Dagur - 18.01.1992, Síða 22

Dagur - 18.01.1992, Síða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 18. janúar 1992 / / Utsala—Itsala hefst mánudaginn 20. janúar IDA Brekkugötu 5 Sími24991 V. Iinur í lófa ný ljóðabók eftir Þóru Jónsdóttur frá Laxamýri Opið hús 18.-19. janúar Laugardagur 18. janúar 13.00-17.00. Sunnudagur 19. janúar 13.00-17.00. Kynnt verður starfsemi Tölvufræðslunnar á komandi mánuðum t.d.: Skrifstofiitækninámið Ásamt mörgum öðrum áhugaverðum nám- skeiðum. Komið og kynnið ykkur starfsemi Tölvufræðslunnar. Ath. Sunnudaginn 19. janúar verður sér- stök kynning á: Windows og Windows-tengdum forritum Innritim er hafin í síma 27899. Haflð samband og við sendum bækling. Tölvunám „nám sem nýtistw Allir velkomnir — r-= Veitingar (■■hI Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34, III. hæð, Akureyri, sími 27899 Línur í lófa, þættir og fylgiljóð eftir Þóru Jónsdóttur frá Laxa- mýri er komin út. í bókinni eru minningaþættir og Ijóð sem spretta upp af þeim, að sögn Þóru. Þetta er sjötta Ijóðabók hennar, en áður hafa komið út: Leit að tjaidstæði 1973, Leiðin norður 1975, Horft í birtuna 1978, Höfðalag að hraðbraut 1983 og Á hvítri ver- önd 1988, auk þeirra Ijóðaþýð- ing Augu í draumi eftir Agneta Pleiel 1985. Þóra Jónsdóttir fæddist 17. janúar 1925 að Bessastöðum á Álftanesi, en fluttist með foreldr- um sínum 1928 að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu og þar ólst hún upp. Þóra er dóttir hjónanna Elínar Vigfúsdóttur og Jóns H. Þorgergssonar, bónda. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um á Akureyri og kennarapróf frá Kennaraskóla íslands. Hún hefur búið í Danmörku, Svíþjóð, Hafnarfirði og lengst í Reykja- vík, þar sem hún býr nú. Þóra hefur starfað sem húsmóðir og bókavörður. Höfundur hefur sjálfur gert káputeikningu bókarinnar Línur í lófa, og er það vatnslitamynd, á hverri sér heim að Laxamýri, Skjálfandi og Kinnarfjöll í baksýn. Þóra veitti Degi góðfús- lega leyfi sitt til að birta ljóð úr bók sinni. Aðalbláber Frjóið barst á frænið fyrr í sumar Blómbotninn varð að beri Fingur mínir lesa það aflynginu að afla forða fyrir vetur Ég laga mig að þýfi móans sem leikur sér að þyngdarpunktum Hámarksgreiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu árið 1992 eru 12.000 kr. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er upphæöin 3000 kr. Öll börn yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu eru talin saman og er hámarksgreiðsla fyrir iæknis- og heilsugæsluþjónustu þeirra samtals 12.000 kr. á ári. Munið að fá alltaf kvittun fyrir greiðslum Á kvittuninni skal vera nafn útgefanda, tegund þjónustu, dagsetning og upphæö, ásamt nafni og kennitölu sjúklings. Fríkort Þegar hámarksupphæö á ári er náð, skal framvísa kvittunum hjá Tryggingastofnun ríkisins eða umboðum hennar utan Reykjavíkur. Þá fæst fríkort, sem undanþiggur handhafa frekari greiðslum vegna læknisþjónustu til áramóta. Þó þarf aö greiöa fyrir læknisvitjanir, en gjaldið lækkar viö framvísun fríkorts. Gjald fyrir læknisvitjun er þá 400 kr. á dagvinnutíma og 900 kr. utan dagvinnutíma. Gegn framvísun fríkorts greiða elli- og örorkulífeyrisþegar 150 kr. á dagvinnutíma og 300 kr. utan dagvinnutíma. Börn undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu fá sameiginlegt fríkort, meö nöfnum þeirra allra. í Reykjavík fást fríkortin í afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggvagötu 28. Annars staöar eru þau afhent á skrifstofum sýslumanna og bæjarfógeta. TRYGGINGASTOFNUN ^7 RÍKISINS Geymiö auglýsinguna Við snertinguna vígir mig jörðin krafti sfnum Ég eignaðist afhenni stxrri geira Þar vil ég byggja mérhús í kjarrí á vatnsbakka aðganga um með huliðshjálm Þegar einsemdin ieggur um mig brotinn væng og myrkríðan situr við stokkinn flý ég þangað að hvíla í sjálfrí mér líkt og hnöttótt aðalbláber Hafgolublús Finnurðu þreyjuleysið í golunni þegarhún kemurglettin utan úr hafsauga hefur baðað sig í löðrí Skjálfanda Hún leggur um þig svala arma í haltu mér slepptu mér leik Hún ætlar þér að festa hvergi yndi né rætur heldur að vitum þínum Iofti frá ókunnum breiddum eins og klút með klóroformi uns þú verður líkt og þaninn strengur opinn fyrir hljómum firrðarinnar eða hestur með strok í liófum eftir stað sem hann minnist ekki Eggið Eggið er sjálfu sér nóg Þarfnast í byrjun litilsháttar yls Eftir smátíma flýgur það til fjarrí landa Meðan þú sem horfir í sólina í gegnum skurn þess stendur í sömu sporum hugsar um fjaríæg markmið sem þú nærð ekki þá ratar eggið til baka að verpa sjálft Eggið getur ekki misheppnast Brotni það fúlni það er það annarra sök Stígir þú ofan í hreiður íþyngir þér sektarkennd Þig fer að ugga um bamalán hrafnsins og foríögin yfirleitt sem þú vildirhafa í hendi þér líkt og egg Þú missir það í gólfið togsérð um seinan að innan í því var sól Gengið í sumarnóttinni Hvererkonan sem kemurinn úr sumamóttinni í morgunkaffið á bænum Hún hefur gengið þjóðveginn úr þorpinu ■ og birtist hér með bros í augum góðlátlegt grín á vör og fyrírheit um hjálpandi hönd og sálufélag í nokkra daga Hún er sjálfrar sín sem kallað er býr í litlu kvistherbergi með suðuplötu og saumar fyrir fólk Þeir barnmörgu leita til hennar Hún gerír nýja flík úr notaðri nýtir eykur saman í skálm og boðang á smáfólk sníður vaðmál og köflótt flónel á erfiðismenn gengurlítt eftir vinnulaunum Þessi kona gefur aldrei hversdagsleikanum hjarta sitt þótt hún búi með honum að borði og sæng Meðan hún situryfir saumum og mundar pressujám dvelurhugurinnviðljóðogsögurgóðskáldanna Ung átti hún þá ósk að verða kennari Efnaskortur og heilsubrestur komu í veg fyrir nám dvöl á Vífilsstöðum gerðu hana aftur heila Hún varð húsmóðir í sveit átti mann og óðal en sögð var hún grátin brúður Hjónabandið var barnlaust en bún tók að sér börn skyldmenna Einn góðan veðurdag hafnaði eiginmaðurinn henni flutti hana burt og tók sér aðra konu Áður hafði móðir hennar orðið úti rétt við túngarðinn hennar í vetrarhörku strjálbýlisins á nyrstu slóðum Eitl er að missa veraldargengi annað að vera trúr og án beiskju Éggeymi mynd hennarfrá þessum löngu liðna morgni Sé hana fyrír mér grannvaxna og bláklædda eina á ferð í vornóttinni Fjöllin speglast í fióanum fuglamir vakna döggin þornar Hún gengur með hafrnu og bugsar um eina alheims sál Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 90 ára afmæli mínu 1. janúar sl. Lifið heil. ÁRNÝ SIGRÍÐUR STÍGSDÓTTIR, Þórunnarstræti 85, Akureyri. Aðalfundur Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn laugardaginn 25. janúar 1992 í Kaupangi v/Mýrarveg kl. 17.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Halldór Blöndal, ráðherra og Tómas Ingi Olrich, alþingis- maður. Stjórnin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.