Dagur - 21.02.1992, Síða 4

Dagur - 21.02.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 21. febrúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Púðurtunnur í atvínnulíflnu Stoðir atvinnulífsins eru að bresta víða um land og púðurtunnum hefur verið komið fyrir í mörgum fyrir- tækjum. Brennuvargar ganga lausir. Ástandið er eldfimt. Logandi hræðsla læsir sig í launþegans sál. Sótt er að heimilum með brugðnum brandi kjaraskerð- ingarinnar. Vofu atvinnuleysisins hefur verið hleypt út og nágaul hennar nístir þúsundir vinnufærra manna í hinu auðuga landi forréttindahópanna. Öll spjót standa á óbreyttum launþegum og nú á að fara að semja um kaup og kjör! í janúarmánuði voru yfir 1100 manns án atvinnu á Norðurlandi, hátt í 7% af mannafla á vinnumarkaðin- um. Á Akureyri voru 310 manns að meðaltali án atvinnu í mánuðinum, 216 á Húsavík, 116 á Siglufirði og 103 í Ólafsfirði. Þessar tölur sýna glöggt hve ástandið er slæmt og ekki hefur það batnað. Um miðj- an febrúar voru 350 á atvinnuleyssiskrá á Akureyri og hafði atvinnulausum fjölgað um 45 frá byrjun mánað- arins. Þau fáu störf sem auglýst eru laus til umsóknar eru mjög eftirsótt og hafa forsvarsmenn fyrirtækja jafnvel aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei fengið svona viðbrögð í þau 20 ár sem ég hef verið í þessu," sagði framkvæmdastjóri heildsölu á Akureyri í frétt Dags í gær, en hátt í 60 manns sóttu um starf sölu- manns hjá fyrirtækinu og gátu flestir byrjað strax. Annað dæmi er tiltekið í fréttinni, lagermannsstarf sem á sjötta tug manna sótti um. Eftirspurn eftir laus- um störfum hefur sjaldan verið meiri. Fyrst hér er verið að tala um Akureyri er ekki úr vegi að nefna að það eru ekki aðeins íbúar bæjarins, fag- lærðir sem ófaglærðir, sem eiga í miklu basli með að fá atvinnu. Mörg dæmi eru um Akureyringa sem hafa afl- að sér menntunar á háskólastigi í Reykjavík eða erlendis og vilja snúa aftur til heimabæjarins en fá ekki atvinnu í bænum og þurfa því frá að hverfa. Og hvernig verður ástandið á vinnumarkaðinum næsta haust þegar framhaldsskólarnir á Akureyri og Háskóli íslands fara að vísa nemendum frá í stórum stíl, eins og nú stefnir í? Ástandið í atvinnulífinu er vissulega viðkvæmt og fregnir berast nú af auknum vanda hjá sjávarútvegs- fyrirtækjum. Þarna hafa mikil umskipti orðið á skömm- um tíma og böndin beinast að stjórnvöldum þegar skýringa er leitað þótt ytri aðstæður hafi einnig tölu- verð áhrif. Einn anga þessa máls er vert að hugleiða einmitt á þessari stundu. Sú hætta er fyrir hendi að slæmt atvinnuástand verði notað sem grýla í kjarasamninga- viðræðunum. Ætli stjórnvöld og atvinnurekendur að beita atvinnuleysisvofunni fyrir sig í því skyni að knýja fram litlar eða engar kauphækkanir má búast við hörðum aðgerðum frá samtökum launþega. Hræðsluáróðurinnimáiekkiíverða réttlætinu yfirsterk- ari. Ábyrgðinni á versnandi atvinnuástandi skal vísað aftur til föðurhúsanna. SS Sífellt berast okkur fréttir af umferðarslysum, alvarlegum meiðslum, dauðaslysum og minni háttar óhöppum og eignatjóni í umferðinni. Því miður liggur við að slíkar fréttir séu taldar eðlileg- ur hluti daglegs lífs og umferðar- slysin orðin jafn sjálfsögð og flensan og kvefið. I reynd eru umferðarslys alvarlegt heilbrigð- isvandamál og væri full ástæða til að reyna að sporna við þeim með sama krafti og gert hefur verið gegn alnæmi og öðrum hættuleg- um sjúkdómum. Við þekkjum þó meginorsakir umferðaslysa - gáleysi, glannaskap og of hraðan akstur. A nokkrum sviðum hefur náðst markverður árangur með áróðri og breytingum á umferð- arlögum, t.d. hefur hlutfall slysa, þar sem fólk slasast alvarlega, lækkað. Nýjar fréttir greina þó frá því að slysum hafi fjölgað um nær þriðjung á síðasta ári miðað við árið þar áður og slysum á 7-14 ára börnum hafi fjölgað um 48% milli ára. Bílaeign hér er mjög mikil og Minni hraði - meira öryggi. Greinarhöfundur viil vekja athygli ungra öku- manna á hópi óvarinna og óöruggra vegfarenda, sem verður að taka tillit til í umferðinni. Bréf tfl ungra ökumanna bílanotkun einnig. Sú notkun er tvíþætt; annars vegar nauðsynleg og gagnleg en hins vegar óþörf og ómarkviss. T.d. er bíllinn mikið notaður til styttri ferða innanbæj- ar og jafnvel innan hverfa. Fjöldi manna notar bílinn sem yfirhöfn frekar en samgöngutæki þannig að vart er farið milli húsa öðru- vísi en í bíl (sbr. í frakka eða í úlpu!). Margir þeirra sem þannig misnota þetta annars ágæta farar- tæki eru hraustir karlmenn, ungir eða á besta aldri og við góða heilsu. Hraði, snögg viðbrögð og vottur af tiilitsleysi Ungir menn með nýtt og glans- andi ökuskírteini lifa samkvæmt þessu - a.m.k. þeir sem ráða yfir ökufæru farartæki. Hraði, snögg viðbrögð og vottur af tillitsleysi gagnvart gangandi fólki og eldri ökumönnum er aðalsmerki margra drengja og tákn karlmennsku þeirra og færni. En ungir öku- menn þroska smátt og smátt með sér raunverulega færni og getu til þess að takast á við margbreyti- legar aðstæður sem upp geta komið í umferðinni og verða þannig flestir góðir ökumenn í fyllingu tímans. Sá tími sem líður milli þess að ökuskírteinið er fengið og þessum þroska er náð er hættulegur - bæði ökumönn- unum ungu og öðrum vegfarend- um sem á vegi þeirra verða. Ég ætla að gefnu tilefni að vekja athygli þessara ungu öku- manna á hópi óvarinna og óör- uggra vegfarenda, sem verður að taka tillit til í umferðinni ekki síður en annarra. Það eru börnin, skólakrakkar 6 ára og eldri. Ég ætlast til þess að yngri börn verði ekki á ferli í nánd bílaumferðar nema í fylgd fullorðinna. Börn hafa ekki þroska til þess að valda mismunandi aðstæðum í umferðinni á sama hátt og full- orðnir fyrr en þau eru orðin a.m.k. 11-12 ára. Þau eiga erfitt með að skilja milli þess sem er langt í burtu og nálægt og sjá því illa hvort bíll stendur kyrr eða er á ferð - hvað þá hversu mikilli ferð. Sjónsvið þeirra er heldur ekki jafn vítt og fullorðinna. Hæfileikinn til þess að túlka hljóð er ekki fullþroska hjá börn- um og veldur það því að þau eiga erfiðara en fullorðnir með að skynja hvaðan hljóðin koma og átta sig á því hvaða hljóðum er mikilvægast að hlusta eftir. Best ef hægt væri að vernda börn gegn umferðarhættum Aðstæður í umferðinni eru síbreytilegar. Engar reglur eiga við allar aðstæður. Börn læra að fara yfir götu á merktum gang- brautum og þau ímynda sér gjarnan að þau séu alveg örugg þar. Ef börn verða óörugg og hrædd í umferðinni telja þau yfir- leitt að besta leiðin til þess að bjargast heil á húfi sé að hlaupa yfir götuna eins hratt og mögu- legt er. Börn miða einungis við eigin viðbrögð og tilfinningar og hafa ekki sama þroska og full- orðnir til að geta tekið tillit til annarra. Þau geta auðveldlega orðið hugfangin af einhverjum atriðum í umhverfinu þannig að þau gleyma stund og stað. Það er ekki öruggt að 8 ára börn skilji allt, sem þeim er sagt um umferðina. Misskilningur er algengur og óljós atriði mörg. Börnin gleyma auk þess fljótt því sem þau telja ekki skipta máli hverju sinni. Þau geta þó tileink- að sér mjög einfaldar umferðar- reglur og virðast oft haga sér rétt í umferðinni. Takmarkað sjón- svið þeirra, óútreiknanleg við- brögð þeirra og hugdettur gera þau hins vegar að algerlega óvörðum vegfarendum. Best væri ef hægt væri að vernda þau gegn umferðarhættum með því að aðgreina gönguleiðir þeirra t.d. til skóla algeriega frá bílaumferð. Því miður er því ekki þannig var- ið hér á Akureyri og ófram- kvæmanlegt nema með stórkost- legum breytingum á afstöðu almennings til bílaumferðar í íbúðarhverfum og bílanotkunar yfirleitt. Víða þurfa nemendur grunn- skóla að fara yfir miklar umferð- argötur á leið sinni að og frá skóla. Börn úr Gerðahverfi þurfa t.d. að fara yfir Þingvallastræti, sem er greiðfært með tveggja akreina akbrautum í hvora átt, á leið í Lundaskóla. Hörgárbraut er hindrun á leið barna úr Holta- hverfi í sinn skóla. Barnaskóli Akureyrar er illa settur þar sem skólahverfið er skorið bæði af Þingvallastræti/Kaupvangsstræti og Þórunnarstræti. Skólastjóri Barnaskólans hefur marg oft bent á þá hættu, sem börnunum stafar af umferðinni á leið þeirra í skólann. Fyrir nokkrum árum voru gerðar lagfæringar á Þór- unnarstræti við Húsmæðraskól- ann og við Hrafnagilsstræti þann- ig að gatan var þrengd og settar miðeyjur á hana þannig að framúrakstur varð ómögulegur á gangbrautum og gangandi fólk þurfti aðeins að gæta að umferð úr einni átt í einu. Af þessum aðgerðum var mikil bót og öryggi gangandi fólks bætt. „Vettlingarnir mínir strukust viö bílinn“ Nú er ég kominn að tilefni þess- ara skrifa. Um daginn var 7 ára skólastrákur á leið heim úr skólanum um hádegisbil. Hann þurfti að fara yfir Þórunnarstræti við gatnamót Hrafnagilsstrætis. Hann gengur rólega að gang- brautinni og sér bíl það langt í burtu sunnan gatnamótanna að hann telur óhætt að leggja af stað yfir götuna. Fyrr en varði heyrir hann flaut og rauður bíll rennir framhjá - „þannig að vettlingarn- ir mínir strukust við bílinn“ segir hann frá. Ökumanninum hefur eflaust brugðið, hann snýr við, kemur til baka og spyr drenginn að því hvort ekki sé allt í lagi. „Hann var svo ungur að það var ekki einu sinni farið að vaxa skegg framan í honum“ sagði sá stutti þegar hann greindi frá atburðinum. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hvað hefði gerst ef strákurinn hefði verið kominn feti lengra út á gangbrautina. Suður á Eyrarlandsholti er merk stofnun, Verkmenntaskól- inn. Að honum og frá ekur á degi hverjum fjöldi ungs fólks, flestir sjálfsagt samkvæmt öllum um- ferðarreglum. Ótrúlega oft sjást þó í nágrenni skólans, bæði á Þórunnarstræti og Mýrarvegi, bílar á miklum hraða jafnvel þannig að jaðrar við glæfraakstur og kornungir ökumenn undir stýri. Þórunnarstrætið er beinn og breiður vegur frá skólanum og norður eftir og hæglega má ná þar upp góðum hraða. Gangandi fólk ætti bara að geta gætt að sér hugsa sjálfsagt margir þessara ökumanna. Þeim vil ég benda sérstaklega á það sem ég taldi upp hér að framan að börn hafa ekki öðlast nægan þroska og reynslu til þess að meta fjarlægðir og hraða á sama hátt og fullorðn- ir. Hraðakstur kemur þeim ger- samlega í opna skjöldu. Hraðakstur er hættulegur - hraðakstur innanbæjar er víta- verður. En við náum ekki árangri og bættri umferðarmenningu með því eingöngu að siga lögregl- unni á ökumenn þótt æskilegt væri að hún beitti sér af krafti gegn glönnum í umferðinni. Ökumenn, ungir sem aldnir, verða að skynja ábyrgð sína gagnvart öðrum vegfarendum. Ungu ökumenn: Gætið ykkar- bíllinn er jafn hættulegur og skæðasta vopn ef honum er ekki stjórnað af viti og í samræmi við aðstæður. Akureyri, 15. febrúar 1992, Árni Ólafsson. Höfundur er skipulagsstjóri Akureyrarbæjar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.