Dagur


Dagur - 18.01.1992, Qupperneq 23

Dagur - 18.01.1992, Qupperneq 23
Laugardagur 18. janúar 1992 - DAGUR - 23 POPP Magnús Geir Guðmundsson Fortíðarhyggja Ný dönsk. Öll í fortíðinni. Hljómsveitin Ný dönsk hefur ver- ið með afbrigðum iðin og eljusöm upp á síðkastið. Á það ekki hvað síst við um síðasta ár og seinni hluta 1990, en á því tímabili sendi Ný dönsk frá sér heilar þrjár plötur, Regnbogaland (1990), Kirsuber síðastliðið sum- ar og svo De luxe nú fyrir jólin. Með tilkomu þeirra fyrrum Bítlavina/Possibillismanna, Jóns Olafssonar hljómborðsleikara og Stefáns Hjörleifssonar gítar- leikara í hljómsveitina á Regn- bogalandi, varð viss stefnubreyt- ing hjá henni. í stað fjörugs og kraftmikils rokks, var tónlistin nú orðin mýkri, en jafnframt dúlúð- legri, sem minnti lítið á fyrstu plötuna Ekki er á allt kosið. Ekki skal lagður dómur á það hér hvort þessi stefnubreyting, sem ber sterkan keim af hippa- tímanum, hafi að öllu leyti verið til góðs, en hvernig sem á það er litið þá verður því ekki á móti mælt að hljómsveitin hafi náð árangri með þessari tónlist sinni. Á De luxe má segja með nokkrum sanni að Ný dönsk hafi náð vissum toppi, því platan er mjög jöfn og heilsteypt. Sú fortíð- arhyggja í jákvæðri merkingu, að sækja nær eingöngu í tónlist hippatímans eftir áhrifum, er glettilega vel hepnaöur verknað- ur á De luxe. Má nefna góð dæmi um það í lögunum Gyðjan og Riki konunganna. Er það fyrr- nefnda falleg kassagítarballaða, sem minnir mann þægilega á Spilverk þjóöanna, en það síðar- nefnda er skemmtilegt tilbrigði við Led Zeppelin, nánar tiltekið við lagið Imigrant Song. Eru þessi tvö lög ásamt „mynd- bandalögunum" Alelda og Landslag skýjanna, þau sem best hafa farið í poppskrifara Dags til þessa, en eins og áður sagði er platan mjög jöfn, þannig að það gætu verið önnur lög á morgun sem falla honum best í geð en í dag. Ný dönsk má vel við una með De luxe, en jafnframt má hljóm- sveitin ekki einblína um of á for- tíðina er kemur að gerð næstu plötu. Það gæti hæglega leitt til endurtekninga og stöðnunar þótt vel hafi til tekist nú. Það mest selda í Bretlandi 1991 Nú um áramótin var birt yfirlit yfir það best selda í breskum popþ- heimi. Kennir þar margra grasa og eru viðkomandi listar fjöl- breyttir. Koma hér listar yfir 10 mest seldu smáskífurnar og 10 mest seldu plöturnar. Reyndar ná listarnir upp í 50, en poppsíð- an lætur sér nægja að birta 10 efstu sætin. Smáskífur: 1. (Everything I do) I do it for You - Bryan Adams 2. The shoop shoop song - Cher 3. I’m too sexy - Right said Fred 4. Do the Bartman - The Simpsons 5. The one and only - Chesney Hawkes 6. Bohemian Rhapsody - Queen 7. Any dream will do - Jason Donovan 8. I wanna sex you up - Color me bad 9. 3AM eternal - KLF 10. Don’tletthesungodownon REM er tilnefnd til 7 Grammy-verðlauna og átti fjórðu mest seldu plötuna í Bretlandi 1991. me - George Michael & Elton John Plötur: 1. Greatest Hits Eurythmics 2. Greatest Hits II - Queen 3. Stars Simply Red 4. Out of time - REM 5. Dangerous - Michael Jackson 6. The imaculate collection - Madonna 7. Love hurts - Cher 8. Seal - Seal 9. From time to time - Paul Young 10. The very best of Elton John - Elton John Hitt og þetta Grammy-verðlaunin Grammy-verðlaunin, sem eru einhvers konar Óskarsverðlaun tónlistarinnar, verða afhent með pompi og prakt enn eina ferðina þann 25. febrúar næstkomandi. Eru þar að venju margir þekktir listamenn útvaldirog líktog með Óskarsverðlaunin, fá sumir þeirra fleiri en eina og fleiri en tvær útnefningar, allt eftir því hversu mikið viðkomandi hafa verið í sviðsljósinu. Að þessu sinni (það er fyrir árið 1991) þykja þrír aðilar standa áberandi mest upþ úr að mati aðstandenda verðlaunanna. Eru það hljómsveitin REM, sem fær sjö tilnefningar, „islandsvinur- inn“ Bryan Adams með sex og söngkonan Amy Grant með fjórar, sem hér um ræðir. Meðal annarra má svo nefna söngkon- una blökku, Natalie Cole. dóttur NatKing Cole, en lagið Unforgetable af samnefndri plötu, sem hún syngur ásamt hinum látna föður sínum með hjálp tækninnar, er tilnefnt sem besta lag ársins. Sykurmolarnir á uppleið Það fór eins og vonast var til og fjallað var um hér í poppi Dags, að Sykurmolarnir náðu með glans inn á topp 40 breska vinsælda- listans með nýja lagið sitt Hit. Stökk lagið beint í 27. sætið og var þáð lag, þá vikuna, sem hæst fór í einu vetfangi. í kjölfarið kom hljómsveitin svo fram i hinum fræga sjónvarpsþætti Top of the Pops eins og kunnugt er. Góð frammistaða þar hefur síðan m.a. gert það að verkum að lagið er nú komið átta sætum ofar, í það 19. í þessari viku. Er þessi árangur Hittil þessa, sá næstbesti sem íslenskt lag hefur náð á breska listanum, en Mezzoforte náði í 17. sæti með Garden Party árið 1983. Vinsælasta lag Sykurmolanna til þessa var hins vegar Birthday (afmæli), sem náði 33. sæti á list- anum. Á Hit að eiga þó nokkuð góða möguleika á að ná enn lengra upp og er vonandi að svo verði. Verðlaunasamkeppni Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að halda sýningu á þeim tillögum sem bárust í sam- keppnina um merki fyrir sveitafélagið. Sýningin verður í Hrafnagilsskóla, sunnudaginn 19. janúar frá kl. 14.00 til 19.00. Við opnun sýningar verða afhent verðlaun fyrir þau merki sem hlutu 1., 2. og 3. verðlaun. Nemendur Hrafnagilsskóla munu sjá um kaffisölu til styrktar ferðasjóði nemenda. Hreppsnefndin. Sérsmíði eftir þínum óskum Fataskápar, Eldhúsinnréttingar Baðinnréttingar Hilluro.fi. -Við björgum málinu- Þeir sem þurfa viðhaldsvinnu hafi samband sem fyrst. FÖST VERÐTILBOÐ Fjalar h.f. S. 41346. w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLAND8 HF Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreið- ar, sem skemmst hafa í umferðaróhöpp- um. Daihatsu Feroza.................. árg. 1991 Mazda 323 LX...................... árg. 1989 MMC Space Wagon 4x4.............. árg. 1988 Nissan Sunny SLX 4x4 ............. árg. 1988 Mazda 323 XL...................... árg. 1988 Renult 9 GTS .................... árg. 1983 Mazda 626 ........................ árg. 1982 Renult 5 GTL...................... árg. 1982 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoð- unarstöð VÍS að Furuvöllum 11, Akur- eyri, mánudaginn 20. jan. nk. frá kl. 9.00 til kl. 16.00 sama dag. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. IIIB FRAMSÓKNARMENN I AKUREYRl Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 20. janúar kl. 20.30. Rætt um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1992. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.