Dagur - 21.02.1992, Síða 15

Dagur - 21.02.1992, Síða 15
Föstudagur 21. febrúar 1992 - DAGUR - 15 IÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Handknattleikur: skýrast í 1. deildarkeppnirau - FH-ingar deildarmeistarar Akureyri: Framhalds- skólamót íblaki Á morgun, laugardag, verð- ur haldið framhaldsskóla- mót í blaki í íþróttahöllinni á Akureyri. Það íþróttafélag- ið Æsir í Verkmenntaskói- anum á Akureyri og Blak- samband íslands sem gang- ast fyrir mótinu. Keppni hefst kl. 15 og verð- ur spilað fram eftir kvöldi. 8 karlalið og 7 kvennalið leiða saman hesta sína og verður spilað á þremur völlum. Aðgangur að mótinu er ókeypis. Vetrarólympíuleikarnir: Ásta í 27. sæti Petra Kronberger frá Aust- urríki sigraði í svigi á vetrar- ólympíuleikunum í Albert- ville í gær. Ásta Halldórs- dóttir hafnaði í 27. sæti. Kronberger kom í mark 0,42 sek. á undan næstu stúlku sem er frá Nýja Sjálandi. Vreni Schneider, fyrrum ólympíumeistari, varð að gera sér 7. sætið að góðu. Ásta kom í mark rúmum 10 sekúndum á eftir Kronberger. Vetrarólympíu- leikunum lýkur um helgina Vetrarólympíuleikunum í Albertville í Frakklandi lýk- ur um helgina og taka íslensku keppendurnir þátt í síðustu mótunum á morgun. Þá keppa Kristinn Björns- son og Örnólfur Valdimarsson í svigi og Rögnvaldur Ingþórs- son í 50 km göngu. Haukur Eiríksson hafði í gær ekki ákveðið hvort hann yrði með í 50 km göngunni. íþróttir HANDKNATTLEIKUR Föstudagur 2. deild: Völsungur-ÍH kl. 20 Laugurdugur 2. dcild: Þór-ÍH kl. 13 Sunnudagur 1. deild: Fram-KA kl. 20 ÍSHOKKÍ Laugardagur: SA-SR kl. 14 BLAK Framhaldsskólamót verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og hefst kl. 15. SKÍÐI Bikarmót í alpagreinum, 13-14 ára og 15-16 ára, verða haldin á Isafirði um helgina. Keppt verður I svigi og stór- svigi. I’á verður æfingamót í skíða- göngu í Ólafsfirði á sunnudag. SUND Krónusund Óðins fcr fram í Sundlaug Akurcyrar á morgun kl. 14. Sundið er til fjáröflunar fyrir Óðin, 35 sund- menn synda í 10 mínútur hver og reyna að komast sem mesta vega- lengd á þeim tíma. Línur að Nú sér fyrir endann á forkeppni 1. deildar íslandsmótsins í handknattleik. FH-ingar hafa þegar tryggt sér deildarmeist- aratitilinn, hafa lokið sínum leikjum og þótt Víkingar eigi möguleika á að ná þeim að stigum er markahlutfall FH það gott að sigri liðsins verður ekki ógnað. Framundan er úrslitakeppni 8 efstu liða um íslandsmeistaratitilinn og því rétt að rifja upp hvernig hún fer fram. Úrslitakeppnin fer fram með útsláttarfyrirkomulagi og leikur liðið í 1. sæti við liðið í 8. sæti, 2. sæti gegn 7. sæti, 3. sæti gegn 6. sæti og 4. sæti gegn 5. sæti. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikj- um kemst áfram en hitt er úr leik. Liðin sem hafna í efri helmingi deildarinnar, þ.e. liðin í 1.-4. sæti, fá heimaleik á undan og ef til oddaleiks kemur fer hann fram á heimavelli efra liðsins. Marka- hlutfall gildir ekki í úrslitakeppn- inni þannig að ef annað liðið sigr- ar ekki í tveimur fyrstu leikjun- um fer þriðji leikurinn fram. Leikið er til þrautar í hvert skipti, þ.e. jafntefli getur ekki orðið í úrslitakeppninni. Þegar þessari fyrstu umferð úrslitakeppninnar er lokið eru fjögur lið eftir og mætast þá ann- ars vegar sigurliðið úr leik 1-8 og sigurliðið úr leik 4-5 og hins veg- ar sigurliðið úr leik 2-7 og sigur- liðið úr leik 3-6. Leikið er þar til annað liðið hefur sigraði í tveim- ur leikjum. Að þessum leikjum loknum standa tvö lið eftir og Töluveröar líkur eru á að júgóslavneskur markvörður, Iztok Race, leiki með 1. deild- arliði KA í handknattlcik næsta vetur. Race, sem er unn- usti Jösnu Pavlovich, blak- konu í KA, hefur æft með lið- inu að undanförnu. Blak: 21 lið á þorramóti íþróttafélagið Eik á Akureyri gekkst fyrir þorramóti í blaki um síðustu helgi. Mótið var ætlað 29 ára og eldri og mættu 21 lið til leiks í karla og kvennaflokki. í kvennaflokki voru 12 lið og hafði A-lið Eikar mikla yfirburði og tryggði sér sigur með fullu húsi stiga en liðið tapaði ekki hrinu í mótinu. HK úr Kópavogi varð í 2. sæti og A-lið Óðins í 3. sæti. í karlaflokki voru 9 lið og þar sigraði A-lið Óðins, B-lið Öðins varð í 2. sæti og A-lið Skauta- félagsins í 3. sæti. Spilað var stanslaust frá kl. 10.30 á laugardagsmorguninn og til kl. rúmlega 21 um kvöldið. Þá fór allur hópurinn á Hótel KEA, snæddi og steig dans fram eftir nóttu. Mótið þótti heppnast mjög vel en þess má geta að færri lið kom- ust að en vildu. leika þau til úrslita um íslands- meistaratitilinn. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki telst íslands- meistari. Liðið sem hafnar í neðsta sæti deildarkeppninnar, og það er reyndar þegar orðið ljóst að það verður Breiðablik, fellur beint í 2. deild en lið nr. 10 leikur gegn liði nr. 11 um fallið. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki heldur sæti sínu en hitt fellur í 2. deild. Liðið í 9. sæti leikur ekki fleiri leiki að lokinni deildarkeppninni. FH þegar komið í Evrópukeppni Liðið sem sigrar í deildarkeppn- inni, í þessu tilfelli FH, öðlast rétt til þátttöku í Evrópukeppni félagsliða. Verði það lið einnig íslandsmeistari fær lið nr. 2 þátt- tökurétt í þeirri keppni og íslandsmeistarinn fer í Evrópu- keppni meistaraliða. Verði lið nr. 2 bikarmeistari fer það í Evrópu- keppni bikarhafa en lið nr. 3 í deildarkeppninni í Evrópukeppni félagsliða. Þetta síðasta er út úr myndinni í dag þar sem Víkingar eru öruggir með annað sætið í deildarkeppninni en úr leik í bikarnum. Annað fyrirkomulag í 2. deild Annað fyrirkomulag er á keppni í 2. deild. Þar er aðeins leikin tvöföld umferð heima og heima og tvö efstu liðin færast í 1. deild. Eins og staðan er í dag er nokkuð ljóst að það verða Þór og ÍR. Ekkert lið fellur í 3. deild þar Race er 25 ára gamall og hef- ur leikið með 1. deildarliði í Júgóslavíu. Hann lék einnig á sínum tíma með unglingalands- liði landsins. Að sögn Alfreðs Gíslasonar, þjálfara KA, eru góðar líkur á að Race leiki með KA næsta vetur en hann mun vera sterkur mark- vörður. Hann mun leika með KA í pressuleik gegn landsliðinu 6. mars nk. Af pressuleiknum er það ann- ars að frétta að KA-liðið verður styrkt með einhverjum leik- mönnum og eru líkur á að bæði Sigurður Sveinsson og Þorgils Óttar Mathiesen mæti á svæðið. Óvíst er að Þórsarar verði með í leiknum þar sem þeir spila í íslandsmótinu tveimur dögum seinna. Á morgun, laugardag, verður einn af úrslitaleikjunum á Islandsmótinu í íshokkí á Akureyri. Þá mætast Skauta- félag Akureyrar og Skauta- félag Reykjavíkur en þessi lið eru efst og jöfn að stigum. Leikurinn er sá síðasta í 3. umferð mótsins en alls verða leiknar fjórar umferðir. Liðin hafa mæst tvívegis áður og unnu Akureyringar fyrri leikinn en sem hún er ekki til í dag heldur er keppt í 1. flokki karla, eða B- deild meistaraflokks, sem tengist ekki 1. og 2. deild enda væri þá hætta á að upp kæmu vandamál þar sem sama félagi er óheimilt að eiga tvö lið í sömu deild. Nokkrir leikir eftir Nokkrir leikir eru eftir í deildar- keppninni og það skýrist ekki fyrr en í næstu viku hvaða lið verða í 8 efstu sætunum og hvernig þau raðast niður. Þessir „Ég var mjög ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. Við spiluðum yfirvegaða vörn, hraðaupphlaupin gengu upp og Axel átti einn sinn besta leik í markinu í vetur. Við keyrðum yfir þá í fyrri hálf- leik,“ sagði Alfreð Gíslason eftir auðveldan sigur KA- manna á HK í 1. deild hand- boltans í Kópavogi á miðviku- dagskvöldið. Lokatölur urðu 20:28 og úrslitin þýða að KA- menn eru öruggir með 4. sætið og eiga möguleika á 3. sætinu sem þeir slást um við Selfyss- inga. Eins og Alfreð sagði voru HK- ingar teknir „í bakaríið" í fyrri hálfleik og mestur varð munurinn 11 mörk, 7:18. Staðan í hléi var 8:18. KA-menn léku vel og sókn- arleikur HK var í molum á móti sterkri vörn þeirra. Alferð tók hættulegasta mann þeirra, Michael Tonar, í sína vörslu og sá til þess að hann skoraði ekki mark fyrr en í seinni hálfleik. KA-menn slökuðu á í seinni hálfleik og á 15 mínútum tókst HK að minnka muninnn í 14:20. KA skoraði ekki í 7 mínútur en Árni Stefánsson braut ísinn með 21. markinu og við það vöknuðu norðanmenn til lífsins. Skömmu síðar var munurinn aftur orðinn 11 mörk, 15:26, og úrslitin voru ráðin. Síðustu mínúturnar endur- spegluðu muninn á liðunum og voru hreinlega skrípaleikur. Það var sterk liðsheild KA sem skóp sigurinn en rétt er að nefna Axel sérstaklega, hann varði mjög vel, m.a. tvö víti. Leikur HK var í rústum og sem dæmi má nefna að Gunnar Gíslason skaut a.m.k. sjö sinnum fram hjá KA- markinu. Skástur heimamanna var Óskar Elvar Óskarsson. „Við höfum verið á siglingu Reykvíkingar þann seinni. Sigur er ákaflega mikilvægur fyrir Akur- eyringa því þeir eiga eftir að mæta Reykvíkingum aftur fyrir sunnan. Verði liðin jöfn að stig- um eftir fjórar umferðir gildir markahlutfall ekki heldur verður leikinn hreinn úrslitaleikur um titilinn. Leikurinn fer fram á Skauta- svellinu á Akureyri og hefst kl. 14. leikir eru eftir: ÍBV-Grótta (21.02.), HK-Selfoss, Fram-KA, Víkingur-Haukar (23.02.), ÍBV- Stjarnan (24.02.), Selfoss-KA (25.02.), Valur-UBK (26.02.), Selfoss-Valur og ÍBV-UBK (28.02.). Síðan verður gert hlé á mótinu rneðan B-keppnin í Austurríki fer fram en úrslitakeppnin hefst 8. apríl. Leikið verður með litl- um hléum og fyrsti úrslitaleikur tveggja síðustu liðanna um íslandsmeistaratitilinn fer fram 24. apríl. undanfarið og ætlum okkur að vinna Fram á sunnudaginn. Þá verður leikurinn á Selfossi hreinn úrslitaleikur um 3. sætið og þar kemur auðvitað ekkert annað en sigur til greina,“ sagði Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, hinn skemmtilégi hornamaður KA. Áhangendur HK voru nokkuð hávaðasamir og Alfreð var spurður hvort tónlist Guns and Roses hefði hjálpað KA-mönn- um að krækja í sigurinn. „Við erum farnir að spila mun betur á útivöllum en hvað veldur veit ég ekki,“ sagði Alfreð og glotti. -bjb Mörk HK: Elvar Óskarsson 9/1, Ásmundur Guðmundsson 3, Michael Tonar 3/1, Rúnar Einarsson 2, Gunnar Gíslason 2, Jón B. Ellingsen 1. Bjarni Frostason varði 15 skot. Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 8/4, Stefán Kristjánsson 6, Erlingur Kristjánsson 5, Pétur Bjarnason 3, Alfreð Gíslason 3, Árni Stefánsson 2, Árni Páll Jóhannsson 1. Axel Stefánsson varði 13/2 skot og Björn Björnsson 1/1. Dömarar: Jón Hermannsson og Guð- mundur Sigbjörnsson. Dæmdu óaðfinn- anlega. Handknattleikur: / IH heimsækir Völsung og Mr Völsungur og Þór taka á móti ÍH í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik um helgina. Leikurinn á Húsavík fer fram í kvöld og hefst kl. 20. Á inorgun mætast Þór og ÍH á Akureyri og hefst viðureign þeirra kl. 13. Handknattleikur 1. deild HK-KA 20:28 Fram-UBK 24:13 Grótta-FH 19:21 Valur-Haukar 29:28 ÍBV-Selfoss 23:24 Víkingur-Stjarnan 27:22 FH 22 18-2- 2 614:503 38 Víkingur 21 17-2- 2 543:463 36 KA 20 10-4- 6 500:477 24 Selfoss 19 11-1- 7 508:486 23 Stjarnan 21 10-1-10 517:490 21 Haukar 21 8-4- 9 519:516 20 Fram 21 8-4- 9 485:505 20 ÍBV 19 7-3- 9 503:495 17 Valur 20 6-5- 9 480:486 17 Grótta 21 5-4-12 429:500 14 HK 21 4-2-15 462:519 10 UBK 20 2-2-16 363:481 6 Júgóslavi í mark KA? - líkur á að Siggi Sveins og Þorgils Óttar verði með í pressuleiknum íslandsmótið í íshokkí: Toppslagur SA og SR Auðveldur sigur KA á HK: Fjórða sætið í höfii og möguleiki á því þriðja

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.