Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 21.01.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. janúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Akureyri: Gninnskólakennarar hvetja foreldra til mótmæla Mynd: Golli Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: Salernin undir kirkjutröppunum verði opin frá júní til september Grunnskólakennarar á Akur- eyri hafa sent frá sér mótmæli vegna lækkunar á fjárveiting- um ríkissjóðs til grunnskóla í landinu. Skora þeir á foreldra um allt land að rísa upp og mótmæla niðurskurðinum. „Fulltrúaráð foreldrafélaga í grunnskólum á Akureyri mót- mælir því harðlega, að fjárveit- ingar ríkissjóðs til grunnskóla í landinu hafa verið lækkaðar frá Dalvík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hel'ur samþykkt að leggja frant 500 þúsund króna hlutafé í Sæluvist hf. ■ Lilja Torfadóttir hefur ver- ið ráðin í 50% starf á Krílakoti vegna barna með sérþarfir. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita Skíðafélagi Dalvíkur einfalda ábyrgð Dalvíkurbæj- ar á láni frá Sparisjóði Svarf- dæla að upphæð 2 milljónir króna. ■ Ferðamálanefnd hefur samþykkt að greiða auglýs- ingu í Iceland Review til helm- inga á móti Sparisjóði Svarf- dæla og Sæluhúsinu. ■ Þá hefur ferðamálanefnd tekið vel í beiðni Skíðafélags Dalvíkur um að Dalvíkurbær kosti útgáfu bæklings vegna Skíðalandsmóts að hálfu á rnóti Ólafsfjarðarbæ. ■ A fundi félagsmálaráðs 8. janúar sl. mælti félagsmála- stjóri með að Arnheiður Hall- grímsdóttir yrði tímabundið ráðin í hálfa stöðu untsjónar- rnanns heimaþjónustu. ■ Fclagsmálaráö hefur sam- þykkt umsökn Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur unt dag- mömmuleyfi. ■ Gjaldskrá Dalvíkurhafnar hækkaði um 5% frá og með 1. janúar sl. ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt að heimila Stórhól hf. afnot af lóðinni austan við Fiskverkun Jóhannesar og Helga hf. Samþykktin gildir þar til Dalvíkurhöfn þarf á þessu svæði að halda til annara nota og skilyrt er að snyrtilega verði gengið unt svæðið. ■ Húsnæöisncfnd hefur sam- þykkt að úthluta Friðriki Sigurðssyni og Sólveigu Rögn- valdsdóttur einbýlishúsinu að Böggvisbraut 8. Þá samþykkti nefndin að úthluta Júlíusi G. Júlíussyni og Grétu Arngríms- dóttur íbúðinni að Karlsrauða- torgi 26 c. Þessar úthlutanir eru háðar samþykki Húsnæðis- stofnunar ríkisins. ■ Haukur Snorrason hefur óskað eftir að honum verði tímabundið veitt leyfi frá setu í bæjarstjórn Dalvíkur og Snorri Snorrason taki þar sæti sem aðalmaður. Þá hefur Haukur óskað eftir að Viðar Valdemarsson verði í hans stað áheyrnarfulltrúi á fundum bæjarráðs. ■ Fasteignaskattur á árinu 1992 hefur verið ákveðinn 0,375% af álagningarstofni íbúðarhúsnæðis og 1,000% af öðru húsnæði. Gjalddagar verði fimrn, fyrsti dagur hvers mánaðar frá febrúar til júní og eindagi 35 dögum seinna. síðasta ári. Fulltrúaráðið krefst þess, að ákvæði nýsettra laga um einset- inn skóla, hámarksfjölda ncmenda í bekkjardeild og skóla- máltíðir komi til framkvæmda eins og gert er ráð fyrir í lögun- um. Fulltrúaráðið skorar á foreldra unt allt land að rísa upp og mót- mæla þessum niðurskurði," segir í áskorun sem undir skrifa níu grunnskólakennarar á Akureyri. JÓH Sauðárkrókur: Aðalstöðin í loftið Aðalstöðin hefur hafið útsend- ingar á Sauðárkróki og nær útsendingin um nærsveitir. Aðalstöðin hefur gert samning við Nemendafélag Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki um afnot af útvarpssendi félagsins. Útsendingin er tekin eftir ljósleiðara frá Akranesi til símstöðvarinnar á Sauðárkróki og þaðan eftir símalínu að sendi Rásar Fás. Útsending Aðalstöðvarinnar hófst í gær, en sent er út á FM- tíðninni 93,7. SBG Nú er að hefjast skyndisöfnun á vetrarfatnaði fyrir Kúrda sem eru að hrekjast í fjöllun- um í norðurhluta íraks. Hjálp- arstofnun kirkjunnar stendur fyrir söfnuninni eftir að beiðni þar um hafði borist frá Hjálp- arstofnun kirkjunnar í Dan- mörku. Söfnunin stendur yfir þessa viku og verður fatnaði veitt móttaka í dag og á morgun. Mikil vetrarharka ríkir nú á þeim svæðum sem Kúrdar hafast við á og er fólk þegar farið að deyja úr vosbúð vegna skorts á hlýjum fatnaði. Aliar aðstæður Kúrdanna hafa verið mjög bág- bornar - ekki síst frá því að Persa- flóastríðinu lauk. Eftir að þeir hröktust frá heimkynnum sínum hafa tugþúsundir þeirra verið á flótta í fjöllunum í norðurhluta íraks og nú dvelja margir þeirra í flóttamannabúðum. Vandi Kúrd- anna er óleystur og hafa starfs- ntenn hjálparstofnana á staðnum óskað eftir að fá sendan fatnað ef vera mætti til bjargar fólkinu. Lítill tími er til stefnu og verð- ur reynt að hraða söfnuninni eftir föngum. Hjálarstofnun dönsku kirkjunnar mun annast flutning fatnaðarins frá Kaupmannahöfn til þeirra staða er þörfin er brýnust. Óskað er eftir allskyns fatnaði - ekki síst yfirhöfnum, peysum, treflum, sokkutn og vettlingum. Tekið verður á móti fatnaði á Akureyri í húsi Kvenna- deildar Slysavarnafélags íslands í Laxagötu 5 á morgun frá kl. í frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir 1992 er gert ráð fyrir að almennings- salernin við Kaupvangsstræti á Akureyri, nánar tiltekið undir 17.00 til 23.00 og í Glerárkirkju í dag og á morgun frá kl. 17.00 til 20.00. Á öðrum stöðum inunu deildir Slysavarnafélags íslands annast móttöku fatnaðar og er fólk beðið um að snúa sér til for- ráðamanna þeirra með þann fatnað sem það getur látið af hendi. ÞI Gallerí Bardúsa: Námskeið í tréskurði Gallerí Bardúsa í Vestur-Húna- vatnssýslu stendur um þessar mundir fyrir námskeiði í tré- skurði. í fyrstu átti einungis að halda eitt námskeið, en vegna mikillar þátttöku verða þau tvö. Fyrra námskeiðið hófst föstu- daginn 10. jan. og lýkur því í dag. Það seinna byrjar síðan á ntánudag og stendur í átta daga. Á hvoru námskeiði um sig eru fimmtán manns, en leiðbeinandi er Halldór Sigurðsson, frá Mið- húsum á Fljótsdalshéraði. Að sögn Karls Sigurgeirssonar á Hvammstanga, eru það jafnt konur sem karlar sem sækja í tréskurðinn og eru þátttakendur á öllum aldri. Námskeiðin eru haldin í húsnæði því er Bardúsa hafði sl. sumar að Brekkugötu 2 á Hvammstanga. SBG kirkjutröppunum, verði aftur opnuð með vorinu, en þau hafa verið lokuð í nokkur ár. Á undanförnum árum hafa heyrst óánægjuraddir vegna lok- unar almenningssalernanna, einkunt hafa menn í ferðaþjón- ustu og veitingarekstri gagnrýnt að Akureyrarbær, sem gjarnan er talað unt sem miðstöð ferðaþjón- ustu á Norðurlandi, bjóði ekki upp á þessa þjónustu í hjarta bæjarins. En samkvæmt frumvarpi til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæj- ar, sem lagt verður fram í dag, er gert ráð fyrir því að almennings- salernin við Kaupvangsstræti verði opin mánuðina júní til sept- ember í suntar. Til þeirra verður varið tæpum 2,5 milljónum króna, samkvæmt frumvarpinu, sem skiptist svo að í launagreiðsl- ur fari 1 milljón, 500 þúsund kr. í annan kostnað og 960 í stofnbún- að. Alntenningssalernin undir kirkjutröppunum eiga sína merkilegu sögu. Þau voru byggð á árunum 1951 og 1952 og var byrjað að nota þau það ár. Fyrstu 16 árin höfðu þau Hiín Stefáns- dóttir og Rögnvaldur Rögnvalds- son, sem nú er látinn, umsjón með salernunum. Hlín orðaði það svo í samtali við Dag að á þessunt árum hafi menn hist þarna og rætt unt pólitík og önn- ur merkileg ntál líðandi stundar. Ráðherrar jafnt sent lægra settir hafi þar verið tíðir gestir. óþh Strandgata 13, II. hæð Ath: Breytt heimilisfang Nýtt á söluskrá: * Oddeyrargata: Parhús á tveimur hæöum 71.0 m ásamt úti- geymslu 10.0 m2. 3ja herbergja. + Þórurmarstræti: 3ja herbergja jaröhæö 100.6 rrT. Góöur staöur. Laus strax. * Austurbyggð: 4-5 herbergja sérhæö ca. 140.0 m2. Vönduö eign á góöum staö. * Hamarstígur: Einbýlishús á tveimur hæöum ca. 270.0 m2. Góð staðsetning. Miklir möguleikar. Bílskúr. * Möðrusíða: Einbýlishús á einni hæö, 146.9 m2 ásamt bíl- skúr 36.0 nT. Mikiö áhvílandi. Fasteigna-Torgið Strandgata 13, II. hæð. sími 96-21967. Sölustjóri Tryggvi Pálsson, heimasími 21071. Lögmaður, flsmundur Jóhannsson. Hjálparstofnun kirkjunnar og SVFÍ: Skyndisöfiiun á vetrar- fatnaði fyrir Kúrda - fatnaði veitt móttaka í dag og á morgun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.