Dagur


Dagur - 18.01.1992, Qupperneq 5

Dagur - 18.01.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 18. janúar 1992 - DAGUR - 5 í DAGS-LJÓSINU Deilur um Tónlistarskólann á Akureyri: Bæjarstjóm þarf að skera á hnútinn Málefni Tónlistarskólans á Akureyri hafa verið mikið til umræðu undanfarnar vikur og mánuði. Þar hefur ríkt veru- legur ágreiningur sem í sumar leiddi til þess að einn af föstum kennurum skólans, Orn Viðar Erlendsson, tók hatt sinn og staf, hætti og stofnaði nýjan skóla, Hljómskólann. I haust var skólastjóra Tónlistarskól- ans, Roar Kvam, vikið fyrir- varalaust frá störfum en þá var ekki liðið hálft ár frá því hann var skipaður í embættið. Það nýjasta í málinu er svo að Roar hefur fylgt fordæmi Arnar Viðars og stofnaö þriðja tónlist- arskólann í bænum, Tón- menntaskólann á Akureyri. Ekki er að furða þótt bæjar- búar hafi margir hverjir tapað áttum í því hvað er að gerast meðal tónlistarmanna í bænum. Hvert á ég að senda barnið mitt í tónlistarnám? er algeng spurning hjá mörgum þessa dagana. Þeirri spurningu verður ekki svarað hér, en reynt að varpa ljósi á það sem hefur gerst og spá í frarn- haldið ef hægt er. Ágreiningur um Roar Segja má að þessi lota sem nú stendur hafi byrjað árið 1989 þegar Jón Hlöðver Áskelsson tók sér leyfi frá störfum af heilsufars- ástæðum. Þá var Kristinn Örn Kristinsson skipaður skólastjóri veturinn 1989-90. Hann flutti síð- an úr bænum og Roar Kvam tók við starfi skólastjóra en Margrét Bóasdóttir varð yfirkennari. Samstarf þeirra mun hafa gengið heldur stirðlega. Þegar kom frani á vor 1991 sagði Jón Hlöðver starfi sínu lausu og er staða skólastjóra þá auglýst. Um hana bárust þrjár umsóknir, ein frá manni sem var að ljúka námi í Bandaríkjunum, önnur frá manni með töluverða reynslu og amk. hluta af doktorsnámi í tón- iistarkennslu og sú þriðja frá Roar Kvam. Skólanefndin ákvað að ráða Roar til starfans. Þarna vilja margir meina að gerð hafi verið mistök, það hefði verið affara- sælla að ráða utanaðkomandi mann því hann væri líklegri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem farið var að bera á meðal kennara skólans. Það stóð heldur ekki á við- brögðunum. Örn Viðar Erlends- son kennari við skólann sagði upp og lýsti því yfir að hann gæti ekki starfað með skólastjóra. Hófst hann þegar handa við að stofna nýjan skóla, Hljómskól- ann, sem nú er með rúmlega 70 nemendur. Eitthvað var um upp- sagnir í kennaraliðinu þótt skóla- stjóri neitaði að það tengdist ráðningu hans. Að áliðnu hausti gerðist það svo að Roar Kvam var vikið frá störfum og yfirkennarinn, Michael Jón Clarke, tók við starfi skóla- stjóra fram til vors. Ástæður uppsagnarinnar verða ekki tíund- aðar hér en þær tengjast ekki þeim átökum sem verið hafa í gangi. Nema hvað Roar Kvam boðar svo nú um áramótin að hann sé búinn að stofna nýjan tónlistarskóla. Stendur innritun þar yfir og lætur Roar vel af henni. Styrkir bærinn nýju skólana? Nú vaknar sú spurning hjá mörg- um hvort Akureyri standi undir þremur tónlistarskólum. Fæstir telja að svo sé, en þó er ekki loku fyrir það skotið að Tónlistarskól- inn fullnægi ekki öllum þörfum bæjarbúa fyrir tónlistarnám og því sé hægt að bjóða upp á sér- hæft nám á einstök hljóðfæri. Hljómskólinn fór þá leiðina að sérhæfa sig í kennslu á gftar og hljómborð en Roar Kvam segist ætla að halda uppi alhliða kennslu og að skóli hans verði ekki ýkja frábrugðinn Tónlistar- skólanum hvað námsframboð snertir. Auk þess sé ætlunin að halda svonefnd Suzuki-námskeið á fiðlu fyrir ung börn og bjóða upp á kennslu eftir bandarískri fyrirmynd sem miðuð er við þarf- ir popphljómsveita. Ekki er hægt að segja að mikið verðstríð sé í gangi því algeng- ustu skólagjöldin eru þau sömu í báðum skólum, 17.000 krónur fyrir önnina sem er um 2.000 krónum hærra en í Tónlistar- skólanum. Roar Kvam býður hins vegar upp á kennslu í nýju hverfunum, Lundarhverfi og Síðu- hverfi, og einnig upp á forskóla- nám fyrir börn niður að þriggja ára aldri fyrir aðeins 6.000 krón- ur yfir önnina. En hvort dæmið gengur upp hjá einkaskólunum með þessum skólagjöldum er svo annað mál. Örn Viðar hefur þegar sótt um styrk til bæjarins og Roar Kvam segir að skóli hans muni nýta sér þau lagaákvæði sem heimila tón- listarskólum að leggja inn grein- argerð um reksturinn og sækja um styrk til bæjarins. Að sögn Halldórs Jónssonar bæjarstjóra hefur urnsókn Hljómskólans ekki enn hlotið afgreiðslu, hún bíði eins og aðrar óskir afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Sú áætlun kemur til fyrri umræðu í bæjar- stjórn á þriðjudaginn en þá á eftir að ákveða hvernig styrkbeiðnum verður svarað. Svo Örn Viðar verður að bíða fram að annarri umræðu eftir svari. Tónlistarskólinn í endurskoðun Það stendur svo upp á bæjaryfir- völd að taka afstöðu til þess hvaða stefnu þau vilja taka í málefnum Tónlistarskólans. Bær- inn hefur alla tíð stutt við skól- ann og tók alveg við rekstri hans þegar breytingar voru gerðar á verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga í ársbyrjun 1990. Engin teikn eru á lofti um það að ætlun- in sé að láta af þeim stuðningi, en bæjarstjórn þarf að taka afstöðu til þess hvort hún vill styðja fleiri skóla með fjárframlögum. Bæjarstjórn þarf líka að taka af skarið í málefnum Tónlistar- skólans og höggva á þann hnút sem verið hefur á stjórnun hans. Fyrsta skrefið í þá átt var raunar stigið á bæjarráðsfundi í fyrradag þegar ákveðið var að ráða Gunn- ar Frímannsson kennara og fyrr- verandi konrektor MA sem rekstrarstjóra skólans fram til vors. Hann á að annast um fjár- reiður og starfsmannahald skólans, en helsta hlutverk hans verður að fara í saumana á rekstrinum og gera tillögur til skólanefndar og bæjaryfirvalda um framtíðarskipan mála í skólanum. Þótt staða rekstrar- stjóra sé tímabundin gæti svo far- ið að hún yrði sett á til frambúðar því það hefur víða reynst vel að aðskilja faglega og rekstrarlega forystu fyrir stofnunum. Örn Viðar á heimleið? Meðan á þessari endurskoðun stendur bera aðstandendur skól- ans sig eftir aðstæðum vel. Michael Jón Clarke settur skóla- stjóri sagðist enga ástæðu hafa til að vera óánægður nú í upphafi nýrrar annar þótt samkeppnin hefði harðnað. „Það héldu marg- ir að nemendum rnyndi fækka hjá okkur og jafnvel einnig kennur- um en sú hefur ekki orðið raunin. Það verða alltaf breytingar á annaskiptum en við höldurn okk- ar striki. Og þótt við fögnurn ekki opinberlega fjölgun skólanna er engin ástæða til að vera óánægð- ur með það að fjölbreytnin auk- ist,“ sagði Michael Jón. Valgerður Hrólfsdóttir for- maður skólanefndar tók í sama streng og sagði að margt jákvætt væri að gerast í Tónlistarskólan- um. Þar væri unnið að stefnumót- un og auk þess væru ýmis nám- skeið fyrir kennara í bígerð. Svo gæti farið að Hljómskól- inn, sem farið hefur ágætlega af stað, yrði samt ekki mjög langlíf- ur. Áð sögn Arnar Viðars er reksturinn erfiður og brýn nauð- syn að skólinn fái styrk frá bæn- um ef dæmið eigi að ganga upp. Hann hefur sótt um það til skóla- nefndar Tónlistarskólans að nemendur hans fái að sækja tíma í svonefndum kjarnagreinum, þe. tónheyrn, tónlistarsögu, tón- fræði ofl., í Tónlistarskólanum og tók skólanefnd jákvætt í þá beiðni á fundi sínum á fimmtu- daginn. En er hann á leiðinni „heim“, nú eftir að Roar Kvam er hættur? „Við erum alltaf tilbúin að skoða okkar mál. Ég hef boðist til að koma aftur með einleikaradeild- ina sem ég stofnaði við Tónlistar- skólann. Vandinn er hins vegar gítardeildin sem telur um 50 nemendur. Ég get ekki skikkað þá til að fylgja mér aftur yfir í Tónlistarskólann, margir þeirra hafa ekki viljað stunda nám þar. En sjálfum finnst mér ég eiga heima í Tónlistarskólanum og ég veit að við í Hljómskólanum get- um einfaldlega ekki boðið upp á jafnmikið og þar er í boði,“ segir Örn Viðar. Hvað verður um D-sveitina? Það gæti því allt eins farið svo að tónlistarskólunum fækki aftur í vor. Urn framtíð Tónmennta- skólans verður ekkert sagt á þess- ari stundu. Og sömu sögu er að segja af tveimur hljómsveitum sem Roar Kvam hefur stjórnað undanfarin ár. Önnur þeirra er svo nefnd D-sveit, blásarasveit Tónlistarskólans, sem Roar stofnaði og hefur stýrt til mikils frama. Óljóst er hvort liðsmenn hennar sem verið hafa í námi í Tónlistarskólanum fylgi stjórn- anda sínum á nýjar slóðir. Hin sveitin er Kammersveit Tónlistarskólans á Akureyri en tónleikum hennar sem vera áttu 1. desember sl. undir stjórn Roars var frestað og allt útlit er fyrir að sömu örlög bíði tónleika sem fyrirhugaðir eru um pásk- ana. En þótt staðan í tónlistarskóla- málum Akureyrar sé nokkuð ruglingsleg í augnablikinu eru línur teknar að skýrast. Senni- lega verða þær þó ekki orðnar hreinar fyrr en í fyrsta lagi í sum- ar eða næsta haust. -ÞH Eðlilegur ágreiningur getur verið til góðs en í persónulegum átökum glatast öll góð áform, segir Jón Hlöðver Áskelsson Tónlistarskólinn á Akureyri er rótgróin stofnun sem nýtur virðingar í röðum íslcnsks tónlistarfólks. Hann liefur starfað í hartnær hálfa öld og var um skeið stærsti tónlistar- skóli landsins og sá sem bauð nemendum sínuin upp á mesta fjölbrcytni. Einn þeirra sem stuðluðu að þess- ari velgengni var Jón Hlöðver Áskelsson sem var skólastjóri frá 1974 þar til hann varð að láta af störfum af heilsufars- ástæðum árið 1989. Hvernig horfa málefni skólans við honum? „Uppbygging skólans hefur verið samfelld frá stofnun árið 1946 og það hefur verið stefna bæjarstjórnar að standa vel að baki honurn. Enda hefur skól- inn notið sívaxandi skilnings bæjarbúa og yfirvalda. Það stenst enginn skóli án góðra kennara og það er hluti af árangri skólans að hann hefur notið krafta slíks fólks. Þegar það gcrist svo að fylk- ingar riðlast í kennaraliði skól- ans kemur í ljós að grundvöllur- inn er ekki eins traustur og menn héldu. Ég vil í sjálfu sér ekki leggja neinn dóm á ástand- ið sem nú ríkir, en það er ljóst að árangur okkar í tónlistar- starfi er háður því að fólk geti unnið saman. Þetta er sérstak- lega mikilvægt í bæjarfélagi af stærð Akureyrar þar sem aðstæður tónlistarfólks eru þannig að eina fasta starfið sem hægt er að reiða sig á er kennsla. Ef samlyndi kennara er gott eru þetta bestu aðstæður sern hugsast getur til að ná árangri í tónlistarmálum. En ef brestir koma í samstarfið verð- ur þessi eini vinnustaður tónlist- arfólks óhjákvæmilega vett- vangur átaka. í Reykjavík er algengt að tónlistarfólk starfi sem hljóðfæraleikarar meðfram kennslu og sé jafnvel í stunda- kennslu við marga skóla. Þar er samstarfið ekki eins náið og menn geta bara hætt ef upp úr sýður. Það gengur ekki hér. Það hafa alltaf verið skiptar skoðanir um aðferðir í Tónlist- arskólanum á Akureyri. Það er eðlilegur ágreiningur í stofnun þar scm kennararnir koma úr ýmsum áttum, misjöfnti um- hverfi og mörgum löndum. Oft- astnær er það jákvætt fyrir skól- ann að fá nýjar hugmyndir og mismunandi áherslur, það tryggir ákveðna gerjun. En þeg- ar upp korna persónuleg átök glatast öll góðu áformin og hug- myndirnar verða að engu í hita leiksins." Nauðsynlegt að samræma kröfurnar - Nú fer skólunum fjölgandi, hvaða afstöðu á bæjarstjórn að taka til þessarar þróunar? „Hún á að hafa það að ieið- arljósi að bæta tónlistarkennsl- una og auka fjölbreytni hennar í bænum. Hún veröur að setja ákveðin skilyrði sem tryggja aö hér spretti ekki upp 10 skólar. Eitt þeirra skilyrða á að vera aö öll tónlistarkennsla standist fag- legt mat menntamálaráðuneyt- isins. Best væri ef allt nám sem byggir á sömu námstilhögun lyti sömu faglegu stjórn. Það verður að samræma kröfurnar til nárns- ins og tryggja að bað sé í góðum tengslum við skólakerfið, bæði grunnskólann og framhalds- skólann. Nemendur mega ekki eiga á hættu að lenda í blind- götu í náminu. Ef Itins vegar er verið að bjóða upp á nýjungar í einka- skólum, kennslu á sérstæð hljóðfæri cða citthvað þcss hátt- ar sem ekki er í boði í Tónlistar- skólanum er athugandi að styrkja þá. Ég ber fullt traust til forsvarsmanna beggja nýju skólanna sem fagmanna. Bær- inn þarf liins vegar að setja sér markmið og það hlýtur að vera að í bænum sé starfandi einn sterkur skóli sem tengist skóla- kerfi landsins. Það á að vera skóli sem bæjarbúar bera fyllsta traust til.“ Bæjarbúar eiga þetta ekki skilið - En þarf ekki að breyta ein- hverju í Tónlistarskólanum? Jú, vitaskuld má bæta margt í TónJistarskólanum. Það hefði átt að vera búiö að færa þjón- ustuna út í hverfin og koma á skipulcgu samslarfi við grunn- skólann, svo dæmi séu nefnd. En án þess að ég sé að leggja dóm á það hvernig komið er þá er það verkefni skólastjóra að fyrrum skólastjóri stjórna og Itann þarf að geta tekið af skarið. En oftar er það hlutverk hans að miðla málum og finna lausnir sem allir geta sætt sig við. Þess vegna hefði eflaust verið best, í ljósi þeirrar spennu sem ríkti í kennaralið- inu, að fá mann utan skólans í starf skólastjóra. Það hefði ver- ið vænlegt til þess að greiða úr þeim vanda og þeim átökum sem átt hafa sér stað innan Tónlistarskólans. Það er hins vegar sannfæring mín að þeir erfiðleikar sem ríkja í tónlistarkennslu hér í bænum séu tímabundnir og að skólinn muni aftur eflast. Hvorki bæjarbúar né tónlistar- fólk á það skilið að búa við ástandið eins og það er. Þessi sundrung stendur í vegi fyrir því að hér sé hægt að byggja upp gróskumikið tónlistar- og menningarstarf sem gæti orðið mótvægi við höfuðborgarsvæð- ið. Þetta er ekkert dramb held- ur er slíkt starf mikilvægur þátt- ur í uppbyggingu bæjarins, það hefur mikil áhrif á aðstöðu fólks til að lifa sem fjölbreyttustu lífi,“ segir Jón Hlöðver Áskels- son. -ÞH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.