Dagur - 18.01.1992, Page 11
Laugardagur 18. janúar 1992 - DAGUR - 11
Lífsreynsla í hvaða formi sem er hefur alltaf áhrif á mótun
einstaklingsins. í flestum tilfellum hefur reynslan jákvæð áhrif
á þroskaferilinn sem leiðir til þess að einstaklingnum tekst
að nýta hana sér til framdráttar í lífi og starfi. í þetta sinn hef
ég tekið tali þrjár ungar stúlkur sem allar hafa upplifað tals-
verð umskipti í lífi sínu.
Linda og dóttir hennar Kolbrún María.
Linda Ólafsdóttir er ein af þeim
sem stóð ung frammi fyrir því að
verða móðir. Hún er 17 ára og er í
1. bekk í Menntaskólanum. Hún
stefnir á málabraut þar sem hún
ætlar að leggja áherslu á frönsku.
Linda bjó í Frakklandi í þrjú ár og
talar því mjög góða frönsku.
- Hvað getur þú sagt okkur frá veru
þinni ytra?
„Eg fór út með móður minni, Hrefnu, og
fósturföður mínum Birni Steinari þegar ég
var 8 ára. Upphaflega var það hann sem var
að fara í nám en svo fórum við mamma líka
í skóla. Ég var í útlendingabarnaskóla í 3
mánuði og þegar ég byrjaði þar kunni ég
ekki eitt einasta orð í málinu. Eftir það fór
ég í venjulegan skóla þar sem ég var þang-
að til við fórum heim.
Ég man ekki eftir neinum sérstökum
byrjunarörðugleikum því ég var mjög fljót
að ná tökum á málinu. Ég eignaðist góða
vini og held enn sambandi við eina stelpu
sem hefur komið að heimsækja mig. Ég er
að byrja að tapa niður frönskunni vegna
þess að ég nota hana aldrei nema þegar ég
tek mig til og les eitthvað.“
- Voru mikil viðbrigði fyrir þig að koma
aftur heim ?
„Já dálítið, og þá aðallega að sjá snjó aft-
ur því það var enginn snjór á meðan ég var
úti. Við bjuggum fyrir utan París. Þegar ég
kom heim bjó ég hjá pabba sem býr í sveit á
Suðurlandi og var þar í Heiðaskóla. Þar átti
ég vini sem ég hafði kynnst áður en ég fór
út. Það var því ekki svo erfitt að koma
heim. Ég var hjá pabba í eitt ár því rnamma
og fósturpabbi voru úti einu ári lengur en
ég. Þegar þau komu heim flutti ég með
þeim til Akureyrar og var hér í hálft ár en
fór aftur suður og kláraði 6. bekk. Um sum-
arið kom ég hingað og er hér enn. Nú er ég
í I. bekk í MA og vonast til að geta haldið
mínu striki og klárað stúdentspróf þó það
verði ekki á hefðbundnum tíma.
- Þú eignaðist svo harnfyrir rúmu ári?
„Já, fyrir 15 mánuðum eignaðist ég
stelpu, Kolbrúnu Maríu Ingólfsdóttur. Þó að
ég sé ung fannst mér ekkert óeðlilegt við að
eignast bam, þetta er hluti af lífinu og ég
var mjög ánægð. Ég var í Verkmenntaskól-
anum þegar ég var ófrísk en var ekki búin
að vera þar nema í rúma viku þegar hún lét
vita af sér og ætlaði að fæðast tveim mán-
uðum fyrir tímann. Ég þurfti að liggja á
sjúkrahúsi í heilan mánuð áður en hún
fæddist. Ég tók mér frí frá skóla í eitt ár og
var heima hjá henni. Núna er ég bjartsýn á
að geta stundað námið en ég geri mér líka
grein fyrir því að það breytir talsverðu að
vera með lítið barn. Ég er búin að vera
heppin með stundaskrá því ég er alltaf búin
klukkan eitt þannig að Kolbrún þarf ekki að
vera hjá dagmömmu nema fjórar klst. á dag.
Ég læri oftast á meðan hún sefur eftir há-
degið og svo hefur mamma verið góð að
hjálpa mér. Ég bý heima hjá henni og Bimi
í fríu fæði og húsnæði og það er rosaleg
hjálp fjárhagslega. Ég er heppin að geta haft
þetta svona eins og þetta er.“
-A hvað stefnirðu íframtíðinni?
„Ég hef hug á því að reyna að klára skól-
ann, að öðru leyti er framtíðin óráðin.“
Pað þarf ekki börn til svo lífið
breytist skyndilega. Lovísa var að
verða 12 ára þegar foreldrar henn-
ar ákváðu að flytjast tímabundið til
Bandaríkjanna. Hún tók þessu illa
til að byrja með en segir að eftir á
að líta hafi þetta breytt viðhorfi
hennar til margra hluta. Hún metur
ísland miklu meira nú en áður og
hugarfar hennar gagnvart námi
breyttist.
Lovísa Björk Skaftadóttir er 16 ára og er
í I. bekk í Menntaskólanum. Hún stefnir á
náttúrufræðibraut vegna þess að hana langar
til að verða tannlæknir.
- Hvernig líkar þér í skólanum?
„Mér líkar þetta ágætlega. Ég á eftir að
taka prófin og er því svolítið kvtðin en þetta
kemur allt í ljós.“
- Eg frétti að þú hefðir húið erlendis,
hvenœr var það?
„Ég var 11 að verða 12 ára þegar ég fór
út með mömmu og pabba til Bandaríkjanna,
nánar tiltekið til Ashville í N-Karólínu. Við
bjuggum þar í þrjá vetur. Ég held að það
hafi gert dvölina bærilegri að við komum
alltaf heim á sumrin því mér fannst rosalega
erfitt að yfirgefa vini og fjölskylduna svo
það var gott að geta hitt þau á sumrin."
- Gekkstu í skóla ?
„Já ég var fyrst í „middle school“ sem er
eins og 6. og 7. bekkur hér og svo í „junior
high“ sem er eins og 8. og 9. bekkur. Skól-
inn er allt öðruvísi þar en hér. Til dæmis er
heimavinnan miklu meira metin þannig að
það var erfitt að svíkjast undan því að læra
heima. Fyrsta árið var ég mest heima og
notaði tímann í að læra og fékk þar af leið-
andi miklu betri einkunnir en ég hafði áður
fengið. Mér gekk alltaf vel að skilja náms-
efnið og var tiltölulega fljót að komast inn í
málið en var eiginlega allan tímann feimin
að tala. Þrátt fyrir það háði það tnér ekki
mikið því ég náði að eignast góða vini sem
eru vinir mínir enn í dag.“
- Hvað kom þér mest á óvart þegar þú
komst út?
„Það var margt en sérstaklega var það
hvað foreldrar eru strangir við krakkana
sína. Það þurfti oft ekki mikið að gerast svo
foreldrarnir settu börnin sín í stofufangelsi.
Ég held að þetta hafi ekki gert krökkunum
gott því margir stálust bara út eftir að for-
eldrar þeirra voru sofnaðir. Ég held að
svona leiði til þess að krakkarnir segja for-
eldrum sínum ekkert og fara á bak við þau.
Það er til dæmis miklu betra samband milli
foreldra og krakka hér heima heldur en þar.
Vinum mínum fannst mjög gott að koma
heim til mín. Þar máttum við gera meira en
á öðrum heimilum og þeim fannst þau vera
afslöppuð innan um foreldra mína.
Svo var það skólinn. Hann var rosalega
stór og nemendum var skipt niður eftir getu
í hverju fagi. Allt var líka miklu strangara.
Ef einhver skrópaði í tíma eða reifst við
kennarann þá var ein stofa nokkurs konar
stofufangelsi. Ég var þar einu sinni í tvo
Lovísa Björk.
daga vegna þess að mér lenti saman við
eina kennslukonuna sem var búin að vera
svo ömurleg við mig að ég var alveg búin
að fá nóg. Nú, ég var þar í þessa daga og
lærði. Þetta var nú svolítið fyndið því hver
nemandi fékk nokkurskonar bás sem var
lokaður með skilrúmi upp í loft og þar var
skrifborð. í loftinu hékk spegill svo kennar-
inn gæti fylgst með manni. Það var ekki
nema í hádeginu sem ég hitti annað fólk.
Mér fannst ágætt að vera þarna og ég hitti
krakka sem voru búnir að vera þama í ein-
hverja mánuði. Eftir að ég losnaði fór
mamma að tala við kennslukonuna um það
sem hafði gerst. Hún kom svo til mín í
næsta tíma og sagði: „Hún mamma þín er
svo yndisleg kona, þú hlýtur að vera lík
honum pabba þínum." Ég gat nú ekki að því
gert, en mér fannst þetta svolítið einkenn-
andi fyrir hana.
Ég hugsa samt að það sem kom mér
mest á óvart var hvað margir voru fáfróðir.
Ég var til dæmis spurð að því hvar í Banda-
ríkjunum Island væri og jafnvel hvar í N-
Karólínu. Fólkið virðist lifa í sínum heimi
og veit voða lítið hvað er að gerast fyrir
utan heimabæ þess. Landafræðikennsla í
skólum er allt öðruvísi og í rauninni miklu
verri en hér heima.“
- Hvað hreyttist hjá þér við að húa
þarna úti?
„Aður en ég fór út fannst mér ömurlegt
hér á Islandi en núna sé ég hvað við höfum
það rosalega gott. Ég efast um að ég vilji
búa þarna í framtíðinni en ég ætla að fara í
heimsókn, vonandi næsta sumar."
- Hvernig hlasir framtíðin við þér?
„Ég stefni á náttúrufræðibraut og vona
að það gangi vel. Ég ætla að reyna að verða
tannlæknir en hvort ég læri hér eða eriendis
verður að koma í ljós.“
Það eru ekki allar stúlkur eins
heppnar og Linda því það er fjöld-
inn allur af einstæðum ungum
mæðrum sem þurfa að sjá fyrir
heimilinu á einn eða annan hátt.
Það er alltaf gott að eiga góða að en
fjölskyldur eru ekki allar eins vel í
stakk búnar til að veita þá aðstoð
sem vilji er fyrir. Þá er oft leitað til
vina og kunningja sem hlaupa und-
ir bagga. Ef allir leggjast á eitt leys-
ist oft úr erfiðleikunum á undur-
samlegan hátt.
Rósfríður Þorvaldsdóttir er 19 ára, ein-
stæð móðir frá Ysta-Gerði í Eyjafjarðar-
sveit. Hún er í 2. bekk, félagsfræðibraut í
Menntaskólanum og vinnur hjá íslenskum
skinnaiðnaði á kvöldin. Rósfríður, eða Rósa
eins og hún er kölluð, á 2ja ára gamlan
hressan son sem heitir Almar Öm Halldórs-
son .
- Hvernig gengur fyrir þig að vera í
námi með svona lítinn hressan strák?
Rósa og Almar sonur hennar.
„Það gengur ekk-
ert rosalega vel, mér
finnst heldur ekki
skemmtilegt í skól-
anum en ég ætla að
reyna að klára þenn-
an vetur og sjá svo
til. Ég held að það
verði betra að ég
taki mér frí og byrji
aftur þegar Almar er
orðinn eldri.
- Hvernig gengur
að koma Almari fyr-
ir á meðan þú ert í
skólanum og í vinn-
unrii?
„Það gengur vel.
Það eru allir af vilja
gerðir að hjálpa til.
Vinkona mín sem ég
leigi með hjálpar
mér með hann á
kvöldin. Á fimmtu-
dögum koma mamma og pabbi og sækja
hann og hafa hann hjá sér í sveitinni þangað
til á laugardögum.
Á daginn þegar ég er í skólanum er hann
hjá dagmömmu en núna fer að styttast í að
hann hætti hjá henni. Ég er að vona að hann
fái pláss á dagheimili fljótlega en ef ekki þá
þarf ég að gera aðrar ráðstafanir.“
- Hvernig gengur þér fjárhagslega?
„Það gengur, en það er nauðsynlegt fyrir
mig að fiytja lögheimili mitt til Akureyrar
því ég fæ ekki endurgreitt fyrir dagmömm-
una, sem einstæðar mæður fá, fyrr en ég er
búin að breyta lögheimilinu. Ég held að það
verði auðveldara að fá pláss fyrir hann á
dagheimili ef ég er skráð sem íbúi hér á Ak-
ureyri.
- Hefurðu tíma til að fara út að skemmta
þér eða gera eitthvað skemmtilegt fyrir
sjálfa þig?
„Ég er náttúrulega alltaf að vinna til að
verða eitt eftir miðnætti, en ég hitti stundum
vini mína eftir vinnu á föstudögum þegar
Almar er í sveitinni, en ég fer ekki á böll.“