Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. janúar 1992 - DAGUR - 5 Jólakrossgáta Dags vin- sælli en nokkru sinni - dregið úr réttum lausnum í gær í gær var dregið úr innsendum lausnum á jólakrossgátu Dags, en skilafrestur rann út 17. janúar síðastliðinn. Metþátt- taka varð að þessu sinni en alls bárust 426 lausnir. Tvenn verðlaun voru í boði fyrir rétta lausn og reglurnar þær að handhafi þess seðils sem fyrst yrði dreginn úr bunkanum hlyti 1. verðlaun. Upp kom nafn Unn- ar Snorradóttur, Þórunnarstræti 133, Akureyri. Unnur hlýtur að launum SHARP QT238 ferðatæki með útvarpi og tvöföldu segul- bandi, að verðmæti 15.412 krónur. 2. verðlaun, SHARP QT247 ferðatæki með útvarpi og segul- bandi, að verðmæti 6.719 krónur, hlýtur Sigríður Pálsdóttir, Mar- arbraut 3, Húsavík. Gefandi vinninga er Vöruhús KEA á Akureyri. Lausn gátunnar í heild birtum við hér að neðan. í tölusettum reitum krossgátunnar var hins vegar fólgin eftirfarandi vísa, og hana átti að senda inn sem lausn: Blessuð jólin boða frið brátt fer sólin hærra. Út um bólin viljum við veita skjól því smærra. Það er fróðlegt að skoða hvað- an af landinu lausnir bárust. Langflestar komu frá lesendum á Norðurlandi eystra eða 345 talsins, 44 lausnir bárust af Norðurlandi vestra og 37 frá öðr- um stöðum af landinu. Nánari skipting var sem hér segir: Akureyri 196; sveitir Eyjafjarðar 58; sveitir Pingeyjar- sýslna 34; Húsavík 18; Reykjavík 14; Ólafsfjörður 11; Dalvík, Sauðárkrókur og Siglufjörður 9, sveitir Skagafjarðar 8; Blönduós 7; Hvammstangi 6 og Kópasker 5. Fjórir seðlar eða færri bárust frá alls 36 stöðum á landinu. Við þökkum lesendum góðar undirtektir og Vöruhúsi KEA fyrir þátt þess í leiknum. Einnig þökkum við þær mörgu og góðu kveðjur sem lausnunum fylgdu. Að lokum er rétt að minna á að frestur til að senda inn lausnir á áramótamyndagátu Dags renn- ur út í lok þessa mánaðar. § g. N»' p,„ *e«í m t r.i § Cp'.- rvn; SmU HíU ,i»- Jtl £ & t C,t«4. A R N A D I, V r ÍS X V A £ A1 x i jZís fJá X ft fJ T A R g X x .T .»■ ;* - p x k fl r X 9 ■ i w A Jj A b X, T , x L x j£ T x 6 Æ V) &• L fl G £ 0 u M u «1 TT R fl x p J ’h 5K wf L V I T £ A ð/ a rJ L I 4 m P3. 77 S.ll. V ft N «9 S 1 JLJ G- u e íi-mi.. I> x ft n % V) * ,t,lti 0 £ D V £ r r 5 a ö U M A fl s r i j| 4 y cff V) 'A A R X T o 6- ! 3 x I A/ A y •HF fh 7 AJ fl R r \ F : U R. 1 R H ft i t x V JU jy. m J K) 'fl t> 0 i 'A I M j L« tt.H V e e é x F ""5! L I 'fl M fí 6- [i ft x i r M I O rc Ur. L..„! ~i i..í« j“ i E y 5 T A j o u x x L e G- r 3 '£ 'e L D ft n r j ft • ft 0 k aJ A fl e x L "\J T Al R 0 ft R L& ‘«3 fl V Æ L T I 5 L e í'r**'* [fl x L o L x T SlV-! I o k ft J L . A JL G r»*— s X t X « x L x ft u p x u aj “T £ X 7l\ JK fl f 'ft U s A N x I X x R fl u x R J b a 2; 7 L jL A X u M a x - nTTf n ir I ft U M J >J A/ X > M r z x x M 1 rT" 1 r*«« E L ft > 6 jj O V T o s? N X x T mHi? 1 1 0 L L u r- 1 X K T S V U T u x ! t.1 k fl U P C r ft u T I I I M !t:; 'o L % i TT ! ct. I L X P u i rJ N u ?rr.r. ft r M u x L u l =1 il L I J 1. f L H f ’Jl Cr A 6 M ft •.'i; •* 3 p A T> _ _ Ny,u' M A L ft R 1 L N U r u M 3 p L JL ft Ó L - ft •r 'ft M ft ij rt u 3 x 8*,.r S.-M rr Xrrt Briin íru.r M. T.,. S.-.U Ð IUl.it, T £ fl u t S T 5 A1 'fi ’jy ' ~ ■ JL L x x. .> ft ú x r H«»ls I X A U V J ;;ci» 'ft s 5 R u a S L r aJ u 'ó ó E r x *■«*.. TA £ F I 1 r u 6■ j R ft fl Ó x x J 2L X ft ‘V e ’tOt' e X P u w u : Ál ft f L £ A, fl G x f I Sa=. r ft £ 1 ’x N J fl u 1 L ft tJ ft T Ji o' N R r x x 3 x r V a/ S*jL n— I L ' J (r A 1 ft £ 6- r:“' V A T x g >v7 x ft T x x x fl sw!" u 'ft L L / LA A X P 'E r u R x x L- x T R e x D u 55 0 S J L S T fi Zl,. t ± i»-Li X x L T I jJ T r x fl Otúlté. T L T f\ rJ t La X L T A R ..... R x ft X ft ft ij ft-Tfl 1 b T G (\ u ft fl t L JL A L 7 j£ G_ A u p x Wl.« R Li 5 A "fl Náttúrukraftur - tónleikar Martins Berkofskys Föstudaginn 17. janúar efndi Tónlistarfélag Akureyrar til þriðju tónleika sinna á þessu starfsári. Á þeim kom fram píanó- snillingurinn Martin Berkofsky og lék verk eftir Schubert, Ludwig van Beethoven og Liszt. Martin Berkofsky þarf ekki að kynna mörgum orðum svo oft sem hann hefur verið hér á landi og haldið námskeið og tónleika. Hann hóf tónlistarferil sinn ung- ur að árum og var ekki nema sex ára þegar hann hóf nám, einungis ellefu ára, þegar hann fyrst kom fram í sjónvarpi í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og þrettán ára lék hann fyrst á tónleikum. Af þessu litla um upphaf ferils þessa tónlistarmanns er augljóst, að það eru engin undur, þó hljóðfærið sé honum handleikið og verði sem næst náttúrulegur hluti hans sjálfs, þegar hann sest við það; sem eðlislægur miðill til þess að tjá tilfinningar og hrær- ingar, sem ólga og svella í brjósti listamannsins. Efnisskrá Martins Berkofskys hófst á tveim Impromtuum eftir Schubert, Opus 90 nr. 3 og 4. Þessi fallegu verk flutti hann af innlifun og hlýleika jafnframt því, sem blæbrigði í styrk og áslætti nutu sín skemmtilega og tjáningarríkt. Næst á efnisskrá var Sónata opus 2 nr. 1 eftir Beethoven. Þetta verk, sem skiptist í fjóra kafla, Allegro, Adagio, Menuetto: Allegro og Prestissimo, naut sín fallega í túlkun Berkofskys. í Allegro-kaflanum braust fram hrífandi þróttur og leikfjör. Adagio-kaflann lék Berkofsky af natni og yfirvegun og nýtti rubato og tenuto ljúflega til þess að leggja áherslu á blæ kaflans. Menuetto: Allegro-kaflinn var lilýr og syngjandi og Prestissimo- kaflinn fullur fjörs og tilfinninga, sem brutust fram líkt og í tóna- gosum. Næstu tvö verk á efnisskránni voru eftir Wagner-Liszt, það er að segja píanóútsetningar Liszts á Valhöll úr Niflungahring Wagners og Ástardauða Isoldar úr Tristan og Isold. í þessum verkum nýtti Berkovsky alla vídd hljóðfærisins og má jafnvel segja, að hann hafi farið út fyrir hana, því að iðulega krafðist hann slíks styrks af hinum stóra flygli Tón- listarfélags Akureyrar í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju, að það ágæta hljóðfæri gat í raun ekki skilað honum sem tóni, heldur miklu frekar sem hávaða. Leikur Berkofskys bar þó alla tíð glögg merki hinnar miklu tækni, sem hann ræður yfir sem píanó- leikari og þeirrar innlifunar, sem hann leggur í túlkun sína. Efnisskrá tónleikanna lauk á tveimur verkum eftir Liszt: Les Morts-Oraison og Funerailles (október 1849). Þegar hér var komið var tónn flygilsins tekinn að láta verulega á sjá og hefði í raun verið nauðsynlegt að fara yfir stillingu hans. Þetta lýtti flutning lokaverkanna tveggja. Samt dró Berkofsky fram blæ Ný stjóm Rithöfimdasjóðs íslands Menntamálaráðherra hefur skipað í stjórn Rithöfunda- sjóðs íslands um þriggja ára skeið frá 1. febrúar 1992 að telja. Stjórnarmenn eru Gísli Sig- urðsson bókmenntafræðingur og Þuríður Jóhannsdóttir kennari og bókmenntafræðingur skipuð samkvæmt tilnefningu Rithöf- undasambands íslands, og Sverr- ir Hermannsson bankastjóri skipaður án tilnefningar. Stjórn Rithöfundasjóðs úthlut- ar úr sjóðnum þeirri fjárhæð sem hann hefur yfir að ráða sam- kvæmt 11. gr. laga nr. 50/1976 um almenningsbókasöfn. Úthlut- unarfé er skipt í tvo jafna hluta, sbr. 2. gr. reglugerðar um Rit- höfundasjóð íslands nr. 84/1977. Skal öðrum helmingi fjárins út- hlutað til rétthafa samkvæmt bókaeign þeirra í almennings- bókasöfnum. Hinn helmingur út- hlutunarfjár sjóðsins skal veittur einstökum höfundum til viður- kenningar fyrir ritstörf. Þá er og heimilt að veita þýðendum fram- lag úr sjóðnum. Úthlutun skal lokið fyrir 15. maí ár hvert. Félag íslenskra iðnrekenda: Sveinn S. Hannesson ráðinn framkvæmdastjóri Sveinn S. Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Sveinn er 41 árs, fæddur á Seyðisfirði. Hann lauk kandidats- prófi frá viðskiptadeild Háskóla Islands árið 1974. Sveinn starfaði hjá Seðlabanka íslands, ríkis- ábyrgðasjóði, síðasta námsár sitt og var þar í eitt ár eftir að námi lauk. Hann starfaði síðan hjá Landssambandi iðnaðarmanna í 5 ár. Frá ársbyrjun 1980 til ársloka 1986 var Sveinn forstöðumaður hagdeildar og síðar lánasviðs Iðnaðarbanka íslands hf. Hann var þá ráðinn framkvæmdastjóri eignarleigufélagsins Lýsingar hf. og hefur gegnt því starfi síðan. Sveinn S. Hannesson er kvænt- ur Áslaugu Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjórar dætur. Hann mun hefja störf hjá Félagi íslenskra iðn- rekenda um miðjan mars. verkanna á hrífandi hátt. Berkovsky er ef til vill ekki við allra hæfi í túlkun sinni. Hún ein- kenndist mjög af miklum tilfinn- ingahita, sem brýst fram í gífur- legum víddum í styrk og áberandi tenútóum og jafnvel rúbatóum. Flutningsháttur hans dýpkar og jafnvel ýkir blæ rómantískra verka svo mjög, að jaðrar við ofgnótt á stundum. Snilli hans er hins vegar óumdeilanleg og ætíð frískandi og vekjandi að hlýða á leik hans - og ekki síður æskilegt til samanburðar við aðra flytj- endur, svo ólíkur sem hann er flestum öðrum í túlkun sinni. Haukur Ágústsson. MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Kaupvangsstræti 16 Almenn námskeið 3. febrúar til 20. maí Barna- og unglinganámskeið 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 6-8 ára. Tvisvar í viku. 4. fl. 8-9 ára. Tvisvar í viku. 5. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku. 6. fl. 11-12 ára. Einu sinni í viku. Myndlistardeild Byrjendanámskeið. 13-14 ára. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna Teiknun Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku. Módelteiknun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Grafísk hönnun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingalist Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.