Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. janúar 1992 - DAGUR - 13 Bæjarverk - Hraðsögun Fyrirtæki, einstaklingar og húsfélög athugið. Malbikun og jarðvegsskipti. Snjómokstur. Case 4x4, kranabíll. Steinsögun, kjarnaborun, múrbrot, hurðargöt, gluggagöt. Rásir í gólf. Vanir menn. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Bæjarverk - Hraðsögum hf, sími 22992 Vignir, Þorsteinn 27507, verkstæðið 27492 og bílasímar 985-33092 og 985-32592. Húsavíkurkirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18 mið- vikudag. Beðið fyrir sjúkum. Fyrirbænaefni berist sóknarpresti í sfma 41317. Náttúrugripasafnið á Akureyri, Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið á sunnudögum kl. 13-16. Skrifstofa Geðverndarfélags Akur- eyrar Gránufélagsgötu 5 er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10-12 og þriðjudaga kl. 16-19, sími 27990. Fólk er hvatt til að líta inn eða hringja og nota þessa nýju þjónustu. Opið hús alla miðvikudaga frá kl. 20.00. Allir velkomnir í kaffi, spil og spjall. „Möinmumorgnar“ - opið hús í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Miðvikudaginn 22. janú- ar frá kl. 10-12: Valgerð- ur Magnúsdóttir fjallar um sjálfs- styrkingu. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. BORGARBÍÓ Þriöjudagur Kl. 9.00 Dauða kossinn TOMÍMII) «K£ tEE FRUMSKÓGARHiTl Þriðjudagur Kl. 9.05 Frumskógarhiti BORGARBÍO ® 23500 Minning ■tJ3 Guðni Ingimundarson ^ Fæddur 3. febrúar 1903 - Dáinn 11. janúar 1992 Laugardaginn 18. janúar var ti! nroldar borinn hann afi okkar. Hann fæddist á Snartarstöðum í Núpasveit og var elstur barna Ingimundar Sigurðssonar og Guðnýjar Guðnadóttur sem þar bjuggu. Afi ólst upp á Snartarstöðum á stóru heimiíi þar sem alltaf var rnargt um manninn. Ungur hóf hann afskipti af ýmsum málefn- um í sinni sveit og þau voru mörg trúnaðarstörfin sem afi gegndi fyrir sína heimabyggð. Afi fór til náms að Hvanneyri og lauk það- an búfræðiprófi. Nýbýlið Hvol reisti hann í landi Snartarstaða ásamt konu sinni Halldóru Hall- dórsdóttur, en hún lést eftir skamma búsetu á nýja heimilinu. Þeim varð ekki barna auðið, en hjá þeim átti heimili frá unga aídri Benedikt faðir okkar, þegar pabbi og mamma svo giftust áttu þau og síðar við öll heimili á Hvoli. Þannig urðum við börnin hans afa. Afi var félagslyndur og prúður, maður sátta og samlyndis; hann- feykti engum um koll. Eftir að við systkinin komumst á legg sást Guðni á Hvoli sjaldan einn, held- Nauðungaruppboð verður á neðangreindum eignum í skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, fimmtudaginn 23. janúar 1992: Kl. 13.00, Burstabrekka, Ólafsfirði, þingl. eign Þórðar Guðmundssonar. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur B. Árnason hrl. og Sigríður Thorlacius hdl. Önnur og síðari sala. Kl. 13.15, Bylgjubyggð 1, Ólafsfirði, þingl. eign Björns Vals Gíslasonar. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingasjóður ríkisins, Atvinnu- tryggingasjóður útflutningsgreina og Arni Pálsson hdl. Önnur og síðari sala. Kl. 13.30, Aðalgata 3, Ólafsfirði, þingl. eign Þorsteins S. Jónssonar. Uppboðsbeiðandi er: Lögfræðideild íslandsbanka. Önnur og síðari sala. Kl. 13.45, Hólkot, Ólafsfirði, þingl. eign Ólafsfjarðarkaupstaðar. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Sigríður Thorlacius hdl. Önnur og síðari sala. Kl. 14.00, Bylgjubyggð 4, Ólafsfirði, þingl. eign Sigtryggs V. Jónssonar. Uppboðsbeiðendur eru: Atvinnutryggingasjóður útflutnings- greina og Ólafsfjarðarbær. Önnur og síðari sala. Kl. 14.30, Bylgjubyggð 2, Ólafsfirði, þingl. eign Hótels Ólafsfjarðar hf. Uppboðsbeiðandi er: Steingrímur Eiríksson hdl. Bæjarfógetinn í Ólafsfirði. ur með þrjár litlar stúlkur í eftir- dragi, hvort sem hann var að fara á hrútasýningu í Leirhöfn, að mæla nýrækt á Sléttunni, spjalla við Stefán á Arnarhóli, eða í kirkju. Á morgnana, sérstaklega í skammdeginu, var læðst inn í herbergi til afa, upp í rúm og hvíslað, „viltu lesa“ og afi las, sögur og ljóð. Með afa uxum við upp, vorum þátttakendur í bú- skapnum, sátum yfir ánum í Nes- inu á sauðburði, smöluðum, rúð- um og fórum í selveiðar á vorin. Eftir að við fórum að heiman í skóla, fylgdist afi með og hvatti til dugnaðar, tók gjarnan á eintal að hausti og í jólafríi, gaf pen- inga og bað okkur að vera nú dugleg. „Það borgar sig,“ sagði afi alltaf. Eftir að við fluttum að heiman og stofnuðum heimili var gaman að fara heim og hjálpa til á vorin, með börn okkar. Þá fékk afi langafabörnin og þeim var vel Landssamband framsóknarkvenna: Mótmælir harðlega „dæmalausiim vinnubrögðum ríkisstjórnariimar“ „Stjórnmálanefnd Landssam- bands framsóknarkvenna mót- mælir harðlega þeim dæmalausu vinnubrögðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að láta niður- skurð ríkisútgjalda bitna fyrst og fremst á þeim sem síst skyldi, börnum, sjúklingum, öldruðum og öryrkjum.“ Þannig hefst ályktun sem Landssamband framsóknarkvenna hefur sent frá sér. Þar segir ennfremur: „Stjórnmálanefndin mótmælir niðurskurði til menntamála og telur að einmitt við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu sé brýnt að bæta og auka menntun í landinu. Nefndin mótmælir skatt- lagningu sjúkra, aldraðra og ör- yrkja sem felst í hækkun læknis- þjónustu, heilsugæslu og lyfja auk skerðingar lífeyris almanna- trygginga. Nefndin mótmælir þeirri árás á fjölskylduna sem skerðing barnabóta felur í sér. Nefndin skorar á ríkisstjórnina að snúa frá þeirri aðför að velferðar- kerfinu, sem byggt hefur verið upp af fyrirhyggju og framsýni þeirra sem metið hafa manngild- ið ofar auðgildinu." tekið ekki síður en okkur á sín- um tíma. Eftir að afi hætti búskap og flutti á „mölina“ með pabba og mömmu fækkaði ferð- um, en þá kom afi bara í heim- sókn til okkar. Hann las fyrir börnin og fræddi okkur þau full- orðnu um gamla hætti og ætt- fræði. Fyrir fjórum árum flutti hann svo á Hvamm, dvalarheimili fyrir aldraða á Húsavík. Þar kynntist hann nýju fólki, fór aftur að spila bæði vist og bridds og hafði nógan tíma til að lesa. 4. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviijaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærieikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. 5. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. (Úr fyrra Korintubréfi). Með þessum orðum kveðjum við og þökkum fyrir okkur. Erna, Rannveig, Guðmundur Orn og fjölskyldur. Til leigu í Miðbænum Til leigu er 292 fm á II. hæð í Miðbænum. Húsnæðiö er notað fyrir verslun og þjónustu dag og leigist frá byrjun apríl. Sérinngangur og næg bílastæði. Kaupvangsstræti 4 sími 26100 Akureyri Félagsleg kaupleiguíbúð á Svalbarðseyri Nú er laus til umsóknar ein félagsleg kaup- leiguíbúð á Svalbarðseyri. Um er að ræða þriggja herbergja raðhúsíbúð sem verður afhent í byrjun mars n.k. . Upplýsingar fást á skrifstofu SvalBarðsstrandar- hrepps, sími 24320. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar 1992. Sveitarstjóri. Bridgesamband Norðurlands eystra Svæðamót í tvímenningi á Dalvík 25. janúar Svæðamót Norðurlands eystra, tvímenningur, verður haldið í Víkurröst, Dalvík, laugardaginn 25. janúar og hefst stundvíslega kl. 9.30. Þátttakendur mæti 10 mínútum fyrr. Mótið er opið öllu bridgefólki á Norðurlandi eystra, og er þáttökugjald kr. 1.200, á mann. Spilaðar verða tvær lotur eftir Mitchel fyrirkomulagi, alls 50- 60 spil. Vinsamlegast tilkynnið þáttöku sem fyrst og í síðasta lagi fyrir kl. 19 föstudaginn 24. janúar, eftir það er ekki hægt að ábyrgjast þátttökurétt. Eftirtaldir aðilar taka á móti skráningu í svæðismótið, Páll Jónsson í síma 21695 heima, eða 25200 vs. Óli á Húsavík í síma 41314, Helgi á Bægisá í síma 26826, Ólafur í síma 61619 heima, eða 61354 Dalvík og Frímann í síma 21830 eða/og 24222 vs. Spilað verður um silfurstig og efsta sætið gefur þátttökurétt í úrslitum (slandsmótsins í tvímenningi. Bridgesamband Norðurlands eystra. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Eyrarvegi 7, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 17. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30. Stefán Þórarinsson, Þórarinn B. Stefánsson, Livia K. Stefánsson, Valborg Stefánsdóttir, Valdimar Kristinsson, Kristinn Valdimarsson, Stefán Ingi Valdimarsson. Bróðir minn, VIGFÚS G. PÁLMASON, smiður, frá Samkomugerði, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð 17. janúar sl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. janúar kl. 10.30. Baldvin Pálmason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.