Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. janúar 1992 - DAGUR - 7 Til hamingju Þórsarar! Hermann Karlsson varði frábærlega í Keflavík og átti stóran þátt í mikilvæg- um sigri Þórs. Mynd: Golli Þórsarar eru nú nánast öruggir með sæti í 1. deild að ári eftir góðan útisigur á HKN, einum helsta keppinaut liðsins um 1. deildarsæti. Þórsarar höfðu yfírburði í leiknum, sigur þeirra var aldrei í hættu og lokatölurnar urðu 22:27. Þetta var annar sigur Þórs á HKN á einni viku og fíest bendir nú til að Þórsarar þurfí að tapa fímm af þeim leikjum sem eftir eru til að missa af 1. deildarsætinu. Það er erfítt að ímynda sér að það geti gerst og því fer að verða óhætt að óska Þórsurum til hamingju með árangurinn. HKN-ingar byrjuðu á því að taka þá Ole Nielsen og Jóhann Samúelsson úr umferð og gerðu það nánast allan leikinn. Það bar þó lítinn árangur, Þórsarar kom- ust strax yfir og héldu 2-3 marka forystu allan fyrri hálfleik. Stað- an í hléi var 13:10. I seinni hálfleik voru yfirburðir Þórs algerir og þeir náðu á tíma- bili 8 marka forystu en Suður- nesjamenn klóruðu í bakkann í lokin. Hermann Karlsson átti frábær- an leik í marki Þórsara, varði upp undir 20 skot, þar af 3 vítaköst. Sævar Árnason sýndi á sér nýja hlið, lék vinstra megin fyrir utan meðan Ole og Jóhann voru tekn- ir úr umferð og var mjög sprækur í þeirri stöðu. Annars var liðs- heildin sterk að venju hjá Þórsur- um og er ekki nokkur vafi á að þjálfarinn Jan Larsen á þar stór- an hlut að máli en hann hefur gert frábæra hluti með þetta unga og efnilega lið. Þess má geta að hann komst ekki með vegna veik- inda. Þórsarar hafa enn ekki tapað stigi eftir 8 umferðir og fátt virð- ist geta stoppað liðið héðan af. HKN og Afturelding hafa tapað sex stigum og eiga eftir að spila innbyrðis auk þess sem þau eiga bæði eftir einn leik gegn ÍR sem verður að teljast líklegt að þau tapi. Þórsarar mega því nánast örugglega tapa 8 stigum og markatala liðsins er það góð að það yrði sennilega að tapa 10 stigum til að HKN eða Aftureld- ing kæmust upp fyrir. Þetta þýðir að Þórsarar geta sennilega áhyggjulausir tapað báðum leikjunum fyrir ÍR en það er auð- vitað óþarfi og eigum við ekki að segja að það sé einnig ólíklegt? Mörk HKN: Romas Pavalonis 8, Björg- vin Björgvinsson 4, Pétur Ingi Magnús- son 3, Gísli Jóhannsson 2, Guöbjörn Jóhannesson 2, Magnús Þórðarson 2, Ólafur Thordarson 1. Mörk Þörs: Ole Nielsen 8, Sævar Árna- son 5, Jóhann Samúelsson 4, Rúnar Sig- tryggsson 4, Atli Rúnarsson 3, Ingólfur Samúelsson 1, Kristinn Hreinsson 1, Ólafur Hilmarsson 1. „Sumir hreinlega að springa ef þeir komast ekki í golf ‘ - tvö mót að Jaðri um helgina Kylfíngar á Akureyri hafa ver- ið brosmildir í veðurblíðunni upp á síðkastið enda aðstæður að Jaðri nánast eins og að sumarlagi. Um helgina var slegið upp tveimur mótum á vellinum og voru keppendur samtals um 100 talsins. Sama fyrirkomulag var á mótunum báða dagana. Leiknar voru 18 holur og var betri 9 holu hringurinn látinn gilda. Aðeins var leikið með forgjöf og urðu úrslit þau að á laugardeginum sigraði Skjöldur Jónsson á 30 höggum nettó en jöfn í 2.-5. sæti á 31 höggi urðu Jóhann Jóhanns- son, Erla Adólfsdóttir, Magnús Gíslason og Kjartan Bragason. Á laugardeginum sigraði Ari Baldursson á 30 höggum en jafnir í 2.-3. sæti urðu Þór Árnason og Magnús Gíslason á 32 höggum. Að sögn Smára Garðarsson, vallarstjóra á Jaðarsvelli, er völlurinn mjög góður þessa dag- ana og hafa kylfingar verið dug- legir að nýta sér það. „Það er mikil „traffík“ hérna þessa dag- ana og menn afar ánægðir. Það er nú einu sinni þannig að sumir eru hreinlega að springa ef þeir kom- ast ekki í golf og vita ekki hvað þeir eiga að gera af sér. Þessi góðviðriskafli er því eins og himnasending fyrir þá,“ sagði Smári. Ef veður helst óbreytt verða mót um næstu helgi og sagði Smári ekki útilokað að þá yrði leikið á sumargrínum! Kæra Þórs vegna Haukaleiks: Málinu vísað frá? Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sem einnig á sæti í mótanefnd KKÍ, sagði á blaðamanna- fundi í gær að dómstóll ÍBA yrði væntanlega að vísa kæru Þórsara, vegna úrskurðar mótanefndar KKÍ uin leik Þórs og Hauka í úrvalsdeild- inni, frá þar sem hún hefði þurft að berast innan við 48 tímum eftir að úrskurður mótanefndar lá fyrir. For- maður dómstóls IBA vildi ekki staðfesta þetta í gær. Leikur Þórs og Hauka var flautaður á og af og Þórsurum dæmdur sigur þegar Haukar voru ekki mættir til leiks 45 mínútum eftir að leikurinn átti að hefjast en Haukar kærðu þá ákvörðun. Féllst mótanefnd á rök þeirra og úrskurðaði að leikurinn skyldi fara fram scm fyrst. Þessu vildu Þórsarar ekki una og kærðu til dómstóls ÍBA. Árni Pálsson, lögfræðingur og formaður dómstóls ÍBA, sagði í gærkvöldi að hann ætti eftir að kynna sér hvort vísa bæri málinu frá. Úrskurður mótanefndar KKÍ lá fyrir 9. janúar en Árni staðfesti að kæra Þórsara hefði ekki borist fyrr en í gær. Bikarkeppnin í körfuknattleik: Þór fékk Hauka! - Pétur í landsliðið á ný í gær var dregið í 8 liða úrslit- um bikarkeppninnar í körfu- knattleik og fengu Þórsarar heimaleik gegn „erkifjendun- um,“ Haukum. Þá var til- kynntur landsliðshópurinn sem mætir Litháum ■ þremur leikj- um á næstu dögum og vakti þar mesta athygli að Pétur Guðinundsson er aftur kominn inn í hópinn. Aðrir leikir í 8 liöa úrslitunum eru ÍBK-UMFN, KR-UMFG og UBK-Valur. Leikirnir fara fram dagana 14.-22. febrúar. Stór- leikurinn er auðvitað viðureign Suðurnesjarisanna Keflvíkinga og Njarðvíkinga en óneitanlega vekur viðureign Þórs og Hauka athygli en liðin hafa eldað grátt silfur síðustu vikur eins og fram kemur hér að ofan. í bikarkeppni kvenna drógust saman UMFN-Snæfell, KR- Haukar, ÍS-ÍBK og ÍR-UMFG. Þess má geta að þetta er fimmta árið í röð sem ÍS og ÍBK dragast saman í 8 liða úrslitunum og hef- ur sigurliðið úr þeirri viðureign ævinlega orðið bikarmeistari. Landsleikirnir við Litháa fara t'ram 22., 23. og 24. janúar. Hóp- urinn verður eins skipaður og sá sem mætti Pólverjum að því undanskildu að Pétur Guð- mundsson og Guðjón Skúlason koma inn í stað Axels Nikulás- sonar og Páls Kolbeinssonar sem eru meiddir. Það verða því tveir „Stólar“ í liðinu, þeir Pétur og Valur Ingimundarson. íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Skagamenn meistarar - Þórsarar í 1. deild íslandsmótid í innanhússknatt- spyrnu, 1. og 2. deild karla og 1. deild kvenna, fór fram í Laugardagshöll um helgina. Skagamenn uröu Islandsmeist- arar í karlafíokki, sigruöu Fram 3:1 í úrslitaleik. Þórsarar komust upp í 1. deild en Reyn- ir A. og Einherji féllu í 3. deild. KA-menn voru eina norð- lenska liðið í 1. deild og léku í riðli ineð Grindavík, Fram og Haukum. Liðið varð í öðru sæti í sínum riðli, sigraði Grindavík 3:0 og Hauka 3:0 en tapaði 1:4 fyrir Fram. Liðið tapaði síðan 1:2 fyrir IA í 8 liða úrsíitum. Þórsarar höfðu mikla yfirburði í sínum riðli í 2. deildinni, sigr- uðu Hvöt 8:0, HSÞ-b 3:2 og Ein- herja 7:1 og komust þar með upp í 1. deild. Þór keppti einnig í kvenna- deildinni og gerði 1:1 jafntefli við Stjörnuna og tapaði 0:6 fyrir UBK en leikurinn við Sindra féll niður þar sem Sindri komst ekki vegna veðurs. Breiðablik varð íslandsmeistari, sigraði ÍA 3:1 í úrslitaleik. Íshokkí: SA-Björninn frestað Fresta varð viðureign Skauta- félags Akureyrar og Isknattleiks- félagsins Bjarnarins á íslands- mótinu í íshokkí sem fram átti að fara á laugardaginn. Ástæðan var sú að ekki tókst að halda svelli á vellinum í hitanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.