Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 21. janúar 1992
13. tölublað
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Veðurhorfur:
Suðlægir vindar blása
áfram næstu daga
Suðlægir vindar munu blása
um landið áfram næstu daga
Bæjarráð Akureyrarbæjar:
Fundum neöida
og stjóma
stofnana
verði fækkað
í frumvarpi að fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar fyrir 1992 er
að því stefnt að fækkað verði
fundum hjá nefndum hæiarins
og stjórnum stofnana. I bókun
bæjarráðs frá 14. janúar er því
beint til formanna nefnda og
stjórna að þeir haldi funda-
fjölda niðri „svo sem kostur er
og breyti vinnulagi þannig að
þetta markmið náist.“
„Pegar menn eru komnir út í
að velta fyrir sér hverri krónu og
ýmsir málaflokkar gætu hugsað
sér að þiggja eina til tvær milljón-
ir króna í hækkun, þá getur það
skipt máli að ná sparnaði með
þessum hætti. Bæjarráð hefur
samþykkt að láta fara fram úttekt
á rekstri ýmissa stofnana í bæjar-
kerfinu. Sparnaður vegna nefnda-
funda er bara einn liðurinn í því.
Það er ekkert óeðlilegt að fyrir-
tæki eins og bæjarfélagið með
öllu sínu umfangi þurfi endur-
skoðunar við annað slagið,“
sagði Heimir Ingimarsson, for-
maður bæjarráðs.
Hann sagði að menn gerðu sér
vonir um að spara tvær til þrjár
milljónir króna með fækkun
nefndarfunda. óþh
og ekki er fyrirsjáanleg nein
nordanátt á næstunni. Búist er
við að skiptist á með nokkuð
hvassri sunnan átt og rigningu
en iygni og þorni á milli.
Búist var við sunnan hvassviðri
um norðanvert landið með
morgninum en að lægja myndi er
á daginn liði. Aftur er búist við
að hvessi af suðri með úrkomu
næstu nótt og hitastig verði yfir
frostmarki þótt kólni nokkuð.
Að sögn veðurfræðings hjá
Veðurstofu íslands eru engin
merki um norðanátt fyrirsjáanleg
næstu daga og búist er við svip-
uðu veðri og verið hefur - suð-
lægum áttum og úrkomu eftir því
sem lægðir fara framhjá landinu.
Blíðviðri í janúar.
Mynd: Golli
Viðbótar loðnukvóti upp á 300.000 tonn gefinn út á föstudag:
Loðnuverðið datt niður áAustQörðum
- erlendir mjöl- og lýsiskaupendur kipptu að sér höndum - „sjómenn fást ekki
til að fiska loðnuna fyrir ekki neitt,“ segir Sverrir Leósson, útgerðarmaður
Ljóst er aö eigi sá loönukvóti
að nást sem nú hefur verið gef-
inn út yrði það íslandsmet hjá
loðnuflotanum á vetrarvertíð.
Sem kunnugt er var gefinn út
300.000 tonna viðbótarkvóti
síðastliðinn föstudag og sú
ákvörðun virðist strax hafa
haft þær afleiðingar að hráefn-
isverðið hefur lækkað. Þannig
borguöu verksmiðjur á Aust-
fjörðum 4.200 kr. á tonnið í
gær en í síðustu viku var verðið
á bilinu 4.500 til 4.800 kr. Þær
skýringar sem forsvarsmenn
verksmiðjanna gefa á þessu
eru þær að við viðbótarút-
hlutunina á föstudag hafi kaup-
endur loðnumjöls og -lýsis
erlendis kippt að sér höndum
enda sjái þeir fram á nægilegt
framboð síðar í vetur, bæði
vegna veiðanna hér við land og
einnig vegna veiða Norðmanna
í Barentshafí.
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins, segir að eftirspurn eftir
mjöli hafi verið dræm eftir ára-
Rauðinúpur ÞH til hafnar á ný vegna sveifarhússsprengingar:
„Erum að leita að bátum til
að leggja upp hjá okkur“
- segir Haraldur Jónsson, útgerðarstjóri Jökuls hf.
„Við erum að leita að bátum
til að leggja upp hjá okkur til
að brúa bilið meðan að Rauði-
núpur ÞH er frá veiðum. Sveif-
arhússsprengingarnar í vél
togarans hafa sett stórt strik í
reikninginn. Fisk verðum við
að fá til vinnslu þannig að físk-
verkafólkið hafí við eitthvað
að vera,“ sagði Haraldur Jóns-
son, útgerðarstjóri Jökuls hf. á
Raufarhöfn.
Hjá Fiskiðju Raufarhafnar hf.
eru um fimmtíu manns á launa-
skrá vegna fiskvinnslu. Þessir
starfsmenn hafa haft litla vinnu
eftir áramót. Rauðinúpur ÞH
hefur verið í vélarupptekt frá því
fyrir jól og tvívegis hefur orðið
sveifarhússsprenging í vél togar-
ans sem veldur að enn situr við
það sama, togarinn kemst ekki til
veiða.
„Við fengum nær þrjátíu tonn
úr Þór Péturssyni ÞH. frá Húsa-
vík um helgina og þann afla er
verið að vinna. Áður höfðum við
fengið fimmtán tonn og báturinn
er nú að veiðum fyrir Fiskiðjuna.
Rauðinúpur ÞH var dreginn inn
til Reykjavíkur í annað sinn
vegna vélarbilunar. Tæknimenn
standa ráðþrota vegna sveifar-
hússsprenginganna og nú er svo
komið að tæknimaður er á leið til
íslands frá Japan. Vélar togarans
eru japanskar og því er þessi
maður á leið til okkar,“ sagði
Haraldur Jónsson. ój
mótin. Þá hafi fréttir af viðbótar-
kvóta ekki hvetjandi áhrif á
kaupendur.
„Kaupendurnir eru rólegir og
mér finnst eins og þeir kaupi eftir
hendinni. Þegar þeir kaupa þá
vilja þeir fá mjölið strax en þeir
kaupa ekki fram í tímann," sagði
Jón Reynir. Hann sagði einnig að
lítið hafi selst af gæðamjölinu
sem framleitt er í verksmiðju SR
á Seyðisfirði en margir kaupend-
ur hafi vöruna nú til skoðunar og
vonir standi til að síðar í vetur
glæðist sala á vörunni.
Hjá Magnúsi Bjarnasyni í
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar fékkst
staðfest í gær að verð sé á niður-
leið og komið í 4.200 kr. Bæði
spili fyrrnefnd úthlutun á kvóta
inn í, tregða kaupenda erlendis
og minnkandi fita í loðnunni.
Sverrir Leósson, útgerðarmað-
ur Súlunnar EA, var mjög óhress
með tíðindi af lækkandi verði hjá
verksmiðjunum. „Þeir eiga erfitt
þessir menn. Þetta eru mannleg
viðbrögð miðað við augnablikið
en spurningin er um framtíðina.
Það kemur dagur á eftir deginum
í dag og þeir sem eru í því að búa
til vandamál verða sjálfir að leysa
þau. Núna er kristaltært að þó
nóg loðna sé í sjónum þá fá þeir
ekki sjómenn til að fiska hana
ifyrir ekki neitt,“ sagði Sverrir.
Hann sagði sér ekki koma á
óvart þessi viðbrögð verksmiðj-
anna nú en hafa verði í huga að
veiðar íslendinga vigti ekki svo
Iþungt á heimsmarkaðinum á mjöli
og lýsi og því séu verksmiðjurnar
alltof fljótar að lækka verðið
„Það væri slæmt skref afturábak
ef verksmiðjurnar ætla að fara að
keyra niður verðlagninguna. Til
lengri tíma litið þarf að fara var-
lega í sveiflur af þessu tagi. En
þessu verður ekki tekið þegj-
andi,“ sagði Sverrir. JOH
Akureyri:
UmdeM bókun bæjarráðs um
opnunartíma leiktækjasala
Búast má við töluverðum
umræðum á fundi bæjarstjórn-
ar Akureyrar í dag um sam-
þykkt bæjarráðs frá 19. des-
ember sl. þar sem bæjarráð
lagði til þá breytingu á lögreglu-
samþykkt Akureyrarbæjar frá
1954 að leiktækjasali megi
eftirleiðis hafa opna frá kl. 12 á
hádegi til 23.30. Áður var
heimilt að opna þá kl. 15 og
hafa opna til kl. 23.30.
Leiktækjasalir hafa reyndar
verið opnaðir fyrr en núgildandi
lögreglusamþykkt kveður á um
við litla hrifningu forsvarsmanna
skólanna í bænum. Samkvæmt
upplýsingum Dags sendu þeir
bæjarfógeta bréf um málið
nokkru fyrir jól þar sem athygli
var vakin á að ekki væri farið eft-
ir gildandi lögreglusamþykkt um
opnunartíma.
Bæjarráð samþykkti hins vegar
19. desember að heimila opnun á
leiktækjasölunum frá kl. 12 dag-
lega.
Á fundi íþrótta- og tómstunda-
ráðs í gær brugðust menn illa við
þessari samþykkt bæjarráðs og
hörmuðu að málið skyldi ekki
hafa verið borið undir íþrótta- og
tómstundaráð. Ætla má að bók-
un þess í gær verði rædd á bæjar-
stjórnarfundinum í dag. óþh