Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 21. janúar 1992 - DAGUR - 15 Dagskrá fjölmiðla í dag, þriðiudag, kl. 19.00, hefjast aftur í Sjónvarpinu sýningar á hinum vinsælu þáttum, Fjöl- skyldulít. I þessari nýju þáttaröð eru 80 þættir og viröist ekkert lát á vandræðum og flóknum ástarmálum. Myndin er af Rhett Waltan, sem leikur eitt aðalhlutverkið. Sjónvarpið Þriðjudagur 21. janúar 18.00 Líf í nýju ljósi... (14). Franskur teiknimyndaflokk- ur með Fróða og félögum þar sem mannslíkaminn er tek- inn t;il skoðunar. 18.30 íþróttaspegillinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (1). (Families II.) 19.30 Hver á að ráða? (22). (Who’s the Boss.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ár og dagar líða. Fyrsti þáttur af fimm um málefni aldraðra. Fjallað verður um starfslok fólks og rætt við fólk sem hefur hætt eða er að hætta störfum vegna aldurs. Umsjón: Sigrún Stefánsdótt- ir. 21.00 Sjónvarpsdagskráin. í þættinum verður kynnt það helsta sem Sjónvarpið sýnir á næstu dögum. 21.10 Blóðbönd (3). Lokaþáttur. (Blood Rights.) Breskur spennumyndaflokk- ur. Aðalhlutverk: Brian Bovell. 22.05 Heilbrigð sál í hraustum líkama. Umræðuþáttur um almenn- ingsíþróttir og útivist. Þátt- takendur: Högni Óskarsson geðlæknir, Júlíus Hafstein formaður stjórnar íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Sigrún Stefánsdóttir lektor og Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari. Umsjón: Ólína Þorvarðar- dóttir. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 21. janúar 16.45 Nágrannar. 17.30 Kærleiksbirnirnir. 17.50 Kalli kanína og félagar. 18.00 Táningarnir í Hæðar- gerði. 18.30 Eðaltónar. 19.19 19:19. 20.10 Einn í hreiðrinu. (Empty Nest.) 20.40 Óskastund. Skemmtinefndir kaupstað- anna fá óskir sínar uppfylltar í beinni útsendingu Stöðvar 2. Einhverjir heppnir landar fá tækifæri til þess að láta óskir rætast því dregið verð- ur í Happó og þar ganga allir vinningar út því aðeins er dregið ú seldum miðum. Umsjón: Edda Andrésdóttir og Ómar Ragnarsson. 21.40 Hundaheppni. (Stay Lucky III). Þessir vinsælu bresku spennuþættir hefja nú göngu sína að nýju. Thomas Gynn er ennþá á flótta und- an fortíð sinni. Sambandið við Jan gengur brösuglega að venju enda eru þau bæði lítt til þess fallin að gefa eftir. Þetta er fyrsti þáttur af sjö. 22.35 E.N.G. 23.25 Cassidy. 01.05 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 21. janúar MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00. 06.45 Veðurfregnir • Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. 08.40 Nýir geisladiskar. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00. 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. 09.45 Segðu mér sögu. „Af hverju, afi?" Sigurbjörn Einarsson biskup segir börnunum sögur og ræðir við þau. 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Neyttu meðan á nefinu stendur. 11.00 Fróttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00. 13.05 í dagsins önn - Áhrif umhverfis á líðan fólks. Umsjón: Ásdís Emilsdóttir Petersen. 13.30 Lögin við vinnuna. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Konungsfórn" eftir Mary Renault. Ingunn Ásdísardóttir les (14). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Langt í burtu og þá. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00. 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Leningrad", sinfónía nr. 7 ópus 60, 1. kafli eftir Dimitríj Shostakovitsj. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. 17.30 Hér og nú. 17.45 Lög frá ýmsum löndum. 18.00 Fréttir. 18.03 í rökkrinu. Þáttur Guðbergs Bergsson- ar. 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Tónmenntir - Óperu- tónlist Giacomo Puccinis. Annar þáttur af fjórum. 21.00 Landbúnaðarmál. 21.30 Á raddsviðinu. 22.00 Fréttir • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dagskrá morgundags- ins. 22.30 Leikrit vikunnar: „Ivanov" eftir Anton Tsjekhov. 23.20 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Þriðjudagur 21. janúar 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. 09.03 9-fjögur. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 17.30 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Blús. Umsjón: Ámi Matthíasson. 20.30 Mislétt milli liða. Andrea Jónsdóttir við spilar- ann. 21.00 Gullskífan: „Jackson Brown" með Pretenders frá 1976. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur ljúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7,7.30,8, 8.30, 9,10,11,12,12.20,14,15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Með grátt í vöngum. Endurtekinn þáttur Gests Einars Jónassonar frá laug- ardegi. 02.00 Fréttir. - Með grátt í vöngum. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 21. janúar 8.10-8.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Þriðjudagur 21. janúar 07.00 Morgunþáttur Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra með skemmtilegan morgunþátt. Það er fátt sem þau láta sig ekki máli skipta og svo hafa þau fengið Steinunni ráðagóðu til liðs við sig sen hún gefur ykkur skemmtilegar og hagnýtar ráðleggingar varðandi heim- ilishaldið. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit klukkan 7.30 og 8.30. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Ýmislegt skemmtilegt verð- ur á boðstólum, eins og við er að búast, og hlustendalín- an er 671111. Mannamál kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir. 13.05 Sigurður Ragnarsson. Hressileg Bylgjutónlist í bland við létt spjall. Mannamál kl. 14 og 15. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Steingrímur Ólafsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram. 18.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Sím- inn er 671111. 19.30 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 23.00 Kvöldsögur. Hallgríms Thorsteinsson, í trúnaði við hlustendur Bylgj- unnar, svona rétt undir svefninn. 00.00 Næturvaktin. Stjarnan Þriðjudagur 21. janúar 07.00 Arnar Albertsson. 11.00 Sigurður H. Hlöðverss. 14.00 Ásgeir Páll Ágústsson. 18.00 Eva Magnúsdóttir. 20.00 Darri Ólason. 22.00 Rokkhjartað. 24.00 Næturdagskrá Stjörn- unnar. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 21. janúar 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son með vandaða tónlist úr öllum áttum. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/ Stöðvar 2 kl. 18.00. Síminn 27711 er opinn fyrir óskalög og afmæliskveðjur. fiE <7> fiC u X / smátft JJQHJ # Ríkisskip lagt niður í helgarblaði Dags var viðtal við Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra en hann er þingmaður okkar í Norður- landskjördæmi eystra. Það var ýmisiegt í þessu mikla viðtali við Halldór sem kom ýmsum á óvart. Það kom verulega á óvart að Dal- víkingar hefðu gert athugun á því „hvort gerlegt væri að reka eitt skipanna (Skipaútgerðar ríksins) þaðan og sigla austur fyrir og þá sennilega til Vest- mannaeyja og til baka aftur...“ „En fyrir því var ekki rekstrar- grundvöllur,11 sagði ráðherrann. Eins og mál Skipaútgerðarinnar standa í dag er fullvíst að rekstri hennar lýkur innan skamms. Búið er að selja Samskipum Esju og samningar standa yfir um kaup á Heklu og fleiri eignum Skipaútgerðar ríkisins. Sam- gönguráðherra segir að það sé „farsæl lausn“ að Samskip taki að sér þjónustu Skipaútgerðar ríkisins við Austfirði. Þessi ummæli samgönguráðherra vekja nokkra furðu þegar hugað er að eignarhaldi Samskipa en það félag er í eigu samvinnu- manna eins og flestir vita. Það kemur berlega í Ijós síðar í við- talinu, þegar farið er að ræða við Halldór um landbúnaðarmálin að hann virðist eiga erfitt með skilja hver á hvað. # Hver á hvað? Þegar þar kemur í viðtalinu við ráðherrann að farið er að ræða við hann um landbúnaðarmálin og sérstaklega afurðastöðvarn- ar, segir hann þetta: „Mjólkurbú Flóamanna er eign bændanna sjálfra en hins vegar eru mjólk- ursamlögin fyrir norðan rekin í tengslum við annan rekstur kaupfélaganna þannig að bænd- ur ráða ekki þeim afurða- stöðvum. Eins er um sláturhús- in. Þar sem um hinn blandaða rekstur er að ræða koma upp ótal spurningar um það hver eigi hvað. Eiga verslanirnar á Akur- eyri mjólkursamlagið eða á mjólkursamlagið verslanirnar? Hver er svo staða sjávarútvegs- rekstrar KEA, svo ég taki það sem dæmi? Þessar spurningar eru mjög knýjandi og ábyrgðar- laust að leiða þær hjá sér því samningar um evrópskt efna- hagssvæði og GATT-samkomu- lagið liggja í loftinu...11 Skyldi ein- hver skilja hvað ráðherrann er að fara þegar hann spyr hvort verslanir á Akureyri eigi mjólk- ursamlagið eða hver sé staða sjávarútvegsrekstrar KEA? Það er alltaf sama sagan með Halldór okkar, að hann skilur ekki neitt þegar samvinnuhreyfingin er annars vegar. Hann virðist ekki skilja að þúsundir Eyfirðinga eiga KEA, sem er eitt af 10 stærstu fyrirtækjum á íslandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.