Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. febrúar 1992 - DAGUR - 7 Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps: Frumsýning á Bör Börssyni JR. í kvöld Leikdeild Ungmennafélags Skriðu- hrepps frumsýnir á Melum í Hörgárdal í kvöld gamanleikinn Bör Börsson JR. Verkið er gert eftir skáldsögu Johan Falkberget. Leiksviðsbúning af sögunni gerði Toralf Sandö en Sigurður Krist- jánsson íslenskaði. í sýningunni taka þátt 15 leikarar og er Eggert Kaaber leikstjóri. Hann hefur meðal annars starfað hjá Leikfélagi Akureyrar og æfir nú með félag- inu fyrir uppfærslu á íslands- klukkunni. Þá hefur Eggert leik- stýrt hjá leikklúbbnum Sögu á Gaukshreiðrið á Húsavík: Kvenfélög og kirkjukórar hópast í leikhúsið Sýningar Leikfélags Húsavíkur á Gaukshreiðrinu eru orðnar þrettán og hefur verkinu verið mjög vel tekið, leikendur og María Sigurðardóttir, leikstjóri, hafa fengið mikið hól fyrir frammistöðuna. Aðsókn hefur verið mjög góð og flestar sýning- ar farið fram fyrir fullu húsi. Næsta sýning er í kvöld, föstu- dag, kl 20.30 og fimmtánda sýn- ing er á morgun kl. 15.00. Sím- svari tekur við miðapöntunum allan sólarhringinn í síma 41129 en miðasalan í Samkomuhúsinu er opin virka daga kl. 17-19. Að sögn Ásu Gísladóttur, for- manns leikfélagsins, eru leik- félagsmenn ákaflega ánægðir með hinar góðu viðtökur sem verkið hefur hlotið og sagði hún að mjög margir hópar, bæði minni og stærri, hefðu sótt sýn- inguna. Þar væru m.a. á ferð- inni starfsmannafélög en kven- félög og kirkjukórar hefðu einnig mætt í leikhúsið. IM Akureyri. Aðalhlutverkið í Bör Börssyni JR. er í höndum Þórðar Stein- dórssonar en af öðrum leikurum má nefna Hörð Hafsteinsson, Hauk Steinbergsson, Unni Arn- steinsdóttur, Fanneyju Valsdótt- ur og Arnstein Stefánsson. Næstu sýningar á verkinu verða á Melum á sunnudags- kvöld, þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld. Fyrirlestraröð Stafnbúa: Hver á fiskúm? - fyrirlestur í Víkurröst á Dalvík á morgun Stafnbúi, félag sjávarútvegs- fræðinema við Háskólann á Akureyri, gengst um þessar mundir fyrir röð fyrirlestra um fiskveiðistjórnun. Nú er lokið fjórum fyrirlestrum, þar sem tek- ið hefur verið á eftirfarandi atrið- um, „forsendur fiskveiðistjórn- unar“, „ákvörðun heildarkvóta“, „áhrif fiskveiðistjórnunar á hags- Háskólinn á Akureyri: „Hvað er heilbrigðisþjónusta? “ - fyrirlestur Vilhjálms Árnasonar Laugardaginn 22. febrúar kl. 14 mun Vilhjálmur Árnason, dósent í heimspeki við Háskóla íslands, halda fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki á Akureyri. Fyrirlesturinn nefnist „Hvað er heilbrigðisþjónusta“? og verður fluttur í Háskólanum á Akureyri við Þórunnarstræti. I viðleitni sinni til þess að svara þessari spurningu mun Vilhjálm- ur velta því fyrir sér hver séu meginmarkmið og verkefni heil- brigðisþjónustu, hvert sé inntak mannlegrar heilbrigði og hvernig skipa megi gögnum og gæðum heilbrigðisþjónustunnar á réttlát- an hátt. Með fyrirlestri Vilhjálms lýkur þeirri umræðu sem Félag áhuga- manna um heimspeki á Akureyri efndi til um heilbrigðishugtakið, en Pétur Pétursson, heilsugæslu- læknir, og Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir, fjölluðu í fyrirlestrum sínum um þetta efni á sl. vetri. Þetta er þriðji fyrirlestur á veg- Það Sjallinn: er svo í kvöld, föstudagskvöld verður önnur sýning á stórskemmtuninni „Það er svo geggjað - saga af sveitaballi" eftir Jón Hauk Brynj- ólfsson. Boðið verður uppá þriggja rétta kvöldverð, skemmt- un og dansleik. Heiðursgestir kvöldsins verða fulltrúar í keppn- inni um fegurðardrottningu Norðurlands. Á laugardags- kvöldið verður dansleikur í Sjall- anum og hefst hann kl. 23.00. Það verður hljómsveitin Vinir og synir sem sér um að halda uppi stuðinu á dansgólfi Sjallans um helgina. Kjallarinn er öllum opinn alla daga og geta gestir tjáð sig í bundnu formi í Karaoke söngvélinni alla helgina. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi: Blómasala Félagar í Lionsklúbbnum Vitaðs- gjafa fara í sína árlegu söluferð með konudagsblóm um Eyja- fjarðarsveit og Svalbarðsströnd á morgun laugardag eða sunnu- dag. Þá verða sölumenn einnig með hinn vinsæla Vestfjarðaharð- fisk í farteskinu. Klúbburinn þakkar veittan stuðning á liðnum árum og væntir góðra undirtekta sem fyrr. Allur ágóði rennur til líknarstofnana eða einstaklinga sem orðið hafa hart úti heilsufarslega. r 1 L' Jf r ^ Drengimir Pétri í B( Drengirnir frá Sankti Pétri er mynd helgarinnar í Borgarbíói á Akureyri, sýnd kl. 21. Klukkan 21.05 verður sýnd myndin Góða löggan. Náin kynnin (Intimate Stranger) birtist á hvíta tjaldinu kl. 23. Þetta er spennumynd um símavændiskonu, sem verður vitni að morði. Á sama tíma verður frá Sankti jrgarbíói sýnd grínmyndin Hvað með Bob með Bill Murray, Richard Drey- fuss, Julie Hagerty og Charlie Korsmo í aðalhlutverkum. Á barnasýningum kl. 15 á sunnudag verða sýndar myndirn- ar Leitin að týnda lampanum og Supermann. Fræðslufimdur um uppgræðslu á örfoka landi í Ydölum Skógræktarfélag Suður-Þingey- inga og Búnaðarsamband Suður- Þingeyinga standa fyrir fræðslu- fundi í Ydölum í Aðaldal á morgun, laugardaginn 22. febrú- ar. Fundarefni: Uppgræðsla örfoka lands og lítt gróins lands ásamt kynningu á stóru upp- græðsluverkefni sem er í undir- búningi. Framsögumenn á fundinum verða þeir Andrés Arnalds, gróð- urverndarfulltrúi, og Jón Guð- mundsson, plöntulífeðlisfræðing- ur. um félagsins á þessu starfsári og er allt áhugafólk velkomið. Aðgangur er ókeypis. munaaðila“ og „áhrif fiskveiði- stjórnunar á búsetu". Fimmti fyrirlesturinn fer fram laugardag- inn 22. febrúar kl. 13.30. Fundurinn verður haldinn í Víkurröst á Dalvík og ber yfir- skriftina: „Hver á fiskinn?“ Framsöguerindi flytja: Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Iektor við HÍ. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Snjólfur Ólafsson, dósent við HÍ. Valdimar Bragason, fram- kvæmdarstjóri. Fundarstjóri: Kristján Þór Júlíusson. Að framsöguerindum loknum verður opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður. Stafnbúi og bæjarstjórn Dal- víkur bjóða alla velkomna á meðan húsrúm leyfir. Gallerý AllraHanda: Rósa Ingólfsdóttir sýnir Rósa Ingólfsdóttir opnar mynd- listarsýningu í Gallerý AUra- Handa í Listagili klukkan 15.00 laugardaginn 22. febrúar. Á sýn- ingunni verða silkiþrykkmyndir sem listakonan vann á árinu 1990 upp úr hugmyndum sem urðu til þegar hún vann við að mynd- skreyta sýningu fyrir Sjávar- útvegs-, landbúnaðar- og iðnað- arráðuneytið árið 1974. Rósa er löngu þekkt fyrir listsköpun sína - bæði á sviði myndlistar og grafískrar hönnunar en hún starf- ar sem slík hjá Ríkissjónvarpinu. Þá hefur hún einnig tekið þátt í leiklistar- og sönglífi auk blaða- skrifa og útvarpsþátta sem tekið hefur verið eftir. Skemmtistaðurinn 1929: Miðnæturhiti - árin sem fæstir vilja muna? - sýningar í kvöld og annað kvöld í kvöld verður frumsýnd í skemmtistaðnum 1929 á Akur- eyri, söngskemmtunin; Miðnæt- urhiti - árin sem fæstir vilja muna? Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð en auk hans koma fjöl- margir aðrir skemmtikraftar fram í sýningunni. Sýningin verður endurtekin annað kvöld en óvíst er hvort þær verða fleiri. Sýningin hefst kl. 23.30 bæði kvöldin og síðan tek- ur hljómsveitin Dúndur og Steina völdin og leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Miðaverð á söngskemmtunina er kr. 1.600 en miðaverð á dans- leik eftir sýningu er kr. 1000. Leikklúbburinn Saga: Tíu litlir negrastrákar Leikklúbburinn Saga á Akureyri heldur upp á 15 ára afmæli sitt um þessar mundir og á morgun, laugardaginn 22. febrúar, verður sérstök afmælissýning á Tíu litl- um negrastrákum, sem Saga frumsýndi í gær. Gömlum og nýj- um félögum er boðið á sýninguna og er uppselt á hana. Tíu litlir negrastrákar er leik- verk eftir Agöthu Christie og taka átján Sögufélagar þátt í sýn- ingunni. Leikstjóri er Felix Bergsson, sem nú leikur í söng- leiknum Tjútti & trega hjá Leik- félagi Akureyrar. Þriðja sýning á Tíu litlum negrastrákum verður í Dynheim- um fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Dropinn: Kredit spilar Hljómsveitin Kredit spilar á veit- ingastaðnum Dropanum á Akur- eyri í kvöld og annað kvöld. Bæði kvöldin verður opið til kl. 03 en staðurinn er opinn frá 11 á morgnana. Sem fyrr eru seldar pizzur og pizzusneiðar á staðnum jafnframt því sem nýr matseðill er nú í boði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.