Dagur - 21.02.1992, Page 13

Dagur - 21.02.1992, Page 13
Föstudagur 21. febrúar 1992 - DAGUR - 13 Frá Guðspekifélaginu á Akureyri. Fundur verður haldinn í Guðspekifélaginu á Ak- ureyri sunnudaginn 23. febrúar kl. 14.30 í húsi félagsins að Glerárgötu 32, 4. hæð (gengið inn að austan). Athugið breyttan fundartíma. Kristján Fr. Guðmundsson frá Reykjavík flytur tvö erindi um Iðkun Máttar Yoga. I hléinu verða bornar fram kaffiveit- ingar kr. 200,- Öllum heimill aðgangur. Stjórnin. Laufásprestakali: Svalbarðskirkja, Guðsþjónusta nk. sunnudag, 23. febrúar kl. 14.00. Biblíudagurinn, Þorsteinn Péturs- son, predikar. Sóknarprestur. Akureyrarprestakall: Sunnudagaskóli Akur- eyrarkirkju verður nk. sunnudag kl. 11. Allir velkomnir eldri sem yngri. Messað verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 14. Sálmar: 533, 300, 295, 255, 294. B.S. Biblíulestur verður í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju nk. mánu- Glerárkirkja: Kirkjuskólinn laugardag kl. 11.00. Biblíulestur og bænastund kl. 13.00. Guðsþjónusta sunnudag kl. 21.00. Biblíudagurinn. Ath! Breyttan messutíma. Allir velkomnir. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. Sunnudaginn 23. febrú- ar: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Jón Viðar Guð- laugsson. Allir velkomnir. | B B S | u" I SJÓNARHÆÐ HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 22. feb.: Barnafundur fyrir alla krakka kl. 13.30. Ungl- ingafundur sama dag kl. 20. Sunnudagur 23. feb.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17.00. Allir eru hjartanlega vel- komnir. HVITASUnmiRKJAíl v/SMm5HLiD Föstudaginn 21. feb. kl. 20.30, bæn og lofgjörð. Laugardaginn 22. feb. kl. 13.00, barnakirkja, öll börn velkomin. Sama dag kl. 21.00, samkoma fyrir ungt fólk, ungt fólk á öllum aldri velkomið. Sunnudaginn 23. feb. kl. 15.30, vakningarsamkoma, frjálsir vitnis- burðir, ræðumaður Vörður Trausta- son, samskot tekin til tækjakaupa, mikill og fjölbreyttur söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudaginn 24. feb. kl. 20.30, safn- aðarsamkoma. Gjafir: Til Akureyrarkirkju kr. 10.000 frá gamalli konu og kr. 3.000 til Strand- arkirkju frá ónefndri sveitakonu. Gefendum eru færðar bestu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. Fyrsta tölublað ferðatímaritsins Farvís-Áfangar komið út: Stórt og efiiismikið blað - sögusamkeppni og ferðagetraun fyrir lesendur Farvís-Áfangar er ferðatímarit í sérflokki. Fyrsta tölublaðið er nýkomið út og sameinar það tvö eldri er áður voru gefin út af sitt hvoru útgáfufyrirtækinu. Farvís kom fyrst út árið 1988 en Áfang- ar árið 1980. Nýja blaðið Farvís-Áfangar er 104 bls. að stærð og afar efnis- mikið. Fjöldi greina um áfanga- staði innanlands sem utan eru í ritinu og má þar nefna grein um Jökulsárgljúfur, Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi, Skarðsheiði, A- Húnavatnssýslu, Kverkfjöll, Toronto/Ontario í Kanada, sigl- ingu um Karíbahafið, Newcastle, Kína-Yunnan, Dover í Kent og margt fleira. í blaðinu er glæsileg ferða- getraun, vinningurinn er flugferð til Baltimore/Washington með Flugleiðum hf. og gisting á Sheraton City Centre hótelinu í Washington í þrjár til fjórar nætur. I tilefni af útkomu nýja sam- einaða ritsins er efnt til sögusam- keppni, lesendur eru hvattir til að setja ferðafrásögn á blað og senda til útgáfufyrirtækisins. Fimmtíu þúsund króna verðlaun eru í boði fyrir bestu ferðasög- unna, skilafrestur er til 15. mars nk. Bestu ferðasöguna ntun þriggja manna dómnefnd velja en hana skipa Hildur Gunnlaugsdóttir prófarkalesari, Jóhanna Kristjóns- dóttir blaðamaður og Sigurður Valgeirsson bókmenntafræðing- ur. Farvís-Áfangar er gefið út af Farvegi hf., ábyrgðarmaður og ritstjóri er Pórunn Gestsdóttir. Hvað er að gerast? Akureyri: Nýr Favorit sýndur Skálafell sf. á Akureyri sýnir um helgina nýjan evrópskan bíl, Favorit Forman. Skoda hefur í gegnum árin notið vinsælda á ís- landi en nú er boðinn í fyrsta sinn fimm dyra skutbíll frá Skoda sem er ný framleiðsla. Sýning Skálafells verður opin milli kl. 13 og 17 á morgun og á sunnudag. íþróttafélagið Pór: Portið af stað á ný - beinlínutenging við íslenskar getraunir Knattspyrnudeild Pórs hefur far- ið af stað með Portið á ný. Portið er til húsa í nýju slökkviliðsstöð- inni við Árstíg og er starfrækt alla laugardaga frá kl. 11.00- 16.00. Básapantanir eru í síma 22381 eftir kl. 16.00 alla daga. Þórsarar hafa nú fengið bein- línutengingu við íslenskar get- raunir og stefna að því að tippa saman í stórum hópum. Þeir sem áhuga hafa á því að vera með geta mætt í Hamar á föstudags- kvöldum og látið skrá sig í getraunahóp vikunnar. Lionsklúbbur Akureyrar: Árleg blómasala á morgun Hin árlega blómasala Lions- klúbbs Akureyrar fer fram á morgun, laugardaginn 22. febrú- ar. Klúbbfélagar munu þá ganga í hús í bænum og bjóða til sölu fallega blómvendi. Lionsklúbbur Akureyrar hefur staðið fyrir blómasölu á hverju ári frá því að klúbburinn var stofnaður og rennur allur ágóði sölunnar til líknarmála. Petta er jafnframt stærsta fjáröflunar- verkefni klúbbsins ár hvert. Konudagurinn er á sunnudag- inn og því gefst akureyrskum karl- mönnum hér gullið tækifæri til þess að kaupa blómvönd handa sinni heittelskuðu. Verð á vönd- um er það sama og í fyrra, eða kr. 700.-. Viljum ráða blikksmið Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Uppl. gefur Oddur í síma 27770 heimasími kvöld og helgar 21171. BLIKKRÁS HF. r\l\N vió HRRFNRGIK Konudags- kaffihlaðborð sunnudaginn 23. febrúar Ný sending af pottablómum fyrir helgina Velkomin í Vín lili^ 31333 Þií færd ollon pappír o e/num stað DAGSPRENT Strandgötu 3 I • Akureyri • ir 24222 & 24166 Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR JÓHANNESSON, Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri áður til heimilis Reynivöllum 2, Akureyri, sem andaðist f immtudaginn 13. febrúar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Bára Gestsdóttir, Ragna Gestsdóttir, Davfð Kristjánsson, Tryggvi Gestsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Sigurður Gestsson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem auðsýndu okk- ur samúð við andlát og útför hjartkærar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KLÖRU NEILSEN, Dvalarheimilinu Hlfð, og heiðruðu minningu hennar með einum eða öðrum hætti. Sólveig Bjartmars, Gunnar Bjartmars, Magnúsfna Sigurðardóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Siguróli M. Sigurðsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Valgarður J. Sigurðsson, Alda Aradóttir, Inga S. Sigurðardóttir, Finnur Óskarsson, Klara Sveinbjörnsdóttir, Helgi Valgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.