Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 16
msm Akureyri, þriðjudagur 21. janúar 1992 Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni ÍSlfsta TediGmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. ...............................................................II.................................. Kylfingar á Akureyri eru í essinu sínu þessa dagana enda hefur veðrið leikið við þá. Aðstæður á Jaðarsvelli eru nú nánast eins og að sumarlagi og hefur aðsókn að vellinum verið mikil. Um helgina voru haldin tvö mót að Jaðri en það verður að teljast býsna fátítt á þessum árstíma. Á myndinni sést hvar Magnús Gíslason slær upphafshögg en hann lenti í 2.-5. sæti fyrri daginn og 2.-3. seinni daginn. Er ekki annað að sjá en höggið hafí heppnast vel, a.m.k. horfa bæði Árni Björn Árnason og Símon Magnússon til himins. Sjá nánar á bls. 7. Mynd: jhb Lögreglan á Sauðárkróki: Með klippumar á lofti Bfleigendur á Norðurlandi vestra standa sig nokkuð vel í að færa bifreiðar sínar til skoðunar að sögn lögreglu. Trassaskapurinn virðist vera mestur hjá Sauðárkróksbúum, en þar er lögreglan búin að klippa númerin af á þriðja tug bfla frá áramótum. Lögreglan í Húnavatnssýslu segir ástandið vera gott í skoðun- armálum þar um slóðir nema skipulagið riðlist þegar skoðunar- stöðin lokar yfir sumarmánuðina. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki hefur það komið þeim á óvart hversu lengi menn draga að færa bíla sína til skoðunar og t.d. segjast þeir finna bíla sem átt hafi að koma með í skoðun í mars á síðasta ári. Ástandið í þessum málum á íþróttahúsið á Blönduósi: Tilboð heimamanna yfir kostnaðaráætlun ríkið ekki lengur með í verkinu Bæjarstjórn Blönduóss mun á fundi sínum í dag ákveða við hvaða verktaka verður samið um verk í þeim áfanga nýss íþróttahúss sem Ijúka á við í sumar. Útboðin voru í innrétt- ingu hússins og loftræstikerfi. Útboðið í loftræstikerfi íþrótta- hússins var opið og bárust tólf til- boð í verkið. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 13,8 milljónir króna, en lægsta tilboðið átti Blikksmiðurinn hf. í Reykjavík í Ferskar afurðir hf.: Stöðug aukning milli ára Ferskar afurðir hf. á Hvamms- tanga hafa verið reknar síðan árið 1988 og að sögn Sigfúsar Jónssonar, framkvæmdastjóra, er kjötsalan hjá fyrirtækinu alltaf að aukast, enda fjölgar þeim sífellt sem slátra búfénaði sínum hjá Ferskum afurðum. Árið 1991 var tæplega 5000 fjár slátrað hjá Ferskum afurð- um, 740 nautgripum, 1030 svín- um og 370 hrossum. Sigfús segir svínakjötið hafa selst mjög vel og einnig hafi komið kippur í sölu á folaldakjöti á haustmánuðum. Bíll frá fyrirtækinu fer suður tvisvar í viku með kjöt til kaup- enda og að sögn Sigfúsar eru það jafnt verslanir sem veitingahús sem kaupa kjöt frá þeim, en seld- ir eru heilir og hálfir skrokkar. „Pað hefur verið stöðug aukn- ing hjá okkur milli ára og rekst- urinn verið býsna lipur. Eg er að vonast til að á þessu ári getum við byrjað að vinna nautakjötið eitthvað aðeins hérna hjá okkur, í það minnsta úrbeina það, því mér finnst hálfgert rugl að flytja bein í stórum stíl suður. Pessi hugmynd er þó einungis á borð- inu ennþá og sennilega dugir okkur ekki það húsnæði sem við höfum í dag til að byrja að úr- beina,“ segir Sigfús Jónsson. SBG samvinnu við pípulagnaverktaka á Blönduósi, 9,8 milljónir eða 71% af kostnaðaráætlun. Næst- lægsta tilboðið átti Blikksmiðjan Höfði í Reykjavík og var það 10,6 milljónir eða 77% af áætlun. Útboð á innréttingu hússins var lokað að ósk bæjarstjórnar Blönduóss og einungis heima- mönnum leyfð þátttaka. Fimm verktakar tóku gögn en aðeins tveimur tilboðum var skilað. Kostnaðaráætlun við verkið hljóðar upp á 32 milljónir króna, en bæði tilboðin voru yfir henni. Lægra tilboðið átti Trésmiðjan Stígandi hf., 36 milljónir króna sem er 15% yfir áætluðum kostn- aði. Trésmiðja Hjörleifs Júlíus- sonar ásamt fleirum fylgdi fast á hæla Stíganda hf. og skilaði inn tilboði upp á 36,5 milljónir króna. Að sögn Guðbjarts Ólafsson- ar, byggingafulltrúa Blönduóss- bæjar, kom mönnum það ekki á óvart að tilboðin í lokaða útboð- inu væru yfir kostnaðaráætlun þar sem lítil markaðssamkeppni næðist á þennan hátt. Hann sagð- ist í gær ekki búast við öðru en lægstu tilboðum yrði tekið í báð- um þessum verkum, en fram- kvæmdir eiga að hefjast sem fyrst og verkunum að Ijúka fyrir næsta haust. „Ríkið er búið að segja sig frá verkinu, en það var með 37% hlutdeild áður en til niðurskurðar kom. Bærinn stendur því orðið einn að byggingunni, en héraðs- nefnd mun þó hugsanlega leggja fram eitthvað til byggingarinnar. Það þýðir samt ekkert annað en halda áfram, þvf húsið kemur engum að gagni hálfklárað," seg- ir Guðbjartur Ólafsson. SBG Norðurlandi vestra virðist vera best á Siglufirði, en þar segist lögreglan fara reglulega á mánað- arfresti í að klippa af óskoðuðum bílum. Þeir segja þetta hafa gefið góða raun og aðeins 2-3 bílar á Siglufirði eigi eftir að fá miða fyr- ir árið 92 í gluggann. SBG Byggingariðnaðurinn: Góða veðrið léttir störfin Góða veðrið að undanförnu leikur við iðnaðarmenn er vinna að húsbyggingum á Akureyri. Hjólin snúast liðugt hjá þeim er hafa verkefni. „Á þessum árstíma hefur verk- efnastaðan oft verið verri hjá okkur. Við höfum ekki þurft að segja upp mönnum sem margir verktakar í býggingariðnaði. Starfsmenn okkar eru að störfum um allan bæ. A. Finnsson hf. er að reisa stórt sambýlishús og framkvæmdum miðar vel áfram, enda leika veðurguðirnir við okk- ur byggingamenn. Helst er það hvassviðrið sem gerir okkur óleik, því við eigum í erfiðleikum með að nota byggingakranana í blæstrinum. Nei, við kvörtum ekki hjá A. Finnssyni hf., öðru nær,“ sagði Örn Jóhannsson, verkstæðisformaður fyrirtækis- ins. ój Húsavík: Áfengi og tóbak f\TÍr 100 milljómr - á sjö og hálfum mánuði Áfengi og tóbak fyrir rúmar 100 milljónir var selt í verslun ÁTVR á Húsavík þá sjö og hálfan mánuð sem verslunin starfaði, eða frá 15. maí 1991 Eyjaflarðarsveit: Álagning fasteignagjalda sú sama og í f\Tra - nýtt fasteignamat í fremri hluta sveitarfélagsins veldur umtalsverðri hækkun á því svæði í ár við þessa breytingu. Á árinu verður lagt á sorp- hirðugjald að upphæð 1250 kr. á íbúð, holræsagjald í þéttbýli að upphæð 2600 kr., vatnsskattur að upphæð 4850 kr. og lóðaleiga að upphæð 4500 kr. Milli ára hækkar fasteignamat íbúða og lóða um 6%, samkvæmt útreikningum Fasteignamats ríkisins. Sömu sögur er að segja um fasteignamat hlunninda. Hins vegar helst matsverð atvinnhús- næðis, atvinnulóða og bújarða óbreytt milli ára. JÓH Svcitarstjórn Eyjafjarðarsveit- ar ákvað á fundi sínum í fyrra- dag að álagning fasteigna- gjalda skuli vera óbreytt árið 1992 frá því sem var á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta verður veruleg hækkun á fasteigna- gjöldum á því svæði sem áður var Saurbæjarhreppur vegna þess að þar er nú nýtt fast- eignamat komið í gildi. Þessi breyting hafði gengið í gildi áður í Hrafnagils- og Önguls- staðahreppi og voru dæmi þar um hækkanir á bilinu 50-100% til áramóta. „Þetta er meiri verslun en ég átti von á og hærri tölur en ég hefði gert mér í hugarlund,“ sagði Sigurður Þórarinsson, ríkis- stjóri á Húsavík í samtali við Dag. „Fólk hefur tekið versluninni vel og umgengist eins og vera ber, með kurteisi," sagði Sigurður. Hann segir að salan sé sveiflukennd, langmest á föstu- dögum. Einnig sé allt að því helmingi meiri vínsala yfir sumarmánuðina, og þá hafi ferðamenn mikið verslað. Áfengissalan nam 62,9 milljón- um á þeim mánuðum sem versl- unin var opin, og er það 0,79% af áfengissölunni á landinu. Tóbakssalan nam 38,3 milljón- um, eða 0,94% af árssölu á land- inu öllu. í verslun ÁTVR á Húsavík voru sígarettur seldar fyrir 34,4 milljónir, vindlar fyrir 1,9 millj- émir, reyktóbak fyrir 1,4 milljónir og neftóbak fyrir 568 þúsund. Það var seldur bjór fyrir 22,6 milljónir á þessum sjö og hálfa mánuði, vodka fyrir 16,4 milljón- ir og visky fyrir 4,1. Rauðvín keypti fólk fyrir 2,8 milljónir, hvítvín fyrir 1,6 milljónir og rósa- vín fyrir 560 þúsund. Freyðivín og kampavín seldist fyrir samtals 400 þúsund. IM Akureyri: Dýrara að fara í sund Frá og með 15. janúar sl. hækkaði gjaldskrá sundlaug- anna á Ákureyri. Einstakur miði kostar nú 120 kr., en kostaði áður 110 kr. Tíu miða kort hækkar um 120 kr., fór úr 880 kr. í 1000 kr. Þrjátíu miða kort hækkaði um 200 kr., úr 2500 kr. í 2700 kr. Einstakur miði fyrir börn kostar nú 60 kr., en kostaði áður 50 kr. Tíu miða kort fyrir börn kostar nú 330 kr., hækkaði um 45 kr. Fyrir leigu á sundskýlu skal nú greiða 110 kr., var 100 kr. Leiga fyrir handklæði hækkar um 10 kr., úr 100 kr. í 110 kr. Gjald fyr- ir gufubað hækkaði í 250 kr. úr 245 kr. og fyrir fimm skipti í gufubað skal greiða 1000 kr., var áður 950 kr. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.