Dagur - 21.02.1992, Page 11

Dagur - 21.02.1992, Page 11
Föstudagur 21. febrúar 1992 - DAGUR - 11 Fréttir Tryggingastofnun ríkisins: Hægt að sækja um endurgreiðslu tannréttingakostnaðar Þeir sem byrjuðu í tannrétting- um á tímabilinu 1. nóvember 1989 til ársloka 1991 geta nú sótt um endurgreiðslu á hluta kostnaðar. Endurgreiðsla verður ákveðin samkvæmt reglugerð frá síðasta ári og miðast endurgreiðslan við hversu alvarleg tannskekkjan er. Umsóknarfrestur verður til 15. mars næstkomandi en hafi umsókn þá ekki borist fellur rétt- ur til endurgreiðslu niður. Trygg- ingastofnun tekur ekki þátt í kostnaði við tannréttingar sem hefjast eftir 1. janúar 1992 nema meðferðin sé vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma. Hvað varðar tannréttingar sem hófust fyrir 1. nóvember 1989 gildir áfram sú regla að helmingur kostnaðar er endurgreiddur og þarf ekki að sækja um vegna þessa. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins eru þess dæmi að fólk hafi tekið ákvörðun um frestun á tannrétt- ingameðferð á síðasta ári vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur um endurgreiðslu. Þetta fólk getur nú einnig sótt um endurgreiðslu. Eins og áður segir verður endurgreiðsluhlutfallið miðað við hversu alvarleg tannskekkjan er. Vegna tannskekkju sem lendir í þriðja flokki greiðast 35% kostn- aðar, 50% vegna tannskekkju í öðrum flokki og 65-100% vegna alvarlegustu tilvikanna. Trygg- ingastofnun mun ekki endur- greiða ef tannskekkjan er ekki metin í einhvern þessara flokka. JÓH SUNNUHLTO • • VERSUJNARMIÐSTOÐ Bókamarkaður Opið frá kl. 13-20 Síðasti dagur bókamarkaðarins sunnudaginn 23« febrúar Opið frá kl. 13-18 Sunnuhlíð Sími 26368 Strákar strákar á öllum aldri! Muniö konudaginn Konudagurinn er á sunnudaginn Glæsilegt úrval af afskornum blómum 03 pottaplöntum Opið í Sunnuhlíð laugardag kl* 10-18, sunnudag kl« 13-20« Hafnarstræti laugardag og sunnudag kl« 10-18« Næg bílastæöi. Blómabúðin Laufás Fagmennska í fyrirrúmi @ LJÓSMYNDA BÚÐIN BÚNAÐARB A N KI VA/ ÍSLANDS lÚmBÚÐIN HABRÓ Fataverslun Sími 25904 Sími 11030 Sími 27177 Sími 27600 Sími 22111 Sími 11113 rí Rafland hf. Rafeindaverkstœai - Raftaekjaverslun Sími 25010 Kjörbúð Sími 30387 VERSLUNIN | VAGGAN Sími 27586 Hársnyrtistofan SatnMM, Sími 27044 Blómabúðin LAOFÁS Sími 26250 M.H. LYIMGDAL Par sem skórnir fást Sími 26399 BOKABUÐIN MÖPPUDÝRIÐ Sími 26368 — FATAHREINSUNIN OG FELLT HF. ii 27224 — Sími 25977 Saumavéla- jónustan i11484 i/

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.