Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 21. janúar 1992
ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson
Leeds Utd. óheppið gegn C. Palace
- Man. Utd. jafnaði úr víti - Heimavöllurinn erTottenham erfiður
Geoff Thomas, fyrirliði Crystal Palace, náði forystu fyrir lið sitt gegn Leeds
Forskot Utd.-liðanna, Leeds
og Manchester minnkaði um
helgina og það er deginum
Ijósara að liðin hafa ekki efni á
að slaka neitt á í baráttunni.
Lið eins og Liverpool,
Manchester City og Sheffield
Wed. bíða færis, tilbúin að
notfæra sér öll mistök sem
toppliðin eiga eftir að gera.
Alagið sem fylgir því að vera
lengi á toppnum er mikið og
allir leikir liðanna eru leiknir í
sama andrúmslofti og bikar-
leikir.
■ Crystal Palace er eina liðið
sem sigrað hefur Leeds Utd. í 1.
deildinni í vetur og í síðari leik
liðanna á Elland Road á laugar-
dag náði Geoff Thomas forystu
fyrir Palace með viðstöðulausu
skoti eftir aukaspyrnu frá Andy
Gray á 17. mín. Miðvörðurinn
Chris Fairclough náði að jafna
fyrir Leeds Utd. á 31. mín. er
honum tókst að pota boltanum í
mark Palace eftir hornspyrnu
Gordon Strachan. Lið Leeds
Utd. drifið áfram af stórleik
Strachan yfirspilaði Palace í síð-
ari hálfleiknum og Gary Speed
átti skot í stöng og Rodney Wall-
ace í slá, en einhvern veginn
tókst leikmönnum Palace að
halda jöfnu til loka leiksins.
Leeds Utd. heldur þó efsta sæt-
inu, en heppnin hefur yfirgefið
liðið sem tapaði gegn Man. Utd.
í FA-bikarnum í vikunni þrátt
fyrir að hafa undirtökin í leiknum
og í þeim leik handleggsbrotnaði
miðherjinn sterki Lee Chapman.
Þetta lið Leeds Utd. er því farið
að líkjast gullaldarliði félagsins
hér á árum áður sem um árabil
var besta lið Englands, en ein-
staklega óheppið.
■ Notts County kom Man. Utd.
í opna skjöldu í leik liðanna á
Úrslit 1. deild
Aston Villa-Sheffield Wed. 0:1
Leeds Utd..-Crystal Palace 1:1
Luton-West Ham 0:1
Manchester City-Coventry 1:0
Notts County-Manchester Utd. 1:1
Oldham-Liverpool 2:3
Q.P.R.-Arsenal 0:0
Shelficld Utd.-Norwich 1:0
Tottenham-Soutphampton 1:2
Wimbledon-Chelsea 1:2
Everton-Nottingham For. 1:1
2. deild
Tranmere-Brighton 1:1
Barnslcy-Plymouth 1:3
Bristol City-Southend 2:2
Cantbridge-Grimsby 0:1
Derby-Sunderland 1:2
Ipswich-Bristol Rovers 1:0
Leicester-Swindon 3:1
Millwall-Middlesbrough 2:0
Newcastle-Charlton 3:4
Oxford-Port Vale 2:2
Portsmouth-Blackburn 2:2
Wolves-Watford 3:0
Úrslit í vikunni. 2. deild
Charlton-Wolves 0:2
FA-bikarinn 3. umferð.
Leeds Utd.-Manchester Utd. (1:1
FA-bikarinn 3. umferð
endurteknir jafnteflisleikir.
Cainbridge-Coventry 1:0
Hartlcpool-Ipswich 0:2
Hereford-Woking 2:1
Leyton Orient-Oldham 4:2
Tottenham-Aston Villa 0:1
West Ham-Farnborough 1:0
Wimbledon-Bristol City 0:1
hörðum velli County og heima-
menn börðust af miklum krafti
og báru enga virðingu fyrir hin-
um frægu mótherjum sínum.
Tommy Johnson náði forystu fyr-
ir County strax á 10. mín. með
marki úr vítaspyrnu sem hann
fékk eftir brot markvarðar Utd.,
Peter Schmeichel og mátti
Schmeichel þakka fyrir að fá ekki
rauða spjaldið fyrir vikið. Ekkert
gekk lengi vel hjá Utd. og þríveg-
is varði Schmeichel mjög vel eftir
snögg upphlaup County. Leik-
menn Utd. náðu ekki upp spili og
mestur tími þeirra fór í að kvarta
við dómarann. Eftir að rnark var
dæmt af Andrej Kantchelkis
vegna rangstöðu virtist leikurinn
ætla að tapast, en er 20 mín. voru
til leiksloka fékk liðið vítaspyrnu
er Paul Ince var hindraður í
teignum og Clayton Blackmore
skoraði af öryggi úr vítaspyin-
unni. Lokamínútnar voru æsi-
spennandi, en þrátt fyrir þunga
sókn tókst Utd. ekki að skora
sigurmarkið og leikmenn County
áttu jafnteflið skilið vegna bar-
áttugleði sinnar í leiknum.
■ í sjónvarpsleiknum áttust við
Oldham og Liverpool þar sem
Liverpool hafði sigur að lokum
3:2 og liðið virðist smám saman
vera að komast í sitt gamla form.
Fjörugur leikur, en mikið um
varnarmistök og frammistaða
Bruce Grobbelaar í marki
Liverpool ekki til fyrirmyndar.
Neil Adams kom Oldham yfir
strax á 4. mín., en þeir Steve
McManaman og Dean Saunders
höfðu náð 2:1 forystu fyrir
Liverpool áður en bljásið var til
hlés. Eftir að Oldham var nærri
að jafna, skot í slá og Nick Henry
fyrir opnu marki bætti Michael
Thomas við þriðja marki Liver-
pool eftir vel útfærða skyndi-
sókn, hans fyrsta mark fyrir
félagið. Paul Bernard náði að
laga stöðuna fyrir Oldham á 41.
mín., en sigur Liverpool verður
þó að teljast sanngjarn þrátt fyrir
gloppóttan varnarleik.
■ Manchester City án Niall
Quinn átti í hinu mesta basli með
Coventry og átti ekki skot að
marki fyrr en eftir 23 mín. er
Mike Sheron skaut framhjá.
Sóknir Coventry voru litlu skárri,
Lee Hurst hikaði í góðu færi og
Tony Coton í marki City varði
vel frá Robert Rosario á 53. mín.
Leikmenn Coventry vörðust vel,
en gátu lítið aðhafst er David
White slapp í gegnum vörn þeirra
eftir frábæra sendingu Sheron á
5. mín. síðari hálfleiks og skoraði
sigurmark leiksins fyrir City.
■ Sheffield Wed. náði að rífa sig
upp eftir burstið gegn Leeds Utd.
um síðustu helgi og sigraði Aston
Villa á útivelli í miklum baráttu-
leik. Einfalt mark 12 mín. fyrir
leikslok tryggði Sheffield liðinu
öll stigin, Nigel Jemson skallaði
sendingu sem kom fyrir mark
Villa niður og þrátt fyrir að Les
Sealey í marki Villa handsamaði
boltann taldi línuvörðurinn að
boltinn hefði verið kominn inn
fyrir. Carlton Palmer átti stórleik
fyrir Sheff. Wed. og var besti
rnaður vallarins.
■ Þrátt fyrir að Southampton
sem var í neðsta sæti ynni sigur á
útivelli gegn Tottenham geta þau
úrslit vart talist óvænt eftir
frammistöðu Tottenham á
heimavelli að undanförnu. Micky
Adams náði forystu fyrir
Southampton á 23. mín., en þá
hefði Tottenham getað verið
komið í 2:0 eftir að bjargað var á
línu frá Paul Waish og skalli
Gary Lineker hafði sleikt stöng-
ina. Það var baulað á Tottenham
liðið er það fór til hlés þrátt fyrir
að það léki netta knattspyrnu.
Iain Dowie bætti öðru marki
Það voru Everton og Notting-
ham For. sem áttust við í sjón-
varpsleiknum á Englandi á
sunnudaginn. Bæði þessi lið
geta leikið ágæta knattspyrnu,
en í vetur hefur þó vantað
nokkuð uppá að liðin léku af
fullri getu því bæði hafa mjög
góða leikmenn.
Leiknum lauk með jafntefli
sem verður að teljast sanngjarnt
eftir gangi leiksins. Fyrri hálf-
leikurinn hófst rólega, en það
lifnaði mjög yfir leiknum er For-
est komst yfir 7 mín. fyrir hlé.
Liðið fékk aukaspyrnu á hættu-
legum stað og varnarmenn Ever-
Utd.
Southampton við 10 mín. fyrir
leikslok, en Gary Mabbutt svar-
aði strax með eina marki Totten-
ham. Tim Flowers var mjög góð-
ur í marki Southampton og átti
stóran þátt í sigri liðsins.
■ Þrátt fyrir nokkra yfirburði
Chelsea gegn Wimbledon vafðist
þó fyrir leikmönnum liðsins lengi
vel við að innbyrða sigurinn.
Andy Townsend náði forystu fyr-
ir Chelsea á 41. mín. og það var
liðinn hálftími af síðari hálfleik
er Clive Allen bætti öðru marki
Chelsea við. Robbie Earle lagaði
strax stöðuna með skalla eftir
sendingu Warren Barton fyrir
Wimbledon, en lengra komst lið-
ið ekki. Fjögur mörk voru dæmd
af í leiknum, tvö hjá hvoru liði og
Wimbledon er nú að komast í
vandræði á botninum.
■ Markalaust jafntefli Lundúna-
liðanna Q.P.R. og Arsenal var
dauft og leiðinlegt. Besta færi
leiksins fékk Alan Smith fyrir
Arsenal strax á 1. mín., en skot
hans fór naumlega yfir. Síðan
komu 89 mín. þar sem lítið gerð-
ist annað en að skot Andy Sinton
6 mín. fyrir leikslok fyrir Q.P.R.
var varið í horn. Arsenal liðið
mun meira með boltann, en náði
ekki að ógna af neinu viti.
■ West Ham náði að knýja fram
mjög mikilvægan sigur á útivelli
gegn Luton, en bæði þessi lið eru
á kafi í botnbaráttunni. Sigur-
mark West Ham skoraði Mike
Small er langt var liðið á síðari
hálfleik.
■ Annar botnbaráttuleikur var
milli Sheffield Utd. og Norwich
ton bjuggust við því að Stuart
Pearce tæki spyrnuna, en þess í
stað var boltanum rennt til Scott
Gemmill og skot hans hafnaði í
marki Everton án þess Neville
Southall kæmi vörnum við enda
hafði boltinn breytt um stefnu er
hann lenti í Martin Keown.
Everton sótti ákaft í síðari hálf-
leik og þeir Tony Cottee og Mo
Johnston hefðu átt að skora fyrir
liðið, en Mark Crossley mark-
vörður Forest var í miklu stuði.
Það virtist því allt stefna í sigur
Forest, en 5 mín. fyrir leikslok
náði Dave Watson að jafna fyrir
Everton með skalla eftir mjög
góðan undirbúning Keown.
Þ. L. A.
þar sem Sheffield liðið sigraði
með eina marki leiksins. Markið
skoraði Ian Bryson þegar jafn-
teflið blasti við undir lok leiksins.
2. deild
■ Dave Speedie skoraði bæði
mörk Blackburn gegn Ports-
mouth og liðið heldur efsta sæt-
inu þrátt fyrir jafnteflið.
■ Simon Milton skoraði sigur-
mark Ipswich gegn Bristol
Rovers.
■ Jim Dobbin tryggði Grimsby
óvæntan útisigur á Cambridge.
Þ. L. A.
Staðan
1. deild
Leeds Utd. 26 14-11- 1 49:21 53
Manehester Utd. 24 15- 7- 245:19 52
Liverpool 25 11-11- 3 32:22 44
Manchester City 26 12- 8- 6 35:2944
Shefiield VVednesday 25 12- 7- 6 39:30 43
Áston Yilla 25 11- 4-10 34:3(1 37
Arsenal 24 9- 8- 7 40:29 35
Chelsea 26 9- 8- 9 35:38 35
Cry stal Palace 24 9- 8- 7 36:42 35
Everton 26 9- 7-10 36:32 34
Nottingham For. 25 9- 6-10 39:36 33
Tottenham 24 10- 3-11 35:33 33
QPR 26 7-11- 8 27:32 32
Nonvich 25 7- 9- 9 30:34 30
Oldham 25 8- 6-11 41:46 30
Coventry 25 8- 4-13 27:29 28
Wimbledon 25 6- 9-10 29:33 27
Notts County 25 7- 6-12 28:34 27
Sheffield Utd. 26 7- 6-13 34:44 27
West Ham 25 5- 9-11 24:38 24
Southampton 25 5- 7-13 25:42 22
Luton 25 5- 7-13 18:44 22
2. deild
Blackburn 26 14- 6- 6 41:24 48
Southend 28 13- 8- 7 42:32 47
Ipsuich 28 13- 8- 7 40:31 47
Middleshrough 27 13- 6- 8 34:27 45
Leicester 27 13- 6- 8 37:32 45
Cambridge 26 12- 8- 6 39:28 44
Portsmouth 26 12- 7- 7 35:26 43
Charllun 27 11- 7- 9 34:33 40
Swindon 26 10- 9- 7 45:34 39
Wolves 27 11- 6-10 37:31 39
Derby 2611- 6- 9 35:29 39
Sunderland 28 11- 5-12 43:40 38
Millwall 27 10- 6-11 42:45 36
Bristol City 28 8-10- 9 32:40 34
Tranmere 24 7-12- 5 26:26 33
Grimsby 26 8- 6-12 30:39 33
Watford 27 9- 5-1331:34 32
Plymouth 26 9- 5-12 30:39 32
Port Vale 29 7-11-11 29:38 32
Bristol Rovers 28 7- 9-12 34:44 30
Bamsley 29 8- 6-15 22:43 30
Brighton 29 7- 8-14 37:46 29
Newcastle 29 6-11-12 42:54 29
Oxford 27 6- 4-17 36:46 23
John Barnes styrkir verulega lið Liverpool eftir að hann náði sér af meiðsl-
unum.
Jafiit hjá Everton
og Nottingham Forest