir á þessum árum og ég borg-
aði á borðið og þurfti ekki lán til.
Aldrei datt mér í hug að kaupa bíl-
inn í skuld því ég vissi fyrir að
ekki myndi ég hafa miklar tekjur
af honum og þess vegna dró ég
það svona lengi að kaupa hann, þó
mig hefði langað til þess fyrr.
Bílinn fékk ég svo frá umboðs-
sala Ford-bíla í Reykjavík. Áður
hafði ég séð í blaði mynd af nýrri
gerð vörubíla sem voru með tví-
hjól að aftan og þótti það nýstár-
legt að hafa bíl á sex hjólum.
Skrifaði ég þá Páli Stefánssyni
umboðsmanni og spurði hann
hvemig þessi gerð bíla reyndist.
Svar barst um hæl og hljóðaði
þannig: „Þrautreynt og þrælpróf-
að“. Hugmynd mín hafði annars
verið sú að fljóta betur á svona
bfl, sérstaklega í mýrum og linum
jarðvegi því vegurinn náði ekki
um alla sveit nema hvað kerruveg-
ur hafði verið lagður.
Hingað kom bíllinn með skipi
til Húsavíkur og var þá bæði hús
og palllaus og kostaði 36 hundruð,
en yfirbyggingin kostaði 4 hundr-
uð og var því heildarverðið kr.
4000. Það var spennandi að ná í
hann fyrst og keyra hann til
smiðsins sem ætlaði að smíða hús-
ið og pallinn, en það var Páll
Jónsson frá Austurhaga.
Þessir Fordbílar voru sterkir og
minn bíll kom til með að reynast
mér mjög vel en mér fannst fjöðr-
in að framan ekkert sérstaklega
vegleg því það var bara ein fjöður
undir mótomum að framan svo ég
bætti við hana blöðum. Á þessum
tíma var ekkert gott að fá vara-
hluti því þetta var á kreppuárunum
og ekkert hægt að fá en maður
bjargaði sér býsna.“
Flutti hey og
símastaura
„Það var ekki fyrr en 1932 sem ég
gat keyrt bílinn heim í Þverá því
ég þurfti að breikka kerrruveginn,
en vegurinn var ekki kominn eftir
allri sveitinni svo ég fékk að
geyma bflinn á öðrum bæ. Þessi
bíll minn var breiðari en aðrir bíl-
ar vegna tvíhjólanna að aftan en
það var einkum í holtum sem
þurfti að breikka því í mýrarflák-
um kom það af sjálfu sér að ekki
þurfti neitt að laga. Þar var hins
vegar vandamál að slóðin tróðst
mér er í minni öll hliðin í dalnum
því þau voru ein tvö við hvem bæ
og var handtak að opna þau. Auð-
vitað fór alltaf einhver farþegi
ofan af pallinum niður til þess að
opna, en ferðin var svo hæg og
vegurinn linur að sá sem opnað
hafði hljóp bara bílinn uppi og
hinir kipptu honum upp á. Um
þetta ortu farþegamir vísu sem
byrjar svona: „Helgi bílinn hleyp-
ur uppi.....“ Var þetta Helgi
Pálsson í Skógum sem var manna
duglegastur að stökkva niður og
opna en eitthvað mun hafa verið
af hagyrðingum á pallinum og var
Annar vuruhíll Jóns Árnasonar með 6 manna föstu húsi, árgerð 1940.
og þurfti ég stundum að láta
hnausa í hjólförin. Ekki sá ég eft-
ir því að hafa keypt bflinn með
þessa hjólagerð því hann flaut
miklu betur en aðrir bflar og
komst því meira. Á vetrum varð
þessi leið öll ófær og byggði ég
bílskúr í félagi við annan á bæ nær
þjóðbrautinni til þess að geta not-
að bílinn meira.
Það voru ýmsir flutningar sem
ég tók að mér og smám saman var
vegurinn lagður lengra inn eftir
sveitinni. Alla símastaura í land-
símalínuna flutti ég, svo og mikið
af heyi sem flytja þurfti til Húsa-
víkur á markað, m.a. var eitt sum-
arið flutt mikið til Siglufjarðar.
Þetta var hey af áveituengi við
hverina í hreppnum og var naut-
gæft hey, ræktað með hveravatni,
vel sprottið og stórgert. Notuðu
Siglfirðingar þetta handa kúm og
geldneytum.
Best man ég eftir þessum flutn-
ingum með heyið og staurana því
þeir voru erfiðastir á þessari leið.
Einu sinni missti ég bílinn upp að
framan með heyinu af því hann
var of afturhlaðinn en eina ráðið
var að fá farþegana til þess að
setjast á stuðarann að framan svo
bíllinn myndi síga niður.“
Margir hagyrðingar
á pallinum
„Annars var ég alltaf að flytja
fólk. Flesta farþega hafði ég þeg-
ar ég fór með ungmennafélaga í
Svartárkot vorið 1932 og voru far-
þegarnir 20 á pallinum og tveir
inni. Bekki hafði ég útbúið svo
fólkið þyrfti ekki að standa, en
þurfti að fá lánaða aukabekki til
þess að allir kæmust fyrir.
Þá voru þrír bílar komnir í
Bárðardal þ.e. á Bjamastöðum,
Lundarbrekku og Víðikeri svo
sæmilegt var að komast eftir daln-
um því mikið var búið að troða
leiðina. Áður hafði ég tekið tvö
hjól undan hjá mér til þess að vera
bara á fjórum hjólum upp á
breiddina á slóðinni. Þetta var
þungt hlass og var farið löturhægt,
bara á fyrsta eða öðrum gír, en
þar mikið talað og spjallað. Um
kvöldið var tjaldað við Svartár-
vatn og þar gist og síðan keyrt
heim daginn eftir. Góð skemmti-
ferð það.“
Fór vítt og breitt
um landið
„Vegavinnu stundaði ég nokkuð á
fyrstu árunum og þá var mokað
með höndunum upp á pallinn og
líka niður af honum því engar
Jón Árnason frá Þverá í Reykja-
hreppi.
sturtur voru á bflnum. Útbjó ég
hjör á hann þannig að hægt væri
að hella af og var lyft að framan
með handafli og valt það á því að
bfllinn væri ekki mjög hlaðinn.
Þannig fór allt í eina hrúgu og
þurfti þá að moka úr. Slíka vinnu
stundaði ég ögn í öðrum sveitum.
Það er hins vegar ekki fyrr en
1940 sem ég eignast annan bíl en
erfitt var þá að fá bfla og þurfti ég
að bíða í fjögur ár eftir að fá leyfi
innflutningsráðs. Var þetta vegna
skorts á gjaldeyri og var innflutn-
ingur skammtaður. Fór þá þessi
fyrsti bíll minn til Siglufjarðar og
var eftirspurn eftir notuðum bílum
vegna gjaldeyrisskortsins. Sá sem
keypti var Jón Þorsteinsson skíða-
kóngur. Flutti hann bílinn síðan til
Reykjavíkur, en að öðru leyti veit
ég ekkert um afdrif hans.
Þessi nýi bíll bíll minn var 3
tonn en kom palllaus og var með
amerísku ökuskýli úr málmi. Þá
fékk ég mann til þess að byggja
pall og skýli aftur úr ökuskýlinu
og gat ég þá tekið sex farþega í
húsið. Það var Jón Stefánsson á
Öndólfsstöðum sem gerði þetta.
Mjög lagtækur maður hann Jón.
Á þessum bfl fór ég vítt og
breitt um landið og hafði ég meira
upp heldur en með hinn bflinn.
Lengsti túrinn var með þingeyska
bændur í skemmtiferð allt austur
að Vík í Mýrdal og var það 10
daga ferð. Hafði ég þá alls 16
manns aftur í „boddíinu“ á fjór-
um bekkjum með gúmmísætum.
Ekki kom neitt upp á í ferðinni
nema hvað það púnteraði einu
sinni, en ég hafði allar græjur til
þess að gera við.“
Þyrstir Svalbarðs-
strendingar í
skemmtiferð
„Nokkrar ferðir fór ég austur á
land og voru vegirnir slæmir, en
þó var aldrei farið fyrr en allt var
orðið þurrt á sumrin. Bæði fór ég
með barnaskólanemendur, ung-
mennafélaga og vegagerðarmenn
oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar.
Fleiri fór ég með til Austur-
lands og var fyrsta ferðin sérlega
skemmtileg þar sem ekkert okkar
hafði komið þar áður. Það voru
vegagerðarmenn af Svalbarðs-
strönd og ráðskonur þeirra. Hafði
ég mjög gaman af þeim. Þeir
voru alltaf öðru hvoru að leita að
brennivíni, en fundu aldrei. Þeg-
ar ég kom að sækja þá vildu þeir
fara til Akureyrar í vínleit og fór-
um við þangað, en þar var þá búið
að loka áfengisversluninni. Aust-
ur á héraði var svo haldið til Seyð-
isfjarðar en þá var líka búið að
loka áfenginu, þar sem svo
framorðið var. Ég varð auðvitað
óskaplega feginn.
Þá var það að einn Austfirðing-
ur fékk með okkur far um tíma og
spurðu vegagerðarmenn á pallin-
um hann hvort ekki væri einhvers-
staðar „landa“ að finna í sveitinni.
Taldi farþeginn að sveitin væri al-
veg þun- og ekkert að finna.
Fannst þá Svalbarðsstrendingum
lítið til þessarar sveitar koma þar-
sem engan landa væri að fá og
væri þetta ljóta sveitin.“
Fyrstu sveitabílarnir
Mikil bylting varð hér á landi þegar bílarnir
komu til sögunnar. Fyrir landbúnaðinn og hin-
ar dreifðu byggðir var þetta stórkostleg nýjung
og með tilkomu þessara tækja svo og veganna
um sveitir landsins hurf'u margir þröskuldar.
Framfarir sem margir höfðu látið sig dreyma
um urðu að veruleika.
Árið 1946 hafði verið veittur gjaldeyrir til inn-
flutnings á Jeep-bílum sern bændur höfðu for-
kaupsrétt að. Höfðu þeir pantað þá með milli-
göngu búnaðarfélaganna, en ríkisstjómin hafði
falið Búnaðarfélagi íslands að dreifa þeim á þann
hátt að þeir gætu komið að notum þar sem þeirra
væri virkilega þörf. Um miðjan maí sama ár voru
aðeins 163 bflar komnir til landsins af þeim 8-900
sem búið var að panta en verksmiðjurnar lofuðu að
afgreiða 43 bfla á mánuði frá desember 1945 að
telja, en vegna verkfalla í Ameríku gat afgreiðsla
þeirra truflast nokkuð.
I kynningu um Jeep-bílana í búnaðarblaðinu
Frey í lok síðari styrjaldarinnar segir að þeir séu
útbúnir til þess að geta dregið eða knúið ýmsar
vélar og verkfæri.
Hægt sé að draga herfi, kerrur eða annað sem
bóndinn hefir að tengja aftan í hann, en sá væri
gallinn að beisli þau sem áttu að vera á milli bfls
og verkfæris fylgdu ekki með. Það var vegna
skorts á gjaldeyri en úr því var bætt hér á landi því
Stillir h.f. í Reykjavík seldi íslensk beisli fyrir
svipað verð og myndu hafa kostað vestan hafs.
Ýmsurn þótti illt að ekkert fylgdi og ekkert
skyldi fást af þeim tækjum sem bílnum var ætlað
að draga og ekkert var hægt að segja um hvenær
þau fengjust. Verksmiðjan sem framleiddi þá full-
yrti þó að fylgihlutir og verkfæri sem nota skyldi í
þágu landbúnaðarins í sambandi við Jeep-bílinn
kæmu strax og lag kæmist á framleiðsluna og
þeim yrði úthlutað eftir sömu reglu og bílunum.
Af fylgihlutum var nefnd blokk úr steypujárni
sem notuð var til þess að auka framþunga bílsins
og skapa með því skilyrði til aukins átaks fram-
hjólanna. Þá fékkst frá verksmiðjunni aukahlutur
sem kallaðist gangráður en hann var notaður þegar
bflvélin átti að knýja einhverja þá vél eða verkfæri
sem krefðist ntisjafns álags. Ennfremur fékkst
skiptiútbúnaður fyrir reimhjól og ýtur sem ætlaðar
voru til notkunar í rótuðu landi eða til þess að ýta
snjó af vegum.
Þess var sérstaklega getið að bfllinn væri með
framdrifi og þess bæri að gæta að nota drifið ekki
þegar beygjur væru teknar á hörðum vegum og
sléttum, nema að nauðsyn krefði.
Árið 1949 segir frá því í Frey að hafin sé
fjöldaframleiðsla á bifreiðategund sem sérstaklega
sé ætluð til notkunar í sveitum. Með tilliti til
þessa var vagninn útbúinn að styrkleika og viðeig-
andi tengslum þar sem ýmsum búvélum mætti við
koma. í rauninni var þessi bíll í ýmsu hliðstæða
þeirrar tegundar jeppa sem nefndust landbúnaðar-
jeppar. Hlaut umræddur bíll nafnið Land-Rover.
Hann var þá kominn hingað til lands sem sýnis-
horn og yrði innflutningur leyfður þegar gjaldeyrir
fengist í því skyni.
Yfirbygging bílsins var yfir öllunt vagninum og
var úr striga, en til stóð að framleiða hana úr
málmi. I gluggum var plastik-gler sem ekki brotn-
aði. Vagn þessi virtist sterklega byggður og til
þess útbúinn að fara um torfærur. Þá var þess get-
ið að rafleiðslur og kveikja væru vatnsvarin svo að
fært væri á bílnum yfir ár og vötn á allmiklu dýpi.
Því gaf að skilja að bíllinn væri hæfastur á þeim
vettvangi að vera notaður í sveitum.