Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 21. janúar 1992 GATT-máJið Orörétt tilvitnun, en leturbreyt- ingar, feitletranir og tölusettar svigamerkingar (X.x. B.H.->) eru gerðar af greinarritara til að benda á hættulegustu atriði sam- þykktarinnar f.h. íslands og íslenskrar bændastéttar. „Flagð undir fögru skinni“ Alþingi 10/1 1992. Samþykkt ríkisstjórnarinnar um GATT. (1.0. B.H.—>) Þátttaka íslend- inga í alþjóðlegu viðskiptasam- starfi hefur skilað íslensku þjóð- arbúi mikilli hagsbót á undan- förnum árum. Þannig byggist greiður aðgangur okkar fyrir sjáv- arafurðir á Bandaríkjamarkaði á árangri fyrri viðræðna og aukin tækifæri á mörkuðum Austur- Asíu byggjast á þeim lækkunum sem væntanlegar eru vegna þess- arar lotu. Eins og önnur fámenn ríki með umfangsmikla utanrík- isverslun á íslandi mikið undir því að skýrar reglur gildi og öryggi ríki í alþjóðaviðskiptum. Alþjóðaviðskipti hafa þróast mjög í frjálsræðisátt á undan- förnum árum og er það vel. Þeg- ar við upphaf Uruguay viðræðn- anna 1986, á ráðherrafundinum í Punta del Este, var ákveðið að stefna að auknu frjálsræði í við- skiptum með landbúnaðarafurð- ir. (2.0. B.H.—>) Hið nýja heild- arsamkomulag sem stefnt er að innan GATT mun ná til allra við- skipta með vörur og þjónustu, og hefur verið haldið uppi viðræðum í fjöldamörgum samningahóp- um. (2.1. B.H.—>) Samkomulag um landbúnaðarkaflann er hins vegar forsenda þess að heildar- samkomulag náist og verður hann ræddur nánar á næstunni. Það er ljóst að á fundi viðskipta- samninganefndar GATT, hinn 13. janúar n.k., verður ekki gengið frá samkomulagi. Ekki er heldur gert ráð fyrir að fari fram eiginlegar samningaviðræður heldur verði rætt um starfsfyrir- komulag næstu vikna og mánaða. (3.0. B.H.—>) Verulegt svig- rúm er innan tillagna Dunkels til tollverndar þeirra afurða sem helst gætu keppt við innlenda framleiðslu, því að ekki er skylt að lækka tolla á hverri einstakri afurð um meira en 15% ef meðal- talið nær 36%. Við frekari vinnslu þessa máls á Norðurlandavettvangi og innan viðskiptasamninganefndar GATT í Genf verður lögð áhersla á eftir- farandi atriði. 1. Unnið verður að því að fá fram þriðjungs lækkun allra tolla á sjávarafurðum til samræmis við aðra vöruflokka. Ennfremur leggur ísland áherslu á að sam- bærilegar tillögur og fyrir liggja um lækkun ríkisstyrkja til Iand- búnaðar nái einnig til sjávar- útvegs. 2. ísland mun gera mjög strangar kröfur á sviði heilbrigð- iseftirlits vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. Hér kem- ur sérstaklega til næmni íslenskra búfjárstofna fyrir smitsjúkdóm- um vegna langrar einangrunar og er í þeim efnum vitnað til biturr- ar og dýrkeyptrar reynslu, þegar á hefur verið slakað. ísland ætlast til viðurkenningar á þessum sér- stöku aðstæðum. 3. Nauðsynlegt er að leyfilegt sé að framreikna stuðnings- aðgerðir miðað við verðbólgu og verðtryggja skuldbindingar, einkanlega í tollaígildum og innanlandsstuðningi. Það er út í hött að sveiflur í verðlagi eða gengi, eða skattkerfisbreytingar, leiði til þess að sumar þjóðir taki á sig meiri skuldbindingar en aðrar. 4. (4.0. B.H.->) íslendingum þykir miður að tillögur Dunkels varðandi niðurskurð útflutnings- bóta skuli ná svo skammt sem raun ber vitni. Utflutningsbæturnar eru þó sá þátturinn sem hefur verst áhrif á heimsviðskipti. f tilboði sínu bauðst ísland til að draga úr útflutningsbótum um 65%. íslensk stjórnvöld hafa í millitíð- inni ákveðið að stefna að algeru afnámi útflutningsbóta frá haust- inu 1992. ísland mun telja það afturför ef hverfa þarf frá þeirri stefnu vegna þrýstings sem skap- ast af öðrum ákvæðum í samn- ingsdrögunum. (4.1. B.H.—>) Sú aðgerð að hverfa frá útflutningsbótum er sársaukafull og hefur m.a. í för með sér verulegan samdrátt í landbúnaðarframleiðslu. (4.2. B.H.—>) ísland kýs hins vegar að halda sig við þessa stefnu en telur að taka eigi tillit til slíkra aðgerða í samkomulag- inu og telja það viðkomandi landi til góða. Af þessum sökum telur ísland að inn í samningsdrögin ættu að koma ákvæði sem hvetja til meiri samdráttar í útflutningsbótum og veita viðurkenningu fyrir slíka aðgerð: Að dómi íslands er álitlegast að gera þetta með eftirfarandi hætti: a) Ríki sem skuldbindur sig til þess að afnema allar útflutnings- bætur hafi rétt til þess frá þeim tíma sem slík aðgerð kemur til framkvæmda að grípa til magn- takmarkana á influtningi á vörum sem útflutningsbætur eru af- numdar á. b) Þá fjárhæð sem útflutnings- bætur eru skornar niður umfram hina almennu umsömdu prósentu (36%), skal heimilt að reikna til góðs. * sem sérstakt álga við tollaígild- un fyrir þær vörur sem í hlut eiga * og/eða sem sérstakar niður- skurðarfríar innanlandsgreiðsl- ur sem bætast við „græna boxið“. 5. Studdar verða kröfur um meiri sveigjanleika við skilgrein- ingu svonefndra grænna greiðslna beint til bænda og áskilið að þær verði ekki bundnar einstakling- um heldur geti þær flust milli bænda og bújarða. Ekki er enn komið að því að ísland taki bindandi afstöðu til hins nýja fyrirkomulags heims- viðskipta sem nú eru í smíðum. Verði hins vegar hægt að sam- ræma þau sjónarmið sem taka þarf tillit til innan ramma heildar- samkomulags (5.0. B.H.->) er óhugsandi að ísland velji þann kost að standa utan þess. íslend- ingar munu sem aðrar þjóðir áskilja sér rétt til að taka afstöðu til samkomulagsins, þegar það liggur fyrir í heild í ljósi jafnvægis samningsins og gagnkvæmra hagsmuna aðildarríkjanna.“ Bráðabirgðamat 1.0. Inngangur yfirlýsingar telst hafa yfirbragð „frjálsrar markaðs- hyggju" og telst því vera af hinu illa (Sbr. „betlferð“ Bush USA forseta til Japans sem endaði með ærið „dýrri“ kveisu þegar hann hefur loks áttað sig á því hversu dýr hin „frjálsa markaðs- hyggja" hefur orðið USA, en all- ir vita, og nú Bush og Co, að vel- gengni Japana byggist á því að þeir hafa nýtt sér „kosti“ þessarar stefnu, en losað sig við flesta ókostina með beinum og óbein- um innflutningshöftum og aðstoð við innansvæðisrekstur/-fram- leiðslu, líkt og EB gerir og í þessu liggur velgengni þessara tveggja efnahagsstórvelda, hvað svo sem „skýjaglópar frjálshyggjunnar“ fullyrða). 2.0. Tel þetta markmið ekki skynsamlegt. 2.1. Tel það að stefna að þessu sé algerlega ótækt og í reynd „nauðgun á heilbrigðri skyn- semi“. 3.0. Tel flest það er Dunkel varðar tengt landbúnaði vera afar tortryggilegt vægast sagt og ef þetta gengi eftir myndi það að líkum „kosta“ 1000-2000 ársverk í íslenskum landbúnaði, jafnvel meira, því þessi og skyld ákvæði eru þær „gildrur“ sem íslenskir og evrópskir bændur og ríkis- stjórnir verða ginntar í og afleiðingarnar verða hálfeyddur landbúnaður á þeim svæðum. (Japanskir bændur eiga sömu hagsmuni að verja, en B.H. hef- ur enga trú á að þeir ásamt stjórnvöldum muni ekki kunna ráð til að sjá við gildru þessari miðað við fyrri feril.) 4.0. Réttmæti og/eða órétt- mæti útflutningsbóta almennt er það viðamikið mál að gjörsam- lega er útilokað að taka það til umfjöllunar hér. 4.1. Þessi aðgerð er talin „kosta“ um 500-700 ársverk og getur valdið allt að 8-14% fækk- un í bændastéttinni þegar til lengri tíma er litið. (Innlendar aðgerðir og GATT-samningar gætu því fækkað íslenskum bændum um 12-35% á næstu 10 árum, þvílík er hrollvekjan.) Svo er að sjá, að þegar Vestur- Húnvetningar taka á, gerist stórir hlutir. í því samhengi má minn- ast mikils og fjölbreytts fagnaðar, sem efnt var til þegar Hvamms- tangahreppur minntist fimmtíu ára afmælis síns, og glæsilegrar menningarveislu í tengslum við aðalfund Menningarsamtaka Norðlendinga, þegar hann var haldinn á Hvammstanga fyrir nokkrum árum. Þessir atburðir urðu miklir fyrir nána og skipu- lagða samvinnu fjölda manna, sem undirbjuggu eða komu fram. í þeim varð ljóst, að víða innan héraðsins var vel frambærilega gerendur að finna á ýmsum svið- um listanna, og, að margur, sem lítt hafði haft sig í frammi, gerði vel, þegar tekist hafði að fá hann til þátttöku. Miðvikudaginn 15. janúar efndu Vestur-Húnvetningar enn til fagnaðar. Að þessu sinni hafði Tónlistarfélag Vestur-Húnvetn- inga forgöngu um málið. Félagið var stofnað í haust leið, en það hefur þegar sett mark sitt á sam- komuhald og menningarlíf í hér- aðinu og staðið fyrir mánaðarleg- um tónleikum af ýmsu tagi. Forráðamenn tónlistarfélags- ins fengu þá snjöllu hugmynd, að halda tónleika, þar sem einungis kæmu fram heimamenn. Þeir fengu til liðs við sig ýmsa framá- menn í tónlistarmálum byggðar- innar, svo sem skólastjóra Tón- listarskóla Vestur-Húnvetninga, Elínborgu Sigurgeirsdóttur, og hljómsveitina Lexíu. Þessir aðil- ar sköpuðu nokkurs konar bak- grunn tónleikanna og komu einn- Bjarni Hannesson. 4.2. Þetta er aðgerð sem fáar iðnvæddar þjóðir hafa talið sig geta ráðist í og er mjög sterkt „vopn“ í samningaviðræðum, ef útflutningsbætur eru taldar óæskilegar. 5.0. Niðurstaða saniþykktar- innar telst afleit, sbr. orðalagið „er óhugsandi“ því að mat grein- arritara er það að lokasamkomu- lag GATT, ef gert verður, hljóti að verða afar óhagstætt innlendri landbúnaðarframleiðslu. Þar með er vegið að matvælaöryggi þjóðarinnar og hollustu matvæl- anna, þar sem telja verður að innlendar landbúnaðarafurðir séu þær minnst menguðu í heimi a.m.k. þar til annað sannast. „Pólitískur sadismi“ Greinarritari hefur fylgst allvel með hinum nýju stjórnarherrum og m.a. verið nær stöðugt á þing- pöllum frá því snemma í des. og frá þingbyrjun ’92 og hefur orðið ig fram sjálfir, en auk þeirra fjöl- margir aðrir, eða allt talið sextíu og fimm flytjendur. Sannarlega stórtónleikar það, þó ekki væri annars en fjöldans eins vegna. Fullyrða má, að á efnisskránni var eitthvað við allra hæfi. Flutt var klassísk tónlist og rokk og allt þar á milli. Mörg laganna höfðu heimamenn samið. Sönghópar komu fram og líka einsöngvarar. Hljóðfæraleikarar léku í ýmsum samsetningum. Sjóaðir tónlistar- menn reyndu sig og einnig byrj- endur. Frammistaðan var vitanlega misjöfn, en öll atriðin féllu í ein- hverra kram og almenn ánægja og gleði virtist ríkja. Ef gleðivaki er hluti markmiðsins með sam- komu- og tónleikahaldi, þá náð- ist altént sá þáttur fyllilega. Af einstökum flytjendum má nefna Jóhönnu Harðardóttur, sem söng við undirleik liðsmanna úr Lexíu hið þekkta „sveitalag“ Crazy og gerði það mjög vel. Jóhanna virðist hafa innilega til- finningu fyrir þessari tegund tón- 30. janúar n.k. hefst í Kjallaran- um fyrirtækjakeppni í Karaoke. Þátttökuskilyrði eru þau að hvert fyrirtæki má senda einn fulltrúa í keppnina og þarf viðkomandi að hafa unnið hjá fyrirtækinu á 10 síðustu mánuðum. Keppnin verður haldin á fimmtudags- kvöldum í Kjallaranum og verða sex undanúrslitakvöld. Úrslita- gjörsamlega furöu lostinn yflr vinnubrögðum stjórnarinnar sem felast m.a. í því að reyna að keyra fávísleg mál í gegn um þingnefndir og með litlu eða engu samráði við ýmsa hags- munaaðila í þjóðfélaginu sem málin varða. Ekki er hægt að telja upp hin óteljandi tilvik, þau munu birtast í þingtíðindum, en eitt ætla ég að telja upp en það eru lögin um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins þar er auðsannanlegur hinn „meinti pólitíski sadismi“ því í gildandi lögum s.m.k. „bestu heimildum" er kveðið á um að haft skuii sainráð við Sjávar- útvegsnefnd þingsins og hags- munaaðila þar sem mál þetta er í reynd hluti af miklu stærra máli, en ekki eitt og sérstakt. Það verður greinarritari að viðurkenna að sjávarútvegsráð- herra, hr. Þorsteinn Pálsson, virðist vera talsvert „feiminn“ (tel það hólsvert ath. B.H.) við að framkvæma og fylgja eftir hin- um „meinta pólitíska sadisma“ samráðherra sinna, en þó er mál- ið komið að þriðju umræðu og þá og ekki síðar verður Þorsteinn Pálsson að gera upp við sig hvort hann fylgir „meintri pólitískt sadistískri“ stjórnarstefnu eða dregur frumvarpið til baka og lætur það fylgja heildarendur- skoðun laganna sem kveðið er á um í gildandi lögum að skuli iok- ið fyrir árslok 1992. Vart ætti að vera vandi að velja milli hins „meinta pólitíska sadisma“ samráðherranna eða „heilbrigðrar skynsemi“. Ritað 14/1 1992. Bjarni Hannesson. Höfundur er framkvæmdastjóri rann- sóknarstofnunar Gefjunar. Bjarni Hunncsson. listar. Hún hæfir henni mun bet- ur en almennur dægurlagasöng- ur, en hann reyndi hún einnig á tónleikunum. Þá var góð frammi- staða blandaðs kvartetts, sem kallar sig Hvers vegna og er skipaður tveim konum og tveim körlum. Kvartettinn flutti tvö lög og var sérlega áheyrilegur í flutn- ingi sínum á laginu Kvöldljóð eft- ir Jónas Jónasson. Guðmundur Þorbergsson söng aríu Restors úr Töfraflautunni eftir Mozart og tókst vel, nema hvað verkið lá heldur neðarlega fyrir rödd hans. Þá var frammistaða Skúla Einars- sonar eftirtektarverð, en hann hefur góða getu jafnt sem laga- höfundur og dægurlagasöngvari. Tónleikarnir stóðu í tvo og hálfan tíma með kaffihléi. Skipu- lag var gott og fáir hnökrar á hvort heldur í tæknimálum eða öðru. Hvert sæti var skipað í hús- inu og vel það. Að tónleikunum loknum virtust gestir vel hafa get- að hugsað sér að vera lengur. Svo er, þegar vel tekst til. Haukur Agústsson. keppnin verður föstudagskvöldið 13. mars í Sjallanum. Ekkert þátttökugjald verður. Stórglæsi- leg verðlaun verða fyrir sigur í keppninni. Utanlandsferð fyrir tvo og kvöldverður í Sjallanum fyrir 20 manns og mörg auka- verðlaun. Upplýsingar og skrán- ing í keppnina eru í Sjallanum í síma 22770. Tónlist Stórtónleikar Tónlistar- félags Vestur-Húnvetninga Fyrirtækjakeppni í Karaoke

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.