Dagur - 18.01.1992, Page 24
Veðurstofan:
Óbreytt veður
á Norðurlandi
Veðurstofa Islands spáir nær
óbreyttu veðri um allt Norður-
land ytir helgina.
„Suðlægar áttir munu ríkja um
helgina og því verður hlýtt. Að
vísu kólnar nokkuð í dag en hita-
stig fer ekki niður fyrir frost-
mark. Úrkomulaust verður að
mestu, þ.e. þetta er allt á sömu
nótum sem síðustu daga,“ sagði
talsmaður Veðurstofunnar. ój
Ólafsfjörður:
Umferðaróhapp í
háluogrigningu
Aðfaranótt föstudags jgerði
mikla hálku á götum Olafs-
fjarðar. Eitt óhapp varð í
umferðinni.
Hálkan var svo mikil að ég átti
létt með að ýta bifreiðinni út á
hlið á glærunni. Rigning var og
frost við jörðu þegar óhappið
varð. Afturendi bifreiðarinnar
skall á ljósastaur og bifreiðin er
mikið skemmd. Manninn sakaði
ekki, en með sanni er hægt að
segja að lánið leikur ekki við
þennan ökumann, því hann velti
sömu bifreið rétt fyrir jól skammt
frá Dalvík,“ sagði talsmaður lög-
reglunnar á Ólafsfirði. ój
Akureyri:
Golfmót
að Jaðri
- völlurinn í góðu
ásigkomulagi
Þó nú sé miður vetur sam-
kvæmt almanakinu, ætlar
Golfklúbbur Akureyrar að
standa fyrir golfmóti að Jaðri í
dag. Mótið hefst kl. 11.00 og
er búist við mikilli þátttöku.
Að sögn Gísla Braga Hjartar-
sonar, framkvæmdastjóra GA, er
völlurinn í mjög góðu ásigkomu-
lagi og hafa kylfingar verið dug-
legir við að leika golf að undan-
förnu.
Á mótinu í dag verða leiknar
18 holur en 9 betri holurnar látnar
gilda. Spilað verður á vetrarflöt-
um. Á morgun sunnudag er
stefnt að öðru móti að Jaðri og ef
veður og aðstæður leyfa verður
spilað á sumarflötum. -KK
Togarinn Rauðinúpur:
Vélarvana fyrir
Suðurlandi
Aðalvél togarans Rauðanúps
ÞH bilaði í gærmorgun þegar
skipið var fyrir sunnan land.
Slífar gáfu sig í vélinni en svipuð
bilun varð í henni á dögunum.
Varðskip kom skipinu til hjálp-
ar í gærdag og reiknaði Júlíus
Kristjánsson, skipstjóri, með að
skipið yrði dregið til hafnar í
Reykjavík. Sú ferð gæti tekið tvo
sólarhringa. Júlíus sagði á þessu
stigi ómögulegt að segja hve viða-
mikil viðgerðin yrði. JÓH
Legið
Mynd: Golli
Tónlistarskólinn á Akureyri:
Gunnar Frímannsson
ráðinn rekstrarstjóri
- á að annast daglegan rekstur skólans
A fundi bæjarráðs Akureyrar í
fyrrakvöld var ákveðið að ráða
Gunnar Frímannsson mennta-
skólakennara í nýtt starf rekstr-
arstjóra við Tónlistarskólann á
Akureyri. Kemur það í hlut
Gunnars að fara í saumana á
rekstri skólans og gera tillögur
um framtíðarskipan hans,
markmið og leiðir til að ná
þeim.
Halldór Jónsson bæjarstjóri
skýrði blaðamanni Dags frá því
að skólanefnd Tónlistarskólans
hefði að undanförnu rætt um
nauðsyn þess að móta skýra
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar lögð fram nk. þriðjudag:
Vil engan veginn kalla
þetta svartsýna áætlun
- segir Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar, segir
að þó vissulega sé gætt aðhalds
hjá Akureyrarbæ á þessu ári,
þá sé fjárhagsáætlun bæjarins,
sem lögð verður fram á bæjar-
stjórnarfundi nk. þriðjudag,
ekki svartsýnisáætlun.
„Pað er í raun ekki hægt að
segja að um sé að ræða niður-
skurð í áætluninni, þvi að reynt
er að halda svipuðum rekstri og á
síðasta ári,“ sagði Sigurður.
Til rekstrar fara 70-71% af
tekjum bæjarins og gjaldfærður
stofnkostnaðar og eignabreyting-
ar eru í samræmi við þriggja ára
áætlun, sem samþykkt var á liðnu
hausti. „Við höfum reynt að
halda öllum meginmarkmiðum
þriggja ára áætlunar. Að vísu
liggur ekki ennþá fyrir niðurstaða
með bandorminn svokallaða og
satt að segja kvíðir maður henni
nokkuð,“ sagði Sigurður og bætti
við að lyktir þess máls yrðu tekn-
ar til umfjöllunar milli fyrri og
síðari umræðu um fjárhagsáætlun
bæjarins. Hlutfall til rekstrar,
gjaldfærðs stofnkostnaðar og
eignabreytinga er það sama og á
síðasta ári, að sögn Sigurðar. „Ég
vil engan veginn kalla þetta svart-
sýna áætlun. Hins vegar erum við
með gríðarlega mörg verkefni
sem við erum að reyna að vinna
okkur í gegnum og kannski erum
við með alltof mikið undir. En
við keyrum nokkuð bjartsýnir
inn í þetta ár varðandi fram-
kvæmdagetu okkar, fyrst og
fremst vegna þess að þrátt fyrir
þau áföll, sem við urðum fyrir á
síðasta ári, þá komum við út með
mjög viðunandi rekstrarstöðu
bæjarfélagsins á síðasta ári.
Áætlanir stóðust og hækkanir
verðlags urðu ekki eins miklar og
gert var ráð fyrir,“ sagði Sigurð-
ur.
Af einstökum stórum fram-
kvæmdum á vegum Akureyrar-
bæjar á þessu ári má nefna
áframhaldandi byggingu Verk-
menntaskólans og Síðuskóla
verður komið í gagnið fyrir
haustið. Gert er ráð fyrir bygg-
ingu einnar dagvistar, sem frest-
að var á síðasta ári, og töluverð-
um fjármunum verður varið i
Listagilið. Þá má nefna innrétt-
ingu nýju slökkvistöðvarinnar við
Árstíg og til byggingar félags-
legra íbúða verður varið 70 millj-
ónum króna. Keypt verður hús-
næði fyrir sambýli aldraðra og
sömuleiðis verður keypt jarðhæð
á Bjargi, sem nýtt verður sem
þjónustumiðstöð fyrir væntanleg
fjölbýlishús fyrir aldraða við
Bugðusíðu. óþh
stefnu í málefnum skólans, ekki
síst í ljósi þeirra umbrota sem þar
hafa orðið. Þar kom upp hug-
mynd um að koma á tímabund-
inni stöðu rekstrarstjóra sem
fengi það hlutverk að vinna þá
forvinnu sem nauðsynleg er fyrir
stefnumótunina.
Halldór sagði að Gunnari væri
fengið tvíþætt hlutverk. „Hann á
að létta af settum skólastjóra
ábyrgð á daglegum rekstri skól-
ans og starfsmannahaldi. Hins
vegar á hann að endurskoða
markmið skólans og benda á leið-
ir til að ná þeim. Gunnar er að
ljúka verkum við Menntaskólann
þessa dagana en hann mun hefja
störf við Tónlistarskólann í þess-
um mánuði og verða þar til
vors,“ sagði Halldór.
Bæjarstjóri vildi ekkert um
það segja hvort staða rekstrar-
stjóra við skólann yrði sett á til
frambúðar, það væri Gunnars að
setja fram tillögur um slíkt og
hann fengi algerlega frjálsar
hendur. „Það hlýtur þó að koma
til álita sem ein leið. Það er ekk-
ert sjálfsagt mál að fagleg og
rekstrarleg ábyrgð sé á sömu
hendi. Fyrir því eru mörg for-
dæmi í sjúkrahúsum landsins þar
sem ég þekki til að stjórnin sé
tvískipt. Það ræðst af eðli hverrar
stofnunar hvaða skipan er best að
hafa,“ sagði bæjarstjóri.
Nánar er fjallað um málefni
Tónlistarskólans á bls. 5. -ÞH
Einangrunarstöðin í Hrísey enn án dýralæknis:
Erum alveg að gefast
upp á þessu ástandi
- segir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda
Ekki hefur enn verið ráðinn
dýralæknir að Einangrunar-
stöðinni í Hrísey, eins og nú-
gildandi lög um stöðina kveða
skýrt á um. Framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda er
mjög óhress með þessa stöðu
mála og leggur áherslu á að
fundin verði lausn sem fyrst
þannig að Einangrunarstöðin
sinni lögboðnu hlutverki sínu.
Þetta mál var rætt á stjórnar-
fundi Landssambands kúa-
bænda í Reykjavík í gær.
Allt frá því að Ólafur Valsson,
dýralæknir, hætti störfum við
Einangrunarstöðina í Hrísey á
liðnu hausti, hefur enginn dýra-
læknir verið fastráðinn við stöð-
ina, eins og núgildandi lög um
hana kveða á um. Samkvæmt
heimildum Dags hefur mikið ver-
ið reynt á bak við tjöldin að leysa
þetta mál, en án árangurs. Þessa
dagana er verið að gera úrslita-
tilraun til að ná varanlegri lausn
og sagði einn af viðmælendum
blaðsins í gær að málið væri nú „á
mjög viðkvæmu stigi“.
í samþykkt Landssambands
kúabænda á aðalfundi þess í Þela-
að
ur
merkurskóla sl. haust segir
flutningi Galloway-stofnsins
Hrísey sé fagnað. Einnig segir í
samþykktinni: „Jafnframt leggur
fundurinn áherslu á að Einangr-
unarstöðin í Hrísey verði sem
fyrst notuð til innflutnings og
prófunar á öðrum holdakynj-
um.“
Stefán Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
kúabænda, segir að menn hafi
gerst sér vonir um að þessu máli
yrði fundinn farvegur fyrir ára-
mótin, en það hafi runnið út í
sandinn.
„Við erum alveg að gefast upp
á þessu ástandi. Að sjálfsögðu
viljum við halda í þessa stöð, því
að hún er aðgangur okkar að
frekari innflutningi. Við teljum
að hann sé einn liður í þróun til
þess að hagræða og auka fram-
leiðni og þar með að bæta okkar
samkeppnisstöðu. Það er númer
eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ sagði
Stefán.
Þess skal getið að innan
skamms mun landbúnaðarráð-
herra leggja fram frumvarp á
Alþingi um breytingu á gildandi
lögum um Einangrunarstöðina í
Hrísey. Þar er m.a. gert ráð fyrir
þeirri breytingu að starfandi
dýralæknir við stöðina geti jafn-
framt sinnt dýralækningum í
landi. óþh
Aurbleyta
á vegum í
Skagafirði
í þíðviðri síðustu viku hefur
frost sigið í vegum í Skaga-
flrði og að sögn vegagerð-
armanna á Sauðárkróki eru
sumstaðar allt að 20 senti-
metrar ofan á klakann.
Vegagerðin vildi f gær vara
viö aurblcytu á Skagafjarðar-
vegi í Lýtingsstaðahrepp fram-
an vegamóta Svartárdalsvegar
og á Hegranesvegi.
Að sögn Gísla Felixssonar,
rekstrarstjóra, iná búast við
þungatakmörkunum ef ekki
fer að kólna aftur í veðri.
SBG