Dagur


Dagur - 21.02.1992, Qupperneq 1

Dagur - 21.02.1992, Qupperneq 1
Um 270 þúsund tonn af loðnu komin á land - eftir að veiða um 400 þúsund tonn af kvótanum Ágætis veiði er á loðnumiðun- um og voru komin um 270 þús- und tonn á land í gær. Betur má ef duga skal og verður að teljast ólíklegt að takist að ná ölllum kvótanum. Að sögn Þórhalls Jónassonar, rekstrar- stjóra Sfldarverksmiðja ríkis- á Siglufirði, er eftir að ins Fiskiðja Sauðárkróks hf.: Flæðivinnslu- kerfi komið upp Uppsetningu á flæðivinnslu- kerfi í húsnæði Fiskiðju Sauð- árkróks hf. lauk í vikunni og að sögn Magnúsar Erlingsson- ar virkaði flæðilínan strax vel á fyrsta degi sem var sl. miðviku- dagur. Kerfið á að innihalda bestu kosti þeirra kerfa sem hingað til hafa verið notuð við vinnslu og framleiðslustjórnun í frystingu. Flæðivinnslukerfið sem Fiskiðja Sauðárkróks hefur nú tekið í notkun byggir á: nýju flæðilínukerfi í snyrtisal, nýjum hugbúnaði til nýtingareftirlits sem tekur til allra framleiðslu- þátta í frystihúsinu, nýrri upp- röðun tækja og búnaðar og nýj- um stjórnunaraðferðum. Flæðilínan sjálf er hönnuð af Ingólfi Árnasyni, rekstrartækni- fræðingi og smíðuð og uppsett af Þorgeiri og Ellert hf. Vogir með nýjum hugbúnaði til framleiðslu- eftirlits og gæðaskráningar eru aftur á móti hannaðar og þróaðar af Marel hf. Einn aðalmunurinn á þessu vinnslukerfi og þeim sem hingað til hafa verið sett upp í frystihús- um víðs vegar um landið, er að sögn Magnúsar sá, að hægt er að fylgjast nákvæmlega með í tölvu afköstum og nýtingu hvers starfs- manns við flæðilínuna. Engu að síður segir Magnús að áfram verði unnið eftir hópbónuskerfi í frystihúsinu. Flæðivinnslukerfið verður tek- ið formlega í notkun í dag. SBG veiða um 400 þúsund tonn. Veiðisvæðin eru sem stendur tvö. Annað þeirra er út af Horna- firði og hitt á Faxaflóa. Þórhallur segir jákvætt að veiðin skuli dreifast á tvö svæði. Það geri það að verkum að verksmiðjur um allt land fái loðnu. Nú eru komin um 10 þúsund tonn af loðnu á land á Siglufirði. Til samanburðar tók SR á móti 14 þúsund tonnum í fyrra. Þrjú skip voru á leið norður fyrir land í gær með fullfermi, Bjarni Ólafs- son AK, Helga RE og Hákon ÞH. Þórhallur sagði síðdegis í gær að ekki væri ljóst hvar þessi skip lönduðu. óþh „Viljið þið skipta á hjólum, strákar?“ Mynd: Golli Suður-Þingeyjarsýsla: Mesta atvmnuleysi sem mælst hefiir - 4600 atvinnuleysisdagar í janúar - á Húsavík voru 160 án vinnu í 2882 daga I janúar voru 160 Húsvíkingar án atvinnu samtals í 2882 daga og í heildina voru skráðir 4600 atvinnuleysisdagar í Suður- Þingeyjarsýslu. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sýslunni á þeim tíma sem skráðar heimildir eru til um slíkt, eða frá 1978. Kári Arnór Kárason, formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur, sagði í sam- tali við Dag, að hugsanlegt væri að svo slæmt ástand hefði ekki verið á Húsavík síðan í kreppunni miklu, en þó væru ekki til tölur frá árunum 1968- ’69, þegar ástandið hefði verið mjög slæmt. „Þetta hefur sumpart sínar skýringar," sagði Kári Arnór. Óvenjulangt stopp var hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur, en þar voru 120 manns án atvinnu í 13 daga. Starfsfólkið hefur þó ekki komið inn á atvinnuleysisskrá þá daga sem vinna hefur fallið niður hjá FH nema þessa fyrstu daga ársins. Saumastofan Prýði var stopp í níu daga, en þar vinna 14 konur. Byggingafyrirtækin höfðu flest sagt upp fyrir áramót og uppsagnir þessar voru að taka gildi í janúarbyrjun, sérstaklega hjá verkamönnunum. Almennur samdráttur er og flest fyrirtæki í bænum virðast hafa verið að segja upp fólki, í einhverjum mæli. „Ástandið hefur ekki breyst til batnaðar, að öðru leyti en því að Fiskiðjusamlagið og Prýði hófu starfsemi á ný,“ sagði Kári Arnór, aðspurður um ástandið um þessar mundir. Hann sagði atvinnuleysi áfram mjög mikið, þó tölurnar hefðu verulega lækk- að frá því í janúar. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt að þetta muni lagast alveg á næst- unni. í byggingariðnaði er ekki mikið framundan, en þó hefur verið tekin ákvörðun um bygg- ingarframkæmdir við dvalar- heimilið Hvamm sem hugsanlega verður byrjað að vinna við í sumar,“ sagði Kári. Hann sagði að horfurnar í sumar væru ekki góðar hvað atvinnu fyrir skólafólk varðaði. Sjúkrahúsið ætlaði ekki að ráða Raufarhöfn: Rauðínúpur kominn á veiðar - bilun í Stakfelli lagfærð Rauðinúpur ÞH, togari Jökuls hf. á Raufarhöfn, fór til veiða á fimmtudaginn fyrir viku eftir að hafa verið lengi frá vegna vélarbilana. Viðgerðir virðast hafa tekist en ástand vélarinn- ar verður kannað þegar togar- inn kemur inn til löndunar. Að sögn Gunnars F. Jónasson- ar, verkstjóra, var Rauðinúpur kominn með 35 tonn í gær. Veið- ar hafa gengið treglega en togar- inn fékk reyting á Sléttugrunni. Hann mun koma inn til löndunar næstkomandi mánudag. Þórshafnartogarinn Stakfell fór inn til Reykjavíkur um síð- ustu helgi með bilað spil en komst aftur á veiðar sl. þriðju- dag. Togarinn mun skipta afla sínum milli Fiskiðju Raufarhafn- ar og Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar samkvæmt samningi, en Rauðinúpur mun fara í árlegt togararall í byrjun mars ef vélin reynist vera í lagi. Gunnar sagði að lítil vinnsla hefði verið hjá Fiskiðjunni að undanförnu. Þór Pétursson kom með 20 tonn sl. föstudag og var ekki lengi gert að vinna þann afla. Síðan á þriðjudag hefur vinnsla legið niðri. SS afleysingafólk og sama mætti segja um fleiri fyrirtæki eða þá að afleysingavinna yrði í algjöru lág- marki. Hann gat þess þó að svip- að hljóð hefði verið til staðar í fyrravor og mikið atvinnuleysi hjá skólafólki í byrjun, en þegar frá leið hefðu flestir fengið vinnu. Kári sagði að væntanlega yrði tekin upp vaktavinna í Rækju- vinnslu FH innan langs tíma, og jafnvel yrði þar um þrískipta vakt að ræða. Ef af þessu yrði væri þar um að ræða vaxtarbrodd í atvinnulífinu. Hann sagði að hluti vandans sem nú væri við að stríða stafaði af gæftaleysi og aflaleysi. „Það hefur gefið mjög illa á sjó, og þegar hefur gefið hefur ekkert fiskast," sagði Kári. Varðandi atvinnuleysið í sveit- um Suður-Þingeyjarsýslu sagði Kári að það væri óvenjumikið, sérstaklega hjá konum í Mývatnssveit og fólki í Aðaldal. IM Hugmynd um þjónustuhús fyrir ferðafólk í Grófargili: Horft til gömlu bögglageymslunnar Verður gamla bögglageymsla Kaupfélags Eyfírðinga í Grófar- gili á Akureyri innréttuð sem þjónustuhúsnæði fyrir ferða- fólk? Ef til vill. Að minnsta kosti hefur verið Ieitað til Kaup- félags Eyfírðinga um hugsan- leg afnot af bögglageymslunni fyrir slíka starfsemi. Heimir Ingimarsson, formaður atvinnumálanefndar, greindi frá því á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag að Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, hefði tekið því erindi vel að kanna möguleikann á að hýta bögglageymsluna sem þjónustu- húsnæði fyrir ferðafólk. Verið væri að athuga í hvernig ástandi húsnæðið væri. Rætt hefur verið um að koma á fót upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk á Akureyri og á aðal- fundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar var ákveðið að fela héraðsráði að skipa þriggja manna starfshóp til þess að skoða þörfina á slíkri upplýsingamiðstöð. Samkvæmt upplýsingum Dags er m.a. horft til þess að staðsetja upplýsinga- miðstöð í Grófargili og undir sama þaki kæmi m.a. til greina að hafa minjagripasölu og jafnvel veitingasölu. óþh Fólksbflum ekið yfir Lágheiði Samkvæmt almanakinu er þorra að Ijúka og því mætti búast við að færð á fjallvegum væri með versta móti. Svo er þó ekki. Meira að segja er fólksbflum ekið yfír Lágheiði þessa dag- ana. Samkvæmt upplýsingum Vega- eftirlits er Lágheiði talin fær fyrir fj órhj óladrifs fólksbíla. Engin fyrirstaða er á heiðinni, en mikil hálka í brekkum Ólafsfjarðar- megin og því telja vegaeftirlits- menn óvarlegt að fara þar um á eindrifs fólksbílum. Samkvæmt upplýsingum ökumans, sem fór yfir Lágheiði í gær, hefur fjölda fólksbíla verið ekið yfir heiðina undanfarna daga án teljandi vandræða. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.